Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 23
I DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. Lítið um sól og sumar á Kópaskeri: Aflögðum stássstof- um breytt í fæðingar- deildir fyrir kindur — Hafísnef nd sá ekki ástæðu til að heimsækja Kópasker Kópaskeri 28. maí 1979. Hér noröur undir heimskautsbaug er lítið vorlegt þó komin sé 6. vika sumars. Snjór er allmikill enn, þó tekið hafi lítillega af láglendi þrjá sið- ustu dága. Þá hefur verið frost á hverri nóttu og síðasta stórhríðar- gusan kom sl. mánudag svo ófært varð til Húsavíkur. Sauðburður hefur gengið vel miðað við aðstæður en allt hefur borið í húsi og ekki hægt að láta út nokkra skepnu enn sem komið er, en húsnæðisvandræði því gífurleg og það svo að jafnvel aflögðum stáss- stofum hefur verið breytt i fæðingar- deild. Heybirgðir eru senn á þrotum, en ættu þó að nægja fram í miðjan júní með sparsemi og mikilli kjarn- fóðurgjöf. En allmikið má breyta með veður til hins betra, ef verulegur gróður á að vera kominn þá. Rækjuvertíð lauk hér í endaðan apríl og stunduðu 6 bátar héðan þær veiðar og skiptu milli sín 350 tonnum, sem var hluti Kópaskers úr öxarfirði á þessu veiðitimabili. Veiðin gekk afar illa, því að fyrri hluta vertíðar og alveg fram í byrjun janúar var mikið um sUd og fiskseiði í aflanum, svo loka varð svæðinu hvað eftir annað, en síðan stormar og ótíð til loka. Einnig lokaði hafís hér höfn- inni og veiðisvæðinu í hálfan mánuð og þvældist svo hér um allmiklu lengur. Rækjuveiðin nú var líka all- miklu minni á togtíma en verið hefur undanfarna vetur og miklu smærri rækja og þykir sjómönnum illt að sjá miðin eyðilögð með aUt of miklum bátafjölda, þvert ofan i ráðleggingar Hafrannsóknastofnunar. Grásleppuveiði hefur gengið með afbrigðum iUa vegna veðurs og hafíss en hann mun hafa eyðilagt nálægt 200 net hér á Kópaskeri og Sléttu. Ekki virtist þó svokallaðri hafísnefnd ástæða til að koma hér við á yfirreið sinni um Norðurland (kannski ekki nógu mörg atkvæði á staðnum) þó okkur finnist tjónið verulegt, en netið kostar nú ekki undir kr. 30 þús. Veiðin hefur hins vegar verið allgóð þegar gefið hefur á sjó og ekki strax fyllt netin af þara. Tveir bátar eru byrjaðir netaveiðar en afli hefur verið lélegur og þurft að sækja langt. Mannlíf hér er allgott þó höfuð- skepnur riði húsum og ekki er að heyra uppgjafarhljóð í mönnum hvorki til lands né sjávar. - AB Bátar stranda og sigla á meðan enginn er á stjómpalli — Mörg slys á sjó af því að öryggisútbúnaður um borð erekki notaður Töflur eru í skýrslunni um slys á sjó bæði fyrrnefnd ár. Urðu slysin alls 286 árið 1977 og 321 árið 1978. Dauðaslysin urðu 8 talsins 1978 en 7 árið áður. Flest slysin bæði árin urðu er sjómenn urðu milli hurða, hlera og veiðarfæra. Urðu þau 108 árið 1978 en 113 árið 1977. 76 runnu til ofanþilja árið 1978 en 55 1977. 29 slösuðust við að fara frá skipi árið 1978 en 17 árið áður. 18 slösuðust í vélarrúmi 1978 en 16árið áður. Nefndin lagði mikla vinnu í rann- sókn á reki gúmbáta og er skýrsla nefndarinnar um það mál birt í hinni nýútkomnu skýrslu. -ASt. „í þessari skýrslu má enn lesa um slys á skuttogurum sem unnt hefði verið að koma í veg fyrir ef lögbundinn öryggisútbúnaður hefði verið notaður,” segir í nýútkominni skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árin 1977 og 1978. „Það er hart til þess að vita að sjómenn skuli ekki fást til að nota slíkan útbúnað, jafnvel við verstu veðurskilyrði. Er hér einkum átt við línu með öryggisbelti og létt björgun'ar- vesti. Það stoðar lítt að setja reglur sem horfa til aukins öryggis ef menn eru ekki reiðubúnir að fara eftir þeim.” Þá telja rannsóknamefndarmenn sjóslysa, sem yfirfara öll sjópróf vegna slysa í skipum, ástæðu til að brýna fyrir skipstjómarmönnum að stöðugt ber aö hafa vörð á stjómpalli á siglingu., ,Það gerist allt of oft að bátar stranda eða árekstur verður vegna þess að enginn maður er á stjómpalli og stundum um of treyst á sjálfvirk tæki. ” MAKASKIPTII Óska eftir að skipta á 3ja herb. íbúð í Árbæjarhverfi og 5 herb. íbúð, helst í sama hverfi. — Afhending eftir samkomu- lagi. — Áhugamenn leggi nafn og síma- númer inn til DB merkt: 3496 tHHi t'-L'íi. Sáluhjálp i viÓlögum Ný þjónusta — Símaþjónusta frá kl. 17—23 alla daga vik- unnar. Sími 81515. Þjáist þú af áfengisvandamáli? Er áfengisvandamál einhvers náins að eyðileggja þitt líf? Hringdu — og ræddu málið. ' SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS C^LLrLLl UM ÁFENGISVANDAMÁLIÐ SÚ VINS/ELASTA Á MARKAÐNUM ELDHRÖÐ PAPPÍRSF/ERSLA OG PRENTUN Þ/EGILEGT VALBORÐ - STÓR LJÓSAGLUGGI SVIPIST UM i NÝJUM GLÆSILEGUM HÚSAKYNNUM GÍSLI J. JOHNSEN HF. [fr h 1 Smidjuvegi 8 - Sími 73111 RANK RANK er stærsti framleiðandi í öllum búnaði og tækni í sambandi við sjónvarp og kvik- myndagerð — enda eru sjónvarpstækin frá RANK frábær. Hátalarar frá Wharfedale Veiðfrákr. 42.000.- Murphy hljómflutn- ingstæki frá Rank Verð frá kr. 289 þús. RANK UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI SJONVARP 8 RADIO HVERFISGÖTU 82 - S'IMI 23811 Sendum í póstkröfu um afít land E78x15 KR. 19.500 BR 78x13 KR. 16.600 G 78x15 KR. 21.500 615x13 KR. 16.500 H 78x15 KR. 23.600 700x13 KR. 15.600 L78x15 KR. 27.600 BR 78x14 KR. 17.900 LR 78x15 KR. 31.500 CR 78x14 KR. 19.800 HR 70x15 KR. 29.200 H 78x14 KR. 22.300 JR 78x15 KR. 29.800 B 78x14 KR. 16.900 GR78 x 15 KR. 26.500 P205/70Rx14 KR. 22.800 HR 78x15 KR. 27.400 P205/75Rx14 KR. 21.800 GR 70x15 KR. 27.400 SAMYANG HJÓLBARÐAR 615x13 KR. 13.750 135x14 KR. 22.950 560x13 KR. 14.350 E 78x14 KR. 23.650 590x13 KR. 15.450 560x15 KR. 17.750 > OO X GJ KR. 16.550 700x15 jeppa KR. 35.800 B 78x13 KR. 19.300 700x16jeppa KR. 36.600 640x13 KR. 17.200 600x12 KR. 13.950 • Sólaðir hjólbarðar ávallt fyrirliggjandi • Einnig margar aðrar gerðir hjólbarða • Sannfærist með þvíað leita ti! okkar Gúmmívinnustofan Skipholti35 Sími 31055 ■N /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.