Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 35

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. 35 Frá sfðasta Reykjavfkurmóti. W. Browne, sigurvegarinn á mótinu, teflir hér vió Rúss- ann Polugajevski. Itrownc hefur verið boðið að taka þátt f næsta Reykjavfkurmóti sem verður haldið í febrúar 1980. Þar verður aftur teflt eftir fyrirkomulaginu „Icelandic Modern” sem vakið hefur heimsathygli. hraðari atburðarás. Skákmennirnir voru yfirleitt sammála um að það litla sem kynni að tapast í gæðum skákar- innar ynnist upp með færri biðskák- um.” Hann bendir á að aðeins 2 af 13 skákum hans hafi farið i bið. í lok greinar sinnar þakkar hann skipuleggj- endum mótsins fyrir „heimsviðburð” á sviði skákarinnar. -GAJ „lcelandic Modem” er það sem koma skal segir David Levy, heimsþekktur skákdálkahöfundur „Ég er sannfærður um að „Icelandic Modern” er það sem koma skal og það er aðeins spuming um hvenær þetta fyrirkomulag verður notað á meira en helmingi allra alþjóðlegra skákmóta. Sjálfur væri ég fylgjandi því að öll skákmót yrðu haldin með þessu fyrir- komulagi, að undanskildum aðeins meiriháttar landskeppnum og heims- meistarakeppni.” Þannig farast orð David Levy, skozkum alþjóðlegum skákmeistara, í grein er Dagblaðinu hefur borizt. Levy þessi ritar mjög mikið um skák og er þekktur og mikils metinn sem slfkur. Þetta fyrirkomulag var fyrst notað á síðasta Reykjavikurmóti og er enda kennt við ísland. Það byggist á því að tvenn timatakmörk eru notuð. Fyrri tímamörkin eru eftir 3 tíma. Á þeim tíma verða keppendur að hafa lokið við 30 leiki. Síðari tímamörkin eru eftir 5 tima og verða keppendur þá að hafa lokið 50 leikjum í stað 40 sem er hið venjulega fyrirkomulag. Levy segir að þetta fyrirkomulag hafi reynzt mjög vel á Reykjavíkur- mótinu. Skákirnar hafi orðið mun skemmtilegri fyrir áhorfendur þar sem tímamörkin voru strangari og spenna komst því í skákirnar miklu fyrr en ella. Fyrir keppendur hafi þetta fyrir- komulag ekki sízt þann kost að bið- skákir verða miklu færri og keppendur komi því yfirleitt úthvíldir í hverja um- ferð. S grein sinni vitnar Levy í þrjá þátttakendur á mótinu. Vlastimil Hort segir: „Þetta er skemmtilegt. FIDE ætti að halda fleiri mót með þessu fyrirkomulagi.” Bill Lombardy segir: „Lykillinn að framgangi skákarinnar er aukinn áhugi og þátttaka áhorfenda. Slíkum lykli var beitt á aðdáunar- verðan hátt á Reykjavíkurmótinu. Ég vildi því gjarna sjá fleiri slíkar til- raunir.” Tony Miles er ekki alveg eins sannfærður. Hann segir: „Fyrri tíma- mörkin koma of snemma, koma i veg fyrir djúpa hugsun og draga úr gæðum skákarinnar. Þetta fyrirkomulag er þvi gott fyrir áhorfendur en vafasamt fyrir skáklistina. Þetta er athyglisverð til- raun. Ég er í vafa um ágæti hennar en væri reiðubúinn að reyna aftur.” Dagblaðinu hefur einnig borizt grein sem sigurvegarinn á mótinu, Walter Browne, hefur skrifað. Hann er að vonum ánægður með fyrirkomulagið og segir meðal annars: „Þetta var áhorfendum til stöðugrar ánægju, þeir urðu vitni að meiri spennu og Lengsta handfang í heimi Fjarstýröur bílskúrshurða opnarí HEITIR Ármúla 42 (rnk Sími 32030 BREIÐUVIKUR- HEIMILIÐ HÆTTIR — göngudeild efld á Kópavogsheimili Unglingaheimili ríkisins í Breiðu- vík í Rauðasandshreppi í Vestur- Barðastrandarsýslu hættir starfsemi um mánaðamótin ágúst-september nk. Tvær ástæður munu einkum valda þessu. Annars vegar þótti kostnaður við þetta fámenna heimUi óheyrUega hár en samkvæmt fjár- lögum voru ætlaðar til þess um 40 milljónir á þessu ári. Hins vegar þótti staðsetning heimilisins að ýmsu leyti óhagkvæm frá félagslegu sjónarmiði. í vetur hafa 4—5 unglingar dvalizt á Breiðuvík, auk kennara og fjögurra starfsmanna. UngUngarnir munu nú flytja á býU í Fljótshlíð sem rekið er af einkaaðUum, m.a. kennara og sál- fræðingi, en nýtur fjárhagslegs styrks úr ríkissjóði. Að sögn Magnúsar Magnússonar, sérkennslufulltrúa í menntamála- ráðuneytinu, er búizt við því að þessi breyting á högum ungUnganna mjni spara talsverða fjármuni. Kvað hann mismuninn verða notaðan til að efla göngudeUd við Unglingaheimilið i Kópavogi en á slíkri deild var orðin knýjandi nauðsyn. -GM. Eskifjörður: TILRAUNAVEIÐAR Á SANDSÍLI Seley SU-10 frá Eskifirði fór á sandsílisveiðar í fyrri viku. Veiðarnar stóðu í fimm daga og landaði bátur- inn á Eskifirði á fimmtudag 200 tonnum af sandsíli. Aflinn veiddist við Ingólfshöfða. Ingvi Rafn skipstjóri á Seley sagði að þetta væri tilraunaveiði. Að visu hefði Árný KE farið í fyrrasumar á sams konar veiðar og gert það sæmi- legt. Einn maður frá Hafrannsóknastofn- un hefði verið með Ingva Rafni og fylgzt með hinum nýju veiðum. Að sögn Ingva Rafns skipstjóra verður að fara með gætni við veiðarnar en sandsUið er veitt í troll. Leyfi verður að fá frá Hafrann- sóknastofnun til veiðanna. Ingvi Rafn, sem er mikill aflamaður, sagði að sig hefði í mörg undanfarin ár langað á svona veiðar því það væri stór stofn af sandsUi víða í kringum landið. Það kom fram hjá skipstjór- anum að sjórinn væri nú óvenju- kaldur við landið. -Regina Hálf milljón fyrir barnabók á barnaári Stjórn Rikisútgáfu námsbóka hefur ákveðið að efna til verðlaunasam- keppni um samningu barnabókar í tilefni barnaárs Sameinuðu þjóðanna. Ríkisútgáfunni þykir þetta tilhlýðilegt nú í ár þegar athygli þjóða beinist að högum barna og nánasta umhverfi þeirra. Markmið með samkeppni þessari er að efna tU útgáfu barna- eða unglinga- bókar sem hefur m.a. uppeldislegt og þroskandi gUdi. Þriggja manna dóm- nefnd metur aðsend handrit. Verðlaun — 500.000 krónur — verða veitt fyrir handrit sem valið yrði til úgáfu. Handritum sé skUað fyrir 1. desember nk. og skulu þau merkt dulnefni en nafn og heimUisfang fylgi í lokuðu umslagi. Ef dómnefnd metur fieiri en eitt handrit æskUegt til útgáfu hefur Ríkisútgáfan hug á að kaupa út- gáfurétt aðþeim. FLORIDA svefnsófarnir eru komnir aftur. Með einu handtaki má breyta þeim i hvilu fyrir tvo. Fyrirliggjandi stakir eða meö stólum, sem sófasett. — Komið og skoðið, sjón er sögu rikari. Hringbraut 121 — Slmi 10-600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.