Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 37

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 37
ÁSGEIR TÓMASSON DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. „Það verður því miður ekkert af því að við förum norður í land til hljómleikahalds að þessu sinni, þó að fullur vilji til þess sé hjá hljómsveit- inni,” sagði Egill Ólafsson Þursa- flokksstjóri í samtali við Dagblaðið á föstudaginn. „Við vorum búnir að fá vilyrði fyrir leikhúsinu á Akureyri, en ætluðum að fá að halda eina hljóm- leika í Dynheimum til að ferðin stæði undir sér. Fyrst í stað fengum við já- kvæðar undirtektir, en síðan var okkur tilkynnt að stefna hússins væri að taka helzt ekki inn langt að komnar hljómsveitir.” Egill kvað hljómsveitina vera að vinna að því um þessar mundir að skipuleggja tónleika á Austfjörðum. Ekkertverdur i afnordurferð | Þursafhkksins Komið hefur til tals aó flokkurinn fari til Los Angeles ÁSGEUt «>■**!*■■■«» Þursabit, sem væntanleg e Þursaflokkurinn siglir utan með Smyrli 23. júní og þarf því hvort sem er að fara austur. Með Smyrli fer flokkurinn til Færeyja, þar sem hann leikur dagana 25. og 26. júní. Þaðan fer Þursaflokkurinn til Danmerkur. „Við erum einnig að athuga með annað ferðalag áður en við förum til Danmerkur,” sagð Egill. „Það hefur komið til tals að við förum til Los Angeles fljótlega eftir hljómleikana í Laugardalshöll þann 12. júní. íslend- ingafélagið í Los Angeles hefur óskað eftir því að við kæmum út, en hins vegar eru einhver vandkvæði á að við komumst heim aftur ef af ferðinni verður.” Egill sagði að ef af ferð Þursa- flokksins til Los Angeles yrði, myndi hann væntanlega leika á tveimur til þremur konsertum. Áætlanir um útkomu nýju Þursa- flokksplötunnar, sem hefur hlotið nafnið Þursabit, standast enn sem komið er. Hún verður væntanlega komin í verzlanir um næstu helgi, sennilega þó mánudagsmegin við helgina. - ÁT PattiSm'ith— Wave Blanda rokklaga og illmeltandi þungmetis Bandaríska söngkonan Patti Smith á sér nokkra trygga aðdáendur hér á landi. Hún er búin að vera á plötu- markaðinum síðan seint á árinu 1975 og hefur stjarna hennar stöðugt farið vaxandi. Hún sló þó ekki almenni- lega í gegn fyrr en í fyrra, er hún söng lagið Because The Night inn á plötu. Nýjasta plata hennar ætti að vera þeim kærkominn gripur, sem fyrst tóku að hlusta eftir henni í fyrra. Þessi nýja plata heitir Wave. Hún er blanda grípandi, kraftmikilla rokklaga og illmeltandi þungmetis, sem höfðar tæpast til annarra en svarinna aðdáenda Patti Smith. Sem dæmi um „léttmeti” á Wave má nefna lögin Frederick, Dancing Bare- foot og So You Wanna Be A Rock’n’Roll Star. Hið síðastnefnda er eftir tvo af stofnendum hljómsveit- arinnar Birds, þá Roger McGuinn og Chris Hillman. Lagið er einnig að finna á fjórðu plötu Birds, Younger Than Yesterday. So You Wanna Be A Rockn’n’Roll Star er kraftmesta lag plötunnar og að mínu mati það skemmtilegasta. Einnig er Frederick mjög áheyrilegt, en minnir fullmikið á Because The Night. Þá er ónefnt Iítið lag eða öllu heldur sálmur, Hymn, sem er anzi góður. Flutningur Patti Smith á Hymn minnir dálítið á raul Megasar í Nú er ég klæddur og kominn á ról. Það minnir einnig á að Patti Smith hefur allt frá upphafi verið orðuð við pönk. Þau áhrif í tónlist henr.ar fara þó sífeUt dvinandi. - ÁT Starfsmaður óskast Kópavogskaupstaður óskar eftir starfsmanni til þess að stjórna malbikunarvél og útlögn malbiks og olíumalar í Kópavogi. Reynsla við slík störf æskileg. Umsóknir sendist til Bæjarverkfræðings Kópavogs fyrir 15. júní nk. Bæjarverkfræðingur Paul McCartney náöi metsamningi við Columbia Paul McCartney og hljómsveitin Wings undirrituðu fyrir fáeinum dögum stærsta plötusamning sem geröur hefur verið fyrr og síðar. Aðal- atriði þessa risasamnings eru þau að á nsestu þremur árum á Paul og hljóm- sveitin að hljóðrita níu breiðskífur fyrir Columbia útgáfuna. Fyrir það lltilræði fá listamennirnir tvær milljónir dollara (samsvarandi um 670 milljónum íslenzkra króna) í fyrir- framgreiðslur á ári og allt að 27 prósent af söluhagnaði platnanna í höfundarlaun. Til þess að útgáfan beri sig er talið að hver plata McCartneys og Wings verði að seljast i þremur til fimm milljónum eintaka. Yfir þrjár milljónir pantana eru nú komnar á næstu plötu Wings. Það var Columbia fyrirtækið sem bauð Paul og Wings þennan stærstá plötusamning til þessa i febrúar siðast- liðnum. Alls kyns kjaftasögur komust á kreik, þar eð langur tími leið á milli þess sem Paul McCartney samþykkti tilboðið og þar til það var kunngert. Stevie Wonder var sá tónlistar- maður sem hagstæðustum samning- unt hafði náð við hljómplötufyrirtæki þar til Paul og Wings slógu metið. Samningur hans hljóðaði upp á þrettán milljón dollara greiðslur á fimm árum. Þá er Elton John aldeilis ekki blankur, því að hann á að fá átta milljónir dollara á fimm árum. Eitt sinn átti Neil Diamond metið. Þá samdi hann við Clive Davis fyrrum forstjóra Columbia og núverandi aðal- mann Arista fyrirtækisins um fimm milljón dollara greiðslu á nokkrum árum. Varanleg álklœðning á allt húsið Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefur gert á steypuskemmdum og sprungumyndunum á húsum, hefur komið í Ijós að eina varanlega lausnin, til að koma í veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, er að klæða þau alveg til dæmis með álklæðningu. A/klæðning er seltuvarin, hrindir frá sér óhreinindum, og þolir vel íslenska veðráttu. A/klæðning er fáanleg í mörgum litum sem eru innbrenndir og þarf aldrei að mála. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verðtilboð yður að kostnaðarlausu. FULLKOMIÐ KERFI TIL SÍÐASTA NAGLA INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.