Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 39

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 39
39 við öll tœkifœri SIGMAR 6. MARÍUSSON Hverfisgötu 16A - Sfmi 21355. Nýiþulurinn: Er ekkert hræddur við hljóðnemann „Ja, síminn hefur ekki stoppað hjá útvarpinu, flestir vilja vita hver hin ™ nýja rödd sé,” sagði hinn nýi útvarps- Hin nýja þularrödd, séra Krístján þulur, séra Kristján Róbertsson frí- Róbertsson. kirkjuprestur. Kristján hefur verið í ■ þjálfun hjá útvarpinu og mun leysa þuli útvarpsins af í sumarleyfum í Hermann Sveinbjörnsson fféttamaður, annar stjórnandi þáttaríns Á vinnu- staðnum. sumar. Kristján er ekki alls óvanur útvarps- störfum því á skólaárum sínum var hann lausráðinn starfsmaður út- varpsins. „í þá daga las ég upp aðsent efni utan af íandi sem var vinsælt þá. Ennfremur hef ég starfað við ýmsa dagskrárgerð síðan, bæði einn og með öðrum. Prestsstarfið er ekki svo ólíkt út- varpsstarfinu, bæði störfin krefjast þess að mikil áherzla sé lögð á fram- burð svo ég er alls óhræddur við hið nýja starf,” sagði hinn nýi útvarps- þulurað lokum. -ELA. Nú fyrir stuttu hóf göngu sína í út- varpinu þátturinn Á vinnustaðnum í umsjá fréttamannsins Hermanns Svein- bjömssonar og Hauks Más Haralds- sonar ritstjóra Vinnunar og blaðafull- trúa ASf. Þátturinn er tvisvar í viku, á mánu- dögum og miðvikudögum. „Ætlunin með þáttum þessum er að kynna vinnu- staði almennt og forvitnast um hagi fólks og aðstöðu ekki bara í verk- smiðjum og frystihúsum heldur um allt, m.a. höfum við heimsótt skóla og á næstunni heimsækjum við Hljóðrita í Hafnarfirði og kynnumst við þar ýmis- legu sem fólk er forvitið að vita um,” sagði Hermann í samtali við DB. „í þættinum á morgun, sem tekinn er upp í Vestmannaeyjum, verður spjallað við formann sjómannafélags- ins um sjóinn, kvennafar og fyllirí. Einnig verður tekinn tali forstöðu- maður Sædýrasafnsins í Eyjum, Friðrik Jesson. Ása Jóhannesdóttir er aðstoðar- maður okkar, hún fer með okkur í upp- tökur og bæði talar við fólk og býður því að velja lög í þáttinn. Á milli viðtala er síðan spiluð létt tónbst. Á vinnustaðnum verður sennilega eitthvað áfram í sumar með svipuðu sniði og verið hefur,” sagði Hermann að lokum. Þátturinn hefst kl. 13,20 og stendur hann tæpa klukkustund. -ELA.- Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar i Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 1. þ.m., verða lögtök látin fara fram fyrir vangoldnum fyrirframgreiðslum opinberra gjalda, sem féllu í gjald- daga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní 1979. Lögtök til tryggingar fyrirframgreiðslum framan- greindra gjalda, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða hafin að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði tilskyldar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tíma. Reykjavík 1.júní1979. Borgarfógetaembættið. Verzlunar- og skrifstofuhúsnæði Til leigu er verzlunar- og skrifstofuhúsnæði á mjög góðum stað í Reykjavík. Húsnæðið er á þrem hæðum, 250—260 fermetrar hver, í nýju húsi. Leigist í einu lagi eða hver hæð fyrir sig. Þeir sem hafa áhuga leggi inn nafn og sima á auglýsingaþjónustu Dagblaðsins, sími 27022. bíleigendur Almennur félagsfundur FÍB verður á morgun, miðvikudag, kl. 20.30 að Hótel Borg. Fundarefni: Aframhaldandi aðgerðir. Frummælendur: Hörður Einarsson, ritstjóri Vísis Sveinn Torfí Sveinsson, verkfræðingur. Fundarstjóri: Arinbjörn Kolbeinsson. Nýir félagsmenn velkomnir. NYTSAMAR TÆKIFÆRISGJAFIR P0STSENDUM LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suðurlcindsbraut 12 sími 84488 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNI 1979. Á VINNUSTAÐNUM — útvarp á morgun kl. 13.20: FYLLIRÍ 0G KVENNA- FAR í EYJUM ELIN ALBERTS DÓTTIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.