Dagblaðið - 07.06.1979, Page 1

Dagblaðið - 07.06.1979, Page 1
5. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 7. jUNl 1979 - 126. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.-AÐALSÍMI 27022. „Ætliorð ráðherrans verði ekki að standa” „Ég sá það í DB að fjármála- ráðherra segist ekki vita um neina áfengissölu til stjðriiarráðsstarfs- mann-," sagði Höskuldur Jóns- son ráðuneytisstjóri er leitað var upplýsinga hjá honum í gær. „Ætli þessi orð ráðherrans verði ekki að standa. Ég hef engu við þau að bæta”. Tveir æðstu yfirmenn fjár- málaráðuneytisins hafa því opin- berlega neitað að vita um þá áfengissölu sem viðgengst i kjallara ráðuneytisins í Arnar- hvoli. Þangað geta starfsmenn ráðu- neyta sótt tvær flöskur af áfengi, en ekki þrjár eins og látið var að liggja i DB í gær. Um mun að ræða flösku af viskíi og aðra af vodka og fyrir pakkann eru greiddar 3000 krónur, sem mun u.þ.b. 17% af venjulegu sölu- verði rikisins. Hver það er sem velur tegund- irnar er ekki vitað, né heldur hver ákvörðun tekur um þessa „leyni- vínsölu” í kjallara fjármálaráðu- neytisins. Einnig er ósvarað hvert þeir flöskupakkar fara sem ekki eru sóttir, því margir stjórnar- ráðsstarfsmanna vilja ekki taka þátt í þessari „leyniverzlun”. -ASt. MJOLKURFRÆÐINGAR SÖMDU í NÓTT^H ÓBREYTTIR SAMNINGAR TILl. DESEMBER, ÞÁ 3% 0G GERÐADÓMUR UM ÁLAG VEGNA SÉRMENNTUNAR Samkomulag hefur verið undir- ritað i deilu mjólkurfræðinga og vinnuveitenda þeirra. Deiluaðilar voru á fundi til kl. 3 í nótt er sam- komulag náðist. Samkomulagið var undirritað með eðlilegum fyrirvara um samþykki félagsfunda. Skv. upplýsingum Þorsteins Páls- sonar framkvæmdastjóra VSÍ í morgun framlengjast samningar óbreyttir til 1. desember nk. en þó kemur 3% kauphækkun til fram- kvæmda. Samkomulag varð síðan um að gerðardómur ákvæði eðlilegt álag vegna menntunar mjólkur- fræðinga. „Það er mín skoðun að engin inn- stæða sé fyrir þessum 3%,” sagði Þorsteinn, þótt skárri lausn hafi ekki verið fyrir hendi. Þetta eru verð- bólguprósent. Vinnuveitendur hafa ekki ákveðið hvenær félagsfundur verður. Að sögn Sigurðar Ólafssonar mjólkurfræðings funda mjólkur- fræðingar kl. 18 í dag og kvaðst Sigurður frekar reikna með sam- þykki, en ómögulegt væri þó að spá um úrslit. -JH. Sjávarútvegsráðherra um olíuvanda útgerðarinnar: VERÐUM AÐ HÆTTA AÐ MIÐA OUU- VERÐIÐ VIÐ ROTTERDAMMARKAÐ —þar verður olía á uppsprengdu verði um ófyrirsjáanlega framtíð „Við þurfum að gera allar tiltækar tilraunir til að finna aðra formúlu til útreikninga olíuverðsins hér. Með því að miða við Rotterdam- markaðinn og i ljósi þess að um ófyrirsjáanlega framtíð eru horfur á oliuskorti, mun Rotterdammarkað- urinn ævinlega vera hærri en raun- verulegur olíukostnaður er,” sagði Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegs- ráðherra í viðtali við DB í gær. Kom þetta fram er hann var spurður hugsanlegra leiða til að aðstoða útgerðina í kjölfar þess að frá í júní í fyrra og til júlí nú, eru horfur á að olíuverð til fiskiskipa fjórfaldist. Þær staðreyndir hafa m.a. orðið til þess að dregizt hefur að ákvarða fiskverð. Er ráðherra var spurður um einhverjar hugsanlegar styrkja- leiðir, sagðist hann ekki í fljótu bragði sjá hvaðan ætti að taka fjár- magn tilþess. Flest vestræn olíufélög hafa stór- lega hagnast á ört hækkandi olíuverði þar sem þau halda óbreyttri álagningu. Kjartan var að þ i spurður hvort komið hefði til tals uð lækka álagningu íslenzku félaganna. Sagði hann sérstaka nefnd vera að gera úttekt á olíusölumálum hér, frá störfum hennar hefur hann ekki enn frétt og því vildi hann ekki tjá sig um þaðatriði. Vandi útgerðarinnar var m.a. ræddur á rikisstjórnarfundi í gær- morgun. Væntanlega verður haldinn fundur í yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins í dag og sagði Kjart- an stjómina bíða átekta eftir ein- hverjum hugsanlegum samningum þar svo unnt yrði að gera sér grein fyrir vandanum i raun. -GS. Bfískúr fyrír kassa- bfíinn Krakkamir þustu að Álftamýrar- skólanum í gœr þegar borgaryfirvöld fluttu þangað talsvert af timbri og kössum tilsmíða. Eftir stutta stund voru risin fiölmörg hús ú planinu við skólann — hús af öllum stœrðum og gerðum, jofnt íbúðarhús sem bllskúrar utun um kassabllana. DB-myndir Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.