Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1979. f Islenzkir neytendur á hvítasunnu Grandvar skrifar: Og enn árið 1979 láta neytendur bjóða sér upp á allsleysi tvo daga í röð, að því er tekur til almennrar þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Úti á landi gegnir allt öðru máli, þar má selja bensín, og verzlanir opna fyrir þjónustu áákveðnum tímum. Á höfuðborgarsvæðinu er sem þrúgandi drungi leggist yfir þetta þéttbýlasta svæði landsins. Hin dauða hönd ríkisforsjár grípur föstum tökum um hvers konar við- skipti og skrúfar fyrir svo að hinn al- menni borgari á engra kosta völ. Viil fólkið þetta? Ef til vill er það svo, og þá er auðvitað ekkert við þessu að segja. En því er stungið niður penna um þetta eilífðarmál að það virðist sem fjölmargir íbúanna séu í örvænt- ingarfuUri leit um allt höfuðborgar- svæðið að verzlun, bensínsölu og fleiri þjónustumiðstöðvum þessa daga. Til dæmis var á hvítasunnudag óendanlega löng biðröð allt norður á Kalkofnsveg í Reykjavík til þess að ná i bensin á töilkum BSR-bíla- stöðvarinnar við Lækjargötu. Voru þetta allt fyrirhyggjulausir borgarar sem eiga skilið að vera bensínlausir, úr því þeir fylltu ekki tanka bíla sinna fyrir hátíðina? Auðvitað ekki. Mátulegt á „pakkið"? Ef fólk getur ekki einhverra hluta vegna náð í brauð, mjólk eða hvað- eina á föstudegi fyrir slíka heigi sem þessa er það þá mátulegt á ,,pakkið” að lenda i því að fá ekki neins staðar aðgang í næstu þrjá daga að neins konar þjónustu? Það álítur ríkis- valdið með forgöngu sinni með reglum og iögum um að lokað skuli vera fyrir hvers konar þjónustu á hátíðisdögum. En það er ekki einungis ríkisvaldið sem er svona afturhaidssinnað og Bréfritara þykir afieitt hve erfifllega gekk að nálgast bensín i höfuðborginni á hvítasunnudag. Á þeim fáu útsölu- stöðum sem opnir voru þurftu menn að hanga timunum saman í biðröð eftir afgreiðslu. DB-mynd Ragnar Th. langt frá kröfum tímans, það eru líka kaupmenn og eigendur þjónustu- stofnana, t.d. bakaria, verzlana, jafnvel söluturnar loka á hvítasunnu- dag og dagblöð koma ekki lengur út á hvítasunnudag því laugardagurinn fyrir þessa hræsnishelgi er líka orðinn heilagur. Reykjavík sér á báti Það má fullyrða að hvergi í hinum víða heimi er fyrirkomulag úreltara á sviði þjónustu við neytendur en í og við Reykjavík. Og hin margumtalaða helgidagaslepja, sem fræg er að endemum, virðist vera sett sem lög til höfuðs íbúum höfuðborgarsvæðisins eins því látið er óátalið þótt verzlun og viðskipti séu stunduð út um allar trissur þegar sleppir þessu svæði, t.d. á unglinga- og alkóhólistamótum sem hvarvetna eru haldin um landsbyggð- ina um hátiðar. Hvenær ætla má að hinir ofstopa- fullu embættis- og ráðamenn þjóðar- innar láti undan kröfum borgaranna um nútímalegar aðferðir í þjónustu veit auðvitað enginn en hitt er víst að íbúarnir á þessu fjölmenna svæði eiga þetta meir en skilið meðan þeir láta sér það vel líka og segja ekki orð en glotta í mesta lagi út í annað eins og aular er þeir koma að lokuðum dyrum. Brennivín ávanalyf ► —hassiðerþaðekki J Gamall hasssmókari og alkóhólisti skrifar: Enn einu sinni er fólk farið að kasta bensíni á eldinni. Að þessu sinni hefur maður að nafni Einar I. Magnússon skrifað grein á lesenda- siðuna um hvort sé skaðlegra hass eða brennivín. Mikil börn getum við verið að þjarka um þessi mál. Mig langar samt aöeins að bæta við grein fyrrnefnds manns og ganga þar með í barnahópinn. Versnar með hverjum degi Segir Einar að bæði hass og brennivín séu eiturlyf og er ég honum fullkomlega sammála um hið síðar- nefnda. Sé maður alkóhólisti þá ræður maður engu um sína drykkju. Vínið hefur fengið yfirhöndina og maður versnar með hverjum degi og getur orðið sér og öðrum hættulegur. Hass ekki hættulegt Ég hef hins vegar ekki vitað til þess að hassreykingamaður sé sjálfum sér og öðrum hættulegur, nema hann gangi ekki heill til skógar. Það er tóm fjarstæða að halda því fram að hass sé eiturlyf. Það er engu verra en venjulegt tóbak. Enginn verður háður hassi. Aftur á móti er vaninn sterkur hjá hassreykingamönnum eins og tóbaksreykingamönnum. Ég mæli samt ekki með tóbaki. Að einn góður smókur úr pípu valdi einhverj- um dúndurgóðum áhrifum og að maður bara ruglist er vitleysa. Brennivín einnig stórhættulegt Síðan segir hann að varast beri að rugla hassi og brennivíni saman við hættulegu eiturlyfin og nefnir nokkur dæmi sem allt eru ávanaefni og því stórhættuleg. En ekki má gleyma því að brennivín er einnig stórhættulegt. Maður verður háður brennivíni lík- amlega, andlega, sálarlega og félags- lega. En hassi verður maður ekki þannig háður. Hassreykingar eru ekki annað en vani sem hægt er að venja sig af ef maður kærir sig um. Barlómur í fréttamönnum — ástand ekki alltaf svona svart Laufey Lagarfljóts Fremra Vælu- gerði Dimmadal skrifar: Mikil lifandis ósköp langar mig að biðja þig um að prenta þetta bréf- korn frá gamalli konu í sveit, sem man tímana tvenna. O, jæja. Mín döpru augu geta ekki lengur haft gagn af lestri bóka og þaðan af síður dagblaða. En Morgunblaðið og Tíminn eru alltaf lesin fyrir mig af heimilisfólkinu. Mest gaman hef ég af minningargreinum um gamalt fólk. Greinar um ungt fólk vil ég ekki heyra, þær eru svo dapurlegar. Ég horfi á sjónvarp mér til mikillar ánægju, en get ekki skilið, hvers vegna músík er í sjónvarpi, ég hélt, að allt slikt ætti að vera í útvarpi. Duglegur að búa til hallæri Alveg sérstaklega finnst mér gaman að þáttum, þar sem Ómar Ragnarsson lýsir ástandi í dreifbýl- inu. Ómar er snillingur i þvi að fá fram lýsingar á erfiðleikum þeim, sem fyrir eru, og enginn er eins dug- legur að búa til hallæri. Stundum finnst viðmælendum hans gengið of langt í lýsingum og hálfskammast sín fyrir að „maður að sunnan” skuli mála ástandið jafndökkum litum og gert er. Við það magnast Ómar um allan helming og kemur bara oftar í næstu fréttum með lýsingar á ástandinu i sama plássi, og þá helzt að skilja, að dauðinn blasi við. Peningar að sunnan Ómar veit sem er, að það er hægt að bæta allt tjón með „peningum að sunnan”. Fyrir nokkrum árum kom fram tillaga um að stofna Barlóms- sjóð fslands með framlagi frá Stéttar- sambandi bænda. Þessi ágæta tillaga var felld, en er ekki tímabært að stofna þennan sjóð nú og veita Ómari ríflega þóknun fyrir hans frá- bæra starf í þágu barlómsista? Nú, svo er það hún Sigrún, fallega konan, sem stundum er send til Akureyrar til að ræða við ættingjana fyrir sjónvarpið. Það mætti gjarnan muna eftir henni, um sama leyti og Ómar fær styrkinn. Það er verst með hana Sigrúnu, að hún skuli hafa þennan útlenda hreim. Hve margir búa við Veghúsastíg? Heyrði ég rétt í útvarpi, að Kálf- hamarsvík væri að fá skuttogara? Mér skilst, að fólksfjöldinn þar sé hinn sami og við Veghúsastíg í Reykjavík. Vonandi eiga heimamenn Blazer og vélsleða. Ójá, á meðan ég man, getur sjónvarp og útvarp ekki sent fréttamenn oftar úr landi til að hafa tal af íslenzkum stjórnmála- mönnum? Það er fráleitt, að við verðum að bíða eftir háfleygri speki þessara manna, þar til þeir koma heim timbraðir. Var svindlað á tónlistarunnendum? 4913—1038 skrifar: Eftir að hafa horft á síðasta þátt Alþýðutónlistar vöknuðu eftirfar- andi spurningar, sem mér þætti vænt um að fásvör við: Hvers vegna var sagt í sjónvarps- dagskránni að fram kæmu í þessum þætti m.a. Manfred Mann, Procul Harum og Stephen Stills? Þessir aðilar komu ekki fram í umræddum þætti. Þess í stað komu fram í honum Donovan, Janis Joplin rafmngnsguðinn Jimi Hendrix, John Lennon, Yoko Ono.Paul McCartney, meistari Frank Zappa o. fl. án þess að þeirra væri getið i dagskránni. Hvað veldur? Og hvernig stendur á því að þessi þáttur var fimm mínútum styttri en auglýst var í dagskránni? Auk þess endaði hann öðruvísi en aðrir þættir í þessari sömu seríu, þ.e. hinir þættirnir hafa hætt á því að lag er spilað en umræddur þáttur hætti snöggt eins og klippt hefði verið á hann, tónlistin snöggþagnaði og nafn þáttarins birtist á skjánum, siðan allt búið. Var verið að svindla á okkur áhorfendum nokkrar mínútur? Hartdeiltá mjólkurfræðinga Ingibjörg skrifar: Ég get ekki lengur orða bundizt yfir hroka þessara svokölluðu mjólkurfræðinga. f 1100 ár höfum við drukkið mjólk og orðið gott af. En nú, þegar öll fjós eru eins og stássstofur, fáum við ekki mjólk nema þessir herrar samþykki það. Mér hefir verið sagt að þeir lykti af mjólkinni, smakki hana og prófi fitu- innihaldið. Þetta næst ekki nema með 4 vikna lærdómi. Sé ég ekki ástæðu til að selja megi mjólkina án þess. Ekki líta þessir menn á gerla, sem einu sinni voru hættulegir, enda munu þeir ósýnilegir og eyðilagðir með hitun mjólkur- innar. Því vil ég afnema þessa mjólkurfræðinga sem verstu skað- valda mjólkurinnar og bænda.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.