Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ1979. 3 „Hávaði, hristingur, skak og barsmíð” — ófögurlýsingá tónlistarstefnu útvarps Ingjaldur Tómasson skrifar: Ég hefi lengi, án þess að halla á neinn annan, talið Pétur Péturssonj með færustu útvarpsþulum fyrr og siðar. Nú er honum ýtt að nokkru til hliðar. Ég vil hér þakka honum fyrir hinar mörgu ánægjustundir um mörg undanfarin ár. Ég minni á það að verkamenn við Sigöldu báðu um að hlusta á morgunútvarp Péturs. Þeim var annars bannað að hlusta á útvarp í vinnunni. Ég tel morgunútvarpið þýðingarmesta útvarp dagsins. Það á| að vera og hefir verið mikil heilsulindi bæði líkamaogsálar. Leikfimi Valdimars ásamt dillandij tónlist Magnúsar ætti enginn að sleppa, þá þyrftu þeir ekki að leita rándýrra afslöppunarstofnana, sem^ virðast þrífast vel í dag. Bænin er álíka nauðsyn sálarinnar, og gott er að ganga að verki dagsins með bæn til þess almættis sem öllu stjórnar. Og svo komu öll leikandi léttu lögin hans Péturs, sem allir gátu tekið undir eða dansað eftir. Ég get tæpast hugsað mér betra dagsnesti fyrir alla vinnandi menn í önn dagsins. Fjármagn vantar Fyrir nokkru hafði Morgunpóstur- inn viðtal við einn starfskraft út- varpsins um dagskrána. Hann sagði að að sínu áliti væri of mikið af hinum ýmsu þáttum, stór hluti fólks hlustaði aðeins með öðru eyrarnu og útvarpið þyrfti meira fjármagn til að bæta dagskrána. Ég er að nokkru sammála þessum ágæta starfskrafti. Eina ráðið er að stytta dagskrána, eða þann hluta hennar sem helzt er ætlaður fyrir annað en eyrað. Bæta hins vegar og fjölga mannbætandi alvöruþáttum, sem fólk vill ekki missa af. Hún er sannarlega ógnvekj- andi öll hin ferlega tónólist sem troðið er upp á þjóðina. Þar fer saman gifurlegur hávaði, hristingur, skak og barsmíð. Það má segja að þjóðin sé að glata bæði hinni sönnu mannbætandi tónlist og einnig söng- listinni, sem var eign almennings fyrir nokkrum áratugum. í staðinn kemur hlustun „með öðru eyranu” og til- heyrandi múgsefjun. Er þetta menning? Nei, þetta er hluti af því ómenningarfeni, sem stór hluti þjóðarinnar er að sökkva í. KÆRAR ÞAKKIR HUÓMLEIKdR í HÖKINNI Um leiö og viö þökkum öllum þeim sem ruku upp til handa og fóta og festu sér miða í gær, þá minnum við ykkur hin á að Höllin er stórt hús og að enn er hann til miðinn þinn. Þú munt naga þig í handabökin seinna ef þú sleppir þessu tækifæri að sjá Þursaflokkinn, Ljósin í bænum og Magnús og Jóhann spila í HöIIinni einhverja þá bestu tónlist sem íslenskir tónlistarmenn hafa gert. OG MIÐAVERÐIÐ ER ENIM AÐEINS KR. 3.500.- Kagna Stefánsdóttlr: Já, alltaf annað slagið, og það gengur bara sæmilega. Heiðdal Jónsson pipulagningamaður: Nei, nei, og verð það aldrei. Elin Elfasdóttir fatagerðarkona: Já, já, hef verið lengi en það gengur illa. Jakobína Gröndal: Nei, ég er hætt. Ég var í megrun en það gekk svo illa, eins og þú sérð, að ég gafst upp. Guðjón Gislason: Nei, og hef aldrei. Ég læt bara slag standa. Lauaardalshöl i IUJL Aögangur kr. 3500. Forsala aðgöngumiöa i hljómplötudeildum: Karnabæjar. Fálkans, Skitunni og Faco. Spurning dagsins Ertþú í megrun? Ragnar Einarsson, 12 ára: Ég hef verið í megrun. Ég og mamma vorum saman og þegar hún hætti þá hætti ég líka. „Stundum skiptirguö umgiYf Ólafur hringdi: Nýr þáttur, í stöku lagi, hóf göngu sína annan hvitasunnudag. Hann lofar góðu, sérstaklega lítur út fyrir að það nýmæli, að láta botna vísu, verði vinsælt. Framkvæmdin á því atriði þáttarins var þó algerlega í molum. Til dæmis reyndi ég að koma vísubotni á framfæri, hringdi stanz- laust í um það bil hálfa klukkustund en alltaf var á tali. Þegar loks var svarað, kl. liðlega þrjú, voru Baldur og Páll rétt hættir að taka á móti fleiri vísubotnum. Þetta er ekki gott. Þjóðin er ljóðelsk og þetta nýmæli verður án efa vinsælt. Því verður að búa svo um hnúta að allir sem þess óska komi vísubotnum sínum á fram- færi. Ég ætla að lokum að láta fljóta með botn minn við fyrripart Páls: Stundum skiptir guð um gir, greitt á lífsins vegi. Þegar timinn frá oss flýr, fer að halladegi. Höfðu hvergi undan! DB hafði samband við Óla H. Þórðarson, annan tveggja umsjónar- manna þáttarins í stöku lagi, og bar undir hann kvörtunarefni Ólafs. — Já, það er fljótsagt að við hefðum þurft að hafa fjölda manns í Færrí en vildu komu að vísubotnum — íþættinum ístöku lagiannan hvítasunnudag vinnu við að taka við vísubotnum til að allir gætu komizt að. En í þessu starfi voru aðeins tveir menn og þeir sátu við símann linnulaust í hálfa aðra klukkustund og höfðu hvergi undán. Ég held þó að við höfum náð að taka við 150—170 botnum við fyrriparta félaganna Baldurs og Páls! Óli H. Þórðarson sagði ennfremur að til þáttarins hefði verið hringt úr öllum landshlutum og af fólki á öllum aldri. Því virtist síður en svo sjá fyrir endann á þeirri íþrótt land- ans að setja saman vísur. En hvað um framhald á þáttagerð Óla og Þorgeirs Ástvaldssonar í svip- uðum dúr og í stöku lagi? — Það hefur ekkert verið talað um framhaid. Þetta var hugsað sem stakur þáttur á dagskránni annan hvítasunnudag. En ef til vill knýja viðbrögð hlustenda á um framhald. Ég vil að síðustu biðja þá sem ekki náðu við okkur sambandi, eða áttu í erfiðleikum með það, afsökunar. Það var auðvitað ekki ætlunin að úti- loka neinn heldur voru viðtökurnar einfaldlega mun betri en við réðum við, sagði Óli H. Þórðarson. Óli H. Þórðarson, annar tveggja umsjónarmanna úlvarpsþáltarins í góðu lagi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.