Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 9
9 \ DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1979. „Ræði ekki málið fyrr en dómur fellur í þvf’ —sagði Friðrik Jörgensen Dómsað væntaf Jörgensens- málinu: „Jörgensensmálið” fræga er nú í stöðugri meðferð hjá Sakadómi Reykjavíkur, en það mun nú elzta sakamál sem í rannsókn er hér á, landi, vel áratugs gamalt. Dómur i því fellur væntanlega á næstunni. Upphaflega var sakamál þetta i tveimur stórum köflum, annars vegar gjaldeyrislagabrot og hins vegar fjár- -dráttarmál. Gjaldeyrisbrotakafli málsins var felldur niður 1972 en síðan hefur af og til verið fjallað um fjárdráttar- kafla þessa sakamáls, sem upphaf- lega hljóðaði upp á stórar fjárfúlgur, jafnvel á þeirra tíma mælikvarða. Eftir því sem DB veit bezt munu ýmis gögn hafa komið til skila við dómsrannsókn málsins, sem stöðugt hafa verið að draga úr upþhæð þeirr- ar fjárfúlgu sem málið hefur snúizt um. Mun nú tiltölulega lítið óupplýst miðað við það sem í upphafi var. „Ég hef aldrei úttalað mig um þetta mál,” sagði Friðrik Jörgensen, er blaðið ræddi við hann á skrifstofu útflutningsfyrirtækis hans fyrir helgi, og mun ekki gera það fyrr en dómur er í því fallinn.” Halldór Þorbjörnsson yfirsaka- dómari fjallar um þetta mál í saka- dómi en meðdómandi er Guðmundur Skaftason endurskoðandi. 1 '? \ Gamla ferjan sem kveður eftir meira en 20 ára þjónustu, við bryggju á Litla- Árskógssandi. DB-mynd Atli Rúnar NÝ HRÍSEYJ- ARFERJA Á FLOT í SUMAR Hríseyingar eignast nýja ferju í sumar til að halda uppi ferðum milli lands og eyjar. Gamla ferjan, sem hefur þjónað Hríseyingum í meira en 20 ár, er löngu orðin of lítil og er auk þess óhentug til vöruflutninga. ' Björgvin Pálsson, oddviti Hrísey- ÚRVRL/ KJÖTVÖRUR OG ÞJÓflU/TA Reykt folaldakjöt kr. 990.- kg. Á'allteitthvaó gott í matinn ^utúr^ ^Versr STIGAHLIÐ 4557 SÍMI 35645 inga, sagði DB að nýja ferjan væri í smíðum á Seyðisfirði og yrði væntan- lega afhent í júlí. Er það nokkru seinna en gert hafði verið ráð fyrir. Báturinn er um 30 tonn að stærð og kostar ná- lægt 120 milljónir samkvæmt síðustu áætlunum. Hríseyjarhreppur er skráður eigandi ferjunnar og annast rekstur hennar, en hún er keypt fyrir framlög úr ríkissjóði sem koma I stað framlana til vegamála í öðrum sveitar- félögum. Björgvin sagði að á sumrin kæmi alltaf icytingur af ferðamönnum til eyjarinnar, en ljóst væri að með til- komu nýju ferjunnar opnaðist leið fyrir mun stærri ferðamannahópa að koma í heimsókn. Hriseyjarferjan hefur nær daglegar áætlunarferðir milli eyjarinnar og Litla Árskógssands, en auk þess er hægt að leigja hana í aukaferðir til Dalvíkur, Hauganess og Grenivíkur fyrir lágt gjald. Áætlunarferð til Hríseyjar kostar aðeins 400 kr., en aukaferð til Litla Árskógssands kostar 4000 kr. Björgvin Pálsson sagði að eflaust kæmu fargjöldin til með að hækka eitt- hvað, enda núgildandi giöld afar lág. örugglega yrði þó reynttið halda þeim innan skynsamlegra marka. -ARH Örfáum eintökum óráðstafað SÍÐASTA TÆKIFÆRIÐ AÐ FÁ ÞESSA FRÁBÆRU PLÖTUSPIL- ARA Á VERKSMIÐJUVERÐI. 20 STK. AF LÍTILSHÁTTAR ÚTLITSGÖLLUÐUM TRANSCRIPTOR Hl- Fl GLERPLÖTUSPILURUM Á VERKSMIÐJU-ÚTSÖLU HJÁ RAFRÁS HF. EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST ÞESSA LISTRÆNT HÖNNUÐU HÁGÆÐA SPILARA MEÐ 20% AFSLÆTTI OG 3-6 MÁNAÐA GREIÐSLUKJÖRUM: Hafið samband við: Söluskrifstofu RAFRÁSAR HF. ÁRMÚLA 5, REYKJAVÍK. OPIÐ 13-19.00. SÍMI 82980.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.