Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1979. Spáð er hœgrí vostiægri átt um aNt land, skýjað og vfða þokumóða við ströndina og jafnvel dálftilli súld á Vesturlandi en vlða bjart með köfkim iinnsveitum. Hiti9—12stíg ídag. Klukkan sex (morgun var 8 stíga hiti I Reykjavlt og þoka í grennd, Gufu-| skálar 7 stiga hlti og skýjað, Galtarviti f 7 stiga hiti og abkýjað, Akureyrí 7 stíga hiti abkýjað, Rafuarhöfn 6 stíga hiti og alskýjað, Dalatangi 8 stíga hiti og léttskýjað, Höfn 7 stíga hiti, þoku-1 móða, Vestmannaeyjar 7 stíga hiti og j þoka. Kaupmannahöfn 14 stíga hiti og úrkoma í grennd, Osló 16 stíga hití og léttskýjað, London 11 stíga hiti, skýjað, Hamborg 14 stíga hiti, þoku- móða. Madríd 14 stíga hiti, heiöskirt, Lissabon 18 stíga hiti, skýjað, New York 17 stíga hiti og skýjaö. AndSát Jón Valdimar Jóhannsson lézt 26. maí sl. á Landspitalanum í Reykjavík. Hann var fæddur í Garöabæ á Miðnesi hann 5. marz 1906. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Ólafsson og Sigrún Þórðardóttir. Hann lauk prófi frá Sjó- mannaskólanum 1928 og var upp frá l>ví skipstjórnarmaður með ýmsa báta sem gerðir voru út frá Suðurnesjum. Árið 1929 kvæntist hann Guðrúnu Magnúsdóttur og eignuðust þau fimm dætur. Dýrfinna Gunnarsdóttir er látin. Hún var fædd að Kúhól í A-Landeyjum 3. júlí 1889. Foreldrar hennar voru þau Gunnar Andrésson hreppstjóri að Hólum og kona hans Katrín Sigurðar- dóttir. Dýrfinna lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1913. Hinn 14. maí 1921 giftist Dýrfinna Páli Bjarnasyni, skólastjóra við barnaskól- ann i Vestmannaeyjum. Þeim Dýrfinnu og Páli varð ekki barna auðið en þau tóku sér i dóttur stað unga stúlku, sem misst hafði föður sinn, Hrefnu Sigmundsdóttur. Hún er gift Karli Guðmundssyni verkstjóra og eiga þau þrjú börn. lngi Haraldsson, garðyrkjumaður, Selási 8A, Reykjavík, lézt í Borgarspít- alanum að morgni 6. júní. Gunnlaugur Ölafsson, bifreiðarstjóri, Keldulandi 11 verður jarðsettur frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. júní kl. 10.30. María Albertsdóttir Urðarstíg 3, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 13.30. Gísli Pálsson, málari, Stigahlíð 34, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 8. júní kl. 3. Kveðjuathöfn um Helgu Soffiu Bjarna- dóttur, frá Drangsnesi, fer fram í Foss- vogskirkju föstudagimr 8. júní kl. 13.30. Jarðsett verður frá Kapellunni á Drangsnesi laugardaginn 9. júní kl. 11. Sigurður B. Gröndal rithöfundur og fyrrverandi skólastjóri Matsveina- og veitingaþjónaskólans andaðist að Vífilsstöðum í gær eftir langa sjúkra- vist 75 ára að aldri. Hann var fæddur í Ólafsvík 3. nóvember 1903, sonur Benedikts Þorvaldssonar Gröndal bæjarfógetaskrifara í Reykjavík og konu hans Sigurlaugar Guðmundsdótt- ur. Sjö bækur hafa komið út eftir Sigurð áárunum 1929—49. Eftirlifandi kona hans er Mikkelina María Sveins- dóttir. Sigurður Ágústsson skátaforingi er lát- inn. Hann gekk í Væringjasveit KFUM við stofnun hennar, fyrsta sumardag 1913 og var þannig tengdur skátastarfi lengstallra íslendingaeða Í66ár. Axel Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Bæjarhvammi 2, Hafnarfirði, varð bráðkvaddur mánudaginn 4. júni. Kristín Egilsdóttir, Nökkvavogi 6, lézt 5. júní á Landakotsspítala. Ósk Jónasdóttir, Lambastöðum, Mýrum, lézt i Sjúkrahúsi Akraness 5. juni. Tónleikar 9. sinfónía Beethovens í Háskólabíó i kvöld 1 kvöld mun Sinfóníuhljómsveit lslands halda tónleika i Háskólabíói. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30, eins og að venju. Verkefni á þessum tónleikum er aöeins eitt og er það sinfónía nr. 9 eftir Beethoven. Stjórnandi á þessum tónleikum er franski hljómsveitarstjórinn Jean-Pierre Jacquillat. Hann hefur verið hér oft áður og stjórnað Sinfóníuhljómsveit Islands I Reykjavík og víðar. Söngsveitin Fllharmónía syngur á þessum tónleikum, en Marteinn H. Friðriksson hefur æft kórinn og undirbúið hann fyrir þessa tónleika. Söngsveitina skipta nú um 150 manns. Einsöngvarar verða Sieglinde Kahmann, Ruth Magnússon, Siguröur Björnsson og Guðmundur Jóns- son. Tónlcikarnir verða endurteknir i Háskólabiói laugar- daginn 9. júni 1979 og hefjast þeir kl. 15.00. Endurteknir harmóníkutónleikar Félag harmóníkuunnenda hefur beint þeirri áskorun til italska harmónikusnillingsins Salvatore di Gesualdo að hann haldi aðra tónleika hér i Reykjavik, og hefur listamaðurinn orðið við þeirri ósk. Mun hann leika i Norræna húsinu nk. föstudagskvöld kl. 20.30. Vill félagið beina þeim tilmælum til þeirra sem hlýða vilja á einn fremsta snilling þessa hljóðfæris. að nota þetta tækifæri. Verði aðgöngumiða veröur stillt i hóf, kosta þeir kr. 1500 og veröa til sölu i kaffistofu Norræna hússins. Knattspyrna Kimmtudagur 7. júni KAPLAKRIKAVÖI.LUR FH — Fram, 2. fl. A, kl. 20. KRVÖLLUR KR — Valur, 2. fl. A. kl. 20. KEFLAVlKURVÖLLUR IBK — Vikingur, 4. fl. A, kl. 20. VALSVÖLLUR Vaiur — KR, 4. fl. A.kl. 20. Arbæjarvöli.ur Fylkir — Armann, 4. fl. A, kl. 20. VALLARCERÐISVÖLLUR UBK — Þróttur,4. fl. A, kl. 20. FELLAVÖLLUR Leiknir — Stjarnan, 4. fl. B. kl. 20. VARMÁRVÖLLUR Afturelding — IK, 4. fl. B.kl. 20. GRINDAVlKURVÖLLUR Grindavik — lR, 4. 0. B, kl. 20. SANDGERÐISVÖLLUR Reynir — Njarðvlk, 4. fl. C. kl. 20. Safnaðarheimili Langholtssafnaóar Spiluð verður félagsvist i safnaðarheimilinu Sól- heimar i kvöld fimmtudag kl. 9 og verða slik spila- kvöld á fimmtudagskvöldum i sumar á sama tíma. Ágóði spilakvöldanna rennur til kirkjubyggingar- innar. L Aðalfuiidir Kaupfélag Kjalarnesþings Mosfellssveit heldur aðalfund i veitingastofunni Áningu fimmtu daginn 7. júní kl. 20.30 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sölusamband islenzkra fiskframleiðenda Aðalfundur verður haldinn i hliðarsal Hótel Sögu fimmtudaginn 7. júni og hefst kl. 10 árdegis. Dag skrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. Hjálræðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20:30. Undirforingjar stjórna. Allir velkomnir. Grensáskirkja Almenn samkoma veröur i safnaðarheimilinu i kvöld kl. 20:30. Allir hjartanlega velkomnir. Útivistarferðir Föstud. 8. júní kl. 20 Hekla — þjórsárdálur, fararstj. Einar Þ. Guðjohnsen. Farseðlar á skrifstofunni, Lækjargötu 6a, simi 14606. Fimmtud. 7. júní kl. 20 Geldinganes, kvöldganga. Verð kr. 1000, fritt f. börn m/fullorðnum. Farfuglar Ferðir um helgina: Laugardagur 9. júni ferð á Botnsúlur, farið frá Farfuglaheimilinu Laufásvegi 41 kl. 9. Sunnudagurinn 10. júni. Vinnudagur í Valabóli, farið frá Laufásvegi 41 kl. 9. Jakobínuvaka Fimmtudagskvöldið 7. júni efnir Rauðasokka- hreyfingin til dagskrár úr verkum Jakobinu Sigurðar- dóttur í Norræna húsinu og hefst hún kl. 20.30. Þar verður bæði lesið, leikið og sungið, og skáldkonan hefur þegið boð rauðsokka um að koma og hlýða á, þrátt fyrir harðindi norðanlands. Meöal efnis er leikþátturinn Nei, sem var saminn fyrir sýningu Akureyringa á Ertu nú ánægð, kerling? Leiknir verða kaflar úr Lifandi vatninu og Snörunni, lesið úr Sögunni af Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilriði Kotungsdóttur, Dægurvísu og Sjö vindum gráum. Ljóðeftir Jakobínu verða ýmist lesin eða sungin. Helga Sigurjónsdóttir flytur inngang að dagskránni en flytjendur verða leikarar úr Þjóðleikhúsinu, félagar úr Alþýðuleikhúsinu og Rauösokkahreyfingunni. Þær Fjóla Ólafsdóttir og Olga Guörún Árnadóttir hafa báðar samið lög viö Ijóð Jakobinu i tilefni dagskrár- innar sem þær frumflytja þar. Rauðsokkahreyfingin. Barnaárssjóður Fyrirtækið Gullkistan i Reykjavik hefur stofnað Barnaárssjóð til hjálpar þeim sem stuðla að uppeldi, hjálp og fræðslu þeirra barna er þurfa sérstakrar afr stoðar við. Fjáröflun sjóðsins verður þannig háttað, að i hann rennur ákveðin upphæð af hverjum seldum hlut meö barnaársmerkinu sem fyrirtækið lætur framleiða til ágóða fyrir sjóðinn. Framleitt verður hálsmen og prjónar úr silfri, sem nú eru að koma á markaðinn. Einnig koma siðar á árinu veggplattar úr postulini, teiknaðir af Eggert Guðmundssyni listmálara og unnir hjá postulins- verksmiðjunni Ftlrstenberg í Þýzkalandi. Þangaó 'til þeir koma verður hægt aö fá gjafakort. Gullkistan hefur fengið leyfi framkvæmdaneindai barnaárs til að nota merki barnaársins á þessa hluti til ágóða fyrir sjóðinn. Siðar á þessu ári verður svo út- hlutaö úr þessum sjóði. Tveggja flugferöa innritun I marz sl. tóku Flugleiðir upp þá nýbreytni i innan- landsflugi að farþegar, sem flugu frá Reykjavík til Akureyrar en ætluðu að koma suður samdægurs, gátu innritað sig til beggja flugferðanna I einu, þ.e. frá Reykjavík til Akureyrar og sömuleiðis frá Akureyri til Reykjavíkur. Þetta fyrirkomulag, sem tekið var upp til reynslu, hefur reynzt mjög vel og því hefur félagið nú frá og meö 21. mai tekið upp sömu tilhögun á ferðum til Vestmannaeyja, lsafjarðar og Egilsstaöa. Sömuleiðis verður nú hægt að fá til baka innritun frá Akureyri fari farþegi þaðan að morgni og ætli aftur norður sama dag. Samkvæmt þessu nýja innritunar- fyrirkomulagi kaupir farþeginn farmiða á sama hátt og áður og farpöntun hans er einnig með hefðbundnu sniði. Ætli farþeginn aö snúa til Reykjavíkur sama dag getur hann innritað sig I báðar flugferöirnar við brottför frá Reykjavik og fær þá brottfararspjöld sem gilda fyrir báðar leiðir. Sama tilhögun gildir nú milli Akureyrar og Reykjavíkur svo sem fyrr er sagt. Fram ha Idsflug og framhaldsinnrítun Við upphaf sumaráætlunar innanlandsflugs var enn aukin samtenging innanhndsflugs Flugieiða við áætlunarflugferðir Flugfélags Norðurlands og Flug- félags Austurlands. Frá og með 1. júní veröur tekin upp framhaldsinnritun og merking farangurs þeirra farþega sem fljúga með Flugleiðum frá Reykjavík til Akureyrar eða Egilsstaða og áfram frá öðrum hvorum þessara staða til annarra endastöðva. Farþegar þurfa þá ekki að hafa áhyggjur af farangri sínum við milli- lendingu heldur aöeins nálgast hann þegar komiðer til endanlegs ákvörðunarstaöar. Þetta fyrirkomulag ætti að verða til mikils hagræðis og jafnframt aðflýta fyrir afgreiðslu. Kærkomin gjöf til Heilsuverndarstöðvarinnar - Nýlega færði Radiobúöin hf. í Skipholti 19, Heilsu- vemdarstöð Reykjavíkur að gjöf fullkomið mynd- segulbandstæki ásamt nokkru magni af mynd- segulbandsspólum. Heilsuverndarstöðinni er þetta mjög kærkomin gjöf og veröur tækið notað bæði við fræðslustarf fyrir al- menning á vegum hinna fjölmörgu deilda stofnun- annnar svo og vegna træðslu íynr starfsfólkið. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendingu tækisins, en því veittu móttöku fulltrúar heilbrigðis- ráðs og framkvæmdanefnd Heilsuvemdarstöðv- arinnar. Talið f.v.: Skúli G. Johnsen, borgarlæknir, Otto Michelsen, varaborgarfulltrúi, Adda Bára Sigfús- dóttir, formaðui heilbrigðisráðs, Gisli Teitsson, fram- kvæmdastjóri, Bergljót Líndal, hjúkrunarforstjóri, Grimur H. Laxdal, framkvæmdastjóri, Páll Gislason, borgarfulltrúi og Hermann Karlsson, tæknimaður. Kvenfélag Grensássóknar fer i kvöldferð fimmtudaginn 7. júni kl. 19 frá Safnaðarheimilinu. Þátttaka lilkynnist fyrir 5. júni i sima 31455 og 21619. Mætum allar. Samstarfshópur um dagvistarmál Næg og góð dagvistunarheimili fyrir öll börn. Undirskriftalistar verða afhentir borgarstjóm i dag. fimmtudag. Mætum öll viðSkúlatún 2 kl. 16.30. Reiðhjólaskoðun i Reykjavík 1979 Föstudagur.8. júni: Vogaskóli kl. 09:30 Langholtsskóli kl. 14:00 Breiðagerðisskóli kl. 15:30 Mánudagur 11. júni: Fellaskóli kl. 09:30 Hliðaskóli kl. 11:00 Melaskóli kl. 14:00 Austurbæjarskóli kl. 15:30 Frá Mæðrastyrksnefnd Hvildarvika fyrir efnalitlar konur verður 12.—18. júni. Hafiðsamband viðskrifstofuna Njálsgötu 3,simi 14349. Opið þriðjud. og föstud. frá kl. 2—4. Félag farstöðvaeigenda FR deild 4 Rcykjavik FR 5000 — simi 34200. Skrif stofa félagsins að Síðuinúla 22 er opin alla daga frá kl. 17.00—19.00. aðauki frá kl. 20.00—22.00 á fimrntu dagskvöldum. IMý gjaldskrá fyrir póstþjónustu tók gildi 1. júni og hækkuðu póstburðargjöld um að jafnaði 20 af hundraði. Burðargjald fyrir bréf i fyrsta þyngdarflokki innan lands og til Norðurlanda hækkaði úr 90 í 110 kr., burðargjald fyrir bréf i fyrsta þyngdarflokki til ann arra Evrópulanda úr 110 i 130 kr. og burðargjald fyrir flugbréf i fyrsta þyngdarflokki til landa utan Evrópu úr 190 í 210 kr. Burðargjald fyrir prent i fyrsta þyngdarflokki inn- anlands og til Norðurlanda hækkaði úr 80 i 90 kr. Ábyrgðargjald hækkaði úr 210 i 250 kr. og hrað- boðagjald úr 440 í 530 kr. Gengið GENGISSKRÁNING Forðamanna- NR. 103 — 6. júnl 1979. gjaldoyrir Eining Kl. 12.00 Kaup Sala 1 Bandarikjadollar 1 Steriingapund 1 Kanadadollar 100 Danskar krónur 100 Norskar krónur 100 Seenskar krónur 100 Finnsk mörk 100 Franskir frankar 100 Belg.frankar 100 Svbsn. frankar 100 Gyllini 100 V-Þýzkmörk 100 Lirur 100 Austurr. Sch. 100 Escudos 337.70 338.50 701.80 703.50* 287.95 288.65* 6100.90 6115.35* 6502.35 6517.75* 7699.95 7718.15* 8439.30 8459.30* 7817.00 7635.00* 1095.70 1098.30* 19447.15 19493.25* 16077.90 16116.00* 17608.70 17650.40* 39.51 39.61* 2389.10 2394.80* 676.35 677.95* 510.70 511.90* 153.10 153.40* Kaup Sata 4 371.47 372.35 771.98 773.85* 316.75 317.52* 6710.00 6726.89* 7152.59 7169.53* 8469.95 8489.97* 9283.23 9305.23* 8378.70 8398.50* 1205.27 1208.13* 21391.87 21442.58* 17685.69 17727.60* 19369.57 19415.44* 43.46 43.57* 2628.01 2623.28* 743.99 745.75* 561.77 563.09* 168.41 168.74* 100 Pesetar 100 Yen •Breyting frá sióustu skráningu. Sfmsvari vegna gengisskráninga 22190.,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.