Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 07.06.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 1979. 23 BÆJARINS BEZTU Stutt kynning á þvíathyglis- verðasta sem kvikmyndahús Trafffic Leikstjóri: Jacques Tati, gerö í Frakklandi / ítaliu 1970. Sýningarstaður: Regnboginn. Regnboginn endursýnir um þessar mundir Traffic sem var jóla- mynd Hafnarbíós 1975. Myndin hefur lítið elzt því enn hlæja áhorf- endur innilega. Þess vegna er það furðulegt að bíóstjórar skuli ekki hafa keypt hingað til lands eldri Tatimyndir sem eru jafnvel enn fyndnari en Traffic. Myndin fjallar um ferð franskra bílframleiðj enda á bílasýningu í Amsterdam. Áður en þeir komast með sýningargripinn á áfangastað gerast spaugilegir hlutir. Enn sem fyrr gerir Tati grín að tækninýjungum nútímans og blikkbeljan fær háðuglega útreið. Þess vegna er það tilvalið að þeir sem voru með eitthvert píp hérna um daginn sjái þessa mynd og jafnframt sjálfa sig í sinni hryggilegustu mynd. Capricorn One Leikstjóri: Peter Hyams, gerð f Bandarfkjunum 1977. 'Sýningarstaður: Regnboginn. Hugmyndin að baki Capricom One er nokkuð athyglisverð. Geim- far er sent til Mars og tilkynnt að 3 geimfarar séu innanborðs þótt' (það sé víðs fjarri sannleikanum. Með tæknibrellum og sjónhverf- ^ingum tekst að láta þjóðina trúa þessu þangað til forvitinn blaða- maður kemst í málið. Upp frá því tekur myndin á sig meira yfir- bragð hasarmyndar. Þótt Capricorn One fari hægt af stað tekst: leiksljóranum að skapa töluverða spennu þegar fer að líða á seinni' hlutann. Heildarútkoman verður því þokkaleg afþreyingarmyndi með töluverða alvöru að baki. Leikurinn er ekkert sérstakur en- ■jtæknivinnan mjög góð á köflum. Miðja heimsins Ltfcstyóri: Ahki Tarmór, garö I Sviu / Frakklandi 1(74. Sýningarataöur Hkskóiabíó, mánudagamynd. Svissnesk kvikmyndagerð hefur vakið heimsathygli á undanfömun árum. Þar hefur sjónvarp stuðlað að menningarlegri kvikmynda- gerð með þvi að taka þátt í framleiðslukostnaðinum. Miðja heimsins er eftir einn af forvigismönnum svissneskrar kvikmynda-' .gerðar, Alain Tanner. Myndin fjallar um samband þjónustustúlku 'á litlu veitingahúsi og framkvæmdastjóra, sem er á kafi í stjórnmál-1 um. Hún gerist í litlum svissneskum bæ og dregur nafn sitt af þvi að þar eru vatnaskil milli norðurs og suðurs. ■* % t Sissy Spacek og Shelley Duvall leika stór hlutverk i myndinni 3 konur. 3 konur Leikstjóri: Robert Aftman, gerð f Bandarfkjunum 1977. Sýningarstaður Nýja Bfó. Sannir kvikmyndaunnendur eiga ekki að vera í vandræðum með að velja mynd við sitt hæfi núna. Robert Altman býður upp á mjög sérstætt listaverk í kvikmyndinni 3 konur. Hann byggir upp sögu- þráðinn á draumi og tekst þannig að rjúfa skilin milli hugarburðar og hverdagslegs raunveruleika. Altman tekst sérlega vel upp í persónusköpun Millie, sem er ein kvennanna þriggja. Leikur er allur mjög góður og fékk Shelley Duvall (í hlutverki Millie) m.a., verðlaunin í Cannes 1977 fyrir besta leikkonuhlutverkið, en hún var i,,uppgötvuð” af Altman og hefur leikið mikið í myndum hans. 3 konur ásamt Nashville og MASH hafa verið taldar bestar mynda 'Altmans. Lesendur eru hvattir til að senda kvik- myndadálki DB línu, hafi þeir áhuga á ein- hverri vitneskju um kvikmyndir og kvik- myndaiðnaðinn. Heimilisfangið er: Kvik- myndir, Dagblaðið, Síðumúla 12, Rvk. Útvarp Sjónvarp D Útvarpkl. 20.10: DANSKAR SKALDKON- UR 0G LISTAMENN Mikið væri gaman að heimsækja þau, nefnist þáttur sem er á dagskrá .útvarpsins i kvöld kl. 20.10. Þetta er fjórði þáttur um danskar skáld- konur, sem Nína Björk Árnadóttir og Kristín Bjarnadóttir sjá um. í þættinum í kvöld verður fjallað um þær Dorrit Willumsen, Kirsten Thorup og Marianne Larsen. Að sögn Kristínar verður fjallað stuttlega um ævi kvennanna og lesin ljóð eftir þær sem ekki hafa heyrzt fyrr hér á landi. Það eru þær Nína Björk og Kristín sem þýtt hafa ljóðin. Enn- fremur veröur leikin tónlist eftir danska listamenn eftir því sem tími vinnst til. Þátturinn er í tuttugu mín. -ELA. Þorsteinn ö. Stephensen fer með aðal- hlutverkið i leikriti kvöldsins. LEIKRIT VIKUNN AR — útvarp kl. 21.50: Morgunn skálds í kvöld kl. 21.50 verður flutt gamanleikritið Morgunn í lífi skálds í útvarpinu. Leikritið er eftir Jean Anouilh í þýðingu Óskars Ingimars- sonar. Leikstjóri er Ævar Kvaran en með helztu hlutverk fara Þorsteinn ö. Stephensen, Inga Þórðardóttir, Guð- björg Þorbjarnardóttir og Guðrún Stephensen. Leikritið segir fráskáldi nokkru sem sífellt er að semja kvikmyndahandrit en það virðist ganga heldur brösulega. Símhringingar og ýmiss konar kvabb truflar skáldið og kona hans er ekki barnanna bezt. Loks veit aumingja maðurinn ekki lengur hvað er „skáld- verk” og hvað veruleiki. Höfundurinn, Jean Anouilh, er einn af þekktustu leikritahöfundum Frakka. Hann er fæddur í Bordeaux árið 1910, stundaði nám í lögvisindum í París, vann síðan m.a. hjá bókaforlagi. Frá þvi leikrit hans, Jezabel, var sýnt 1932 við fádæma vinsældir hefur hann eingöngu fengizt við ritstörf. Anouilh þekkir tækni leikhússins út í yztu æsar. Styrkleiki verka hans er fólginn i góðri sálrænni uppbyggingu og sér- kennilegum stíl sem er fyndinn og háðskur í senn. Meðal verka hans má nefna Colombe, Vals nautabananna og Stefnumótið í Senlis sem Þjóðleikhúsið sýndi 1953. Otvarpið hefur áður flutt í leit að fortið, 1959, Colombe, 1966, Medeu, 1968 og Madamede..., 1972. -ELA. Nina Björk og Kristin, umsjónarmenn þáttanna um dönsku skáldkonurnar. IVIII CICI/ NÚ er sterka ryksugan ^ nllLrlolV ennþá sterkari... NILFISK 'V StJPER // NÝR SÚPER-MÓTOR: Áflur óþekktur sogkraftur. NÝ SOGSTILLING: Auðvelt að tempra kraftinn NÝR PAPPÍRSPOKI MEÐ HRAÐFESTINGU, ennþá stœrri og þjálli. NY SLÚNGUFESTING: Samboðin nýju kraftaukandi . keiluslöngunni NYR VAGN: Sterkari, stöðugri, liprari, auðlosaður I stigum. sogorka í sérflokki Ofantaldar og fleiri nýjungar auka enn hina slgildu verðleika Nilfisk: efnisgæði, markvisst byggingartag og afbragðs fylgihluti. Hvert smá- atriöi stuðlar að soggetu I sérflokki, fullkominni orkunýtingu, dæma- lausri endingu og fyllsta notagildi. Jé, svona er Nilfisk: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks tmflunum og tilkostn- aði; varanleg: til lengdar ódýmst. NILFISK heimsíns bezta ^suga! ' ■■■ ■ » I % Stór orö, sem reynslan róttlætir. Afborgunarskilmálar. Traust þjónusta. FYRSTA FLOKKS FRÁ /rOniX Hátúni — Sími 24420

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.