Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐID. FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1979. „HULDUHERINN SEM HEIMTAR ALLT AF ÖÐRUM” „Rollurnar mætti skera i haust, öllum til ánægju.” — ítilefni skrífa Reynis Hugasonar Arndís G. Jakobsdóttir, Merkjateigi S Mosfellssveit, skrifar: Dagblaðið hefur frá upphafi gegnt því þarfa hlutverki að vera eins konar öryggisventill fyrir fólk sem ein- hverra hluta vegna hefur allt á horn- um sér. Á síðum þess fá allir að ausa úr skálum reiði sinnar. Gáfnaljósin segja öðrum hvernig þeir eigi að haga sér, ráðherrum og þingmönnum er sagt umbúðalaust hvar Davíð keypti ölið, þvi auðvitað vita allir aðrir betur hvernig á að stjórna. Við lifum lika í frjálsu landi (var einhver að hlæja?) og sem betur fer mega menn segja sína meiningu án þess að vera tukthúsaðir fyrir vikið, ennþá að minnsta kosti. Ekki spillir heldur að fá kannske mynd af sér í blaðinu, flest erum við hégómleg. Slagar upp í nóbelsskáldið Einn helzti langhundaskrifari Dag- blaðsins, hinn víðkunni kjúklingasér- fræöingur og landbúnaðarfrömuður, Reynir Hugason, lætur ljós sitt skína á okkur auma fáráðlinga þessa lands einu sinni enn í dag og fer á kostum að vanda. Mikið megum við vera hreykin af því að geta kallað þetta stórkostlega séni sveitunga okkar, gott ef hann fer ekki að slaga hátt upp í nóbelsskáldið. Mér fer sem fleirum, ég er alveg steinhissa á að hann skuU una hér á þessu dritskeri, þar sem hann fær hvorki Gorgon- zolaost eða salamipylsu, hvað þá „verksmiðjukjúklinga”. Ekki er furða þó islenzkri menningu hraki óðfluga. Eiginlega ætti að hefja landssöfnun fyrir blessaðan mann- inn, svo hann gæti komizt í eitthvert menningarland þar sem hvorki drýpur smjör né „beljudjús” af hverju strái, og menn kynnu að meta framsýni hans og gáfur. Að vísu eru hér harðindi, verkföU og olíukreppa, en hver vill ekki leggja góðu málefni lið? Smjörfjöll hverfa Vilji maðurinn samt sýna þá karl- mennsku að þrauka hér við illan kost vil ég í fyllstu auðmýkt benda honum á að nú er einmitt guUið tækifæri til að stofnsetja „verksmiðjukjúklinga- búið” góða (Prumphænsni hf.). Það þarf ekki einu sinni að taka upp pláss á hafnarbakkanum. Flest farmskip landsins Uggja bundin í höfninni, og heyrzt hefur að yfirmenn þeirra séu i þann veginn að flýja land. Þeir gætu tekið að sér hlutverk Toine í sögu de Maupassant og ungað út eggjunum fyrir Reyni. Síðan mætti fóðra fiður- féð á ostinum, smjörinu og mjólkur- duftinu sem mjólkurfræðingarnir eru að puða við að framleiða í verkfalli og yfirvinnu. Þannig myndu mörg vandamál leysast og við yrðum fræg þjóð fyrir vinnuhagræðingu. Smjör- fjöll hyrfu eins og dögg fyrir sólu og rollurnar mætti skera í haust, öllum til ánægju. Kjúklingar i allar máltíðir og auðvitað myndi ríkissjóður borga flutninginn á Gorgonzolanum. Til að fyrirbyggja misskilning skal það tekið fram að alvörubændur eða mjólkurfræðingar teljast ekki til minna nánustu skyldmenna. Að vísu er annar bróðir minn svo skrítinn að eiga nokkrar kindur sér til gamans og hinn er ennþá verri, hann er nefnilega „gróðurhúsabóndi”. Sem sagt venju- legir menn, ekki steingeldir hrokasér- fræðingar. Hulduherinn og General Hugason Fyrirsögn greinarinnar í Dagblað- inu, sem er tilefni þessara orða minna, er svo merkileg að ég verð að endurtaka hana hér: „Aðrar þjóðir hafa her — við höfum landbúnað”. General Hugason hefur vissulega her á bak við sig. Hulduherinn, sem situr í mjúkum stólum og heimtar allt af öðrum, en leggur sjaldan neitt af mörkum. Þessir menn þekkja ekki né skilja íslenzkt þjóðlíf og fyrirverða sig fyrir að vera runnir af rótum þess. Það er synd að menntunin sem þeir hafa aflað sér skuli að mestu vera innan gæsalappa, en hafi aldrei náð til hjartans. Verði skömm þeirra uppi sem lengst. „Setjum alla krata- broddana í hafísnefnd” —skrifar f lugáhugamaður Raddir lesenda Flugáhugamaður skrifar: Stundum getur að líta áhuga- verðar greinar í blaði yðar, varðandi ýmis mál, sem efst eru á baugi hverju sinni. Heldur hefir þessum greinum farið fækkandi, þ.e. greinum sem eitthvac k^eðurað Varla :un eg hér um bæta en reyna að koma á framfæri smáat- hugasemd sem vissulega á rétt á þvi að koma fyrir almannasjónir. Ríkisstjórn sú sem nú situr við völd hér, sundurleit og naflasprengd, hefir að undanförnu verið að bera þann óhróður út um eina stétt manna, að full ástæða er til þess að gera athugasemd. Flugmönnum er kennt um hversu illa horftr í launa- málum og þeim kennt um að hafa komið launaskriðunni af stað. Þetta er alrangt. Það voru starfsmenn Reykjavíkurborgar sem upphófu vísi- tölulaunaþakið, þar næst kom Bandalag háskólamanna. Flugmenn komu alls ekki þessari launaskriðu af stað. Meira að segja held ég að það sé rétt að Flugleiðir hafi gert flug- mönnum þetta tilboð og heimtað svar innan örfárra klukkutíma. Flugleiða- forstjórarnir hafa vitað sem var að með kjaradómi myndu flugmenn fá vísitölubætur aftur í tímann og þvi viljað spara sér álitlegar fúlgur með þvi að bjóða upp á þetta frá og með samningsgerð. Þetta var snjallt her- bragð hjá Flugleiðamönnum, en sýnir einnig að þeir hafa álitið að ekki væri stætt á því að flugmenn fengju ekki sama og fyrrnefndir aðilar. Mig langaði bara til þess að bera þarna hönd fyrir höfuð flug- manna vegna þess að þeir eru hafðir fyrir rangri sök. Að lokum, uppivaðsla krata á sl. þingi ber aðeins vott um stráksskap og einnig það að þeir virðast ekki hafa ennþá skilið að öfundsýkin er allra ódyggða verst, vegna þess að henni fylgja allir hinir lestirnir. Ég vil setja kratabroddana alla í hafis- nefnd, þeir lá þáað bráðna með þeim gráa með hækkandi sól og hugleiða dyggðirnar áður en sekkur. Hringið ísíma miltt kl. 13 og 15, eða sUrifið Sumar Sérlega vandaðir sumarskór Opið íkvöldtilkl. 7, hádegis laugar- dag. Póstsendum „Þvílík ósvífni og frekja!” 14 ára hringdi: „Ég vil segja frá atburði sem henti mig á dögunum. Ég ásamt félaga mínum brá mér inn i ónefnda búð i Árbænum. Búðin var full af fólki. Við ætluðum að kaupa ís, því heitt var í veðri. Löbbuðum við inn að kæliborðinu og völdum ístegundina. Allt í einu heyrðist einhver kalla: „Hverju ertu að stinga í vasana?” Vinur minn sneri sér við og sagði spyrjandi: „ÉG?” „Nei, hinn,” sagði þá ein af afgreiðslustúlkunum. Auðséð var að hún átti við mig. Mér fannst þetta svo bjánaleg ákæra að ég vissi ekki hvað ég átti að gera. En svo áttaði ég mig, reiddist og ætlaði að ganga út. En ekki var allt búið. Um leið kom sama afgreiðslustúlka og ætlaði að leita á mér. Þvílík fádæma ósvífni og frekja! Þetta er eitt dæmi af mörgum. Sama gerist dag hvern. Það er svo áberandi hvað sumt fullorðið fólk lítur á krakka sem sér óæðri. Fyrir- bæri sem hægt er að koma fram við hvernig sem því sýnist. Hins vegar smjaðrar svo sama fólk fyrir full- orðnum! Ég tek þó skýrt fram, að þetta á sem betur fer ekki við um allt af- greiðslufólk. Stærri hluti þess kann mannasiði. Ég vona síðan að ofan- greind manneskja lesi þetta og taki til Kona snuðar 10 ára barn Lesandi hringdi: „Kona kom á útimarkaðinn á Lækjartorgi föstudaginn 1. júní og kom að borði þar sem 10 ára telpa var að afgreiða á meðan afgreiðslu- maðurinn vék frá í nokkrar mínútur. Konan fékk að skoða enskan silfurstjaka, sem telpan sagði henni að kostaði kr. 13.500, enda var verð- miði á stjakanum þar sem þessi sama tala stóð. Konan bað telpuna um að Iáta sig fá tvo slíka stjaka, sem hún og fékk. Konan tók við stjökunum tveimur og lét kr. 2.700 á borðið í stað kr. 27.000 og gekk síðan í burtu, án þess að stelpan fengi hana til að kannast við mistökin og leiðrétta þau. Þessi saga finnst mér ljót og eiga erindi á opinberan vettvang.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.