Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1979. 3 Eigum við að borga? Vélstjóri hringdi: Spurningar vakna þegar rætt er um olíuverðhækkanirnar margum- töluðu. Stjórnarherrarnir, útgerðar- menn og margir aðrir eru á einu máli um að „senda þjóðinni reikninginn”, þ.e. að láta skattborgara almennt taka þátt í að greiða niður olíuna á fiskiskipaflotann. Þáttur Óskars Vig- fússonar er líka eftirtektarverður. Hann tekur undir þennan söng. Mér sýnist ýmsar spurningar vakna í framhaldi af þessu. Aðalat- riðið er það, að ef niðurstaðan er sú að skattborgarar almennt eiga að borga brúsann, þá kemur þeim við hvernig rekstri útgerðarinnar er hátt- að. f þeim málum mætti athuga sitt af hverju og örugglega er auðvelt að finna þætti í rekstri útgerðanna sem betur mega fara. Eg held að olíu- verðhækkunin ætti að knýja á um úrbætur í útgerðarrekstrinum. Því er hins vegar ekki til að dreifa ef erfið- leikunum er dreift yfir skattborg- arana. Ganghraði og vélárstærð skipta máli Vélarstærð í skipum skiptir máli. Vitað er um ný skip i smíðum, sem hafa óþarflega stórar vélar — og þar af leiðandi óþarflega olíufrekar. Einnig skiptir máli hvernig vélarnar eru notaðar, þ.e. óþarflega mikill ganghraði leiðir til óþarfa olíuéyðslu. Nýting á kælivatni vélarinnar til hitagjafar um borð er ekki nýtilkom- in, hins vegar hefur lítill gaumur ver- ið gefinn að því að nýta afgasið frá vélinni. Með því má hitá vatn til notkunar um borð. Þessi orku- öflunaraðferð er hliðstæð því sem tíðkast t.d. hjá Orkubúi Vestfjarða og um borð í sumum eldri skipum. Hvers vegna ekki að greiða niður olíu til húsahitunar á Vestfjörðum? Af þessum dæmum má sjá, að gegn „olíuvandanum” má ráðast á annan hátt en þann að velta einhliða byrðunum yfir á skattborgarana, eða að taka upp svartolíubrennslu. Ég vil að lokum spyrja hvort meira réttlæti sé í því að Pétur & Páll borgi brúsann af olíuhækkun fyrir skipaflotann heldur en t.d. olíu- kyndingarkostnað Vestfirðinga. Ég þarf líklega að borga 130—140 þús. kr. á mánuði yfir vetrarmánuðina að- eins fyrir kyndinguna. Þessi staðreynd knýr mig hins vegar til að reyna að lækka kostnaðinn með betri einangrun hússins og fleiru. Ef ég gæti velt byrðinni af mér yfir á skatt- borgarana, myndi ég ekki leggja mikið á mig til að mæta vandanum á annan hátt. Þannig er það með út- gerðina. KAUPMANNAHÖFN GLASGOW 5W00 HELSINKI 94300 DUBLIN 5Z30Q LUXEMBORG 78.300 FÆREYJAR “7Q 0/1/1 38.000 /d-tíUU LONDON 63.100 STOKKHOLMUR 84.000 GAUTABORG 72300 OSLÓ 67.300 BERGEN 67300 Vissir þú um þetta verð 7 Ofangreind dæmi sýna fargjöld (fram og til baka) hvers einstaklings í fjögurra manna fjölskyldu, sem nýtur fjölskylduafsláttar frá almennum sérfargjöldum. Almenn sérfargjöld eru 6-30 daga !eika sem bjóóast þá er bara aö fargjöld sem gilda allt áriö til hringja í síma 25100, heimsækja nær 60 staöa í Evrópu - næsta umboösmann eöa söluskrif- en fari fjölskyldan saman til stofu okkar í Reykjavík í Lækjar- Noröurlanda - Luxemborgar eöa götu og aö Hótel Esju. Bretlands fæst fjölskylduafsláttur til viöbótar-og þá lítur dæmiö út eins og sýnt er hér aö ofan. Þar eru aöeins sýndir nokkrir möguleikar af fjölmörgum - en viljir þú vita um flugfargjöld til fleiri staöa og alla afsláttarmögu- FLUGLEIDIR *--------N Spurning Sefur þú í náttfötum? Kolbrún Sveinsdóttir: Já, há, auðvitað. Gisli Oskarsson: Nei, þakka þér fynr, aldrei nokkurn tíma. Pálina Magnúsdóttir: Nei, nei. Aldrei. Sigurður Þorsteinsson: Ertu vitlaus. Nei, nei. Jæja þó, það kemur einstaka sinnunt fyrir þegar kalt er. Inga Hannesson: Nei, nei, aldrei nokkurn tima. Halldór Gunnarsson: Nei. Éggerði það þegar ég var litill en er löngu hættur því.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.