Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1979. 7 Ólafur Ketilsson (til hægri) og Meyvant á Eiði, tveir þrautreyndir bílstjórar, á FIB-fundinum í fyrrakvöld. DB-mynd Ragnar Th. FÍB var „flautað til dáða” f bensínmálinu — Fámennur en einhuga f undur að Hótel Borg ,,Við vorum á dögunum flautaðir til dáða og látum það ekki á okkur fá þó heldur hafi verið fámennt á fundi FÍB um bensínmálin á Hótel Borg á miðvikudaginn,” sagði Sveinn Odd- geirsson, framkvæmdastjóri FÍB. „Þarna komu fram margar góðar hugmyndir sem unnið verður úr -og þær vegnar og metnar eftir helgina. Það er ljóst að eitthvað verður að gera gegn því ófremdarástandi sem ríkir í bensínverðlagningunni,” sagði Sveinn og taldi að skoðanir fundar- manna sem urðu flestir 30—40 hefðu verið einróma. „Ef um frekari hækkanir verður að ræða á bensíni verður meiri þungi í aðgerðum FÍB. Mælirinn fylltist við síðustu verðhækkun.” Það var skoðun fundarmanna að ríkið hlyti að geta gefið eitthvað eftir af sínum mikla hlut í bensínverðinu. Menn voru, að sögn Sveins, sammála um að frekari verðhækkanir drægju úr akstri bíla og þýddu í raun færri lítra selda. Sagði Svein það óraun- hæfan samanburð að vera að bera saman sölu fyrstu fjögurra mánaða þessa árs og hins síðasta. Raunhæf- ara væri að líta á samanburð 4—6 mánuðum eftir síðustu verðhækkun, sem fékk marga bíleigendur til að kippast við. Á fundinum fluttu Hörður Einars- son ritstjóri og Sveinn Torfi Sveins- son verkfræðingur framsöguerindi um bensinmálin og kom Sveinn Torfi einnig nokkuð inn á vegamál. Ólafur Ketilsson ræddi svo talsvert um vega- málin og var gerður góður rómur að máli allra ræðumanna. - ASt. Áfengisútsalan í Amarhvolskjallara —skerðir tekjur ÁTVR líklega um 4-5 milljónir „Fjármálaráðuneytið kaupir áfengi hjá ÁTVR eins og öll hin ráðuneytin. Við spyrjum þau ekki hvað gera eigi við áfengið og okkur kemur það heldur ekki við. Þess vegna get ég með góðri samvizku sagt að ég veit ekki hvert magn áfengis fór í söluna til stjórnar- ráðsstarfsmanna sem DB hefur rætt um.” Þannig mælti Ragnar Jónsson, skrif- stofustjóri ÁTVR, er DB ræddi við hann i sumarleyfisfjarveru Jóns Kjart- anssonar forstjóra. ÁTVR er þriðji aðilinn sem leitað er til og ekkert veit um áfengissölu til stjórnarráðsmanna, en sú sala hefur farið fram í kjallaraherbergi í Arnar- hvoli. Hver stjómarráðsmaður hefur þar getað keypt pakka með tveimur flöskum af áfengi, viskí og vodka, og greitt fyrir 3000 krónur. í starfsmannafélagi stjórnarráðsins eru um 220 manns að sögn skrifstofu BSRB. Auk þess starfa í stjómarráðinu allmargir sem tilheyra BHM. Hér er því ekki um stómpphæðir að ræða. Mis- munur á raunverulegu söluverði hjá ÁTVR og á „útsölunni” i kjallara Arnarhvols gæti verið um 4—5 millj- ónir króna. Um þá upphæð er ÁTVR svikin. Ýmsir líta alvarlegri augum að þessi „áfengisútsala” fer fram í kjall- ara fjármálaráðuneytisins án vitundar bæði ráðherra og ráðuneytisstjóra. Hver fyrirskipað hefur tilflutning áfengisins frá ÁTVR til útsölunnar í Arnarhvolskjallaranum er enn óupp- lýst. - ASt. Merkilegt kort á uppboði Félags íslenzkra f rímerkjasaf nara: Eitt af elztu litpóst- kortum í heimi — með mynd af eina hjólaskipinu sem íslendingar eignuðust Vorið 1892 keypti athafnamaðurinn Otto Wathne hjólaskipið Njörð og fór með það upp á Lagarfljót. Það sem vakti fyrir honum var að bæta sam- göngur Héraðsbúa. Tilraun þessi mis- tókst fyrst og fremst vegna þess að skipið reyndist of djúpskreitt. Hafði Wathne 15 þúsund króna skaða af þessari tilraun. Það skip sem þarna ræðir um er eina hjólaskipið sem Islendingar hafa eignazt og jafnframt fyrsta stálskipið sem smíðað var i Dan- mörku. Eftir því sem bezt er vitað urðu endalok þessa skips þau að það grófst í sand við Hornafjörð, eftir að hafa gegnt þar í senn hlutverki verzlunarhús- næðis og bryggju um sinn. Því er saga þessa skips rifjuð upp hér, að á morgun fer fram uppboð í Álftamýrarskólanum á vegum Félags íslenzkra frímerkjasafnara. Meðal þess sem þar verður boðið upp er kort með mynd af áðurnefndu skipi. Póstkort þetta er trúlega eitt af elztu litpóstkort- um i heimi. Þetta kort er úr frægri þýzkri seríu, sem nefnd hefur verið „Gruss aus”. Sum póstkortin í þessari seríu hafa farið á ótrúlegu verði. „Svona hluti er ekki hægt að meta til fjár,” sagði Björgúlfur Lúðvíksson í uppboðsnefnd Félags íslenzkra frí- merkjasafnara. Hann sagði, að lág- marksboð í kortið væri 50 þús. krónur en sú upphæð væri „bara til að setja eitthvað” byrjunarverð á kortið. Póstkort þetta er sent héðan 18.6. 1900 og sendandinn er maður að nafni Franz Himmer og það er sent til ein- hvers Straub Meyer í Ziirich. Líklegt þykir að kona að nafni Nikoline Wey- wadt, sem var islenzk þrátt fyrir nafn- ið, hafi tekið myndina. Hún bjó á Djúpavogi og var með elztu ljósmynd- urum hér á landi. Kortið er í lit en það er tekið í svarthvítu en hefur síðan verið „reduserað” með lit. Kort þetta er nú i eigu íslenzks aðila, sem komst yfir það hjá Bandaríkjamanni. Lengra er ekki hægt að rekja sögu þess. Þess má geta að Burmeister & Wein hafa skrifað hingað til lands og boðið mikið fé fyrir þó ekki væri nema eitt- hvert brot úr umræddu skipi, þar sem það er, eins og áður segir, fyrsta stál- skipið sem smíðað var i Danmörku. Skipið var smíðað hjá Baumgarter & Burmeister árið 1857. Nafn þess fyrir- tækis breyttist siðar í Burmeister & Wein. Uppboð þetta hefst kl. 15 í stofu I í Álftamýrarskólanum og verða alls boðnir um 90 númer, aðallega frí- merki, stimplar og bréfspjöld. -GAJ Margareth Gardiner, ungfrú Allieim- ur, hefur forfallazt um stund en kemur væntanlega innan tiðar. SEXTAN SÓTTU UM HÁSKÓLABÍÓ — Friðbert Pálsson viðskiptaf ræðingur ráðinn Friðbert Pálsson viðskiptafræðing- ur hefur verið ráðinn forstjóri Há- skólabíós frá næstu áramótum að telja. Kemur Friðbert í stað Friðfinns Ólafssonar, sem lætur þá af störfum. Alls sóttu sextán manns um stöð- una. Jónatan Þórmundsson prófess- or, formaður stjórnar Háskólabíós, sagði í gær að stjórnin hefði afráðið að birta ekki nöfn hinna umsækjend- anna, enda hefðu nokkrir þeirra óskað eftir að það yrði ekki gert. -ÓV Alheimsgyðjan forfallaðist — því frestast krýning ungf rú íslands um stund „Hún forfallaðist alheimsgyðj an,” sagði Guðni Þórðarson, for stjóri ferðaskrifstofunnar Sunnu, ei fresta verður af þeim sökum hátú sem vera átti á Hótel Sögu á morgun laugardag. Á þessari hátíð átti aí velja ungfrú ísland. Ungfrú Alheimur, Mafgaretl Gardiner frá Suður-Afríku, á a( krýna ungfrú ísland en hún hefu forfallazt um stund. „Við vonums til að geta haldið hátíðina eftir tvæi vikur með ungfrú alheimi,” sagð Guðni. „Ef það tekst ekki verðui reynt að fá Miss World til þess aí krýna ungfrú ísland,” en Margaretf ber titilinn Miss Universe. „Það var búið að bóka talsvert af miðum, en litið hafði verið selt. Þeii sem höfðu keypt hafa verið látnir vita og geta fengið endurgreiðslu sé þess óskað, ella gilda miðarnir áfram. - JH Kortið sem boðið verður Upp á morgun. Hjólaskipið Njörður ó Eskifirði. Súðavík Nýr umboðsmaður Dagblaðsins á Súðavík er. Jónína Hansdóttir Túngötu Sími 94-6959. MMBLAÐIÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.