Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1979. Flugleyfi DC-10 farþegaþotna: FRAMLEIQSLAN HELDUROROm ÁFRAM Framleiðsla DC-10 farþegaþotn- anna umdei'du heldur áfram eins og ekkert haf. i koiizt og engin merki eru þess að framleiðendur þeirra, Macdonnell fyrirtækin í Kaliforníu hyggist draga þar úr. Gerist þetta þrátt fyrir að allar hinar tvö hundruð sjötíu og fimm þotur sem hingað til hafa farið frá verksmiðjunum hafa nú verið stöðvaðar og sviptar flug- leyfi, í það minnsta um sinn. — Við teljum okkur vera að smíða góðar og traustar þotur hér, sagði einn starfsmanna Macdonnell fyrir- tækisins við fréttamenn í gær þar sem hann stóð við samsetningarfæri- bandið. Macdonnell er einn stærsti atvinnurekandinn í Kalifomíufylki og mikilvægur hlekkur í atvinnulífi þar. Mikil gagnrýni hefur komið fram frá ýmsum flugfélögum sem byggja afkomu sína meira og minna á flugi DC-10 þotnanna. Hafa forráðamenn þeirra margir hverjir talið ákvörðun bandarískra flugmálayfirvalda byggða á taugaveiklun og vitleysu, en ekki á grundvölluðum ákvörðunum. Margir óttast að stöðvun flugs þotna af þessari gerð muni hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir fram- leiðendur þeirra og þá einstaklinga, sem byggja afkomu sina á þeim. Engan bilbug er þó að sjá né heyra á forráðamönnum Macdonnell fyrir- tækisins sem segjast munu halda áfram framleiðslu risaþotnanna. Þeir séu líka sannfærðir um að frekari rannsóknir muni enn betur sýna fram á að þotur af þessari gerð séu flugvéla öruggastastar, þrátt fyrir slysið við Chicago nýverið. Erlendar fréttir REUTER i Uganda: LíkDóru Bloch fundið ísraelskur læknir hefur kveðið upp þann úrskurð að lík Dóru Bloch sé fundið i Uganda. Er þetta samkvæmd heimildum embættismanna þar i landi. Dóra Bloch var farþegi í þotu þeirri sem palestínskir skæruliðar rændu árið 1976 og létu fljúga til Kampala i Uganda. Þar frelsuðu ísraeiskar hersveitir gislana en Dóra varð eftir þar sem hún var þá komin á sjúkrahús vegna sjúk- leika síns. Ekkert spurðist til hennar eftir það og segja heimildir hana hafa verið myrta að undirlagi Idi Amins, fyrrum leiðtoga í Uganda. 1 Póllandi er stjórn kommúnista, sem ekki hafa verið sagðir hingað til mjög hallir undir kristna kirkju. Itök kaþólskunnar í Póllandi eru þó mjög mikil. Sumir vilja jafna henni við stjórnarandstöðu í vestrænum lýðræðisrikjum. Hvað um það, Pólverjar vildu skarta sínu fegursta við opinbera heimsókn Jóhannesar Páls páfa, sem stendur nú yfir. Hann er reyndar fæddur I Krakov þar í landi og var þar lengi erkibiskup. Á myndinni sjást opinberir starfsmenn í höfuðborginni Varsjá vera að þrífa minnismerkið um óþekkta hermanninn. Pólland: Viðgetum enn endur- tekið sömu mistokm —sagði Jóhannes Páll páf i f ræðu sinni er hann hélt í Auschwitz fangabúðunum — Við getum dregið þann lærdóm Auschwitz hefðu verið framkvæmdir að virða ber mannleg réttindi nú og undir merki brjálkenndrar stjórn- um alla framtið, sagði Jóhannes Páll málastefnu. páfi í ávarpi sínu er hann stóð við Jóhannes Páll páfi undirstrikaði Auschwitz fangabúðirnar í Póllandi í þó sérstaklega, að slikir atburðir gærkvöldi. — Þann lærdóm er tima- gætu hugsanlega orðið aftur hér í bært að draga, þegar við erum stödd - heimi. Til þess að svo yrði ekki mætti á þessum stað, sagði páfi. engin jarðarbúi slaka á baráttu sinni. Hans heilagleiki hélt einnig helgi- Til að veruleg hætta verði á að stund á þessum sögufræga stað þar þessir hrikaatburðir síðari heims- sem nú er minjasafn um þær styrjaldarinnar endurtaki sig þarf milljónir gyðinga og annarra, sem ekki annað en að klæða menn í mis- þar týndu lífinu undir ógnarstjórn munandi einkennisbúninga setja ýmis nasista á árum síðari heimsstyrjaldar- vopn í hendur þeirra og fóðra hugi innar. Talið er að um það bil hálf þeirra með mismunandi hugmynda- milljón manna — kaþólskir Pólverjar kerfum. Ef þessi kerfi eru falin í því, — hafi verið viðstaddir messu páfa. að slaka beri á mannlegum réttindum Við það tækifæri sagði hann að þeir í þágu málstaðarins, er hættan á hrikaatburðir sem sagan geymdi um ósköpum á næsta leiti, sagði páfi. Kanada: ARABAR HOTA HEFND- ARAÐGERÐUM VERDI SENDIRAÐIÐ FLUTT Níu arabiskar ríkisstjórnir hafa tilkynnt hinni nýju ríkisstjórn Kanada það skýrt og skorinort, að henni sé réttara að hætta við fyrir- hugaða flutning sendiráðs lands síns í ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem. Kom þetta fram í tilkynningu sem gefin var út sameiginlega og birt í Ottawa eftir fund sendiherra araba- ríkjanna níu með hinum nýja utan- ríkisráðherra Kanada Floru McDonald, eina kvenkynsráðherran- um þar í landi. Segir þar að slík fram- kvæmd myndi særa samskipti Kanada og arabaríkjanna holundar- sári. Arabaríkin níu sem standa að yfirlýsingunni eru, Súdan, Sómalía, Alsír, Túnis, Marokko, Jórdanía, írak, Saudi Arabía og Líbanon. Reyndar er Kanadastjórn þegar farin að draga í land í þessum efnum. Upphaflega lýsti Joe Clark núverandi forsætisráðherra þessu yfir í miðri kosningabaráttunni um miðjan april síðastliðinn. Þar hefur vafalaust verið um að ræða tillit til atkvæða gyðinga í Kanada. Flora McDonald sagði aftur á móti í gær að Kanada- stjórn vildi stefna að þessum flutningum sendiráðsins frá Tel Aviv til Jerúsalem, sem er hin nýja höfuð- borg ísraels. Engin ákvörðun hefði aftur á móti verið tekin um það, hvenær þessir flutningar færu fram. María lofuð Þar fór sú vonin — Marie Osmond er trúlofuð. Sá hinn heittelskaði kynntist Maríu á mjög svo amerískan hátt að sögn. Voru þeir stödd í sam- kvæmi þar sem meðal annars var borin fram pizzaréttur. Af ein- hverjum ástæðum fóru leikar þannig að Jeff Crayton kastaði pizzu framan í Mariu Osmond. Hún tók framtaki mannsins hið bezta og brosti sínu breiðasta í gegnum lummuna. Stóðst kappinn þá ekki mátið og bað hennar umsvifalaust. Stóð nú i nokkru þófi en leikslok urðu þau að þau opinberuðu trúlofun sína nýverið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.