Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1979. MMEBIABIÐ Irfálstáháð dagblai Útgofandi: Dagblaöid hf. / Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Roykdal. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Simonarson. Monning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aöstoöarfréttastjóri: Jóqas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómassop, Atli Steinarsson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefónsdótt- ir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pétursson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Hönnun: Guöjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamloifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Þormóösson. SkrHstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Droifing arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúla 12. Afgroiösla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvorholti 11. Aðalsimi blaösins fer 27022 (10 linur). Áskrift 3000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 150 kr. ointakið. Setning og umbrot Dagblaðiö hf., Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: ÁrvakurHf. Skeifunni 10. og bráðabirgðalaga um eitt eða annað en fylgjast jafn- frav, með athafnaleysi ríkisstjórnarinnar dag frá degi, viku eftir viku. Þegar þetta er skrifað, horfir býsna óvænlega um þjóðmálin. Verkfall farmanna hefur staðið í hátt í sjö vikur. Boðað er, að verkbann verði fært út, þannig að það nái til meginhluta atvinnurekstrarins hinn 18. þessa mánaðar. Útvegsmenn hyggjast stöðva veiðar á mánudag. Að vísu er ekki vonlaust, að lausn fínnist á farmannadeilunni án bráðabirgðalaga og allsherjar verkbanni verði afstýrt, en fjölmargir hafa verið þeirr- ar skoðunar, að ríkisstjórnin hefði fyrir löngu átt að grípa í taumana. Sundrung innan flokkanna veldur rniklu um hikið. Hún veldur því einnig, að hættast er við, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar verði fálm, e.f ein- hverjar verða. Áberandi klofningur er í röðum fram- sóknarmanna og alþýðuflokksmanna. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar- flokksins var formaður í nefnd þriggja ráðherra, sem átti að gera tillögur um aðgerðir í kjaramálum. Ráð- herrarnir í nefndinni voru sammála um ýmis mikilvæg atriði og stefndu að framkvæmd þeirra með bráða- birgðalögum. Steingrímur var talsmaður bráðabirgða- laga, en forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, setti honum stólinn fyrir dyrnar, þegar nefndarmenn komu á ríkisstjórnarfund. Ólafur fór í áheyrn ráðherra annarra flokka háðulegum orðum um tilraunir Steingríms til setningar bráðabirgðalaga. Ólafur taldi alltof lítið hanga á spýtunni, til þess að réttlætti slík lög, sem aðeins yrðu sett samkvæmt stjórnarskránni, ef brýna þjóðarnauðsyn bæri til. Framhaldið hefur ekki síður verið athyglisvert. Ekki var forsætisráðherrann fyrr farinn úr landi en framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins kom saman til að samþykkja í mörgum liðum og undirstrika á blaðamannafundi, hversu nauðsynlegt og réttmætt væri að gefa út bráðabirgðalög um kjaramálin. Þetta var gert að undirlagi ráðherranna, Steingrims Hermannssonar og Tómasar Árnasonar. En Ólafur kom heim. Hann var í Tímanum í gær spurður, hvort von væri á bráðabirgðalögum bráðlega. Ólafur svaraði stutt og laggott: ,,Nei”. Fólk hefur í lengri tíma fylgzt með klofningnum í Alþýðuflokknum í afstöðu til kjaramálanna. Magnús H. Magnússon sat í ráðherranefndinni án þess að hafa til þess umboð þingflokks Alþýðuflokksins. Hann var þar sem annars staðar ákafur talsmaður tafarlausra aðgerða ríkisstjórnarinnar í kjaramálum. Þingflokkur Alþýðuflokksins samþykkti hins vegar á næturfundi, að mottóið skyldi vera „frjálsir samningar”. Ríkis- stjórnin skyldi halda að sér höndum. Magnús og sveit hans sóttu síðan í sig veðrið. Magnús taldi sig hafa fengið í síma umboð meirihluta þingflokksins til að samþykkja bráðabirgðalög og virtist um hríð vera kominn ofan á. Margir í flokksstjórn Alþýðuflokksins hafa mælt með inngripi ríkisstjórnarinnar. En síðast í fyrradag var sú skoðun ríkjandi á fundi níu manna framkvæmdastjórnar flokksins, að ríkisstjórnin ætti að standa utan við launamálin. Þegar innanflokks sundrung bætist við ágreining milli stjórnarflokkanna, er ekki að vænta rökfastra aðgerða. Foringjaslagur Valdabarátta innan einstakra stjórnarflokka hefur spillt fyrir samræmdum aðgerðum þeirra í launa- og efnahagsmálum. Hætt er við, að lesendum dagblaðanna þyki einkenni- legt að sjá nær látlaust yfirlýsingar ráð- herra um nauðsyn tafarlausra aðgerða Kína: Stærsta hdb- safníheimi —tvö þúsund ára gömul borg með risavaxin veggmálverk og þúsundir standmynda Mógaó-hellarnir, aðalkerfi Dunhúang-hellanna, er stærsta dýr- gripasafn af hellalist, sem nú er til í heiminum. Veggmálverkin þekja 45.000 fermetra, og í hellunum eru 2.300 standmyndir. Dunhúang, 2.000 ára gömul borg, stendur við vesturmynni Gansú- hliðsins á hinni fornu Silkileið. Til forna var þetta mikilvægt skarð á landleiðinni frá K'ma til vesturlanda — leið, sem þeir notuðu, sem önnuðust diplómatísk, efnahagsleg og menningarleg samskipti milli Kína og annarra landa. Meðal nafn- togaðra gesta í Dunhúang voru munkurinn Xúan Zhúang af konungsættinni Tang (618—907), sem fór i pílagrímsför til Indlands til að kynna sér búddískar ritningar og varði 19 árum í að þýða þær og skýra, og Markó Póló, ítalski ferða- langurinn, sem kom til Kina á síðari hluta 13. aldar. Hellarnir eru 25 km í suðuraustur frá hinni fomu borg. Sá sem kemur inn í hellana, sér gangaog veggi og loft þakin veggmál- verkum og teikningum. Stytturnar, sem sitja eða standa í útskotum, birt- ast sjónum í mildu ljósi og eru eins og sjónarsvjð yfirjarðneskrar fegurðar. Sá sem gengur um hellana eftir tíma- röð, mun komast að raun um, að hin ýmsu tímabil hafa sinn eigin listastíl, sem greina má á formi, byggingu og þema styttnanna og veggmálverka. í hellunum, sem gerðir voru á tíma- bili Norður-konungsættarinnar (386- 581), er aðalþemað i veggmyndunum atvik úr lífi Sakyamúni og sögur eftir vitrun hans og aðrar sögur trúarlegs efnis. Hin flóknu söguefni eru tekin til meðferðar í einstökum myndum og myndröðum. Mannamyndir eru yfirgnæfandi í málverkunum, og þær eru stærri en bakgrunnsatriðin eins og byggingar, fjöll og tré, en þetta er áberandi einkenni i byggingu málverka frá þessum tíma. Sumar persónumar á myndunum eru hold- grannar, en þó friðar og með yndis- þokka, aðrar eru grófgerðar og hraustlegar. Enn aðrar, sem eru nokkuð upplitaðar af veðrun, vekja hugmynd um hrottaskap og þrótt. Framsóknarmaðurinn Guðmundur G. Þórarinsson skrifar kjallaragrein í Dagblaðið þann 17. maí sl. undir yfirskriftinni „Framsóknarstefnan”. í grein þessari leitast Guðmundur við að sýna fram á yfirburði þess dulda fyrirbæris sem hann kýs að kalla stefnu Framsóknarflokksins, en aðrir myndu heldur kalla stefnuleysi, fram yfir aðrar stefnur sem setja svip sinn á íslensk stjómmál. „Sérstaða" Framsóknar ■ Guðmundur heldur því fram í byrjun greinar sinnar að Fram- sóknarflokkurinn njóti þeirrar sér- stöðu fram yfir aðra íslenska stjórn- málaflokka að vera eini fiokkurinn sem ekki byggir stefnu sína á erlendu kenningakerfi. Eins og flestum er kunnugt er samvinnuhugsjónin kjarni framsóknarstefnunnar og er hún upprunnin á Englandi. Þess vegna er stefna Framsóknarflokksins ekkert sérstakt íslenskt fyrirbæri þótt sérstök sé á margan hátt. Það skiptir heldur ekki öllu máli hvort stjóm- málastefna er íslensk eða erlend. Það sem mestu máli skiptir hlýtur að vera það að stefnan hæfi íslenskum að- stæðum og hvort hún sé réttlát eða ranglát, raunhæf eða staðleysa. Brauðfætur Framsóknarflokksins Að mati Guðmundar stendur Framsóknarflokkurinn traustum fót- um í íslensku þjóðfélagi. Það eina sem réttlætt getur slík skrif er það að greinin sé skrifuð fyrir síðustu Al- þingiskosningar. Því eins og Guð- mundur veit þá missti Framsóknar- flokkurinn 5 þingmenn í þessum kosningum og varð þar með minnsti þingfiokkurinn. Ef tekið er mið af þessu og frammistöðu þeirrar rikis- stjórnar sem Framsóknarfiokkurinn á nú aðild að þá sýnist réttara að segja að Framsóknarflokkurinn standi á brauðfótum. Að vísu tapaði Sjálfstæðisflokkur- inn einnig 5 þingmönnum í þessum sömu kosningum. En ef marka má þær skoðanakannanir sem fram hafa farið um fylgi stjómmálaflokkanna og þær óánægjuraddir sem alls staðar heyrast þá má glöggt sjá að al- menningur er fyrir löng orðinn leiður á getu- og úrræðaleysi núverandi ríkisstjórnar. Guðmundur leitast við að lýsa helstu einkennum á hinum þremur meginstjómmálastefnum íslendinga. Þ.e. „framsóknarstefnan”, sósíal- isminn og frjálshyggjan, sem hann kýs að kalla auðhyggju. Honum tekst verkið ágætlega og setur það fram á skýran og einfaldan hátt sem hæfir vel stuttri blaðagrein. Húsnæðismál í Hátúni Nokkurrar óánægju hefur gætt að undanfömu meðal leigjenda í húsum Öryrkjabandalags íslands við Hátún. Sú óánægja er vegna húsaleigunnar, rafmagns og fleira Sumt af þessu væri ekki tilefni mikillar óánægju hjá fullfrísku hálaunafólki, en fyrir láglaunafólk á ellistyrk eða örorku- bótum getur lítil upphæð skipt miklu máli. Reyndin er líka sú, að þrátt fyrir kvartanir á fundum eða við for- ráðamenn, þá fást ekki lítilfjörlegar úrbætur. Húsaleigan Þegar flutt var inn í Hátún lOb var talað um að húsaleigan fyrir tveggja herbergja íbúð yrði tæplega nokkurn tímann hærri en 10 þúsund krónur á mánuði, þetta var vissulega ekki loforð né fastmælum bundið, heldur óskhyggja. Nú er leiga fyrir slíka íbúð 38.400 kr. á mánuði og mun ekki fullyrt að það sé há leiga fyrir tveggja herbergja íbúð um 40 fermetra. Það sem er íbúum umhugsunarefni, er hví húsaleigan þarf að fylgja byggingarvísitölu. Þegar flutt var inn í húsið, voru ýmsir leigjenda búnir að greiða fyrir- framgreiðslur er námu umtalsverðum upphæðum. Vextir til leigjendanna vegna þessa námu þá 8% en munu nú vera 20%. Húsaleigan fer til þess að greiða niður húsið, en engar upplýs- i'ngar liggja fyrir um það að fjár- magnskostnaður þess fylgi byggingarvísitölu. Því lítur svo út, að með því að láta leiguna fylgja bygg- ingarvísitölu, sé verið að stofna til tekna sem ekki varða viðkomandi húsnæði. Vissulega er hugsanlegt að viðhlítandi og einföld skýring sé til, varðandi þá þörf að húsaleigan hækki stöðugt, en þá skýringu þarf þá að leggja fyrir leigjendurna á1 íslensku en ekki á stofnanamáli. Sameiginlegur kostnaður Á yfirliti vegna leigu 1976 er sam- eiginlegur kostnaður talinn 12 þús. kr., hiti 36,810 kr. ðg rafmagns- kostnaður 32,730 kr. Spurningin verður þá sú hvað er reiknað í sam- eiginlega kostnaðinum. Ef viðhald hússins er í þeim lið þá er eðlilegt að hann hækki í samræmi við verðlag vöru og þjónustu sem kaupa þarf til viðhaldsins. Slíkur liður getur einnig verið breytilegur frá ári til árs eftir þvi hvert viðhald hússins er á hverjum tíma. Sé svo að í sameigin- legum kostnaði sé daglegt viðhald hússins, þá styrkir það enn frekar, að ónauðsynlegt sé að húsaleigan hækki stöðugt. Meðal leigjenda er fólk sem ítrekað hefur reynt að fá botn í þetta, en án árangurs. Ekki skal fullyrt hvers sök það er, en ljóst má vera að skýrari upplýsingar þurfa að liggja fyrir hjá stofnuninni um þessi atriði. Rafmagnið og hitmn Um hitakostnaðinn er ekki deilt enda flestum eða öllum ljóst að hann verður tæpast reiknaður nema miðað við fermetra íbúðar og svo sem hlut- fall af sameign. T.d. verður vitanlega að hita íbúð þó svo að íbúar séu fjar- verandi. Þannig hefur verið taliðeðli-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.