Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1979. 21 „Þursabit” Hins íslenzka þursaflokks: ÞURSARNIR HENDAST HEIMSHORNA Á MILLI — og setjast að í Danmörku í sumar Það stendur mikið til. Á laugar- daginn mun Hinn íslenzki þursa- flokkur halda tvenna tónleika i sam- komuhúsinu á Akureyri. Eftir helgina kemur út ný plata Þursanna, „Þursabit” (r höfuðið á frægu handarbiti í Kaupmannahöfn) og á þriðjudagskvöld kemur flokkurinn fram á hljómleikum í Laugardalshöll ásamt Ljósunum í bænum og Magnúsi & Jóhanni. Á miðvikudag halda Þursarnir til Los Angeles í boði íslendingafélags- ins þar fyrir milligöngu Jakobs Magnússonar. Þursarnir skemmta á þjóðhátíðarskemmtun landans í LA 16. júní, en búizt er við íslendingum víða að úr Kaliforníu og jafnvel frá fleiri fylkjum. í LA verða Þursarnir í 3—4 daga og munu jafnvel koma fram þará búlu. Laugardaginn 23. júní heldur Hinn íslenzki þursaflokkur með Smyrli frá Seyðis firði til Þórshafnar i Færeyjum. Þar verða tvennir tón- leikar í Lærarskúlanum. Frá Færeyjum stefna Þursarnir til Kaupmannahafnar, þar sem ætlunin er að starfa í sumar og gera út frá til nágrannalandanna. „Við erum fyrst og fremst að leita að starfsgrundvelli,” sagði Tómas Tómasson á eftirminnilegum kynningarfundi Þursanna við EUiða- vatn í vikunni. „Við höfum lítið að gera hér á sumrin og ekki störfum við endalaust við plötuupptökur. Við fórum í stutta ferð til Norðurland- anna í vetur og fengum alveg glimr- andi viðtökur, þannig að við erum mjög bjartsýnir, enda höfum við nóg aðgera, a.m.k. til að byrja með.” Þursarnir gera sér vonir um að EMI í Skandinavíu, sem plötufyrir- tæki þeirra Fálkinn hefur umboð fyrir hér, muni dreifa plötum þeirra þar úti. „Þeir myndu þá kaupa upp- lagið af fyrri plötunni sem hér er til og dreifa því,” sagði Tómas. Liðsmenn Þursaflokksins léku á als oddi í kynningarhófinu við Elliða- vatn og virtust hinir ánægðustu með plötuna. TIL HAMINGJU.. . . . með afmælið 8., júni, elsku Ragna. Áfi og amma á Fífuhvammsvegi. . . . með 3 ára afmælið þitt þann 8. júni, elsku Ella Gitta frænka mín. Þakka þér fyrir að lána mér alltaf rúmið þitt þeg- ar ég kem í heimsókn. Þín litla frænka á Akranesi, Íris. . . . með 20 ára afmælið 1. júni, Ása min. Þin systir Dúna. . . . með 17 ára afmælið 8. júni, elsku Gunna, og gerðu nú ekkert sem við mundumekki gera. Jóna ogHildur. jwr m . . . með 7 ára afmælið þann 2. júni, elsku Berg- lind. Mamma, pabbi og systur. . . . með ferminguna 3. júní, Heiðrún mln. Þín systir Kristin. . . . með daginn 7. júní, Batti okkar. Varúð á veg- um. Stina og Bitta. . . . með fyrsta afmælis- daginn þann 7. júní, elsku' litla Perla okkar. Amma, afiog Óli. . . . með daginn 5. maí, Systa. Kolla. . . . með daginn 17. mai, Hólmfriður. Kolla. . . . með afmælið 8. júni, Móa mín. Þin Kristín. ÍÍSs . . . með 9 ára afmælið 8. júni, elsku Örvar minn. Mamma og pabbi. . . . með 13 ára afmælið þann 8. júni, Kristrún mín. Nú ferðu senn að grænka. Þín Inga. . . . með að hafa loksins komizt austur eftir langa mæðu, en gleymdu samt ekki Grindvikingum. Krullan 9385-0041 10. . . . með afmælið júni, mamma mín. Þin Kristin ... með 16 ára afmælis- daginn þann 5. júni, Arna okkar. Flýttu þér að stækka. Nokkrar Heklupæjur. Tómas sagðist að minnsta kosti vera ánægður: „Mér finnst þessi plata bera merki um rétta þróun frá fyrstu plötunni. Ég er alveg á því að þar höfum við lagt réttan grundvöll fyrir áframhaldandi starfi og held að við getum gert enn betri plötu næst. ” Það var ekki að sjá annað á gestum lí hófinu en þeir væru einnig ánægðir með Þursabitið. -ÓV. Þursarnir kveða: „Leikum nú vorn listaleik, / landsins kappar verða. / Blíðu- spjall og spúsan keik / þvi nú skal jarlinn herða.” Kynningarhóf Þursaflokksins við Elliðavatn í vikunni. DB-myndir ÓV. TÓNLEIKAR föstudaginn 8. júní 1979 kl. 7.15 í Austurbæjarbíói. Efnisskrá: G. Rossini: Sónata J. Tómasson: Notturno F. Schubert: Silungakvintettinn op. 114 Miðasala við innganginn í Austurbæjarbíói.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.