Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 08.06.1979, Blaðsíða 28
Formaður f ramkvæmdastjórnar Alþýðuf lokksins viðurkennir: Alþýðuf lokkurinn fékk greiðslur f rá Keflavík- urverktökum —Kef lavíkurverktakar neita „ Já, það er rétt að Alþýðuflokkur- inn þáði greiðslur frá Keflavíkurverk- tökum,” sagði Bjarni P. Magnússon, formaður framkvæmdastjómar Alþýðuflokksins, í samtali við DB i morgun. Hann kvað engum vera greiði gerður með því að fjalla meira um þetta mál. Því væri lokið af hálfu Alþýðuflokksins, greiðslur hefðu verið stöðvaðar og fjárreiður Alþýðuflokksins lægju nú frammi. Bjarni taldi ekki ástæðu til að gefa upp nöfn þeirra alþýðuflokksmanna sem tóku við greiðslunum né upphæð þeirra. í Helgarpóstinum í morgun er frá því skýrt að Keflavíkurverktakar séu undirverktakar á Keflavikurflugvelli. í upphafi hafi þeir sinnt viðhalds- verkefnum fyrir bandaríska herinn, en á seinni árum hafi þeir tekið æ meiri þátt í nýjum framkvæmdum á vallarsvæöinu í samvinnu við Aðal- verktaka. ,,Ég hef ekki heyrt um þetta,” sagði Karl Pálsson, skrifstofustjóri Keflavíkurverktaka, í samtali við DB. Hann kvaðst ekki hafa vitað um að fyrirtækið hefði styrkt Alþýðu- flokkinn fjárhagslega. Bjöm Magnússon, stjórnarfor- maður Keflavikurverktaka, segir í samtali við Helgarpóstínn í morgun að sér sé ekki kunnugt um þessar greiðslur til Alþýðuflokksins. -GM. RÓIÐ í FJÁRHÚSIN Á NÆSTA BÆ Leysingar og vatnavextir hafa heldur betur sett strik í reikninginn hjá Jóhanni Krist-1 og sonur hans Hilmar hafa orðiö að róa i fjárhúsin frá þeim stað er vegurinn endar og jánssyni bónda i Klambraseli í Reykjahverfi við Mývatn. Hann hefur fjárhús sin á liggur undir vatni. Á myndinni má sjá hvar Hilmar kemur að bfl sinum eftir að hafa næsta bæ, eyðibýlinu Langavatni, en Laxá hefur flætt yfir bakka sína, svo að Jóhann | sinnt fénu. -ÓV/DB-mynd: Einar Olason. Skaðabótamál Magnúsar Leopoldssonar loks tekið fyrir: KREFST 49 MILUÓNA í gær var úthlutað til dómara í borgardómi Reykjavíkur skaðabóta- máli Magnúsar Leopoldssonar á hendur rikissaksóknara f.h. rikis- valdsins og á hendur fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs. Skaðabóta-- mál þetta byggist á gæzluvarðhalds- vistMagnúsa að ósekju, en hann var einn þeirra sem mánuðum saman sátu í gæzluvarðhaldi vegna rann- sóknar hins svonefnda Geirfinnsmáls árið 1976. Skaðabótakröfumar, sem Magnús gerir nema samtals um 49 milljónum króna, auk vaxta og máls- kostnaðar. Bjarni K. Bjarnason borgar- dómari fékk mál þetta til um- fjöUunar í borgardómi. Ekkert vildi Bjarni segja um framgang málsins i viðtali við DB, kvaðst ekkert búinn að kanna málið, en málskjöl væm gífurleg að vöxtum. Gat Bjarni ekki sagt um hvort málflutningur hæfist fyrir réttarhlé í sumar eða biði til hausts. Hafsteinn Baldvinsson iögmaður flytur máUð af hálfu Magnúsar Leopoldssonar, en Gunnlaugur Claessen f.h. ríkissaksóknara og fjár- málaráðherra. Lögfróðir menn telja að í greinar- gerð Gunnlaugs Claessens felist við- urkenning á gæzluvarðhaldi Magnús- ar að ósekju. Um það og fébætumar mun borgardómur fjalla. Þeir aðrir er í gæzluvarðhaldi sátu vegna sömu ásakana og Magnús hafa líka höfðað skaðabótamál og hafa þau verið þingfest i borgardómi. -ASt. Tilboð f ram Graðhestar Björns á Löngumýri valda deilum: „Þetta eru tóm ólög” —segir Bjöm, sem hefur kært sýslumann fyrir dómsmálaráðuneytinu hjá VSÍ? „Næsta skrefið hlýtur að vera tilboð með kaupUðum,” sagði PáU Her- mannsson blaðafulltrúi FFSl í morgun. Samningafundur í farmannadeilunni hefur verið boðaður kl. 3 í dag. „Sam- komulag hefur að mestu náðst um rammann með kerfisbreytingum. Ég tel ekki ólíklegt að tílboð komi frá skipafélögunum, sem fari þá fram hjá VSl. VSÍ hefur ekki verið í myndinni lengi, þótt félögin verði að. semja í gegnum sambandið. Það er enginn vafi á því að a.m.k. litlu skipa- félögin eru orðin þreytt á þessum seina- gangi”. Það hefur flogið fyrir að litlu skipa- félögin myndu e.t.v. segja sig úr VSÍ. Samkvæmt upplýsingum, sem Dag- blaðið aflaði sér í morgun hefur þó ekki unnizt tími tU slíkra athugana, en hitt sé rétt að þeim finnist verkfaUið hafa dregizt óeðlilega á langinn og erfitt séaðveraísvostórusambandi. -JH. „Hestárnir sluppu úr hólfinu daginn áður og drengirnir mínir voru búnir að hafa upp á þeim og voru að taka þá og fara með þá í hólfin aftur, þegar menn sýslumannsins komu og tóku hestana og fóru með þá út á Blönduós. Þetta eru tóm ólög,” sagði Bjöm Pálsson, á Löngumýri og fyrrv. alþingismaður er DB hafði samband við hann og spurði út í atvik sem varð á laugardaginn skammt frá Löngumýri. „Annars er þetta allt í lagi. Það, eru alltaf að gerast ævintýri í kringum sýslumanninn hér. Ég er búinn að kæra sýslumanninn suður í Stjórnarráð og ég skil ekki annað en þetta verði allt í fínasta lagi,” sagði Björn. „Sýslumaðurinn laug því að þeim í dómsmálaráðuneytínu, að hann hefði boðizt til að láta mig hafá hestana aftur. Hann var ekki staddur þarna og hefur alls ekki talað við mig svo að hann lýgur þessu frá rótum,” sagði Björn að lokum. „Það voru menn á vegum sýslu- mannsins sem fjarlægðu hestana samkvæmt beiðni bænda á næstu bæjum,” sagði Hjálmar Eyþórsson, fulltrúi sýslumannsins á Blönduósi er DB hafði samband við embættið út af þessu máli. „Þetta voru tveir garðhestar sem voru þarna i stóði og það er algjörlega ólöglegt. Þeir eiga að vera í sérstökum hólfum,” sagði Hjálmar og bætti því við, að synir. Björns hefðu reynt að trufla menn sýslumannsins er þeir urðu varir við, að þetta voru hestar Bjöms. „Birni hafði verið tilkynnt um þetta, en hann anzaði því engu,” sagði Hjálmar. Mál þetta er á frumstigi og hestarnir eru nú í vörzlu Hestmanna- félagsins á Blönduósi. Þetta er það rétta í málinu og við verðum ekki hankaðir á því,” sagði Hjálmar að lokum. -GAJ- I frjálst, nháð dagblað FÖSTUDAGUR 8. JUM 1979. Kópavogur: Hundará I bæjar- stjórnar- fundi I f I — tillaga um að leyfa skilyrt hundahald íbænum Það má búast við óvenju líflegum bæjarstjómarfundi i Kópavogi í dag. Þar flytja þrír bæjarstjómarfulltrúar tíUögu um skilyrt hundahald, þar sem gert er ráð fyrir því að hundahald verði leyft í Kópavogi með svipuðum hætti og gerist í nágrannasveitarfélögunum Garðabæ og Seltjamarnesi. Hunda- hald er nú bannað i Kópavogi eins og í Reykjavík. Nokkrir hundaeigendur í Kópavogi hyggjast leggja leið sína á fundinn, sem hefst kl. 16 og hafa jafnvel með hunda sína. Þeir em væntanlega vel vandir, en gætu þó þurft eitthvað tU málanna að leggja frá áheyrendabekkjum. HeUbrigðisfuUtrúi bæjarins mun hafa lagzt gegn hundahaldi, en óvist er um afstöðu annarra bæjarfuUtrúa, en þeirra þriggja er tillöguna flytja. -JH. I f I f f Fundur mjólk- urfræðinga samþykkti f < Á félagsfundi mjólkurfræðinga I gærkvöldi var samkomulag það sem undirritað var í fyrrinótt samþykkt. nær einróma. Mjólkurfræðingar fá 3% hækkun frá 1. júní og gerðardó'mur á- kveður álag vegna menntunar og skál hafa lokið störfum fyrir 1. júU. Samkomulagið verður borið undir framkvæmdarstjómarfund VSÍ um há- degisbil í dag. -JH. I I Sparisjóður Norðfjarðar: f Óeðlileg I i I i lánafyrir greiðsla Rannsókn BankaeftirUtsins á reiðum Sparisjóðs Norðfjarðar stendur enn yfir og óvíst er hvenær henni mun Ijúka, að sögn Þórðar Ólafssonar for- stöðumanns BankaeftirUtsins. Hins vegar, samkæmt upplýsingum er DB hefur aflað sér, er ljóst að ein- hverjir munu hafa notíð óeðlilegrar lánafyrirgreiðslu hjá Sparisjóðnum. Meðal þeirra er bróðir sparisjóðsstjór- ans, starfsmaður fasteignasölu í Reykjavík, sem hefur staðið í hús- byggingu undanfarið. -BH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.