Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.06.1979, Qupperneq 4

Dagblaðið - 09.06.1979, Qupperneq 4
DAGBLADID. LAUGARDAGUR 9. JÚNl 1979. DB á ne ytendamarkaði Potturinn og pannan Enginn getur veríð án þeirra Pottar og pönnur eru með þeim eldhúsáhöldum sem við getum sízt verið án. Mismunandi efni eru notuð til potta- og pönnugerðar og hafa þau ólíka kosti og galla. Áríðandi er að þekkja þessi efni og notkunargildi þeirra. Það vandamál hafa menn einnig þurft að hugsa um áður fyrr, t.d. má finna fræðslu um potta úr eir og messing í „Nýrri matreiðslubók” sem Þóra Andrea Nikólína Jóns- dóttir samdi og gaf út á Akureyri árið 1858. í þeirri bók er einnig talað um járnpotta og leirpotta og um pjátur- ker. Mikið vandamál hefur verið að hreinsa pottana í þá daga, enda segir Þóra Andrea i bók sipni: „Það er ekki nóg að katlar og pottar og annað þess konar skíni eins og sól í heiði á búrhillunni, ef þeir eru eins og farðakoppar að innan.” Álpottar Síðustu áratugi hafa aðallega verið á markaðnum pottar og pönnur gerð úr áli, enda er sá málmur mjög vel til þess fallinn og hefur hann svo mikla kosti fram yfir önnur efni að honum verður seint úr vegi rutt. Ál er létt og leiðir vel hitann. Þykkir álpottar með þykkum botni eru haldgóðir og maturinn brennur lítið við í þeim. En álpottar þykja ekki sérlega fallegir, jafnvel þótt þeir séu gljáfægðir og því glans- andi á meðan þeir eru nýir. En þeir dökkna og verða mattir við notkun og seinlegt er að fægja þá með stálull. Plasthúðun Ennfremur er farið að húða bæði álpotta og pönnur að innan með plasti, þau verða þá mattgrá eða svört og verður yfirborðið mjög slétt og jafnvel mjúkt viðkomu eins og silki. Á plasthúðuðum pönnum er mjög auðvelt að steikja t.d. fisk, buff o.þ.h., því að það festist sama sem ekkert við pönnubotninn. Pönnur og pottar með húð af þessu tagi er sér- lega auðvelt að hreinsa. Á plast- húðaða pönnu er óþarfi að nota mikla fitu til steikingar. Ókostirnir eru hins vegar, að plasthúðin er mjög viðkvæm, og hún endist ekki að sama skapi og potturinn eða pannan. Húðin skemmist sé notaður vírsvampur, ræstiduft eða þ. h. til að hreinsa hana. Einnig skemmist hún ef pannan hitnar um of. Nú er farið að sprauta glóandi ögnum úr ryðtraustu stáli á ál- pönnumar; þar með verða þær hrufóttar og með því móti fæst betri festing fyrir plasthúðina og hún verður þar með sterkari. En samt sem áður verða menn að fara mjög varlega með slíkar pönnur og láta þær ekki sæta slæmri meðferð. Það verður að þvo þær með mjúkum bursta í góðu sápuvatni eða í vatni með uppþvottalegi. Gleraðir pottar Á meðan verið er að reyna að betrumbæta álpottana hafa gleruðu eða emeleruðu pottarnir komizt i tizku aftur. Þeir sjást nú víða í búsáhalda- verzlunum, a.m.k. í Reykjavík. Til eru ýmist gleraðir, steyptir járnpott- ar, sem eru efnismiklir og þungir, eða þá gleraðir pottar, framleiddir úr stálplötum, sem eru mun léttari, en þó ekki eins léttir og álpottar. Vinsældir þessara potta dvínuðu á sínum tíma sökum þess að gler- ungnum hætti til að detta upp úr pottunum, ef illa var með þá farið. Ennfremur er hætt við að matur eins og mjólkurmatur o.þ.h. brenni við í slíkum pottum, ef ekki er hrært i með sleif. Ef það óhapp vill til að skófir hafa myndazt í botninn má ekki skafa pottinn með beittu áhaldi eða nudda hann með grófu ræstidufti, því þá skemmist glerungurinn. Bezt er að láta vatn og þvottasóta eða þvotta- duft í pottinn og sjóða það í nokkrar mínútur en þá er auðveldara að hreinsa pottinn á eftir með mjúkum bursta og uppþvottalegi eða sápu. Sumir af þessum pottum eru ekki ætlaðir nema á gormahelluvélar. Starfsfólk í búsáhaldaverzlunum virðist ekki alltaf gera sér grein fyrir því. Pottar á steypum hellum á raf- magnseldavél þurfa að vera með Tökum að okkur MERKINGAR Á AKBRAUTUM OG BÍLASTÆÐUM - FAST VERÐ. Leitið upplýsinga Umferðarmerkingar s/f Sími 30596. GLUeGASMÍDI Tek bö mér smíöi á öllum gluggum í hús yðar og svalahuröum. Fasttilboö. Vönduð vinna og fullkomnustu vólar sem völ er á til gluggasmíöi. Upplýsingar í síma 11253kl. 9—12 f.h. og eftír kl. 18. NES-GLUGGAR örn Fellxson, j^^^^^^^^indarbrauM9jSeltJamamesl^^*r Það er ósennilegt að mörg heimili séu svona vel birg af pottum og öðrum eldhúsáhöldum. En pottarnir voldugu sem við sjáum á þessarí mynd Ragnars Th. Sigurðssonar eru úr stáii. sléttum, slipuðum botni sem fellur alveg beint að hellunni svo að beint samband sé á milli pottsins og hita- gjafans. Ef pottbotninn snertir ekki plötuna nema að hálfu leyti eyðist allt of mikið rafmagn, ennfremur geta hellumar skemmzt vegna þess að þær ofhitna. Berið því ætið pott- botninn saman við reglustriku, þá er auðvelt að sjá hvort hann er nógu sléttur. Pottar úr ryö- traustu stáli Loks er að minnast á stálpottana, sem eru langdýrustu pottarnir. Þar sem stál leiðir illa hitann er farið að framleiða stálpotta og pönnur með áföstum koparbotni. Með því móti hafa fengizt ágætir pottar, en þó hættir matnum fremur til að brenna við í slíkum pottum en álpottum. Stálpönnur eru skemmtilegar, en ekki komast allir upp á lagið að steikja í þeim, þær hitna mjög fljótt ogmjögerhætt við að þær ofhitni. Ekkert efni til pönnu- og potta- gerðar er fullkomið. En á þessari öld, þegar efnafræðin tekur stórstigum framförum á degi hverjum, má búast við skjótum breytingum. Byggt á Neytcndablaflinu. Gróðursetning í görðum hafin Þessar blómarósir voru að vinna aö trjárækt á Hallormsstað þegar Ijósmyndarí DB, Ragnar Th. Sigurðsson, átti þar leið um fyrír nokkru. MEST SPURT EFTIR BIRKIOG REYNI Sumarið er loks komið og fólk er farið að huga að görðunum sínum. Fastur liður sumarverka er gróðursetning á trjá- plöntum, sumarblómum og ýmsum fjölærum jurtum. En hvað kosta þessar plöntur og hverjar njóta mestra vinsælda? Til að fá svar við þvi hafði DB samband við tvær gróðrarstöðvar og Skógræktarfélag Reykjavíkur. Gróðrarstöðin Mörk 1 gróðrarstöðinni Mörk var okkur sagt að birki, brekkuvíðir og skrautrunnar væru vinsælustu trjáplönturnar. Birki er hægt að fá á 450—5000 kr., brekkuvíði á 150—600 kr. og skrautrunna á 1500 kr. Af sumarblómum er mest spurt eftir stjúpum, sem seldar eru í stykkjatali i pottum og kostar hver 150 kr. Alaska Hjá Alaska var upplýst að víðiplöntur af ýmsu tagi væru mikið keyptar, einkum þó gljávíðir sem kostar 400 kr. Glans- mispill fæst á 1000— 1300 kr. Af sumarblómum er mestur áhugi á stjúpu sem kostar 135 kr. stk. og morgunfrú sem kostar hið sama. Dalia er aftur dýrari, á 600 kr. Skógræktarfélagið Birki og íslenzkur reynir eru þær trjáplöntur sem fólk spyr oftast eftir hjá Skógræktarfélaginu. Stór hnausaplanta af birki fæst fyrir 4000 kr. og 2ja metra hnausaplanta af reyni fæst á 5000 kr. Úlfreynir, sem er allt aö 1.25 m, kostar 2500 kr. Sólberjarunnar og rifsberjarunnar fást á 2000 kr. Himaíæjaeinir er til á 3000 kr. Litlar hnausaplöntur af furum eru á 1500 kr.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.