Dagblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 5
DÁGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979. 5 Áfengjskaup stjórnarráds- maimaá kostakjörum: „Eina skrautíjöðrín sem eftir er íokkar hatti" —sagði formaður starfsmannaf élags stjórnarráðsmanna „Stjórn Starfsmannafélags stjórnarráðsstarfsmanna hafði ekkert með framkvæmd áfengisútsölunnar að gera," sagði örlygur Geirsson, formaður félagsins, er blaðið ræddi við hann um áfengisútsöluna í kjallara fjármálaráðuneytisins sem hvorki ráðherra eða ráðuneytisstjóri vita nokkuð um að fram hafi farið. „í stjórnarráðinu vinna um 300 starfsmenn og eru um 200 i starfs- mannafélaginu. Meðal stjórnarráðs- starfsmanna starfar skemmtinefnd og það var hún sem sá um áfengissöl- una að öllu leyti," sagði Örlygur. örlygur neitaði á engan hátt áfengisútsölunni og sagði hana eiga sér langa sögu og enn lengri aðdrag- anda. „Þetta er eiginlega eina skraut- fjöðrin sem eftir er frá því að starfs- fólki var boðið í sumarferðalag, á árshátíð o.fl. Ur þeirri risnu var smám saman dregið og þessar tvær flöskur, ein af viskíi og önnur af vodka, lifir nú eitt eftir af allri risn- unni, og eru þessi kjör orðin að hefð." Örlygur sagði að víða í einkafyrir- tækjum og hjá öðrum opinberum aðilum en stjórnarráðinu mætti finna hliðstæður við þessi kjör stjórnar- ráðsstarfsfólks og jafnvel örlátari kostakjör. Hins vegar væri það nær árlegt að blöðin fjölluðu um þessi áfengiskaup sem eitthvert gult mál. Um þessa áfengissölu og kosta- kjörin vita nú allir í stjórnarráðinu nema liklega tveir menn, fjármála- ráðherra og ráðuneytisstjórinn, en báðir neituðu þeir því að vita nokkuð um áfengisútsöluna í kjallara fjár- málaráðuneytisins. Varla hafa þeir farið að segja ósatt til um að. þeir vissu ekkert um hana? -ASt. ÓSafsfjörður Nýr umboðsmaður Dagblaðsins á Ólafsfirði er Stefán Einarsson Bylgjubyggð 7, sími 96—62380. WWBLAÐW Smurbrauðstofan BJORNINN Sími 15105 Þegar eigendur vitjuðu hesta sinna á föstudagsmorgun vtrtist svo sem þeitn hefði ekki veríð gefin tugga, a.m.k. voru þeir töðunni fegnir. DB-mynd Árni Páll. Deila hestamama og Garðabæjar: Fógeti f relsaði hrossin Um hádegisbilið á fimmtudaginn sluppu 9 hross úr girðingu í Kópavogi og skokkuðu til Garðabæjar.Þar hand- samaði vörzlumaður bæjarins þau og lokaði inni. Eigendur hrossanna komu skömmu síðar á vettvang og óskuðu eftir að fá þau afhent. Vörzlumaður kvað hrossin ekki verða látin laus fyrr en greiddar hefðu verið 180 þús. krónur í bætur fyrir ómak og umstang í kringum þau. Hrossin höfðu engum spjöllum valdið. Eigendur sættu sig ekki við upphæðina og töldu ósann- gjarnt að greiða hærri upphæð en 45 Aðþurfa eða þurfa ekki Eitt orð sem fellur úr setningu getur miklu breytt um merkingu hennar. Svo fór líka i frásögn í DB sl. mánudag af brunanum sem varð í mótauppslætti og fleiru i Álverinu í Straumsvik. Þar stóð: „Slökkvilið staðarins hafði náð tökum á eldinum áður en Hafnar- fjarðarliðið náði suðureftir og það aðstoðaði við „fráganginn" án þess að koma tækjum sínum af stað." Þarna átti að standa í lokin ,,. . .án þess að þurfaað komatækjumsinumaf stað." Hafnarfjarðarliðið hefur verið óhresst yfir mistökunum sem hér með leiðréttast . -ASt. Landrek? Engu er líkara en landrekskenningin hafi verið höfð til hliðsjónar þegar skrifaður var texti með baksíðumynd DB í gær. Þar var Laxá færð talsvert úr stað og Reykjahverfi líka. Samkvæmt þvi átti góður partur Norðurlands að vera yfirflotinn vatni. Það er þó ekki, sem betur fer, en við biðjumst vel- yirðingar á mistökunum. þúsund krónur, eða 5 þús. fyrir hvert hross. Samningar tókust ekki og urðu hrossin að dúsa í Garðabæ um nóttina við heldur lítið fæði. f gær fóru fram samningaviðræður milli eigenda, lög- manns þeirra og fulltrúa bæjaryfir- valda. Þar tókust ekki sættir og var því fenginn fógetaúrskurður síðdegis um að hrossin skyldu látin laus gegn tryggingu, sem er 200 þúsund króna víxill. Mál þetta fer því væntanlega fyrir dómstóla ef ekki nást sættir á næstu dögum. Eigendur hrossanna telja sig hafa fullan rétt til að hafna bótakröfu Garðabæjar, en síðasta tilboð hljóðaði upp á 110 þúsund krónur. Þeir benda m.a. á að sá taxti sem bærinn fer eftir i málum, sem þessum hafi aldrei verið auglýstur og ákvörðun um hann virðist hafa verið tekin af fyrrverandi bæjar- stjóra án vitundar bæjarstjórnar. -GM. DAGBLADSBÍÓ DAGBLAÐSBIÓ verður á sunnudag kl. 3 i Hafnarbiói. Sýtid verður myndin Sonur indianahófðingjans. Umferðarfræðsla, brúðuleikhús og kvikmyndasýning fyrir 5—6 ára börn í Reykjavík. Fræðslan fer fram sem hér segir: ll.júní Fellaskóli kl. Vogaskóli kl. 13. júní Melaskóli kl. Austurbæjarskóli kl. 15.júní Hlíðaskóli kl. Breiðagerðisskóli kl. Lögreglan í Reykjavík Umf erðarnef nd Reykjavíkur 09.30—11.00 14.00—16.00 09.30 — 11.00 14.00—16.00 09.30—11.00 14.00-16.00 Verö kr lOOQ DREGID S. JUNI 1S7S Afgreiðslan er i Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1, opin til kl. 22 i kvöld. SENDUM DREGIÐ í KVÖLD SÍMI 82900 SÆKJUM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.