Dagblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 6
c§3 Húsnæðismálastofnun ríkÍSÍnS Laugavegi 77 Utboó Tilboð óskast í byggingu 6 íbúða raðhúss sem reist verður á Ólafsfirði. Verkið er boðið út sem ein heild. (Jtboðsgögn verða til afhendingar á skrifstofu bæjarstjóra Ólafsfjarðar og hjá tæknideild Húsnæðismálastofnunar ríkisins gegn kr. 30.000,00 skilatryggingu. Tilboðum skal skila til sölu aðila eigi síðar en mánudaginn 25. júní 1979 kl. 14.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. Framkvæmdanefndar um byggingu leigu- og söluíbúða Ólafsfírði Pétur Már Jónsson bæjarstjóri. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ1979. Ásgarðsveiðar íSogi Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur tekið á leigu nýtt veiðisvæði fyrir' félagsmenn sina, sem er Sogið, fyrir landi Ásgarðs. Veiðihús fylgir. Veiðitími 21/6 — 20/9 1979. Stangir eru þrjár og verða seldar saman. Umsóknir um veiðileyfi berist skrifstofu SVFR að Háaleitisbraut 68 (Austurveri) fyrir 16. júní. StungavoWifólag Reykjavfkur. Samkeppni um merkifyrir Grindavíkurkaupstað Bæjarstjórn Grindavíkurkaupstaðar hefur á- kveðið að efna til samkeppni um merki fyrir kaupstaðinn. Keppninni er hagað samkvæmt samkeppnis- reglum FÍT og er opin öllum áhugamönnum og atvinnumönnum. Tillögum sé skilað í stærðinni A4 (21 x 29,7 sm) og merkið sjálft skal vera 12 sm á hæð. Tillögum ber að skila til Eiríks Alexandersson- ar bæjarstjóra, bæjarskrifstofunum, Víkur- braut 42, Grindavík, fyrir 1. okt. 1979. Á póst- sendum tillögum gildir póststimpill síðasta skiladags. Sérhver tillaga verður að vera nafn- laus, en greinilega merkt kjörorði. í lokuðu, ó- gagnsæju umslagi, sem einnig er merkt kjör-; orði, skulu fylgja fullkomnar uppfýsingar um nafn, heimilisfang og aldur teiknara. Veitt verða tvenn verðlaun. Fyrstu verðlaun kr. 500 þúsund. Önnur verðlaun kr. 250 þúsund. Greitt verður síðan fyrir teiknivinnu vegna frágangs merkisins. Dómnefnd skipa: Bogi Hallgrímsson og Eirikur Alexandersson tilnefndir af bæjar- stjórn Grindavíkur. Friðrika Geirsdóttir og Lárus Blöndal tilnefnd af FlT. Oddamaður er Stefán Jónsson arkitekt. Nánari upplýsingar gefur trúnaðarmaður og ritari nefndar, Guðlaugur Þorvaldsson, Skaftahlíð 20, Reykjavík, sími 15983. Stefnt verður að því að ljúka mati og birta niðurstöðu dómnefndar 15. nóv. 1979. Um leið verður tilkynnt um sýningarstað og sýn- ingartíma tillagnanna. Bæjarstjórn Grindavíkur áskilur sér rétt til að velja eða hafna hvaða tillögu sem er, án tillits til verðlaunaveitinga. 38. skoðanakönnun Dagblaðsins: Ertu fylgjandi eða andvígur þvíað ríkisstjórnin fresti verkf öllunum til áramóta með bráðabirgðalögum? 70 af hundraði vilja stöðva farmanna- verkfaHið með lögum Rúmlega sjötíu af hverjum hundrað landsmönnum vildu að far- mannaverkfallinu yrði með bráða- birgðalögum frestað til áramóta, samkvæmt skoðanakönnun sem Dagblaðið gerði síðastliðinn mið- vikudag og fimmtudag. Af þeim sem tóku afstöðu var þetta hlutfall fylgjandi slíkri stefnu. Þótt þeir óákveðnu séu teknir með í reikninginn reyndist yfirgnæfandi meirihluti fylgjandi stöðvun far- mannaverkfallsins með þessum aðferðum. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- vígur því að ríkisstjórnin fresti verk- föllunum til áramóta með bráða- birgðalögum? Þegar þetta er skrifað eru menn vonbetri en áður um lausn farmanna- verkfallsins með samningum en vilji meirihluta þjóðarinnr kemur skýrt fram af þessari könnun, miðað við verkfallsmálið eins það hefur staðið að undanförnu. — Rök þeirra sem spurðir voru koma fram í annarri frétt. Harðari afstaða á landsbyggðínni Þótt meirihlutinn fylgi frestun verkfalla með bráðabirgðalögum, bæði meðal karla sem kvenna og á höfuðborgarsvæðinu eins og lands- byggðinni, er meirihlutinn langgreini- legastur úti á landi. Utan höfuðborgarsvæðisins voru, af 150 sem spurðir voru, 106 fylgj- andi bráðabirgðalögum, 31 andvígur og 13 óákveðnir. Á Reykjavíkursvæðinu voru, af 150 spurðum, 80 fylgjandi slíkum bráðabirgðalögum, 48 andvígir og 22 óákveðnir. Meirihlutinn var greinilegri meðal kvenna en karla, þar sem færri konur voru andvígar, en hins vegar voru fleiri konur óákveðnar. -HH. Niðurstöður þessar: Fylgjandi Andvígir Óákveðnir skoðanakönnunarinnar urðu 186eða62% 79eða261/3% 35eða112/3% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar: Fylgjandi Andvígir 70,2% 29,8% Skip biða bundin við bryggjur en yfirgnæfandi meiríhluti þjöðarínnar vill stöðva verkfallið með lögum, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar DB. DB-mynd Sv. Þorm. ITUGTHUS? Einhvers staðar verður að stöðva þessa endemis vitleysu," sagði karl á Akranesi í skoðanakönnun DB og kvaðst fylgjandi stöðvun verk- fallanna með bráðabirgðalögum. „Fylgjandi, og þó fyrr hefði verið," sagði karl á Akureyri. — Þetta eru tvö dæmi um viðbrögð þeirra sem kváðust fylgjandi slíkum aðgerðum. Viðbrögð margra voru á þá lund. Nokkrir voru á því að verkföll ættí alveg að afleggja í þjóðfélaginu. „Verkföll eiga ekki að eiga sér stað. Það á að stoppa þau með öllum ráðum," sagði kona á Reykjavikur- svæðinu til dæmis. ,,Ég held að beita ætti öllum brögðum við þessa verk- fallsmenn og setja þá í tugthús, ef annað dugar ekki," sagði karl á Reykjavikursvæðinu. „Það hefst ekkert upp úr þessum verkföllum," sagði karl í Keflavík, og fleiri voru þeirrar skoðunar. „Eg held að það sé eina ráðið, úr því sem komið er," sagði kona á Skagaströnd. „Það er löngu orðið tímabært," sagði karl í Vestmanna- eyjum. „Fólk ætlast til að ríkis- stjórnin leysi þennan hnút," sagði karl í Mosfellssveit. „Stjómin á nú að fara að gera eitthvað og gripa inn í vinnu- deilurnar," sagði karl á Reykjavíkur- svæðinu., ,Hinu þegjandi þófi verður að ljúka. Leiðtogarnir verða að gripa til einhverra aðgerða," sagði kona á Reykjavíkursvæðinii. „Eitthvað verður að geras og er ekki eins gott að byrja á þessu? Verkalýðurinn á ekki að vera pólitísk svipa," sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Þjóðin hefur ekki bolmagn í svona vitleysu,"sagði konaáAkureyri. „Sök stjórnarinnar" „Verkalýðsfélögin eiga að hafa sinn rétt og ríkið á ekki að blanda sér í samninga," sagði kona á Reykja- víkursvæðinu og fleiri tóku í sama streng. „Ríkiðá engan rétt áaðgrípainn í vinnudeilur fyrst kauphækkun flug- manna var leyfð," sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Ríkisstjórnin er sjálf búin að skapa þann glundroða sem hefur valdið vinnu- deilunum. Það er því af og frá að stjórnin geti nú stigið fram og gripið inn í vinnudeilurnar," sagði annar karl á Reykjavíkursvæðinu. „Andvíg því að ríkisstjórnin skipti sér af alltof mörgu, sem henni kemur ekki við," sagði kona á Reykjavikur- svæðinu. -HH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.