Dagblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979. 7 Tíðir bátsbrunar vekja óhug: Slíkt kerfi gæti slökkt eldinn á 10 sekúndum framkvæmdastjóri Kolsýru- hleðslunnar, er Dagblaðið hafði sam- band við hann í gær. Kolsýruhleðslan er með umboð fyrir það kerfi, sem hér um ræðir, er nefnist Halon—1301. Þetta kerfi er eins og áður sagði til í ýmsum stærðum. Ekki þarf nema einn litinn kút í trillur en fyrir 500 lesta togara þarf 80 kg kerfi. Aðeins 5% af efninu þarf til að metta loftið og drepa eldinn á innan við 10 sekúndum. Kerfi þetta mun vera árangur tilrauna sem gerðar voru eftir að þrír bandarískir geimfarar brunnu inni i geimfari sínu fyrir rúmum áratug. „Við höfum verið tregir til að sam- þykkja þessi kerfi vegna þess að engin þjónusta hefur verið til fyrir þau,” sagði Páll Ragnarsson aðstoðar- „Hefði þetta kerfi verið í þeim bátum sem brunnu nýlega hefði eldurinn slokknað á innan við 10 sekúndum. Þessi kerfi eru af ýmsum stærðum en í þá báta sem hér um ræðir hefði slíkt kerfi líklega kostað 300— 350 þús. krónur. Það hefði því marg- borgað sig fyrir eigendur þessara báta að hafa slikt kerfi nema þeir hefðu beinlínis ætlað sér að kveikja í bátunum,” sagði Steinar Einarsson, Draupnir KE brennur út af Snæfells- nesi nýlega. Brunavarnakerfi hefði geta slökkt cldinn þar á 10 sekúndum, að sögn, en þess í stað brann báturinn og sökk. DB-myndfíLA. vil lögleiða slík kerfi, segir aðstoðarsiglinga- málastjóri, enþaðtekur sinntíma siglingamálastjóri er Dagblaðið hafði samband við hann vegna þessa máls. „Núna stendur þetta hins vegar til bóta þar sem Kolsýruhleðslan er komin með þessa þjónustu og við erum búnir að samþykkja þetta kerfi.” Aðspurður sagðist Páll hlynntur því að slíkt kerfi yrði gert að skyldu. Eins og málum er nú háttað er skylda að hafa fastinnbyggð kerfi í skipum sem eru yfir 500 tonn en minni bátar eru yfirleitt bara með handslökkvitæki. Sagði Páll að fullur vilji væri til að lögleiða slík kerfi þar sem þau væru mjög hentug, einföld og fyrirferðarlítil. Slíkt væri hins vegar ekki fljótgert þar sem stjórnkerfið væri mjög seint i vöfum. -GAJ- ALBERT HEIÐURSBORGARI í NICE Guðmundurgerði jafntef li við Kagan Þann 2. júni sl. hélt borgarstjórnin í Nice fjölmenna móttöku til heiðurs Alberti Guðmundssyni alþingis- manni sem við það tækifæri var út- nefndur heiðursborgari Nice. Tilefni þess að Albert hlýtur þessa viður- kenningu er sú mikla rækt sem hann lagði við uppbyggingu unglingastarfs er hann var atvinnuknattspyrnu- maður í Nice. Hann átti þátt í að byggja upp félagið „Cavigal” en úr röðum þess hafa á undanförnum árum konvið margir af þekktustu íþróttamönnum Frakka, að því er segir í fréttatilkynningu utanríkis- ráðuneytisins. Þessi heiðursviðurkenning af hálfu borgarinnar er næsta fágæt því Albert Guðmundsson er 21. heiðurs- borgari Nice frá því að þessi siður var tekinn upp á öldinni sem leið. Albert er fyrsti íþróttamaðurinn sem hlýtur þessa nafnbót en meðal annarra heiðursborgara Nice má nefna Gústaf Svíakonung, Napóleon III Frakklandskeisara og myndlista- mennina Matisse og Chagal. Jacques Medicin, borgarstjóri Nice, hélt við þetta tækifæri ræðu og mælti fyrir minni Alberts og afhenti honum heiðursskjal og tákn borgar- innar sem er gullstytta af erni. Við athöfnina voru, auk Nicebúa, ýmsir frammámenn nærliggjandi borga, fulltrúar þeirra erlendu knatt- spyrnuliða sem tóku þátt í milliríkja- knattspyrnukeppni unglinga, sem þá stóð yfir í Nice, og Jacques Dumar- Lairolle, ræðismaður (slands í Nice. — enHelgierlasinn „Ég er fyrir löngu orðinn hund- leiður á þessu móti enda er það hálf- um mánuði of langt,” sagði Helgi Ólafsson er DB ræddi við hann i gær- kvöldi en í gær áttu skákmennirnír frí nema hvað biðskákir voru tefldar og gerði Guðmundur jafntefli i biðskák sinni við Kagan og Grúnfeld vann Wedberg. Staðan í þessari úrslita- keppni er nú sú að Húber og Kagan eru efstir með 3,5 v„ Guðmundur og Grúnfeld eru í 3.-4. sæti með2,5v„ Wedberg hefur 2 v„ Helmers 1,5 v„ Helgi 0,5 v. og Karlsson 0 v. Ljóst er að Guðmundur á möguleika á að komast áfram þótt baráttan verði vafalaust hörð. Möguleikar Helga eru hins vegar á „núllpunkti” eins og hann orðaði það í samtali við DB i gær. „Ég er engan veginn sami maðurinn í þessari úrslitakeppni og í undankeppninni,” sagði Helgi. „Ég hef verið með hálf- gerða hitavellu og það hefur náttúr- lega ekki bætt taflmennskuna” 5. umferð verður tefld á morgun. Þá teflir Guðmundur við Húbner og Helgi viðGrúnfeld. -GAJ- GENGISFELLING FRAMUNDAN? Það vitum við ekki, en þrátt fyrír það bjóðum við á sama verði með betrí kjörum 0THELL0- VEGGHÚSGÖGNIN ÝMSAR GERDIR SÓFASETTA NÝJA GERD AF SÓFA- 0G H0RNB0RDUM Það er augljóst að NÚ B0RGAR SIG AÐ KAUPA - verð og greiðsluskilmála má sjá í gluggunum nusgogn ARMULA44

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.