Dagblaðið - 09.06.1979, Side 9

Dagblaðið - 09.06.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979. 9 Þegar barnið er þriggja mánaða er bezt að koma þvi i snertingu við vatn. önnur börn, það hefur iþróttaháskóli i Köln sannað á tiu árum. Það gerir barnið bæði glaðara og opnara en Kenndu bami þínu að synda þríggja mánaða segir vestur-þýzkur íþróttaháskóli í Vestur-Þýzkalandi er börnum kennt að synda strax og þau eru orðin þriggja mánaða gömul. Og það hefur sannazt að börnin verða bæði glaðari og sér betur meðvitandi um umhverfi sitt. Á tíu ára tímabili hefur komið á daginn að þau böm sem læra að synda þriggja mánaða og yngri eru ekki bara betur vakandi fyrir umhverfi sínu heldur en önnur börn heldur líka ein- beittari og eru í betra líkamlegu ástandi en önnur börn. Þau eru opnari og ánægðari, óhræddari og i betra jafn- vægi en önnur börn. Og þar fyrir utan finnst þeim gaman í vatni. Barnið lærir strax sínar hreyfingar í vatninu, þar er það þyngdarlaust og getur sullað af hjartans lyst. í vatninu er barnið í rauninni í svipaðri tilvem og það var í móðurlífinu. En er ekki hætta á að barnið drukkni eðagleypi heil ósköp af vatni? Nei, það getur það alls ekki. Náttúr- an hefur búið svo um hnútana að barn allt að sex mánaða aldri hefur svo full- komin öndunarfæri að þegar vatn fer upp í nef eða munn lokast sjálfkrafa allir öndunarvegir og barninu verður ekki meint af vatninu. En að sjálfsögðu má ekki bara kasta barninu í vatnið. Þið skuluð bera barnið ofan í vatnið, sleppa þvi í nokkrar sekúndur og taka það síðan uppaftur. Fljótlega hefur barnið vanizt þessu og þá fer það að busla sig áfram nokkra sentímetra, síðan eykst þetta smám saman og ekki er langt í það að barnið syndi. Eftir nokkra mánuði er barnið flug- synt, þó svo að það sé ekki farið að skríða. En nauðsynlegt er að foreldrarnir séu ávallt hjá barni sínu, tali við það og uppörvi. Á þennan hátt upplifir barnið margt og lærir það sem börn á þurru landi missa af. Foreldrarnir þurfa ekki að óttast að barnið fái kvef eða inflúensu í lauginni því að það er ómótækilegt fyrir slíku. Að síðustu: Látið barnið vera i bað- buxum, í vatninu; það gerir þarfir sínar þar sem það er statt og ekki eru allir jafnhrifnir af því að mæta smábarna- skít í laugunum. þýdd-ELA. Fljótlega heiur barnið vanið sig við vatnið. Það byrjar að hreyfa sig og reynir að komast áfram til móður sinnar. SOPHIA OG ÆVIMINNING- AR HENNAR Sophia Loren hefur nú skrifað æviminningar sínar og hefur bókin þegar vakið mikla athygli. Sophia hefur ferðazt víða um Bandaríkin og til Englands til að fylgja eftir sölu bókarinnar og hefur verið umsetin af blaðamönnum síðan hvar sem hún hefurkomið. Sophia sem nú er orðin 44 ára og alltaf jafnglæsileg ásýndum. Hún sagði að hún hefði sleppt heilmörgu af einkalífi sinu í bókinni en það væri leyndarmál sem jafnvel gæti fyllt annað bindi. í tuttugu ár reykti Sophia 1 pakka af sígarettum á dag en hún segist hafa steinhætt fyrir um hálfu ári. „Oft hef ég litið á aðra menn,” segir Sophia, ,,en það borgar sig hreint ekki að lenda í karlmanns- ævintýrum.” Þýtt—ELA. Allar skreytingar unnar af fag- mBfnuro. Nreg kllufall a.n.k. é kvoldls *Bl!()\18ÁVIXIIIÍ HAFNARSTRÆTI stmi I2JI7 Sandspyma Fyrirhuguð sandspyrnukeppni Kvartmílu- klúbbsins verður haldin sunnudaginn 24. júní á söndunum við Hraun í Öifiisi. Upplýsingar um keppnina og skráning verður í síma 30782 mánu- daginn 11. júní milli kl. 20 og 22 og þriðjudaginn 12. júní milli kl. 17 og 19. Stjórnin. Dateline Hawaiian Mercruiser 898 með kerru til sölu — Uppl. í síma (93)- 7365 og (9D-82967. PERMANENT KLIPPINGAR BARNAKLIPPINGAR LAGNINGAR BLÁSTRAR LITANIR GERUM GÖTI EYRU SÍMI24596 RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR HJÖRDÍS STURLAUGSDÓTTIR GRÓÐRARSTÖÐIN HRAUNBRÚN VIÐ VlÐISTAÐI HAFNARFIRÐI Úrval sumarblóma, trjáa og runna. Kálplöntur, dalíur og margt ýleira í garðinn. iKv HRAUNBRÚN

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.