Dagblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐID. LAUGARDAGUR9. JÚNÍ 1979. fiýálst, áháð riagblað Utgefandi: Dagblaðið hf, Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Hitstjómurfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar: JóKannos Reykdal. Fróttastjóri: Ómar VakJimarsson. íþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Páisson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atii Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónssón, Helgi Pétursson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóluinnsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. GJaldkeri: Þróinn Þorieifsson. SÖIustjóri: Ingvar Svoínsson, Dreifing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingarog skrifstofur Þverholti 11. Aðalslmi blaðsins 4r 27022 (10 tínur). Áskrift 3000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 150 kr. eintakið. Setning og u'nibrot Dagblaðið hf., Sfðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf. Skuifunni 10. Þar tókst stóra stökkið Skattpíning hefur aukizt meira undir 'ft núverandi ríkisstjórn en dæmi eru til um langan aldur. Þar tekst henni hið stóra stökkið. Samkvæmt splunkunýjum tölum, sem Verzlunarráð hefur tekið saman, verður skattheimtan á þessu ári um 45 krónur af hverjum 100 krónum í þjóðartekjum. Þessi tala sýnir skatttekjur hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga samanlagt, að meðtöldu olíugjaldi, sjúkratryggingargjaldi og iðgjöldum almannatrygg- inga. Reiknað er með innheimtum sköttum á árinu og innheimta sveitarfélaganna áætluð 94—95 prósent af álagningu. Menn sjá gjarnan ekki, hversu gífurlegur sá skammt- ur er orðinn, sem rennur til hins opinbera. Þeir horfa á skattseðlana sína og þykir mikið en vilja gleyma, hversu mikinn hlut hið opinbera nær af tekjum manna til viðbótar tekju- og eignarsköttunum. í þessum útreikningum Verzlunarráðs er reiknað með, að skattheimtan aukist á þessu ári frá því í fyrra úr 41,9 prósenti í 45 prósent. Enn betur sést, hversu feiknarhá þessi tala er, þegar litið er á, að skattheimta hins opinbera var varla nema helmingur af því, sem nú er, fyrir tæpum þremur ára- tugum, þegar miðað er við hlutfall af þjóðartekjum í báðum tilvikum. Skattheimtan nam árið 1950 rúmlega fjórðungi af brúttó þjóðartekjum en nálgast nú hratt að verða helmingur þjóðartekna. Verzlunarráð áætlar, að skatt- heimtan verði komin upp í 47 af hundraði á næsta ári. Síðasta áratuginn hefur hlutur skatta sveitarfélaga af þjóðartekjunum lítið breytzt. Það er sjálft ríkið, sem við er að sakast um aukna skattpíningu. Með því að tvöfalda skattpíninguna erum við komin í hóp þeirra þjóða^, sem eiga heimsmet á því sviði. Skattheimtan var 47 af hundraði í Finnlandi árið 1976, 53 af hundraði í Noregi og Danmörku og 58 af hundraði í Svíþjóð. Skattheimtan var aftur á móti aðeins 30 af hundraði í Bandaríkjunum. Hvarvetna um heim fer vaxandi andstaða gegn mikilli skattheimtu hins opinbera. Við samanburð við önnur lönd ber okkur að hafa í huga, að þau eru að burðast með mikinn herkostnað. Við ættum einnig að gæta þess, að þjóðartekjur hér á landi hafa síðustu árin dregizt saman í samanburði við önnur Norðurlönd. Þær voru öllu hærri hér en á hinum Norðurlöndunum, fyrir utan Svíþjóð, á árunum upp úr 1960, en síðan hafa Noregur og Danmörk geystst fram úr okkur. Þetta veldur, að enn alvarlegra er, hversu skatt- píningin hefur aukizt hér á landi. Þar sem við búum við tiltölulega lægri þjóðartekjur en aðrar Norðurlanda- þjóðir, eigum við að sjálfsögðu þeim mun verra með að bera auknar klyfjar, serri hið opinbera leggur á herðar okkar. Reynir Hugason verkfræðingur komst svo að orði í kjallaragrein í Dagblaðinu fyrir skömmu, að aðrar þjóðir hefðu her en við „hefðum landbúnað" til að halda uppi í staðinn. í þessu felst sannleikur, þar sem óráðsíu eyðsla af tekjum okkar til að halda uppi of- framleiðsíu í landbúnaði er talsverður þáttur vandans og orsök skattpíningar. En illu heilli finnast dæmin um ranga stefnu hins opinbera, sem haldið er gangandi með síaukinni skattpiningu, á miklu fleiri sviðum. Að meinalausu mætti l'æra hlutfall hins opinbera af þjóðartekjum aftur til þess stigs, sem það var á fyrir tæpum þrem áratugum, ef rétt væri að staðið. Svíþjóð: Auðvitaðveit maður ekki hvað fólkið hugsar — viðtal við Agneth Fáltskog, eina f élaganna í sönghópnum Abba en plötur þeirra eru ein mesta útf lutningstekjulind Svía Hún heitir Agnetha Faltskog, er 28 ára og ein af ABBA. Nýlega birtist í sænsku blaði opinskátt viðtal við hana og birtast hér útdrættir úr því. — Hvað er til í að þú og Fríða ætlið að einbeita ykkur að eigin ferli og leysa ABBA upp? — Ekkert, það er vitleysa.Við reyn- um að halda ABBA hópinn sem lengst. — Hefur þú ekki ákveðið að fara þína eigin leið? — Það getur vel verið þegar ABBA hættir. Fríðu finnst gaman að dansa og ég sem lög. Kannski það væri ágætt aðgeraeiuhvaðsjálfur. — Síðasta LP platan sem þú gerðir var ,,11 konur í einu húsi". Þú samdir lögin sjálf (fyrir utan SOS) ásamt Bosse Carlgren. Hvernig unnuð þið saman? — Fyrst samdi ég lögin og siðan skrifaði ég enskan texta. Bosse gerði sænsku útgáfuna af textunum. Mér finnst betra að skrifa á ensku. Ég veit ekki af hverju, en það er einhvern veginn eðlilegra. — Si'imir þú enn þín eigin lög? — Já, þegar ég hef tíma. ABBA tekur mikinn tíma frá mér og svo börnin. En auðvitað skrifa ég. Það kemur ný LP plata út með mér bráðlega og á henni eru lög eftir mig. Platan nefnist,, 10 ár með Agnethu". — Átti sú plata ekki að koma út í fyrra? — Jú, en nýja ABBA platan seinkaði henni. En hún verður alla vega til í sumar. Eitt lagið er splunkunýtt það heitir „Þegar þú tekur mig í þinn faðm". Eg samdi lagið á ensku, en það er sungið á sænsku á plötunni eins og hin lögin. — Er ekki stundum erfitt að koma fram? — Jú, t.d. ef maður á við persónu- legt vandamál að glíma. Ef maður er veikur eða slappur þá finnst manni allir taka eftir því. En auðvitað veit maðurekkert hvað fólkið hugsar. Verstu hljómleikarnir — Hvernig voru þínir verstu hljóm- leikar? — Það var í Malmö, Folkets Park. Ég hafði haft 39,5 stiga hita i tvo daga og var á penisillinkúr. Fimm mínútum áður en við áttum að byrja hafði ég ekki sminkað mig. Ég bara grét. Þetta var það versta sem ég hafði upplifað. En ekki var hægt að valda aðdáendunum von- brigðum. Þeir komu til að hlusta á ABBA. Það er ekki mjög sniðugt að koma fram með bullandi hita, en ekki var hægt að hætta við hljóm- leikana. — Hvenær verða næstu hljómleikar. — Við byrjuðum í maí. Við verðum i sumarfríi í júní og júlí, síðan byrjum við aftur í ágúst. 15. september förum við i ferð til Bandaríkjanna. 19. október verðum við í Gautaborg og daginn eftir í Stokkhólmi. — ABBA sætir stöðugri gagnrýni. Látið þið það á ykkur fá? — Nei, ekki mikið. Maður lærir, það má ekki taka það nærri sér sem skrifað er, og enginn er fullkominn. — Af hverju er ABBA svo mikið gagnrýnd? — öfundsjúkir Svíar. Þeir gleyma hvað mikið starf það er að vera ABBA. Þeir halda að maður bara sitji og fái allt rétt upp í hendurnar. En þannig er það bara alls ekki. ABBAog kröfurnar — Mikils er krafizt af ABBA í dag. Hljómleikarnir og plöturnar eiga alltaf að verða betri. Finnst ykkur það vera þannig? — Já, alla vega öðruvísi, og það getur líka verið erfitt. — Hvernig er að vera einstæð móðir meðstarfinu? — Það er erfitt. Því miður er það stórgalli ástarfinu. — Getur þú tekið börnin með i ferðalögin? — Nei, bara þegar við förum til London. Það er bara ein vika og börnin geta búið hjá okkur. En það er ekki hægt þegar við ferðumst á hverjum degi. AÐ LITGREINA VERULEIKANN „Þetta hefur ekkert uppá sig. Þú skrifar og skrifar og það er ýmislegt rétt sem þú segir. En þú skrifar ekki réttanstU. Þúáttaðbendaáþrjótana persónulega. Þú átt að espa þá upp. Þú átt að segja frá krassandi at- burðum og varpa fram órökstuddum fullyrðingum. Þú færð aldrei „viðbrögð" meðan þú skrifar á þann hátt sem þú gerir. Ég skil mæta vel það sem þú ert að reyna að gera. En það er vonlaust að segja það á þennan hátt. Málefnaleg umræða er jafn tUgangslaus og að pissa upp í vindinn." Hljómgrunnur Þetta var hughreysting sem kunn- ingi minn gaf mér nýlega. Og hann hafði rétt fyrir sér. En ég hef bara alltaf vitað þetta. Ég hef alltaf vitað að sú viðleitni að reyna að rökræða á almennum grundvelli í dagblöðunum leiðir ekki tU „opinberra" viQbragða. Ég er einfaldlega ekki að leita eftir slíkum viðbrögðum. Aðrir mega óáreittir standa í skítkasti í blöðum tilaðreynaaðauglýsasig áþannhátt. Ég tekekkiþáttíslíku. Þau „viðbrögð" sem ég leita eftir og fæ eru frá ókunnu fólki sem vikur sér stöðugt að mér til að ræða eitt- hvert málefni sem vikið hefur verið að. Þetta kom mér strax á óvart og gerir enn og það styrkir þá sann- færingu, að mikill fjöldi fólks vill rökræða á málefnalegan hátt. Ég held að sá sem gerir tUraun til að lit- greina veruleikann eigi örugglega hljómgrunn. Og það skyldi þó ekki vera að málefnaleg umræða fengi vaxandi viðbrögð meðal al- mennings, en hin svart-hvíta mynd sem er uppistaða í málflutningi stjórnmálamanna væri að ganga sér til húðar? Þrátt fyrir þetta vaknar sú spuming oft, af hverju menn utan kerfisins eru að leggja á sig að taka þátt í umræðunni. Til þess hljóta að liggja einhverjar ástæður og ég held að þær séu aðal- lega tvær. önnur er sú að það er svo yfirþyrmandi og niðurlægjandi að vera dreginn áfram eins^og skynlaus skepna. Að láta aðra stöðugt vera að ljúga að sér og hugsa fyrir sig. Að vera mataður á öllu. Að vafra áfram án þess að hafa nokkra skoðun á neinu nema gegnum aðra. Og þegar forsjá þeirra sem hafa atvinnu sína af því að ljúga að fólkinu og móta skoðanir þess er á þvi stigi sem hvarvetna blasir við okkur, þá verður það nauðvörn einstaklingsins að gera tilraun til að leggja eitthvað til mál- anna. Hin ástæðan er þó liklega veiga- meiri. Það er sú árátta að eiga bágt með að þola það endalausa óréttlæti og þá heimsku sem allsstaðar blasir við. Að geta ekki samlagast þeirri sefjun sem gerir svo marga að vilja- lausum neytendum. Við erum mötuð á annarra skoðunum og aðrir velja fyrir okkur þann lífsstíl sem við eigum að hafa. Og við erum alltaf a? verða óvirkari meðlimir i sam- félaginu. _Eg vil áskilja mér rétt til að reyna að hugsa sjálfstætt og koma skoðunum mínum á framfæri. Ég held auk þess að í svo fámennu sam- félagi sé þessi afstaða einstaklingsins mikil nauðsyn. Ég held að þessi nauðsyn sé ekki svo lítil núna þegar þjóðfélagið hangir varla saman og þegar rhálefnaleg umræða fyrirfinnst varla í blöðum flokkanna, og stjórn- málamenn eru aftur að komast á þroskastig flokkseigendatímabUsins þegar það stóð í mestum blóma. Kolsvartur blettur ; Það er þess vegna sem ég er ennþá sestur niður til að skrifa blaðagrein um málefni sem ég held að eigi og þurfi að halda vakandi. Ég hef raunar oft skrifað um þetta áður, en hér er um trúaratriði í þjóðfélags- málum að ræða sem yfirvöld halda dauðahaldi í gegnum þykkt og þunnt. Almenningsálitið hefur þó verið að snúast við í þessu máli, en sú staðreynd er ekki stjórnvöldum eða stjórnmálamönnum að þakka.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.