Dagblaðið - 09.06.1979, Page 11

Dagblaðið - 09.06.1979, Page 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ1979. — Hvernig heldur þú að aðdáendur ABBA líti út? — Ég held að við höfum stóran aðdáendahóp. Ég gæti trúað á aldrinum 17—25. Við vitum að við erum vinsæl, það sjáum við á plötu- sölunni. — Hefur þú nokkurt einkalíf sem ein af ABBA? — Já, já, mjög mikið í sannleika sagt. — En vikublöðin skrifa um ykkur í hverri viku? — Já, þau skrifa án þess að leita til okkar og þess vegna er oft heilmikil vitleysa sem sagt er. Ég held mig frá því með því að lesa blöðin ekki. Skilnaður ÍABBA — Höfðu erfiðleikar í einkalifi þínu áhrif á nýjustu plötu ykkar? — Ja, ég er hissa á því að hún skyldi ekki verða betri. En þetta var það bezta sem skeði og það er yfirstaðið nú. En þeir sem héldu að ABBA myndi hætta, þegar við skildum höfðu rangt fyrir sér. Við Björn höfum aldrei unnið betur saman en nú. — Svarar þú ABBA í staðinn fyrir Agnetha í símann? — Nei, það geri ég ekki. Heima hlusta ég ekki á piötur með ABBA, eða lít á kassettur með okkur. Maður getur hlustað á það einu sinni til að heyra hvernig þetta kemur út en ekki meira. — Spilar þú þínar gömlu plötur? — Nei, um daginn var sagt við mig að ég hefði gert plötuna ,,10 mílur enn til Korpilombolo”.Hana hef ég ekki heyrt síðan ég gerði hana. En ég sem ennþá. Stundum sezt ég við píanóið. En ég hef sjaldan tíma. Benny og Björn gera lögin fyrir ABBA og i þeim lögum er enginn feill. Voulez-vous var bezt — Svo þér þykir Voulez-Vous góð? — Já, hún er sú bezta sem við höfum gert. — Og það kemur ný ABBA plata næsta ár? — Það vona ég. Björn og Benny eru þegar farnir að vinna að henni. Ef maður tekur sér einhverja hvíld er verraaðbyrjaaftur. -Þýtt ELA. Það sem ég er að tala um er sú staðreynd að í lögum landsins og skipulagi allra fjármála hins opinbera og einstaklinganna skuli þeim vera refsað sem vilja hafa stjórn á þessum þáttum tilverunnar. Að heiðarleiki skuli vera refsivert athæfi i öllu peningakerfi landsins. Hvað einstaklingana varðar þá á ég meðal annars við það fólk sem vill spara og hefur ekki lært eða viljað læra þá hagspeki að lifa um efni fram. Þetta fólk er beinlinis hundelt og ofsótt í þjóðfélaginu og það er stöðugt rænt eignum sínum og sparnaði ef þessi sparnaður fer fram á heiðarlegan hátt. Og þarna er á ferðinni meira en venjulegur þjófnaður á fjármunum. Fólk er ekki síður rænt þeim mögu- leika að finna það öryggi sem svolítil varasjóður veitir til að mæta hugsan- legum skakkaföllum. Þessi hlið snýr kannski frekar að eldra fólki. Hvernig farið er með eldra fólk á þessu sviði og flestum öðrum sviðum er einn kolsvartasti bletturinn á því þjóðfélagi sem við köllum siðmennt- að. Meira öfugmæli er ekki til. En unga fólkið er einnig rænt þeim möguleika að leggja til hliðar ein- hverja fjármuni til að mynda vegna heimilisstofnunar. Frá blautu barns- beini er ungu kynslóðinni innrættur sá hugsunarháttur að sparnaður sé refsivert athæfi. Vegna þessa hefur ungt fólk algerlega misst trú á íslenskt peningakerfi. Það horfir dag- lega á auglýsingar frá bönkunum sem hljóða raunverulega svona. „Komið til okkar með peningana ykkar og við skulum stela þeim”. Á þennan hátt fer uppeldi æsk- unnar meðal annars fram hvað með- ferð fjármuna varðar. Og þetta upp- eldi dregur annan dilk á eftir sér. Þarna er enn einu sinni verið að velta mistökum okkar yfir á framtíðina. Þetta er mikil heimska og skamm- sýni og það er raunar ótrúlegt að stjórnmálaflokkar sem telja sig bera hag alþýðu fyrir brjósti skuli hafa slík firn á sínum snærum og reyna jafnvel að þvælast fyrir því að þessir hlutir séu lagaðir. En þetta er aðeins önnur hlið málsins. Hin. hliðin er sú staðreynd að ísland er eina landið í heiminum sem á annað borð hefur hagfræðilega stjómun, þar sem þegnunum er ekki gert kleift að spara. Allar þjóðir sem hafa eðlilegt fjármálalíf og vilja halda sjálfstæði sínu, telja það jákvætt og raunar lífsnauðsyn að ekki sé verulegur halli á ríkisfjármál- um og einnig að einkasparnaður sé jákvæður. Á íslandi eru fjárlög ekki annað en marklaus pappirshrúga og einkasparnaður er bannlærður af stjórnvöldum. Það sem Islendingar reyna í þess- um efnum með öllu móti að koma í veg fyrir, er annars staðar talið for- senda fyrir jafnvægi í efnahagslífinu. Þó að of mikil kyrrstaða fjármagns geti að sjálfsögðu leitt til stöðnunar þá er sú hætta aðeins hugmynda- fræðilegs eðlis. Vandi okkar er að hægja á ferðinni og minnka einka- neysluna og ef svo ótrúlega vildi til að samdráttur yrði of mikill duga einföldustu hagstjórnartæki til að koma fjármagninu á hreyfingu og þá á skynsamlegan hátt. Út á ystu nöf En það er ekki einungis að sparifé almennings hafi verið og sé enn stolið, heldur er siðleysið fært út um allt æðakerfi þjóðarlíkamans. Þar sitja varðhundar heimskunnar á hverjum gatnamótum. Einn þeirra erskattakerfið. Þegar búið er að ræna einstakling- ana sparnaði sínum í bönkunum, en hann vill samt ráða því sjálfur að fara ekki niður fyrir núll í fjármálunum, þá tekur skattakerfið hann til bæna og lyftir vendinum. Fyrir þann „glæp” að skulda ekki er einstaklingnum sérstaklega refsað í skattakerfinu. Vilji einstaklingurinn hins vegar taka lán á lán ofar þá brosir skatta- kerfið við honum og útbýtir verðlaunum á báðar hendur. Þó að einstaklingurinn eigi ekki fyrir skuldunum og sé raunverulega gjald- þrota ef upp væri gert, þá er hann stöðugt örvaður til áframhaldandi lántöku og óreiðu af þessu dæma- lausa kerfi. Og endaleysan heldur áfram út á ystu nöf. Þeir, sem borga skattana sína skilvíslega er refsað í verðbólguþjóðfélagi með því að verða að borga með verðmeiri krónum. Þeir sem hinsvegar geta dregið að greiða skattana, meðal annars vegna sveiflna í tekjum eða það sem algengara er, vegna sér- aðstöðu ýmiss konar, fá að borga með verðminni krónum öllum er haldið í spennu vegna þess að beinir skattar eru ekki staðgreiddir. Ef þeir aðilar, sem komast hjá því að borga skatta á raungildi fara svo þá leið að taka lán til að greiða þessar verðlitlu krónur fá þeir einnig verðlaun fyrir það með því að vextir lækka næstu skatta. Af þessum sökum eru heilu síðurnar í skattskránni fullar af skatt- Kjallarinn Hrafn Sæmundsson leysingjum sem hafa miklar brúttó- tekjur fyrir utan alla þá sem komast hjá því að taka þátt í samneyslunni gegnum fyrirtæki sín. Þannig er kerfið guUtryggt endalaust og þeirri grundvallarreglu aldrei haggað að óreiða og óheiðarleiki séu alltaf verð- launuð en fyrir heiðarleika og ráðdeild skuU refsað. Hljóðeinangruð heimska Ég hef oft skrifað um þessi mál áður vitandi það að slíkt er tUgangs- lítið. Síðasta skorpan í íslenskum stjórnmálum vekur þó upp þá hugsun hverjir eigi að reyna að taka til máls. Líklega hafa stjómmálamenn, svokallaðir, aldrei brugðist eins og nú. Og þá á timum þegar mest þörf vár að þeir stæðu sig. Skrif óþekktra einstaklinga í dag- blöð eru kannski tilgangslaus eins og drepið var á í upphafi. Til þess að hafa fræðilegan möguleika að koma einhverju á framfæri, þarf að ganga inn í völundarhús stjórnmálanna. Til þess að blanda sér í íslensk stjórnmál þarf hins vegar orðið það siðferðis- stig að með sama áframhaldi hlýtur það að verða aðeins sérstök manntegund sem fæst til slíks. Manntegund, sem gengur ljúgandi frá morgni til kvölds og virðir ekki neinar grundvallarreglur í sam- skiptum siðaðra manna. Það er ekki hægt að sjá annað en þetta séu sú framtíð sem blasir við. Og þá kemur aftur upp sú spurning, hvort almenningur á að gera tilraun til að leggja eitthvað til málanna. í fljótu bragði virðist það tilgangslaust og vonlaust. Líklega verður það endanlega ofaná að stjómmálamönnum verða afhent málin. Og þó að alþingismenn og aðrir stjórnmálamenn eigi mis- jafnan hlut að máli, þá eru það samt þeir sem hafa brugðist. Það þarf gríðarlegt umburðar- lyndi til að fyrirgefa þessu fólki. Rotnun þjóðfélagsins og endalaust siðleysi hefur verið hannað niður við Austurvöll og jsetta hefur allt farið yfir skrifborð alþingismannanna. Jón Jónsson, hinn almenni maður i þjóðfélaginu, getur auðvitað þagnað. Hann á líka sökina. En hann á þó alltaf þá afsökun að lifa að mestu inni í þeim ramma,. sem lög- gjafinn hefur sett honum. Líklega verða svo fiestir að lokum samdauna því hræi sem þjóðfélagið er orðið að. Nokkrir einstaklingar hrópa kannski ennþá í eyðimörkinni. Þau hróp eru veikburða, og ná ekki eyrum þeirra sem búa i skotheldum og hljóðeinangruðum turni heimskunnar og siðleysisins. Hrafn Sæmundsson prentari. „Fyrir þann glæp aö skulda ekki er ein- staklingnum sérstaklega refsaö....”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.