Dagblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. JUNÍ1979. Krókódflakeppni NHRA: „Vélin hakkaöi skiptinguna ísig' önnur stórkeppni bandaríska kvartmilusambandsins (NHRA), Gatornationals, var haldin i Gains- ville í Florida dagana 8. til 11. marz síðastliðinn. Veðrið var alveg fyrsta flokks, glaðasólskin og hlýindi alla keppnisdagana. Floridabúar þurfa sjaldan að kvarta undan veðrinu og er jafnt á komið með þeim og Akur- eyringum sem segjast alltaf hafa gott veður. Þessi keppni var sú tíunda í röðinni sem haldin er í Gainsville en þar er öll aðstaða til fyrirmyndar. Þó má setja út á eitt og það er yfirborð keppnisbrautarinnar, en það er orðið gamalt og slitið. Áttu margir kepp- enda i erfiðleikum með að ná góðu gripi og misstu þeir bílana oft upp í spól. Top Fuel f lokkur Don Garlits, gamla kempan, keppti nú á heimabraut en þrátt fyrir dyggan stuðning áhorfenda gekk honum ekki vel. Hann rétt náði að komast í aðalkeppnina og í annarri umferð hennar tapaði hann fyrir Bob Bruins og féll úr keppninni. En það voru fleiri góðir bílar sem féllu fljótt úr keppninni og má þar nefna öku- menn eins og Dave Uyehara, Clayton Harris og frú Shirley Muldowney. Fr. Muldowney stóð sig að vanda vel og átti hún besta tíma keppninnar. Fór hún kvartmíluna á 5.89 sek. Þegar tvær umferðir voru eftir voru fjórir sterkir bílar eftir í keppn- inni. Úrslitin réðust mikið af heppni, og því hversu hægri brautin var miklu betri en sú vinstri. Bill Pryor sigraði Johnny Abbott þegar Jet-X Special grindarbíll þess síðastnefnda byrjaði að spóla. Kelly Brown lenti í sömu vandræðum og Abbott þegar hann spyrnti við Bob Bruins. En heppnin var með Kelly Brown því að vélin í bil Bruins hakkaði skiptinguna í bílnum í sig svo að hann komst aldrei brautina á enda. Það voru því Bill Pryor og Kelly Brown sem spyrntu til úrslita. í startinu byrjuðu báðir bílarnir að spóla og var tvísýnt hvor yrði á undan en svo fór þó að „Over The Hill Gang" grindarbillinn Browns sigraði. Funny Car f lokkur Það gekk á ýmsu hjá sprenghlægi- legu bílunum svo sem öðrum en þegar tvær umferðir voru eftir voru, svo sem lög gera ráð fyrir, fjórir bílar eftir í keppninni. Ökumenn þeirra voru Don Prudehomme, Tom Hoover en hann sigraði í vetrarkeppni NHRA, Raymond Beadle og Gordie Bonin. Þeir Prudehomme og Hoover spyrntu fyrst og tók Snákurinn (viðurnefni Prudehommes) strax for- ystu meðan Funny Corvettan hans Hoovers stóð kyrr og spólaði. En heppnin var með Hoover. Snákurinn lenti á hálum bletti á brautinni og missti bílinn þversum. Meðan Snákurinn barðist við að rétta bíl sinn af skaust Hoover fram fyrir hann og hélt forystunni til enda. Siðan spyrntu þeir Beadle og Bonin. Beadle náði strax góðu forskoti en þegar hann var kominn langleiðina eftir brautinni bilaði skiptingin í bíln- um hans og geystist Bonin fram úr honum rétt áður en bílarnir rufu ljós- geislann í enda kvartmilunnar. Úrslitaspyrnan var því milli Tom Hoovers og Gordie Bonins. Úrslitin réðust strax á fyrstu metrum keppnis- brautarinnar þegar Funny Corvettan hans Hoovers byrjaði að spóla. Funny Trans Aminn hans Bonins náði hins vegar góðu gripi og sigraði auðveldlega. Meðaltiminn í fjórum síðustu spyrnun Bonins var 6.82 sek. sem er ekkert til að monta sig af, en í kvartmilukeppnum er aðalatriðið að verða á undan yfir endalínuna og skiptir þá ekki niáli þótt tími and- stæðingsins sé betri, ef hann rýfur Ijösgeislann á eftir. Þegar gúmmi- reyknum hafði létt kom I Ijós að það var Gordie lionin sem stóð með pálmann I höndun- um, sigurvegarí I Funny Car flokki. Pro Stock f lokkur Keppendur i Pro Stock bættu allir tíma sina úr vetrarkeppninni og þar með talinn sigurvegarinn, Bob Glidden, keppinautum hans til mikils ama. Það fór eins og í vetrarkeppn- inni að Chrysler bilarnir réðu lögum og lofum í Pro Stock flokki. Eini bíll- inn sem veitti þeim einhverja keppni var Small Block Camaroinn hans Bill Jenkins. Urslitaspyrnan var milli þeirra Chryslermanna Ronnie Sox og Bob Gliddens. Glidden keppti á Ply- mouth Arrow en Sox á Dodge Omni. Báðir voru þeir félagar með Small Block Mo par vélar í bílum sínum. Bob Glidden var ekki á þeim buxun- um að láta í minni pokann og vann hann spyrnuna auðveldlega. Og ekki nóg með það, heldur bætti hann heimsmetið í Pro Stock flokki og fór kvartmílunaá 8.48 sek. Jóhann Kristjánsson Forþjappan sprengdi upp, eldsneytistankurínn sprakk I taetlur og logarnir frá eldflmu nitromethan elds- neytinu umluktu bilinn. Aðstoðarmennirnir voru fljútir til og slökktu eldinn. Sem betur fer var Tom McEwan með varaeldsneytistank með sér og stuttu seinna hélt hann keppninni áfram. fiob Glidden hefur iiíi þegar tekið mikla forystu i stigakeppni NHRA en hann liefi / sigrað i fyrstu tveimur stórkeppnum keppn- istimabilsins. Það virðist sem öðrum keppendum muni ekki takast að nálgast Plymmann hans, en eina von Chevrolet manna er að liill Jenkins fái sér Citation og reyni að ná i skottið á honum með þvlmóti. w&WADDES Það var algeng sjón að sjá bilana með logandi afturdekkin, en yfirborð keppnisbrautarinnar var liált og misstu margir keppendanna bila sina upp I spól. Hér sést einn úr Top Fuel flokki, Bill Pryor, með gúmmireykstrók á eftir sér.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.