Dagblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 28
Sparisjóðuiinn á Norðfirði: Á EFHR AD GERA GRÐN FYRIR 90 MIUJÓNUM? —fáir gengið bónleiðir til búðar er leitað hafa eftir lánl hjá sparísjóðnum „Ég get enn sem komið er ekki upplýst hvaða upphæðir þarna er um að ræða," sagði Reynir Zoéga, for- maður sparisjóðsstjómarinnar á Nes- kaupstað, þegar hann var inntur eftir því hvort 90 milljónir væri sú upphæð er á vantaði og ekki hefur komið fram á skýrslum sparisjóðs- stjóra um útlán. Ekki vildi Reynir heldur staðfesta að af þeirri upphæð er á vantaði hefði hróðir sparisjóðs- stjórans fengið 50 milljónir. En þessar upphæðir hefur DB heyrt nefndar í þessu sambandi. Hefur bróðir sparisjóðsstjórans undanfarið %ftðið í húsbyggingu, en ekki fengið lán t&^þess með vitund sparisjóðs- stjórnarír«ar. En hann hefur hins vegar haft yfirdráttarht.Tiild á hlaupareikningi sín,um hjá Spa/'ióði Norðfjarðar. ;,'. Að sögn Reynis" Bafa fáir gengið bónleiðir til búðar er leitað hafa eftir láni hjá sþarisjóðnum. Hafá -miklar byggingarframkvæmdir staðið yfir á Neskaupstað undanfarið og því mikið verið lánað út úr sjóðnum. Gæti því verið að fé það sem íánað hefur verið úr sparisjóðnum og ekki komið fram á skýrslum sparisjóðs- stjóra til stjórnar sparisjóðsins og ^ ðlabanka hafi verið hluti af þeirri binaiskyldu sem Seðlabankinn skyldar innlánsstofnanir til að halda eftir af innlánum sínum. -BH „SUMARIÐ KOM VIKU 0F SNEMMA" — segir Hrafn Sveinbjarnarson á Hallormsstað sem spáði að sumaríð kæmi kl. 3 ígær — Mér skeikaði um eina viku í spá- dómnum, sumarið kom á föstudaginn fyrir viku, sagði Hrafn Sveinbjarnar- son á Hjalla í Hallormstaðarskógi við DB i gær. Um miðjan maí spáði hann i blaðinu að sumarið kæmi nákvæmlega kl. 3 i gær og vakti spádómur hans miklaathygli ogumtal. — Þið gerðuð allt vitlaust með því að birta þetta um daginn, sagði Hrafn, en mér finnst ég ekki þurfa að biðjast afsökunar á því að hafa ekki hitt á rétta föstudaginn. Menn geta glaðzt yfir því að sumarkoman dróst ekki fram á næsta föstudag. Þó er ekki því að neita að ég hef heyrt í fólki sem er dálítið súrt yfir því — fyrir mína hönd — að sumarkoman skyldi ekki dragast fram til dagsins í dag! Hrafn var að lokum spurður hvort hann gæti spáð eitthvað í lengd sumars- ins að þessu sinni en hann vildi ekkert faraútí þásálma. -ARH. FISKVERÐIÐ AÐ FÆÐAST — gengissigið aukið Í4% Skömmu áður en blaðið fór í prent- un í gærkvöldi sat yfirnefnd verðlags- ráðs sjávarútvegsins á fundi og stóð til að funda áfram fram eftir kvöldinti. Ógerningur reyndist að fá upplýs- ingar um hvaða fiskverðsprósenta var til umræðu þá stundina. Hins vegar virðist kominn skriður á málið því nefndarmenn bjuggust við að halda áfram i fyrramálið. Stjórnvöld hafa mælzt til að hækkunin verði ekki meiri en svo að ekki þurfi að gripa til stórfelldrar gengisfellingar í kjölfarið enda kæmi. slíkt lika illa niður á útgerðinni. Úndanfarna mánuði hefur gengissig krónunnar verið um 1,5% og er talað um að það fari uþp í 4% á mánuði a.m.k. í fyrstu eftir fiskverðshækkun- ina. -GS. Átta Belgar veiða Átta belgískr togarar hafa nú heimild til veiða á tilteknum svæðum hér við land, en þeir voru alls tólf við gerð samkomulagsins 1975,-ísem nú er úr gildi fallið. Leyfilegur hámarksafli Belga minnkar úr 6.500 tonnum í 5.000 tonn og engar sérstakar þorskveiðar eru heimilaðar. Hlutfall þorsks i afla má ekki fara yfir 15 prósent, sem er sama hámarkstala og gildir i þorskveiðibanni islenzkraskipa. -HH. Malbikað fyrír Alþingi Unnið er að malbikunarframkvæmdum i miðborg Reykjavíkur þessa dagana — og m.a. lagað bilastæði Alþingis að baki hússins. DB-mynd Ragnar Th. „Málið er á viðkvæmu stigi eins og þar segir og við höfum ekkert um það að segja í fjölmiðlum," sagði Baldur Möller, ráðuneytisstjóri í dómsmála- ráðuneytinu, er Dagblaðið spurði hann hver yrðu viðbrögð ráðuneytis- ins við bréfi Björns á Löngumýri þar sem hann kærir sýslumanninn í Húnavatnssýslu fyrir dómsmálaráðu- neytinu. „Ágreiningsefnið hjá þeim fyrir norðan," sagði Baldur, ,,er um grað- GradhestarBjörnsáLöngumýri: „ Afáffð er á viðkvæmu stígi" —segjrBakkirMöller hesta sem Björn á en þeir voru teknir í vörzlu eftir búfjárlögum. Um það fjallar lögreglustjóri eftir lögum og málið er í höndum sýslumanns. Við erum ekki lögregluyfirvald en við vonumast til að þetta mál jafnist," sagði Baldur. „Björn hefur beint málflutnings- manni sírium til að ræða við okkur og ég hef engu við það að bæta," sagði Baldur. -GAJ- frjálst, áháð dagblað LAUGARDAGUR 9. JÚNl 1979. Krafla stopp —unnið að upptekt véla útjúnímánuð — útfelling í holu 9 á 600 metradýp; Kröfluvirkjun er nú stopp og hefur verið svo frá. mánaðamótum. Sam- kvæmt upplýsingum Gunnars Inga Gunnarssonar, staðartæknifræðings við Kröfluvirkjun er hér um svonefnt upptektarstopp að ræða meðan verið er að skoða vélar virkjunarinnar. Þetta stopp var ákveðið i febrúar sl. Að sögn Gunnars var hola 9 ekki i gangi u.þ.b. viku áður en stoppið kom til og stafar það af útfellingu á um 600 metra dýpi. „Það er ekki óeðlilegt að þetta komi upp á og við erum raunar heppnir að þetta þurfi ekki að gera oft- ar en holan hefur verið í gangi í tvö ár. Það þarf að reka bor ofan í holuna, en það kostar 2—4 milljónir króna. Það hefur ekki komið í ljós að aðrar holur séu að dala og eru svipaðar og áður en stoppið kom 'til. Þegar nýtan- legar holur eru í gangi gefa þær Kröfluvirkjun um 7 mwafi." Áætlað er að'upptekt véla Kröflu- virkjunar takí 4—6 vikur. Þegar því verki er lokið er reiknað með því að Laxárvirkjun fari í skoðun. Þessar skoðanir eru áætlaðar af stjórn Raf- magnsveitnanna. -JH. Samningum við hvalveiði- mennað mestu lokið — Hvalveiðiskipin að verðatiibúináveiðar ' „Hvalskipin fara að verða tilbúin til veiða," sagði Eggert ísaksson hjá Hraðfrystihúsi Hvals hf. Samningum við áhafnir hvalskipanna er nú að mestu lokið en þó er eftir að ganga frá samningum við matsveina. „Þessir samningar eru i svipuðum dúr og aðrir samningar, mest innbyrðis tilfærsla. Á þessu stigi tel ég þó ekki rétt að greina frá efnisatriðum samninga. Skipstjórar og stýrimenn hval- veiðiskipanna eru í FFSÍ og þeir eru á sama báti og skipstjórar annarra veiðiskipa." -JH. Móttakasmá- auglýsingaásuraiu- dögumísumar Mánuðina júní, júlí og ágúst verður móttaka smáauglýsinga opin kl. 18—22 á sunnudögum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.