Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 2
„ÞAD VAR ÞÐM GEYSIHAGLEG GEIT’: um þingmannaumræður í sjónvarpi Á dögunum var umræðuþáttur i sjónvarpinu í tilefni af þinglokum. Skemmtiþættir í sjónvarpinu eru fáir og yfirleitt fátæklegir. Vafalaust hafa margir vonað að þeir gætu glatt geð sitt og hlegið mitt í vor- harðindum og annarri óáran með því að horfa á þátt þennan. Og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Lúlli okkar allra og Matti hinn ísfírzki rifust eins og reiðir hanar á haug. Lúlli skammaði Matta fyrir óstjórn 1974—78 og Matti skammaði menn Lúlla fyrir óstjórn sl. 9 SKARTGRIPIR viö öll tœkifœri SIGMAR Ó. MARÍUSSON Hverfísgötu 16A — Sími 21355. Höfum kaupendur aö eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 9. júní 1979. Innlausnarverö Seðlabankana Kaupgengi m.v. 1 ára Yfir- pr. kr. 100.- tímabil frá: gengi 1968 1. flokkur 3.391.14 25/1 ‘79 2.855.21 18.8% 1968 2. flokkur 3.188.43 25/2 ‘79 2.700.42 18.1% 1969 1. flokkur 2.370.52 20/2 ‘79 2.006.26 18.2% 1970 1. flokkur 2.176.55 15/9 ‘78 1.509.83 44.2% 1970 2. flokkur 1.574.29 5/2 ‘79 1.331.38 18.2% 1971 1. flokkur 1.475.88 15/9 ‘78 1:032.28 43.0% 1972 1. flokkur 1.286.41 25/1 ‘79 1.087.25 18.3% 1972 2. flokkur 1.100.95 15/9 ‘78 770.03 43.0% 1973 1. flokkur A 834.62 15/9 ‘78 586.70 42.3% 1973 2. flokkur 768.60 25/1 ‘79 650.72 18.1% 1974 1. flokkur 532.88 1975 1. flokkur 431.41 1975 2. flokkur 329.24 1976 1. flokkur 312.85 1976 2. flokkur 254.09 1977 1. flokkur 235.97 1977 2. flokkur 197.68 1978 1. flokkur 161.07 1978 2. flokkur 127.16 VEÐSKULDABRÉF:* Kaupgengi pr. kr. 100.- 1 ár Nafnvextir: 28'/2% 83 2 ár Nafnvextir: 28%% 74 3 ár Nafnvextir: 28’/2% 66 4 ár Nafnvextir: 28’/2% 62 5 ár Nafnvextir: 28’/2% 57 A — 1972 832.36 B — 1973 714.10 C — 1973 622.29 D — 1974 540.00 E — 1974 382.11 F — 1974 382.11 G — 1975 266.15 H — 1976 257.75 *) Miðað er viA auðaeljanlega faateign Tökum ennfremur í umboðssölu veðskulda- bréf til 1—7 ára með 12—26% nafnvöxtum. Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100 (10% afföll) (10% afföll) (10% afföll) (10% afföll) (10% afföll) (10% afföll) (10% afföll) (10% afföll) Sölugengi pr. kr. 100 3 ár 5 m Nafnvextir 13% 62.95 (Afall vextir) 5 ár 4 m Nafnvextir 14% 60.79 (Afall vextir) 5ár4m Nafnvextir 12% 51.81 (Afall vextir) 5 ®r 5 m Nafnvextir 13% 51.09 (Afall vextir) 5 ár 3 m Nafnvextir 14% 59.20 (Afall vextir) 7 ár 1 m Nafnvextir 14% 54.06 (Afall vextir) PMÍRKniMmréM ínAnoi ha VERÐBRÉFAMARKAÐUR LÆKJARGÖTU 12 R. (lönaöarbankahúsinu). Sími 2 05 80. Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16 VEÐSKULDABRÉF mánuði. Hverju skiptir það þó fyrr- og núverandi ríkisstjómir séu eins og eineggja tvíburar? Þeir Lúlli og Matti gefa skít í svoddan smámuni. Þá minntust þeir félagar á sitthvað frá liðnum árum i rifrildi sinu og hefði þættinum verið ætlaður lengri tími er ekki að vita nema þcir hcfðu komizt allar götur aftur til fermingarars þeirra og hefði það visast orðiö l'róð- legt og uppbyggilegt tal. Afsakanir Benedikts Einn af köppum kóngs í þættinum var Benedikt Gröndal. Undanfarnar vikur hefur einn krataráðherrann hlaupið milli fjölmiðla og látið þá hafa eftir sér að leysa beri yfirstand- I.úðvik Steingrímur Matthías Benedikt andi vinnudeilur með bráðabirgða- lögum. Nú virðist hafa runnið upp það Ijós fyrir krataforystunni að geip þetta hafi verið miðlungi heppilegt fyrir flokkinn, og Benedikt afsakaði fleipur samráðherra sins með þvi að aðgangsharðir fréttamenn hefðu bókstaflega neglt blessaðan manninn niður og þá hefðu hrotið út úr honum orð sem hann ópindur og ótilneyddur hefði aldrei látið fram af sínum bless- aða munni ganga. Það hefur líklega verið mikil guðs mildi að fréttalýð- urinn skyldi ekki festa blessaðan ráð- herrann upp á steglur! Allt frétta- mönnum að kenna Fjórði þátttakandi i umræðum þessum var Steingrímur Hermanns- son. Hann sagði fátt bitastætt í þá veru sem ég hef ýjað að hér að framan. Þó er hann ekki saklaus. Fyrir tæpu ári fóru fram kosningar til Alþingis. Þáverandi stjórnar- flokkar biðu mikið afhroð og þar með féll ein óvinsælasta ríkisstjórn á íslandi fram aö þeim tíma. Daginn eftir kosningarnar átti fréttamaður frá útvarpinu tal við nokkra forkólfa Framsóknarflokksins. Þá sagði Steingrimur Hermannsson að síð- degisblöðin ættu mikla sök á óförum Framsóknarflokksins! En þá var það Halldór E. Sigurðsson einn sem viðurkenndi staðreyndir — svo langt sem það náði. Ekki alls fyrir löngu leiddu nokkrir pólitíkusar saman hesta sína í umræðuþætti í sjónvarpi. Einum þeirra veitti miður i orðaflaumnum. Hann hefur nú látið fiokksblað sitt gefa skýringu á þessu. Og hver er svo skýringin? Jú, þetta var allt að kenna skrattans fréttamanninum, sem stjórnaði þættinum!!! Það verður ekki annað séð en fréttamenn og síðdegisblöð séu stjórnmálaskúmum hérlendum geysi- hagleg geit (eða geitur). En hvað ætla þessir herrar að lifa lengi í þeirri sælu trú að almenningur gleyprhráan og ómeltan þann þvætting, sem þeir láta frá sér fara? ekki einasta á því sviði sem nefnt er hér að framan, heldur á-svo ótal mörgum sviðum öðrum. J.G. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1979.. Er afgreiðsla á bensínstöðv- um innifalm í bensínverði? talsmaður olíufélags segir svo vera 5115—5238 hringdi: Ég vil bera upp fyrirspurn til olíu- félaganna að gefnu tilefni. Á flakki um landið hefi ég rekið mig á að viða á bensínstöðvum fær maður ekki bensín á bilinn nema afgrcirta sig sjálfur. Ferskt dæmi er bensinstöð i Búðardal og sú „þjónusta” gekk svo fram af mér að á þann stað vil ég helzt ekki koma framar. Einnig hefi ég orðið fyrir þessu i Botnsskála i Hvalfirði. Spurningin er þvi þessi: Er ekki innifalið í bensinverðinu að fá það afgreitt á bílinn? DB leitaði til Guðjóns Sigurðs- sonar, fulltrúa hjá Olíuverzlun íslands hf, um svör við framan- greindri spurningu. — Svarið er ekki einfalt en aðal- atriði málsins er það að sölulaun af bensíni eru miðuð við launakostnað á bensínstöðvum í Reykjavík — sem opnar eru til kl. 21.15. Víðast hvar úti á landi er bensin selt til kl. 23.30, eða jafnlengi og kvöldsölur eru opnar. Sölulaun fyrir bensín eru kr. 8.45 pr. lítra og það fer eðlilega eftir veltu á hverjum stað hvort sölulaunin nægja til að standa undir manna- kostnaði við afgreiðslu allan opnunartimann. Á tugum staða víðs vegar um land er árssalan á bensíni innan við 100 þús. lítrar og gefur auga leið að sölulaun af því magni fjármagna ekki fullkomna þjónustu við afgreiðslu. Þróunin hefur þvi orðið sú að sjálfsafgreiðsla er víða iðkuð, þó ekki sé annað hægt en að svara þeirri spurningu játandi, að afgreiðslan er innifalin í bensínverði. Loftleiðir braut- ryðjendur lágfargjalda — ekkiFreddieLaker Sveinn Sæmundsson, blaöafulltrúi Flugleiða, hringdi: Við hjá Flugleiðum erum ekki sáttir við þá sagnfræði Dagblaðsins sem fram kemur i grein um DC-10 þotur og Freddie Laker 7. júní. Þar segir í undirfyrirsögn: „Sir Freddie Laker brautryðjandi lágfargjaldanna yfir Atlantshafið.” Svo sannarlega voru það Loftleiðir sem i ársbyrjun 1953 settu lágfargjöld yfir Norður-Atlantshaf og urðu þannig brautryðjendur á þessu sviði. Þetta aflaði félaginu margra farþega, sem að öðrum kosti hefðu ekki haft efni á að fljúga og Loftleiðir náðu þannig inn á nýjan markað sem fram að því hafði verið svo til lokaður flugfélögum. Allar götur síðan hafa Loftleiðir og siðar Flugleiðir boðið lægstu far- gjöldin i áætlunarflugi yfir Norður- Atlantshaf. Laker-fiuglestin kom svo til fyrir rúmu ári, eftir að Bandaríkja- nienn tóku upp nýja stefnu í flugmál- um, sem erfitt er að sjá hvert leiðir þau félög sem fljúga t.d. yfir Norður- Atlantshaf. „Þeireru alveg farnirá taugum99 sem

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.