Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1979. 3 „KENNSLUFUIG A ÍSLANDIER ÓDÝRT’ Spurning dagsins Hvernig hefurðu —athugasemd vegna skrífa DB Frá Flugskóla Helga Jónssonar og Flugtaki h/f: í Dagblaðinu þann 6. júni 1979, á síðu 9, birtist grein er ber fyrirsögn- ina „Flugnemarnir gefast upp á dýru tímunum”. í þeirri grein er eitt atriði rangt og reyndar aðalatriðið. Skrifað er að flugtíminn kosti kr. 15.500. Hið rétta er að flugtimi í kennsluflugi er verðlagður á kr. 14.400. Þeir nemendur sem kaupa 10 flugtima í einu fá 10% afslátt eða þá kr. 12.960. Á þvi verði fljúga allir flugnemar. Þarna skakkar því kr. 2.540 pr. flug- tima. Flugskólar á íslandi hafa verið margir en allir farið á höfuðið eða lagt upp laupana nema flugskóli Helga Jónssonar, sem hefur starfað i 15 ár, og flugskóli Flugtaks h/f sem starfað hefur i 4 ár. Vandalaust er að nefna heiti 6—7 fyrrverandi flug- skóla, það sýnir að flugkennsla er ekki gróðavegur enda rekuin við undirritaðir skóla okkar af áhuga fyrir bættri flugmenningu og bættri flugkennslu á Íslandi en ekki í hagn- aðarskyni. Margir leggja á sig dýrt og erfitt nám til að geta stýrt fiugvél, sér til ánægju eða til að lifa af. DB-mynd Ragnar Th. Flugkennsla gróðavegur? Af og til koma fram í dagsljósið aðilar sem telja flugkennsluna gróða- veg, og svo er nú. Undir forystu nokkurra manna hefur flugnemum verið talin trú um að okrað væri á þeim. Með tölum sem hér koma á eftir ætlum við að sanna hver kostnaður hvers flugtima hjá hinu nýja hlutafélagi, Flugklúbburinn, raunverulega er og þá er byggt á upplýsingum þeirra sjálfra. Skv. meðfylgjandi gögnum frá Flug- klúbbnum h/f kostar hver tími í grunn kr. 7.261, þ.e.a.s. skoðanir, viðhald, bensín, olía, tryggingar, vextir og afskriftir, miðað við 1200 flugtima á ári. Þarna eru eftirfarandi f atriði röngeðaekki metin. I. Meðalnýting á CESSNA — 150 er 800 flugtímar á ári sem þýðir að niiðað við útreikninga þeirra er grunnverð flogins tíma kr. 8.642,- 2. Óreiknuð eru laun kennara en sé miðað við 2 flugvélar* og 3 kcnnara þá reiknast þau ásamt launatengdum gjöldum pr. klst. kr. 6.734,- 3. Húsaleiga, skýlisleiga, gjöld til Flugmálastjórnar, tveir símar, pappir, prentun og ritföng, aug- lýsingar, bókhaldskostnaður, að- stöðugjald og fleira er ekki reikn- að í þeirra dæmi. Samkvæmt rcynslu okkar er sá kostnaður vægt metinn 12% af heildar- kostnaði eða pr. klst. kr. 1.649.- Ekki er hér tekið lillit til siðustu bensinhækkunar. Flugtimi hins nýja fyrirtækis mun þvi kosta a.m.k. kr. 17.025,- Alrangar tölur Full ástæða er því til þess að vara það unga og áhugasama fólk, sem stcndur að stofnun Flugklúbbsins h/f, við alröngum tölum forvígis- manna félagsins enda hafa þessir aðilarenga reynslu í flugrekstri. Þáer því við að bæta að Flugklúbburinn hefur ekki flugrekstrarleyfi, hefur reyndar engin leyfi hvorki til kennslu- flugs né nokkurs atvinnuflugs. Ef tekin er hliðsjón af kennslutíma okkar i dag er augljóst að við erum 24% lægri pr. flugtíma heldur en hið nýja félag. Við vissum reyndar ofur vel að verð okkar er i lægsta marki sem hugsazt getur enda skólatlugið ekki rekið í ágóðaskyni. Kennsluflug í öllum löndum Evrópu er mikið dýrara en hérlendis. í Bandarikjunum er það hins vegar ódýrara enda eldsneytiskostnaður þar aðeins brot af okkar eldsneytis- kostnaði. Okkur cr l'ull alvara að reyna að reka hér flugskóla sem jafnast á við það bezta sem jiekkist i heiminum. Það viljum við gera vegna þess að við teljum það nauðsyn fyrir islenzk llug- mál. Við njótum engra opinberra styrkja þó það tíðkist um aðra skóla. Til „stúlku iljosn úlpu” I.csandi bað DB fyrir orósendingu: Miðvikudaginn 30. maí á milli kl. 16 og 17 var stúlka i Ijósri úlpu með barnavagn á leið suður Fossvog i Kópavog. Fór hún yfir brúna á leið i Kópavog. Vill hún gera svo vel að gefa sig fram scm allra fyrst i síma 51018. Hringið ísíma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið PATTISMITH GR0UP - WAVE Guðmóöir punkrokksins Patti Smith hefur sent frá sér nýja plötu Patti Smith, sem um þessar mundir er ein vinsælasta söngkona í heimi, sló fyrst í gegn hér q lan(H ífyrra Patti Smith Group Wavc meðlaginu Because The Night '1 f íf'7'1 Á þessari nýju plötu nýtur hún aðstoðar upptöku stjórans Todd Rundgren (Tom Robinson, Meat Loaf o. fl.) og er óhœtt að fullyrða að Patti hafi aldrei tekizt betur upp en hér. FALKIN N Suðurlandsbraut 8. Sími 84670 Laugavegi 24. Sími 18670. Vesturveri. Sími 12110. NÝ PLATA það? Finar Blandon fjölfræðingur: Þakka þér fyrir, mjög gott. Jón Hermannsson svæðisvörður, Keldnaholti: Ég hef það notalegt. Ragnar Magnússon vörubílstjóri: Eg hef það ágætt en þetta verkfall bætir að sjálfsögðu ekki skapið. Svavar Hjaltason, starfar á hjólbarða- verkstæði Heklu: Ég hef það ágætt og Iíður alveg prýðilega. Cuðrún Kristinsdóttir, gjaldkeri: Ég hef það ágætt, þakka þér fyrir. Guðný Ingibjörg Einarsdóttir, at- vinnulaus nemi. Bara gott. Helzt væri það að atvinnuleysi angraði mig.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.