Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1979. MMBUBW Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjóifsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn ingólfsson. Aðstoöarfréttastjóri: Jóqas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómassop, Atli Stoinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pétursson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamloifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjóffsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síðumúlp 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur-Þverholti 11. Læknishjálp á vettvangi Nokkrir menn deyja árlega á Reykjavíkursvæðinu, eingöngu vegna þess að sjúkraflutningum i neyðar- tilvikum er ekki hagað eins og vera skyldi. Þetta kom skýrt fram á ráðstefnu, sem Borgarspítalinn hélt ; fyrir skömmu um neyðarþjónustu. Þórður Harðarson yfirlæknir á Borgarspítalanum, nefndi um þetta dæmi á ráðstefnunni. Árin 1976 og 1977 voru fluttir 100 sjúklingar með stöðvað hjarta til Borgarspítalans. Af þeim yoru aðeins sjö endurlífgaðir með þeim árangri, að þeir yrðu síðan útskrifaðir af spítalanum. Eðlilegt væri, að 13—25 næðu slikum afturbata, ef sjúkraflutningar væru með svipuðum hætti og í ná- grannalöndunum. Læknar og aðrir sérfræðingar í heilsugæzlu eru sammála um, að við bráðan vanda þurfi að flytja fyrstu læknishjálp með sjúkrabíl út á slysstað, en ekki bíða komu bílsins til sjúkrahúss. Meirihluti sjúkraflutninga er ekki á þessu vanda- sama sviði. Mest eru það flutningar sjúklinga milli stofnana. Slíka starfsemi má til hagræðingar reka hér eftir sem hingað til frá slökkvistöð. Að öðru leyti þarf að flytja starfsemina. Neyðarsími sjúkraþjónustu á að svara á sjúkrahúsi, þar sem þjálfaður hjúkrunarfræðingur getur í skyndingu ákveðið, hvort um bráðan vanda sé að ræða eða hvort nóg sé að senda bil af slökkvistöð. Við þennan spítala þarf að vera neyðarbíll með sér- þjálfuðu sjúkraliði á vakt. Sjúkraliðsmennirnir þurfa sérstaka þjálfun, sem tekur 200—300 klukkustundir. ' Þessir menn þurfa meðal annars að kunna ráð til að sjá um, að öndun haldist óhindruð. Ennfremur, að hjartað haldi áfram að slá, til dæmis með notkun hjartalyfja eða hjartaraflosttækja. Einnig þurfa þeir að kunna að lina sársauka, til dæmis með því að gefa lofttegundir til innöndunar. Þriðjungur bráðra sjúkraflutninga er vegna kransæðastíflu. Um 500 manns fá slíka stíflu á ári og þar af stöðvast hjartað hjá um 50 manns. Annar þriðjungur stafar af slysum og síðasti þriðjungurinn af margvíslegum öðrum ástæðum. í mörgum tilvikum nægir ekki, að þjálfaðir sjúkra- liðsmenn fari einir á vettvang. Hjúkrunar- fræðingurinn, sem svarar neyðarkallinu, þarf að ákveða í skyndingu, hvort kveðja þurfí hjúkrunarlið og lækna með neyðarbilnum. Með þessum hætti væri unnt að hefja læknishjálp örfáum mínútum eftir að hjarta sjúklingsins hefur stöðvazt og með tilsvarandi hraða í öðrum tilvikum. Oftast eru það fyrstu mínúturnar, sem skipta mestu máli. Borgarspítalinn hefur boðizt til að taka þessa þjónustu að sér. Hann hefur boðizt til að sjá ókeypis um kennslu sjúkraliðsmanna og að senda lækna og hjúkrunarlið með neyðarbílnum á vettvang án auka- kostnaðar. Kostnaðurinn við þessa tilhögun mundi þá aðallega felast í vinnustundum sjúkraliðsmanna á námskeiðum og í hærri launum þeirra vegna aukinnar kunnáttu. En sú viðbót er samanlögð mjög lítil í samanburði við annan heilsugæzlukostnað. Slökkvistöðin mundi missa við þetta tvo menn af hverri vakt, þá sem færðust yfir til Borgarspítalans. Við það yrði hún ekki eins vel mönnuð til brunavama og áður. Á því byggist andstaða Rúnars Bjarnasonar slökkviliðsstjóra við málið. Á þessum tímum góðra eldvarna verður ekki séð, að vandamál fækkunar á slökkvistöðinni vegi upp á móti kostum flutnings neyðarþjónustunnar. Enda eru allir, sem um málið hafa fjalláð, utan Rúnar, sammála um hinar nýju tillögur. ____ Danmörk: § Fall krónunnar /* fyrirsjáanlegt á næstu vikum —vegna hinnar nýju gjaldeyríssamvinnu ríkja Efnahags- bandalagsins verður þó að taka nokkurt tillit til hagsmuna fleirí ríkja en aðeins Dana sjálfra Heimildir í Danmörku fullyrða að næstu vikur eða hvort beðið verði ;kki muni líða á löngu þar til fella fram á haustið. verður krónuna þar í landi. Ekki er Vegna aukinna tengsla þeirra rikja þó talið víst að af aðgerðum verði nú >em í Efnahagsbandalagi Evrópu eru /■ Kjallarinn Lúðvík Gizurarson Hinn 1. júni sl. gengu í gildi reglur um verðtryggingu á innstæðum í bönkum og þá um leið á útlánum. Einnig er heimilað frá sama tíma að verðtryggja skuldabréf í fasteigna- viðskiptum. Hér var um að ræða ákvörðun Seðlabankans, en hún byggist á lögunum frá í vetur um stjórn efna- hagsmála, sem mest lætin voru út af, þótt flestir hafi nú gleymt um hvað var rifist, ef einhver vissi það þá. En þetta ernúútúrdúr. Aðalatriði þessa máls er samt byltingin sem verður í allri starfsemi bankanna með verðtryggingu útlána. Það er ekki langt i það að dæmið snúist við og bankar hér á landi þurfi að auglýsa eftir lántakendum. Með því hefst raunar ný öld í íslenzkum fjármálum, verðtryggingaröld. mun málið verða rætt á fundi ráð- herra landanna, sem verður haldinn 16. og 17. þessa mánaðar. Ekki er talið að um neina stór- gengisfellingu verði að ræða hjá Dönum en talað er um 6 til 7%. Hin aukna gjaldeyrissamvinna ríkja bandalagsins gerir ráð fyrir því að þau haldi öll sömu gjaldeyrisstefnu. Ef eitthvert landanna vill breyta gengi sinu annaðhvort til lækkunar eða hækkunar ber því að tilkynna það og framkvæma innan heildar- stefnunnar. Sérfræðingar í dönskum banka- málum telja að ef ekki verður af gengisfellingunni fyrir lok þessa mánaðar muni henni verða frestað til haustsins. Þá er gert ráð fyrir, að Bretar komi til samstarfs við önnur ríki Efnahagsbandalagsins í gjald- eyrismálum. Ef síðari kosturinn verður valinn og málið látin bíða fram til haustsins er þess að vænta að gengisfellingin verði hærri en ef gripið verði til aðgerða strax. Er þá jafnvel talað um allt að 25% gengis- fall dönsku krónunnar. Að sjálfsögðu tengjast allar hug- leiðingar um gengisfellingu öðrum efnahagsmálum. Ráðandi flokkum í Danmörku Vinstri flokknum og Verkamannaflokknum hefur gengið illa að koma sér saman um nauðsyn- legar aðgerðir til að takmarka hinn óhagstæða greiðslujöfnuð. Þingið mun koma saman 26. júní næstkom- andi til að afgreiða formlega kiör Sömu verðmæti tekin út og lögð voru inn Það hefur verið sVö ym langt skeið að geymdur eyrir í banka hefur verið glataður vegna verðbólgu en einu sinni auglýsti banki hér: „Græddur er geymdur eyrir”. Þess- ari auglýsingu var hætt þar sem hún var augljóslega fölsk og röng. Nú má bráðum taka þessa gömlu auglýsingu upp aftur og hún fer að veraífullugildi. Það verður bylting í íslenzkum fjármálum þegar Iánsfé verður nóg og það borgar sig orðið að spara. Það getur jafnvel farið svo að við íslendingar hættum að taka eyðslulán erlendis þar sem nóg verður af íslenzkum peningum til að taka að láni í bönkum hér á landi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.