Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1979. 11 hinna nýju fulltrúa Danmerkur á þing Efnahagsbandalagsins. Reynt verður að nota tækifærið og afgreiða efnahagsaðgerðirnar um leið. Ekki er þó víst að það takist vegna málefnaá- greinings stjórnmálaflokkanna .tveggja. Til skamms tima var helzta hindrunin í veginum fyrir gengisfell- ingu sú að danska Alþýðusambandið vildi ekki fallast á hana. Því er ekki svo farið lengur. Í því tilviki var um heimatilbúna hindrun að ræða. Nú er aftur á móti komið upp á yftrborðið að gjaldeyrissamtök Efnahagsbandalagsríkjanna hafa ýmislegt við fyrirhugaða gengisfell- ingu dönsku krónunnar að athuga. Þar segja menn að gjaldeyrissamstarf sem byggist á svo ótraustum grunni að hvaða land sem er geti breytt gengi sínu að vild og eftir eigin geðþótta, sé dæmt til að mistakast. í þessu danska tilviki er þess meðal annars getið að gengisfelling á gjaldmiðli landsins muni valda Frakklandi verulegum aukabyrðum. í sjálfu sér eru menn ekki ósam- mála um að danska krónan sé of hátt skráð. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan gripið var til þess ráðs að láta danska þjóðbankann kaupa mikið magn seðla til að krónan héldist á lægstu leyfilegri skráningu sam- kvæmt samkomulagi Efnahags- bandalagsríkjanna. Fylgismenn frjálsræðis í gjaldeyrismálum benda á að danska krónan hafi lengi verið ofmetin. Hafa beri hugfast að raun- virðið komi ávallt fram á frjálsum gjaldeyrismarkaði ef á heildina er litið. Affarasælast sé því að fara eftir markaðsverði og berja ekki hausnum viðsteininn. Ástæðan fyrir því að Danir vilja lækka gengi gjaldmiðils síns er sú að með því mábætasamkeppnisaðstöðu iðnaðar landsins. Það er þó með þeim fyrirvara að takast megi að koma í veg fyrir verulegar launa- hækkanir samhliða gengisfelling- unni. Ekki er Ijóst hvort Vinstri flokknum og Verkamannaflokknum verður auðið að ná því fram. Kjallarinn j fjórar aldir vorum við íslendingar sjálfstæðir og óháðir öðrum þjóðum en þá tókst Hákoni gamla Noregs- konungi að ná hér yfirráðum. Aðferðin sem hann notaði til þess var að efna til sundrungar og sundur- þykkju og etja landsmönnum hverjum gegn öðrum. Árið 1262 var svo gerður við hann sáttmáli sem síðar var kallaður Gamli sáttmáli. Þjóðin gerði sér þá ljóst að siglingar til og frá landinu væru henni lifsnauðsyn og þess vegna voru sett í sáttmálann ákvæði um að kon- ungur ábyrgðist að svo og svo mörg skip sigldu með vörur til landsins hvert sumar og flyttu út framleiðslu- vörur landsmanna svo eðlileg verzlun héldist. Þar var um að ræða líftaug þjóðarinnar. Eg rifja þetta upp af því að nú hefur staðið yfir í sjö vikur siglinga- bann frá landinu en því veldur verk- fall yfirmanna á kaupskipum sem hófst 24. apríl sl. Það eru með öðrum orðum íslenzkir farmenn sem fyrir því standa að flutningaskipin eru bundin i höfnum jafnóðum og þau koma til landsins. Bannað er að flytja vörur á milli hafna svo að víða liggur við neyðarástandi vegna vöru- skorts. Útflutningsvörur þjóðarinn- ar hrúgast upp í geymslum og skemmast. Mörkuðum okkar erlend- is er þannig stefnt í voða og augljóst <r að eitthvð af þeim tapast fyrir fullt og'aUt.lðnaðurinn fær ekki hráefni til framielðslu sinnar og þess vegna er einnig fariS að. bera á vöruskorti í verzlunum. A'tviaotHjej'si blasir við en vöruflutningar á sjó eru að færast á hendur útlendinga. Eitt- kaupskip, sem siglir undir fána Singapore og hlutafélagið íslenzk kaupskip hf. hefur á leigukaupsamningi, er nýkomið til Hafnarfjarðar með flutning og sagði Sævar Guðlaugsson skipstjóri að yfirstandandi verkfall hefði engin áhrif á siglingu eða losun ........ ■! ■ ■■■■■ , Ófremdarástand nálgast óðum neyðarástand. DB-mynd: R.Th. Sig. Nauðvöm f rjáls atvinnureksturs „Vinnuveitendasambandið getur ekki látiö sem ekkert sé....” nálgast óðum neyðarástand hafi nú skapazt í landinu vegna verkfalls. Vegna þessa hefur Vinnuveitenda- samband íslands, meðal annars, séð sig knúið til að boða til verkbanns frá og með 18. þ.m. Verkbannið nær til allrar starfsemi félaga innan vébanda Vinnuveitendasambandsins en þó með undanþágum fyrir þjóðfélags- lega mikilvæg störf. Þessi ákvörðun Vinnuveitendasambandsins er nauðvörn hins frjálsa atvinnurekst- urs gegn því öngþveiti sem skapazt hefur i landinu þvi við stjórnvölinn situr úrræðalaus rikisstjórn, nema þegar um skattlagningu á atvinnu- reksturinn og fyrirtækin er að ræða. Þegar svo er komið er auðsætt að Vinnuveitendasamband Islands getur ekki setið hjá og látið sem ekkert sé. Ríkisstjórnin getur ekki beðið lengur aðgerðalaus. Hún verður nú þegar að taka í taumana og fara að stjórna eða segja af sér ella. Ef Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra tekur þann kostinn að biðjast lausnar og aungvir þingmenn fást til að mynda nýja rikisstjórn verður forseti íslands, herra Kristján Eld- járn, umsvifalaust að skipa utan- þingsstjórn sem í væru hæfustu menn þjóðarinnar, og sú stjórn færi með völd þar til kosningar til Alþingis hefðu farið fram. Lýðveldisárið, 1944, sat slík stjórn, að völdum og farnaðist vel. Jón I. Bjarnason ritstjóri. 8. júní 1979. Jónl.Bjamason skipsins, fremur en önnur útlend skip. Eitt harðasta vor sem komið hefur hrjáir nú landbúnaðinn og þá fóru nokkrir mjólkurfræðingar í verkfall og stöðvuðu mjólkursölu og ollu bændum með því óbætanlegu tjóni. Verkfall þeirra stóð í fjórar vikur, eða frá 14. maí, en þeir voru hafðir á fullum launum í,;,verkfallinu’ við að sjá um framleiðslu á óselianlegum landb únaðarvörum. Úrræðaleysi ríkisstjórnar Segja má að ófremdarástand, sem Upphaf verðtryggingaraldar Boltinn gefinn út af í fótboltanum sparka menn gjarnan viljandi út af þegar vinna þarf tíma og aðrir betri leikir eru ekki fyrir hendi. Seðlabankanum hefur undanfarið verið mikill vandi á höndum en hann hefur átt að skipuleggja nýtt bankakerfi hér á landi, kerfi verðtryggingar. Þetta var honum gert að gera með lögunum í vetur, Ólafs-lögum. Þetta er ekki auðvelt verk. Hér ekki nóg af sérhæfðu starfsliði sem geti framkvæmt verðtryggingu, sem fari eftir fióknum reglum. Þess vegna er frekar farið út í að hækka vexti, eða svokallaðan verðbótaþátt vaxta, heldur en að stofna til flókinna vísitölureikninga. Nú hefur Seðlabankinn líka tekið sér eitt og hálft ár, eða til ársloka 1980, til að koma verðtryggingu á í bankakerfinu að fullu. Á hinn bóginn er fasteignasölum í raun og veru ekki ætlaður neinn frestur eða aðlögunartími þar sem búið er að leyfa verðtryggingu í fasteigna- viðskiptum núna frá 1. júní sl. Mér finnst að með þessu hafi Seðla^ bankinn gefið frá sér verðtryggingar- boltann eða með því að sparka hon- um til fasteignasala. Þeir ráða ekkert við þetta flókna mál og hefur boltan- um því verið sparkað út af í bili. Með því vinnst án efa tími fyrir Seðla- bankann en þetta er leiðinleg aðferð. Endurskipulag fasteignasölu Það er augljóst mál að taka verður nú snöggt til hendinni og endurskoða og endurskipuleggja reglur um fast- eignasölu. Ríkisstjórnin lofaði því í stjórnar- sáttmála en ekki bólar neitt á slíku. Mörgum hefði þó fundizt að fyrst ætti að semja nýjar reglur um fast- eignasölu og svo kæmi á eftir verð- trygging í fasteignaviðskiptum. Verðtrygging í fasteigna- viðskiptum er mikið framfaramál sem þakka ber að nú er hleypt af stokkunum. En það má ekki skemma gott mál með vanhugsaðri fram- kvæmd. Enginn flaggaði Upphaf almennrar verðtryggingar" I. júní 1979 verður lengi talið stærsta framfaraskrefið í fjármálum íslendinga á þessari öld, en svosterkt vil ég taka til orða. Það veltur á miklu að vel takist. Stórir hlutir verða oft með hljóðlátum hætti. Það er til marks um það að enginn flaggaði núna 1. júni, enginn hélt ræðu og ekki var haldin vigsluveizla. I rauninni töldu fáir nokkuð hafa gerzt. Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.