Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 12
12 Aðalbókari óskast Viljum ráða hið fyrsta aðalbókara til starfa á aðalskrifstofunni í Reykjavík. Laun eru samkvæmt launakerfi ríkisstarfs- manna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að berast fyrir 30. júní nk. Vegagerð ríkisins, BORGARTÚNI7,105 REYKJAVÍK. 1 Lóðaúthlutun — * Reykjavík R'éyjyavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um byggfng^rétt á eftirgreindum stöðum: a) 34 einbýJishúsalóðum í Breiðholti II, Selja- hverfi. b) 24 raðhúsaló^um í Breiðholti II, Seljahverfi. c) 14 raðhúsalóðúm á Eiðsgranda. Athygli skal vakin á því að áætlað gatna- gerðargjald ber að greiða að fullu í þrennu lagi á þessu ári, fyrsta hluta hálfum mánuði eftir úthlutun, annan hluta hinn 1. október og þriðja hluta hinn 1. desember. Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar um lóðir til ráðstöfunar svo og skipulags- og út- hlutunarskilmála verða veittar á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, alla virka daga kl. 8.20—16.15. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 22. júní 1979. Eldri umsóknir þarf að endurnýja og skila á nýtilgerðum eyðublöðum er fást afhent á skrifstofu borgarverkfræðings. Borgarstjórinn í Reykjavík. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. JUNÍ 1979. Opið bréf til Hauks Guðmundssonar TVEIRDÓMAR Haukur! í fyrri viku sögðu íslenzku blöðin frá tveimur dómum. Báðir þekkjum við vist dómskerftð í landinu og hvorugur höfum við mikla trú á því. Fyrst var sagt frá því að ég hefði verið sýknaður í nær 5 ára gömlu kærumáli Jósafats Arngrímssonar, kaupmanns í Kelavík, á hendur mér vegna sjónvarpsþáttar. Nokkrum dögum síðar var sagt frá því að þú hefðir verið dæmdur í 9 mánaða tugthús vegna handtöku á Guðbjarti heitnum Pálssyni og fleirum. Égefast ekki um að þú verðir látinn afplána fljótt og rösklega enda er það alfarið sjálfsagt mál. Við erum auðvitað sammála um að það er ekki hægt að sniðganga reglur samfélagsins, þó svo tilgangur sé að fá fram réttlæti i röngu kerfi. í annan stað erum við sammála um að réttlætið skal ná jafnt yfir alla, hvort sem það eru veitingahúsaeigendur, kaupmenn eðá lögregluþjónar — eða eitthvað annað. Að sinni verður þú settur itugthús en ég er sýknaður. Við höfum báðir farið í taugarnar á kerfinu. Kerfið hefur náð fram hálfri hefnd að sinni, frestað þróuninni en ekki stöðvað hana. Og þá er um að gera að fara ekki á taugum. Jósafat Þeir hafa árum saman sagt að í samfélaginu væri í gangi samsæri þar sem við, ásamt nokkrum fleirum, værum báðir höfuðpaurar. Þetta sagði Ólafur Jóhannesson í frægri þingræðu á árinu 1976. Við vitum hins vegar að ekkert slíkt samsæri hefur verið í gangi af okkar hálfu — það hefur einungis verið til í heilabúi ruglukolla. Nema við gerum annað: Stofnum í blaðagreinum til opinbers samsæris gegn kerfi sem við báðir vitum að er rangt í grundvallaratrið- um — kerfi sem við fyrirlitum þess vegna. Við rekum þá samsærið, þú lokaður inni i tugthúsi en ég fyrir utan. Áður en ég kem betur að fyrir- huguðu samsæri er rétt að staldra við. Veturinn 1973—1974 starfaði ég við óháðan fréttaþátt í sjónvarpi sem þá hét Landshorn en síðar Kastljós. Þetta var fjörugur þáttur. Óháð blaðamennska var þá að ryðja sér til rúms utanlands — hér heima var svikamylla verðbólgu að verða til í samspili við ívilnandi og lokað kerfi. Snemma á árinu var mér komið í samband við háttsettan embættis- mann. Hann vildi hitta mig á afvikn- um stað til þess að gefa mér upplýs- ingar í máli sem hann sagði að gersamlega hefði fram af sér gengið. Þetta voru mál kaupmanns i Kefla- vík. Þessi hr. X gaf mér upplýsingar, studdar skjölum, um ævintýralegt mál. Maður hafði brotið lög, svikið út stórkostlega fjármuni, oftar en einu sinni. En af einhverjum krafta- verkaástæðum hafði hann ævinlega sloppið við að taka út refsingu, stundum með því að sveifla læknis- vottorðum. Vönduðum embættis- manni, sem ekki leggur í vana sinn, mér vitanlega, að segja blaðamönn- um frá einkamálum kerfisins, mislíkaði og sprakk á limminu. Sá gaf svo miklar upplýsingar að það var hægt að rekja sig áfram og pina söguna til hlítar út úr kerfinu. Næst var að búa til sjónvarpsþátt. Sigurður Líndal prófessor hjálpaði mér við að yfirfara inngang og leggja á ráðin með spurningar þannig að við kölluðum það að dansa línudans á meiðyrðalöggjöfinni. Það var hvorki fljótræði eða upphlaup heldur þrælundirbúið. Auk þess tók Benedikt Blöndal hrl. að sér vörnina, þegar þátturinn engu að siður orsakaði meiðyrðamál, og mun hafa undirbúið vörnina frábærlega vel. Það hefur því ekki verið í kot vísað. Næst var að tala við Baldur Möller, ráðuneytisstjóra í dómsmála- ráðuneyti, sem hafði efnislega með þetta mál að gera. Eftir fiókinn og stundum broslegan forleik fékkst hann til að mæta. Ég hef alla tíð vitað að Baldur Möller bar enga ábyrgð á þessu máli; það var verið að hengja bakara fyrir smið hver svo sem smiðurinn var. En þetta var mál- staður sem ekki einu sinni guð almáttugur hefði getað varið og út- koman varð samkvæmt því. Ég óð einum tiu sinnum yfir ráðuneytis- stjórann eins og valtari. Þjóðin fékk að sjá að þarna var eitthvað meira en litið að. Síðan var nokkrum mánuð- um síðar annar þáttur um sama efni, að viðbættum nýjum upplýsingum. Það sat allt við það sama. Flóðgáttir opnast Við þetta þótti mér sem flóðgáttir opnuðust. Margt fólk sá að kerfið var ekki ósigrandi heldur þvert á móti veikt og varnarlaust ef rétt var að málum staðið. Fjöldi fólks hafði fullt af sögum að segja. Það var um þetta leyti sem ég hitti þig, Kristján Pétursson, og tugi annarra áhuga- manna um breytt og bætt réttarfar i fyrsta skipti. En um samsærið vissi ég ekki neitt fyrr en sá heiðursmaður, Ólafur Jóhannesson, lýsti því í þing- ræðu. Fleiri mál fylgdu, Kerfið var orðið sjúkt og það vissi þjóðin öll. Sumir svindluðu í verðbólgunni og lána- stofnunum. Sumir sviku undan skatti. Neðanjarðarhagkerfið blómstraði innan um verðbólguna og kerfið. Sumir notuðu ríkisvaldið með enn öðrum hætti. Lykill var auðvitað dómskerfið. Til að gera langt mál stutt: Svo kom Klúbburinn. Sú saga hafði verið margrakin en þjóðin var enn ekki farin að átta sig til fullnustu. Klúbb- mál fjölluðu fyrst og fremst um ólög- lega áfengisflutninga og ívilnanir dómsmálakerfis. Beint lá við að spyrja rækilega um flokkspólitísk tengsl. Þeim spurningum hefur aldrei . verið svarað. Það bætti ekki úr skák að meginumræða um þessi mál fór ^ fram við skugga annarra og óhugnanlegri sakamála. Samfélagið hafði ástæðu til þess að vera mjög brugðið. Sagan hélt áfram og er þó miklu sleppt. Sighvatur Björgvinsson spurði Ólaf Jóhannesson, þá dóms- málaráðherra, um Klúbbmál á Alþingi. Dómsmálaforinginn hélt þá varnarræðu sem var ögrun við hvort tveggja: lýðræði og siðmenningu. Þá smíðaði hann stórkostlegar samsæris- kenningar með dylgjum og hálf- kveðnum vísum. Mér er ekki kunnugt um að það hafi gerzt i svokölluðum lýðfrjálsum menningarrikjum að dómsmálaráðherra haldi ræðu á þjóðþingi og smiði samsæriskenning- ar um alla aðra en sjálfan sig og gefi í skyn með uppnefnum að að baki samsærinu standi enn aðrir borgarar þessa lands. Það var sagt þá að a.m.k. værum við og Kristján Pétursson í þessu stórkostlega samsæri. Einnig var nefndur til Árni Gunnarsson. Og fleiri. En hver var kauði sem dóms- málaforinginn talaði um? Um það spurði þjóðin, en þvi var aldrei svarað. Var það Kristján Pétursson? Var það Sveinn Benediktsson? Var það jafnvel Þórður Björnsson? Var það kannske sjálfur Kristinn Finn- bogason? Hver var kauði? Allt um það, dómsmálaráðherrann var ekki vandvirkari en svo að hann var dæmdur fyrir meiðyrði. Það er ekki minn stæll að heyja meiðyrðamál. En ég gat skilið aðstandendur Vísis að sitja ekki undir þvi að þeir væru handbendi mafiu. Ólafur hljóp á sig, svo að ekki sé meira sagt. Þjóðin raunar refsaði honum síðar i kosningum. En meðan þú situr 9 mánuði i tugthúsi verður hann forsætisráðherra! Kostulegt, ekki satt? Upplýsingar um Klúbbmál bárust með líkum hætti og áður um Jósa- fatsmál sem svo hafa verið kölluð. Slíkar upplýsingar frá fólki hef ég sem blaðamaður fengið frá tugum manna og kvenna og sett metnað minn í að þegja um heimildir, sé þess óskað. Ég hélt sjálfur að margfrægur kauði hafi verið hr. X sem gaf mér ítarlegar upplýsingar um kaupmann- inn í Keflavík á sínum tíma. Ólafur er ekki asni. Hann vissi að það var leki á háum stöðum. En þetta er auðvitað einasta ágizkun mín. Guðbjartsmálið Kerfisleikurinn hélt áfram og málin hrönnuðust upp. Vandinn var alltaf sá að misstíga sig ekki, á vand- rötuðum stígum vitlausrar meiðyrða- löggjafar eða annars staðar. Vandinn var og er að fara ekki á taugum þó kerfismennskan, þrældómurinn, r Andlit í þokunni í bili hef ég engar tölur undir höndum um það hve oft Jóhann G. Jóhannsson hefur haldið málverka- sýningar undanfarinn áratug en þó þykist ég vita að þær séu orðnar nokkuð margar, miðað við efni og ástæður. Undanfarna daga hefur Jóhann bætt um betur og sýnt ný verk eftir sig í Hamragörðum við Hávallagötu en þeirri sýningu lauk i gærkvöld. Ég get ekki annað en viðurkennt að sjálfur hef ég verið afar efins hvað allar þessar sýningar snertir því Jóhann hefur vart ráðið yfir þeirri tækni sem þarf til að konia hugsunum sínum og tilfinnmgum i skiljanlegt myndrænt form — pg kannski ekki heldur vitað hvers eðlis tilfinningar hans voru. Þroski Afraksturinn hefur verið eftir þvi — þokukenndar og blíðlegar róman- tískar fantasíur með stöku heillegri mynd á milli. Nú gleður það mig að sjá að Jóhann virðist hafa þroskast heilmikið í myndlist sinni og hefur meira að segja gægst inn i smiðju hjá öðrum listamönnum, sér til sálu- bótar, t.d. Gunnari Erni og Kjarval. Það eru fleiri mannamyndir á þessari sýningu hans en ég man eftir áður frá hcndi Jóhanns og nú eru þær ekki leystar upp í móðu heldur teknar föstum tökum og dregnar ákveðnum dráttum. Útkoman er misntunandi og stundum er varla að sjá að sami maðurinn hafi gert margar mynd- irnar en þetta er mikilvægt skref í átt til listræns sjálfræðis hvað Jöhann snertir. Hugleiðsla Hvað ójtlutbundnar myndir hans varðar þá eru þær margar með svip- uðu marki brenndar og fyrri verk, að því leyti að tjáningin er þokukennd og heldur ekki athygli skoðanda, en siðan er hreinleika og Ijóðrænan einfaldleika að finna i öðrum þeirra, alveg óforvarandis og minnir þetta

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.