Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 17
17 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1979. 'Ot¥(l Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Knötturinn á leið út úr svissneska markinu eftir skot Péturs á 67. minútu. Dómarinn dæmdi þarna aukaspyrnu, en knöttur- inn fór aldrei aftur fyrir endalinu. DB-mynd Hörður Auðveldur sigur ís- f irðinga gegn Austra ísfirðingar unnu góðan sigur á slöku ekki verður hugarfarsbreyting í her- hornið fjær sem markvörður Austra sá liði Austra á laugardaginn með 3-0 eftir að hafa leitt 2-0 í leikhléi. ísfirðingar áttu mun meira í leiknum allan tímann en talsverður vindur var á meðan leikurinn fór fram og setti hann sin mörk á leikinn. ísfirðingar léku heldur undan golunni ef eitthvað var og strax á 7. mínútu skoraði Andrés Kristjáns- son gott mark og um miðjan fyrri hálf- leikinn bætti Einar Ólafsson við öðru marki, eftir að markvörður Austra hafði misst skot Andrésar frá sér. Andrés átti utan þessa dauðafæri, sem ekki tókst að nýta og þá átti Har- aldur Leifsson einnig gott marktæki- færi. Tækifæri Austra voru teljandi á fingrum annarrar handar og þar að auki léleg. Átti aðeins eitt almennilegt skot að marki og það var auðveldlega varið. Lið Austra er nú mun slakara en í fyrra og ekkert nema fall bíður þess ef búðum Austramanna. Austri hafði goluna heldur í bakið í síðari hálfleik, en þrátt fyrir það voru það ísfirðingar sem skoruðu. Andrés Kristjánsson bætti þriðja markinu við — hans 5. mark í 2. deild í sumar — á 57. mínútu, er hann skaut lausu skoti í ekki fyrr en of seint. Eftir markið datt leikurinn nokkuð niður og lítið var um tækifæri það sem eftir lifði leiksins. í liði ísfirðinga bar mest á Andrési og örnólfi Oddssyni, en hjá Austra stóð enginn upp úr meðalmennskunni. - KK Móðir og sonur fengu verðlaun Héðinn Sigurðsson og Lóa, móðir hans, sinn verðlaunapeninginn hvort Þau mæðgin Lóa Sigurbjörnsdóttir og Héðinn Sigurðsson héldu heim með sín verðlaunin hvort af Hvaleyrar- holtinu um helgina, en þá fór fram Dunlop keppni unglinga og svo Wella keppnin fyrir konur. Héðinn vann í drengjaflokki með geysilegum yfir- burðum — lék 36 holurnar á 148 höggum (36, 37, 38, 37) en næsti maður var á 163 höggum. Móðir hans, Lóa, hlaut 2. sætið í keppninni með forgjöf hjá konunum. Annars var það veðrið, sem setti mestan svip á keppnina síðari daginn (í gær) en þá gerði rigningu eina heljar- mikla, sem jókst eftir því, sem leið á daginn. Voru konumar, sem komu síðastar inn, eins og hundar af sundi — gegnblautar og kaldar. Golfarar eru rómaðir fyrir allt annað en geðillsku og konurnar gerðu að gamni sínu i klúbb- skálanum á eftir. Drengirnir sluppu fyrir horn því þeir voru að mestu búnir þegar verstu rigninguna gerði síðdegis. Úrslit urðu þessi á mótinu: Dunlop-keppnin Unglingaflokkur: 1. Ásgeir Þórðarson, NK 2. Tryggvi Traustason, GK 3.-4. Sigurður Guðmundsson, GK 3.-4. Magnús Stefánsson, NK 5. Gústaf Helgason, GR 6. Már Gunnarsson, GK 7. Þórarinn Oddsson, NK Drengjaflokkur: 1. Héðinn Sigurðsson, GK 2. ívar Hauksson, GR Blikar unnu Þór létt Breiðablik vann Þór frá Akureyri 3-0 á föstudagskvöld á afar sannfærandi hátt. Sókn Blikanna var þung mestan hluta leiksins og sigurinn fyllilega sann- gjam í alla staði. Staðan í hálfleik var 1-0. Fyrsta mark leiksins kom á 18. minútu. Aukaspyrna var þá tekin á hægri vængnum og upp úr henni skoraði Ingólfur Ingólfsson af stuttu færi. Blikarnir fengu fleiri góð færi, t.d. Sigurður Grétarsson á 28. mín., en skaut í stöng. Það var ekki fyrr en á 74. mín. að Þór átti sína fyrstu verulega hættulegu sókn, en hún rann út i sand- inn. Á 77. min. var Gunnar Austfjörð réttilega bókaður og mín. síðar munaði minnstu að Karli Ólafssyni tækist að skora. Blikarnir voru ekki aldeilis dauðir úr öllum æðum og á 86. mín. bættu þeir öðru marki við. Árni Stefánsson braut þá á Sigurði, sem skoraði sjálfur úr vitaspyrnunni, sem dæmd var. Á 89. mín skoraði síðan Hákon Gunnarsson eftir mjög fallegan undirbúning Sigurðar, sem var Nv maður Blikaásamt Vigni Baldur St.A. 3. Hermann Erlingsson, GHH 4. Kristján Hansson, GK 5. -6. ión H. Garðarsson, GK 5. -6. Frans Sigurðsson, GR 7. Guðmundur Arason, GR 8. Jón örn Sigurðsson, GR 9. Helgi Ólafsson, GR 10.-11. Hörður Ámason, GK 10.-11. Sigurbjörri Sigfússon, GK Stúlknaflokkur 1. Þórdís Geirsdóttir, GK 2. Ásdis Geirsdóttir, GK 3. Sigríður Sveinbjörnsd. GK Wella-keppnin Konur: án forgjafar: 1. Kristin Pálsdóttir, GK 2. Guðfinna Sigurþórsdóttir, GS 3. Hanna Aðalsteinsdóttir, GK 4. -5. Ágústa Guðmundsdóttir, GR 4.-5. Ásgerður Sverrisdóttir, NK 6. Lóa Sigurbjörnsdóttir, GK 7. Hanna Gabríelsson, GR 8. Stcinunn Sæmundsdóttir, GR 9. Ágústa Dúa Jónsdóttir, GR 10. Margrét Guðjónsdóttir, GK 11. Kristín E. Kristjánsson, NK 12. Guðrún Eiríksdóttir, GR 13. Aðalheiður Jörgensen, GR Með forgjöf: 1. Ásgerður Sverrisdóttir, NK 2. Lóa Sigurbjörnsdóttir, GK 3. Hanna Gabrielsson, GR 184 281 478 högg: 94 97 99 105 105 106 107 108 110 112 113 118 145 81 82 84 Þess skal getið hér að þær konur, sem fengu verðlaun án forgjafar gátu ekki fengið verðlaun með forgjöf. Kristín Pálsdóttir átti bezta hringinn — lék fyrri 9 holurnar á 44 höggum. Auk hefðbundinna verðlauna í unglinga-, drengja- og stúlkna- keppninni voru veitt aukaverðlaun. Úlfar Finnbjörnsson fékk verðlaun — 12 golfkúlur af tegundinni Maxfly - fyrir að vera næstur holu á 5. og 17. braut. Þá hlaut Héðinn Sigurðsson pútter að launum fyrir að vera með lægsta samanlagða skor á 6. og 18. holu. Þá fékk yngsti keppandinn, Jón örn Þorsteinsson, pittgildru í verðlaun. Þá má geta þess hér i lokin, að Sigriður Sveinbjörnsdóttir er aðeins 11 ára gömul, þannig að árangur hennar er ágætur þrátt fyrir mikinn högga- fjölda. -SSv. UAfeLkosumar 79 BANKASTRÆTI 7 & AÐALSTRÆTI4 / ár er Melkasumar í Herrahúsinu Því flöggum við geysilegu úrvali af léttum og þægilegum sumarfatnaði frá Melka. M.a. blússum, buxum, stuttbuxum, skyrtum, stutterma skyrtum / o.m.fl. Allt sómaklæði enda frá / Melka komin. / j

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.