Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 11.06.1979, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 1979. íþróttir Iþróttir Iþrottir Iþróttir ÞETTA VAR GOTT MARK! írski dómariim neitaði að ræða un Idkiim við blaðamenn ,,Mark Péturs Péturssonar var eins löglegt og eitt mark getur verið. Sviss- neski markvörðurínn missti knöttinn eftir aukaspyrnu Ásgeirs Sigurvins- sonar á 12. min. Knötturinn hrökk til min og ég spyrnti. Markvörðurínn varð fyrír knettinum og rétt á eftir kast- aði hann sér á mig. Knötturínn hrökk til Péturs, sem skoraði örugglega. Ég beinlinis trúði þvi ekki, þegar irski dómarínn dæmdi markið af,” sagði Teitur Þórðarson eftir Evrópuleik Is- lands og Sviss á laugardag. Teitur var ekki einn um þá skoðun. Þetta voru mjög slæm mistök hjá írska dómaran- um Farrell — mistök, sem ef til viil skiptu sköpum. Myndirnar hér á síðunum sýna at- vikið vel — Bjarnleifur tók þær allar, nema aðra myndina, sem Hörður Vilhjálmsson tók. Sú fyrsta sýnir er svissneski markvörðurinn Roger Berbing missir knöttinn eftir auka- spyrnu Ásgeirs Teitur nær knettinum en Berbing ver skot hans — önnur myndin — og kastar sér á Teit. Pétur er mun fljótari að átta sig en miðvörður- inn Zappa og sendir knöttinn i markið. Siðan fagna islenzku leikmennimir — en gleði þeirra breyttist i reiði, þegar dómarínn dæmdi markið af. „Ég skil ekki hvers vegna okkur eru alltaf sendir lélegir leiðindadómarar”, sagði fyrír- liði Islands, Jóhannes Eðvaldsson eftir leikinn. „No comment" Eftir leikinn fóru nokkrir islenzku blaðamannanna inn í búningsherbergi dómarans Farell. Hann neitaði að svara spurningum um leikinn — sagði að UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu — bannaði dómurum að ræða um atvik í leikjum við blaðamenn. „Mig langar aðeins að vita hvers vegna þú dæmdir mark af íslandi á 12.mín.” spurði þá undirritaður. „No comment, sorry”, sagði Farrell og þar við sat. Hann gerði þetta á mjög kurteislegan hátt. Nokkru síðar hitti undirritaður Farrell aftur í boði KSÍ — og sagðist þá hafa frétt að hann hefði rætt um atvikið. „Það er algjör misskiiningur — ég hef hvorki rætt um leikinn við blaðamenn né aðra. Ég skal gefa þér undirritaða staðfestingu á þvi auk þess, sem línuverðir mínir eru til vitnis um það,” sagði Farrell dómari — og ekki var nokkur ástæða til að efast um sann- leiksgildi orða hans. Þó var greinilegt að honum leið ekki vel — vissi, að hann hafði mjög hallað á leikmenn íslands i leiknum. Mjög óánægður „Ég vil helzt ekkert ræða um það — en því er ekki að leyna, að ég er mjög óánægður með að hafa verið kippt út af. Ég hefði getað sætt mig við það ef ég hefði átt lélegan leik”, sagði Teitur Þórðarson en það kom mjög á óvart, þegar landsliðsþjálfarinn tók hann út af á 75. mín. Áhorfendur létu óspart í Ijós.að þeir voru mjög á móti þeirri ákvörðun dr. Youri Ilitchev. „Það var alveg út í hött, þegar Ódýrír amerískir hjólbarðar Sendum í póstkröfu um allt land E 78x15 KR. 19.500 BR 78x13 KR. 16.600 G 78x15 KR. 21.500 615x13 KR. 16.500 H 78x15 KR. 23.600 700x13 KR. 15.600 L78x15 KR. 27.600 BR 78x14 KR. 17.900 LR 78x15 KR. 31.500 CR 78x14 KR. 19.800 HR 70x15 KR. 29.200 H 78x14 KR. 22.300 JR 78x15 KR. 29.800 B78x14 KR. 16.900 GR 78 x 15 KR. 26.500 P205/70Rx14 KR. 22.800 HR78x15 KR. 27.400 P205/75Rx14 KR. 21.800 GR 70x15 KR. 27.400 SAMYANG HJÓLBARÐAR 615x13 KR. 13.750 135x14 KR. 22.950 560x13 KR. 14.350 E 78x14 KR. 23.650 590x13 KR. 15.450 560x15 KR. 17.750 A78x13 m KR. 16.550 700x15 jeppa KR. 35.800 B78x13 KR. 19.300 700x16 jeppa KR. 36.600 640x13 KR. 17.200 600x12 KR. 13.950 • Sólaðir hjó/barðar ávallt fyrirliggjandi • Einnig margar aðrar gerðir hjólbarða • Sannfærist með þvíað leita til okkar Gúmmívinnustofan Skipholti 35 Sími 31055 dómarinn dæmdi markið af okkur — og það var hneyksli, þegar Teitur var tekinn út af. Mér fannst hann bezti maður íslenzka liðsins”, sagði Pétur Pétursson eftir leikinn. Vantar neista „Það var dapurlegt að tapa þessum leik, mikil vonbrigði að tapa fyrir þessu svissneska liðið. Við áttum að skora mark eða mörk í f.h. Höfðum alla burði til þess — en eftir að Island hafði skorað var slakað á. Þá lá alltaf í loft- inu að Sviss mundi jafna,” sagði Ellert Schram, formaður KSÍ, eftir leikinn. „Það var sorglegt að fá á okkur þessi tvö mörk með svona stuttu millibili. Það vantar neistann í islenzka liðið. Það er sterkt á pappírnum en það þarf að hafa fyrir því að vinna leiki. Mér fannst ekkert athugavert við liðsskip- anina í byrjun — en það er vandamál hjá okkur að vera með leikmenn út um allt. Vantar samæfingu — ekki nóg að stilla upp sterkum einstaklingum,” sagði Ellert ennfremur. Betra en í Sviss „Við lékum nú betur en í Sviss — en ég er ekki ánægður. Við lékum með hjartanu — ekki heilanum og við eruni ekki tilbúnir enn til að leika með þremur framherjum. Úrslitin eru mikil vonbrigði, það sem ég hélt að leik- mennirnir gætu gátu þeir ekki fram- kvæmt”, sagði dr. Youri Ilitchev. „Það er of mikið spark hjá okkur — og svo er eins og við getum ekki skorað. Það vantar meiri yfirvegun — við áttum að minnka hraðann, halda knettinum lengur, eftir að við höfðum náð forustu í leiknum,” sagði Jóhannes Eðvaldsson. „Ég hef ekki beint verið heppinn í þessum leikjum við Sviss. Millimetrum frá að skora á báðum leikjunum — fyrst úti í Bem og nú átti ég skot í þverslá. Það hefði verið gaman að sjá knöttinn þá fara inn — en það var ánægjulegt að vinna að markinu með Janusi”, sagði Arnór Guðjohnsen eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður með hvernig lið mitt náði yfirhöndinni eftir að ísland hafði skorað í leiknum. Sam- mála dr. Youri að ísl. liðið lék betur en í Sviss. Ég vissi að þetta yrði erfiður leikur. íslendingar sterkir með skalla en við'í Sviss eigum ekki sterkustu skalla- menn í heimi! — Ég er mjög ánægður með sigurinn”, sagði Walker þjálfari Sviss. „Þetta var ekki góður leikur — og ísland á að vinna lið eins og það sviss- neska. ísland lék betur í fyrri hálfleik og hefði þá átt að skora. Atli var beztur,” sagði Nemez þjálfari Vals. „Það vantar meiri leikgleði hjá okkur — en það voru atriði hjá dómar- anum, sem miklu breyttu. Undir- búningurinn var i góðu lagi og góður andi hjá strákunum. Því enn meiri von- brigöi að tapa”, sagði Bergþór Jóns- son, landsliðsnefndarmaður eftir leik- inn. -hsím. hjá Þrótti Þróttur frá Neskaupstað vann á laugardag góða sigur gegn Magna 3—1 í ágætum leik. Staðan í hálflcik var 2— 0 fyrir Þrótt. Þróttur sótti linnulítið í fyrri hálf- leik og lék liðið þá oft mjög góða knatt- spyrnu. í síðari hálfleik datt allur glans af leiknum og miðjuþóf varð einkenn- andi. Mörk Þróttar skoruðu Sigurður Friðjónsson tvö og Erlendur Davíðsson- eitt. Fyrir Magna svaraði Hringur Hreinsson. Þá léku á föstudagskvöldið Fylkir og Reynir frá Sandgerði. Fylkir vann tiltölulega auðveldan sigur með tveim- ur mörkum frá Hilmari Sighvatssyni, einu frá Gretti Gislasyni og lokaorðið átti markvörðurinn, Ögmundur Kristinsson, sem skoraði úr vítaspyrnu — hans annað mark á fáum dögum. St.J/SSv. 15,7 millj. íkassa Fríðjóns! „Það komu 15.7 milljónir i I kassann — 10469 keyptu að-l göngumiða á landsleikinn við [ Sviss. Þetta eru brúttó-tekjur svo ég er mjög ánægður með það — [ en ekki úrslitin í leiknum,” sagði | Friðjón Friðjónsson, gjaldkeri [ KSÍ, cftir Evrópuleikinn á laugar- „Kostnaðaráætlun okkar í I sambandi við báða Evrópuleikina | við Sviss var 10.7 milljónir, svo [ nokkur hagnaður verður af leikj-1 unum”, sagði Friðjón ennfrem- ur. Fjölmargir fá ókeypis inngang | á völlinn og áhorfendur á laugar- dag hafa því verið hátt á tólfta j þúsundið.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.