Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979. 3 Hver hefur brugðizt? Skafti Skúlason skrifar: Nú er lokið stormasömu þingi þar sem ungir menn hafa gert tilraun til að færa til betri vegar það sem hefur verið misgjört á undanfarandi árum og áratugum í þjóðfélagi okkar. Fylgzt hefur verið með af athygli vegna þess að þeir gáfu vonir um breytt og betra líf í komandi framtíð. Ekki hefur farið framhjá neinum að þeir hafa verið undir ámæli gamalla og reyndra samþing- manna sinna fyrir kúnnáttuleysi og framapot, sem gamlar kempur óttast, þar sem nálægt þeim er komið og stöðu þeirra ógnað. Þetta er að mörgu leyti skiljanlegt viðhorf hjá þeim sem í öllu þessu öngþveiti á liðnum árum hafa misst sjónar á markmiðum. Breytt vinnubrögð Engum dylst að breytt vinnubrögð hafa verið á alþingi í vetur, en afstaða hinna eldri þingmanna er ekki réttlætanleg þegar hugsað er um framtíð íslenzkrar þjóðar og þeirrar staðreyndar að ekki hefur verið tekið á vandamálum þjóðarheildarinnar á undanfarandi árum af þvi hugrekki og framsýni sem til þurfti. Skamm- tímasjónarmið tekið fram fyrir það sem hefði verið réttara. Nú bregður svo við að jafnvel einstaklingurinn í þjóðfélaginu, sem ekki hefur getað gert sér vonir, eygir framundan það sem hann hefur ekki þekkt áður, vonina um frelsi og réttlæti á borði en ekki bara sem uppsláttarorð. Mál sem hefur um áratugi verið meinsemd og ómælanlegur skaðvaldur, sem lamað hefur heilan atvinnuveg í ára- tugi, sem annars hefði getað verið innlegg í sókn okkar ti! betri þjóðar- afkomu, er til Iykta leitt vegna hugrekkis og lifsviðhorfs ungu mannanna sem setið hafa á alþingi í vetur. Þeim tókst að ná samstarfi við þá menn sem i hjarta sínu hafa viljað gera gott en hafa ekki fundið fyrr en á þessu þingi þá einstaklinga sem hafa þorað og ekki eru háðir neinu fast- mótuðu kerfi, þar sem hagsmuna- hópar taka ákvörðun fyrir þá. Með þessu hafa þeir sýnt okkur að það er barizt fyrir kerfisbreytingu. Þrátt fyrir sjáanlegar staðreyndir verður þess vart að móti raunverulegum vilja okkar látum við þá maskínu sem hugsað hefur fyrir okkur og leitt þangað sem við erum komin í dag móta hugmyndir okkar um þessa menn. Laxalóns- málið Gott dæmi um að þeir hafa ekki brugðizt vonum manna um betri framtíð er lausn á 30 ára deilumáli sem tekið hefur þrek og þor frá mörgum, en það er hið svokallaða I.axalónsmál sem undir forystu ungu mannanna fékk þær lyktir á þessu þingi sem allir þekkja. Einstaklingur- inn sem hefur þvælzt í kerfinu í 30 ár fékk staðfest að hann var á réttri braut. Þetta þýðir að hætt verður að deila og hægt að snúa sér að verk- efninu af fullu afli. Hvað gefur vonir ef ekki forusta þessara ungu manna, sem við megum ekki undir neinum kringumstæðum bregðast, vegna þess að þá drepum við vonina um að hægt sé að skapa okkur öruggari framtíð. Látum það ekki villa okkur sýn þótt reynt sé að sýna okkur fram á að þessir ungu menn hafi ekki gert kraftaverk á sínu fyrsta þingi. Þeir eru ekki galdramenn og hafa þurft að gefa eftir í ýmsum málum enda við ramman reip að draga, og ekki lagað á einum vetri það sem hefur verið eyðilagt á mörgum árum. Við megum ekki bara veita ungu mönnunum aðhald, heldur verðum við einnig að gefa þeim stuðning okkar svo raddir þeirra hljóðni ekki. Þá eru það ekki bara þeir sem hafa brugðizt heldur fjöldinn sem vonar með þeim. Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.tO í kvöld Spurning dagsins Fórstu í kvik- myndahús um helgina? Sigurjón Þórðarson.cigandi Efnalaug- arinnar Hátúni 4a: Nei, ég fer ekki i bíó nemasvonatvisvaráári. Birgir Guðmundsson, bryti vs. Þór: Nei, ég var að koma af sjónum en ætla að bregða mér i bió í kvöld. Guðrún Þorbergsdóttir, verzlunar- maður og nemi: Nei, það gerði ég nú ekki en fer stundum ef boðið er upp á góðar myndir. Guðmundur Ingason, starfsmaður Framleiðslueftirlits sjávarafurða: Nei, en fer oft í bíó. Undanfarið hef ég bara haft svo mikið að gera að ég hef ekki gefið mér tima til að skreppa í kvik- myndahús. Uddur Oddsson, starfar ekkert eins og er: Nei, og fer mjög sjaldan. Katla Henje, bankaritari og húsmóðir: Nei, það gerði ég ekki en fer stundum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.