Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 4
 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979. DB á ne vtendamarkaði Að hverju á að huga er keypt eru regnföt? Nú er sumarið greinilega komið og byrjað að rigna á suðvestur- horninu og ekkert að vita hvenær styttir upp. Þá aettum við auðvitað að taka okkur til og athuga regnfatnað fjölskyldunnar því svo undarlegt sem það er þá klæðast íslendingar yfir- leitt sjaldan eða aldrei slíkum ágætis- flíkum. Neytendasamtökin á Akra- nesi dreifðu nýlega í öll hús þar í bæ upplýsingum um samtökin og óska- seðli um inngöngu. Þessu fylgdu ýmsar gagnlegar upplýsingar, meðal annars um regnfatnað. Þær upp- lýsingar eru byggðar á rannsóknum neytendasamtaka á hinum Norður- löndunum. Þar eru aðstæður um margt svipaðar þvi sem hér er og væri því ekki úr vegi að koma upp virkilega góðum regnfatnaði á fjöl- skylduna ■ eftir norrænum leiðbeiningum. Vatnsþétt og níðsterk Fyrsta skilyrði góðs regnfatnaðar er auðvitað að hann sé vatnsþéttur. En ýmislegt annað er einnig gott að hafa í huga. Er flikin slitsterk? Helzt hún mjúk í kulda? Er hún létt miðað við það hversu sterk hún er? Heldur hún lit þrátt fyrir birtu, þvott og slit? Er hún auðveld í þvoi i, má jafnvel þvo hana í þvottavél? Er hún auðveld viðgerðar? Er hún óeldfim? Um nokkur þessi atriði er auðvelt að fullvissa sig með því einu að hand fjatla flikina. Um önnur er bezt að spyrja afgreiðslufólk. Því miður er það oft svo að afgreiðslufólkið veit mjög lítið um það sem það er að selja og því verða neytendur að afla sér eigin reynslu og er hún oft ærið bitur. En slíkt eigum við auðvitað ekki að láta bjóða okkur og krefjast þess jafnan, er við kaupum eitthvað, að fá ttm það gagnlegar og nákvæmar upþlýsingar. Aðeins þá getum við búizt við'að gerðar séu kröfur til þeirra sem selja okkur vöru. En þetta var útúrdúr. Nokkur atriði önnur þarf að athuga, sérlega þegar keypt eru regn- föt á börnin. Er auðvelt að hreyfa sig í flíkinni? Er hægt að vera í hlýjum fötum innanundir án þess að það valdi óþægindum? Er auðvelt fyrir börnin að komast sjálf í og úr flíkinni? Eru hnappar og lásar. auðveldir viðureignar? Ryðga þeir? Komast buxurnar utanyfir stígvélin? ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í byggingu stein- steyptra starfsmannahúsa og mötuneytis við Hraun- eyjafossvirkjun. Miðast verkið við afhendingu á húsun- um í haust tilbúnum undir tréverk. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavik, frá og með miðvikudeginum 13. júní 1979 að telja og kostar eintakið kr. 10.000. Tilboðs- frestur er til 29. júní 1979, en þá verða tilboðin opnuð kl. 14 í skrifstofu fyrirtækisins. Reykjavík 12. júní 1979 L LANDSVIRKJUN LAUSARSTÖÐUR Kennarastöður við Fjölbrautaskðla Suðurnesja i Keflavik eru lausar til umsóknar. Kennslu- greinar sem um er að ræða eru Islenska, erlend mál, félagsfræði, stærðfræði og sérgreinar á uppeldisbraut. Æskilegt er að kennarar geti kennt fleiri námsgreinar en eina.' Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6 Reykjavík, fyrir 5. júlí nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 7. júnl 1979. Er hettan þannig sniðin að hún hindri ekki útsýn barnsins? Er flíkin úr sjálflýsandi efni eða með áföstu endurskinsmerki? Eru leiðbeiningar um meðferð, stærðarmerki og nafn framleiðanda saumuð i flíkina? Alla þessa hluti ætti að vera auðvelt að at- huga, en það borgar sig samt að gera það áður en flíkin er keypt. Þegar regnföt bila eða á þau koma göt ætti að vera auðvelt að gera við þau. Flíkin er þá látin þorna vel, svæði í kringum gat er raspað með sandpappír til þess að bótin tolli vel við og hún er límd á. Ef hún er saumuð á er flíkin ekki lengur vatns- þétt. -DS. H Menn svona vel búnir regnfötum eru sjaldgæf sjón í henni Reykjavík, eins t og þó rignir þar. . Nesti í sumarferðina 5 tillögur MOTOCROSS iYiuiucruss \vei- hjólakeppni) verður haldin sunnudaginn 24. júní að Sand- felli við Þrengsla- veg. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppni þann 24. júní eru beðnir að skrá sig í síma 40397 þriðjudag- inn 12, og mið- vikudaginn 13. júní milli kl. 7 og 9. VÉLHJÓLAlÞRÓTTA KLÚBBURINN i Sumarið er tími sumarleyfa og þau nota flestir til lengri eða skemmri ferðalaga. Fjölskyldan eða vinafólk fer þá gjarnan saman og nýtur ís- lenzkrar náttúru björtustu sumar- mánuðina. Flestir hafa með sér eitt- hvert nesd, bæði til aðgeta ráðið tím- anum sjálfir og minnka um leið út- gjöldin. Bezt er að útbúa nestið sjálfur, það er skemmtilegra, per- sónulegra og ódýrara. Veljið mat sem geymist vel, molnar ekki mikið eða er of rakur. Stefnið að sem minnstum úrgangi og hafið plastpoka með undir rusl. Hafið nestið hollt. í eins eða tveggja daga ferðir er nóg að hafa nesti i einni körfu, tösku eða góðum kassa; mjólk, kaffi eða ávaxtasafa til drykkjar, samlokur með margs konar áleggi, ost, græn- meti og ávexti. Samlokur eru sjálfsagðar í nestið. Notið hveitibrauð, gróf brauð og hrökkbrauð. Skerið brauðin þunnt svo auðvelt sé að bíta í samlokuna. Samlokur geta ýmist verið einfaldar eða íburðarmiklar. Þið getið e.t.v. notað eitthvað af þessum. 1. Leggið saman tvær hveitibrauð- sneiðar með jardínusalati. Sardínusalat 1 ds sardínur 8 ólífur 1—2 tsk. sítrónusafi 1—2 tsk. chilisósa 2 msk. klipptur graslaukur (má sleppa) Merjið sardínurnar með gaffli, kryddið með chilisósu, sítrónusafa, smátt skornum ólífum og graslauk. Eggjasalat 2. Leggið saman tvær þunnar sneiðar af seyddu rúgbrauði með smjöri og eggjasalati. 100 g olíusósa (mayonnaise) 2 harðsoðin egg söxuð 100 g nautatunga f litlum bitum 1— 11/2 tsk. sinnep salt Blandið öllu saman og saltið ef með þarf. Túnfiskur 3. Leggið saman tvær hveitibrauð- sneiðar með túnfisksalati og salat- blaði. 100 g olíusósa 100 g túnfiskur 1—2 tsk. sitrónusafi salt, pipar Skerið túnfiskinn smátt, blandið saman við oliusósuna og kryddið með sítrónusafa, salti og pipar. Rækjusalat 4. Leggið saman tvær hveitibrauð- sneiðar með smjöri og rækj usalati. 100 g olíusósa 250 g rækjur 100 g mildur gouda i smáum bitum 1 rifið epli Blandið öllu saman og kryddið með sítrónusafa ef með þarf. Sardínusmjör 5. Leggið saman tvær hveiti- brauðsneiðar með sardínusmjöri: 6 meðalstórar sardínur 100 g smjör pipar Hrærið smjörið lint, merjið sardín- urnar með gaffli og blandið saman við og kryddið með pipar. - GM Sólarferðir 20-40 þúsundum dýrari: ,,Nei, fólk er búið að ákveða að fara svo að það hættir ekki við þó ferðin hækki þetta,” sagði einn af- forráðamönnum ferðaskrifstofunnar Úrvals er hann var spurður að því hvort sú 10% verðhækkun sem nýlega varð á sólarlandaferðum hefði dregið úr aðsókn í ferðirnar. Hækkunin er komin til vegna verðhækkana á olíu bæði hér heima- 0UAN VELDUR fyrir og erlendis. Því hækka ekki allar ferðirnar jafnt því til dæmis Spánverjar hafa ekki hækkað oliuverðið hjá sér jafnmikið og aðrir og bædst því aðeins ofaná ferðir til Spánar það sem olían hefur hækkað hér. Spánarferðir hækka um 20—25 þúsund krónur, Ítalíuferðir um 25— 30 þúsund, Grikklandsferðir um 35— 40 og Júgóslavíuferðir um 30—35’ þúsund krónur. Ferðaskrifstofan Úrval hefur ekki orðið vör við fækkun ferða frá þvi i fyrra en ferðaskrifstofan Sunna hefur aftur á móti orðið að fella niður ferðir vegna lélegrar þátttöku. Er þá um áð ræða mikla fækkun á löngum tíma þannig að ekki er um að ræða eina afleiðingu af þessari síðustu hækkun. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.