Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979. Húsnæði við Laugaveg neðarlega til leigu, stærð ca 180 ferm á 2. hæð, hentugt fyrir læknastofur, snyrtistofur, skrifstofur, saumastofur eða þess háttar. Uppl. hjá auglýsingaþjónustu DB, sími 27022 næstu daga. H-861. LAUSAR STÖÐUR Við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, fjölbrautaskóla, eru lausar til umsóknar tvær kennara- stöður, önnur í heimilisfræðum (1/2 staða) og hin i trésmíði (1/2 staða). Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 3. júli nk. — Umsóknareyöublöð fást i ráðuneytinu Menntamólaröðuneytið, 8. júni 1979. LAUSAR STÖÐUR Við Menntaskólann við Sund eru kennarastööur lausar til umsóknar i eftirtöldum greinum: Efnafræði, stærðfræði, eðlisfræði og íþróttakennslu stúlkna. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 3. júlí nk. — Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 8. júní 1979. BÍLAPARTASALAN Höfum iírvalnotaöra varahluía íýmsar tegundir bifreiöa, til dæmis: Plymouth Belvedere '67 Peugeot 404 '67 Moskwitch '72 Hillman Hunter '70 BMW 1600 '67 Einnig höfum við úrval af kerruefni, tildæmis undir vélsleða. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Sími 11397 Nr.2. Beige Stærðir 37—41 Verðkr. 11.730.- nýkomnir PÓSTSENDUM Nr. 1. Beige Stærðir37—40 Verðkr. 14.420 Nr.3. Beige Stærðir 37—40 Verðkr. 16.610. SKÓGLUGGINN h/f RAUÐARÁRSTÍG 16 - SÍM111788 JohnWaynelátinn: p EFTIR15 ARA BARÁTTU VIÐ KRABBAMEIN Kvikmyndaleikarinn John Wayne er látinn, 72 ára að aldri. Þar með er lokið fimmtán ára baráttu hans gegn krabbameini og löngum kvikmynda- ferli. Er dauðastundin nálgaðist voru allir nánustu ættingjar hans viðstaddir en hann dvaldist á sjúkra- húsi Kaliforníu háskólá i Los Angeles. Að sögn talsmanna sjúkrahússins dró stöðugt af John Wayne síðustu idagana sem hann lifði. Hafði honum ekki liðið vel síðan á laugardag. Eins og þykir hæfa er dregur að dauðastundu þvílíkrar hetju hvíta tjaldsins eru dregnar upp drama- tískar lýsingar og leitað að hliðstæðun) augnablikum á kvik- myndaferli hans. í síðustu kvikmynd hans — Byssu- maðurinn — The Shootist — lék hann einmitt aldraðan byssumann, sem nú beið dauða síns. Krabba- meinið hafði náð tökum á honum, en fornir andstæðingar hans og ungir ofurhugar ætluðu ekki að gefa hon- um frið á dauðastundinni heldur vildu óðir og uppvægir ráða honum bana. John Wayne var þrígiftur og átti sjö börn. í kvikmyndunum var hann töffarinn þögli, sem studdi hið góða en leysti vandamálin ekki með málæði heldur hnefunum. Mörgum þótti hann orðinn nokkurs konar tákn fyrir hinar svonefndu gömlu hefðir Bandaríkjanna og víst er um það að kvikmyndaferill hans náði yfir nærri hálfa öld og hann lék í rúmlega tvö hundruð kvikmyndum. Á síðari árum þótti að vísu ýmsum falla blettur á kappann við stuðning hans við ýmsa þá aðila sem ekki juku veg Bandaríkjanna út á við. Má þar nefna Nixon fyrrum forseta. Þessi þáttur lífs John Wayne náði hámarki í kvikmyndinni True Grit. Fjallaði hún um baráttu bandariskra land- gönguliða í Vietnam-styrjöldinni. Hlaut Wayne óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í þeirri mynd árið 1970. THATCHER EFNIR L0F0RÐIN UM SKATTALÆKKUN Ríkisstjórn íhaldsflokksins mun í dag tilkynna nýjar aðgerðir í efnahags- málum, sem eiga að verða hennar fyrstu spor til enduruppbyggingar brezks efnahagslífs. Meðal þeirra at- riða, sem mesta athygli vekja er almenn lækkun á tekjusköttum. Tillögurnar bera mjög annan svip en hugmyndir stjómar Verkamanna- flokksins. Þar bar mest á miklu eftirliti með tekjum almennings og verðlagi auk þess sem þeirri stjórn virtist ekki á móti skapi að auka eftirlit með ýmsum mikilvægum atvinnuvegum. Síðan íhaldsmenn unnu kosningasigur sinn hinn 3. maí síðastliðinn hafa ráðherrar og sérfræðingar verið önnum kafnir við að finna út hve langt væri hægt að ganga í frjálsræðisátt nú er fyrstu skrefinverðatekin. Fjármálaráðherrann, Sir Geoffrey Howe, mun leggja fram hugmyndir sinar á fundi neðri deildar brezka þingsins í dag. Ljóst er áð við almenna tekjuskatts- lækkun allt að 33% verður að afla rík- inu annarra tekna. Er þá einkum rætt um hækkun óbeinna skatta eins og söluskatta ýmiss konar. Er þá til dæmis rætt um að auka óbeina skatta á bensín, bjór, tóbak og aðrar þær vörur sem telja megi til munaðarvara. Al- menningur í Bretlandi hefur átt von á einhverjum slíkum ráðstöfunum og að undanförnu hefur eftirspurn eftir slíku aukizt mjög i verzlunum á Bretlandi. Leiðtogar verkalýðssamtakanna og Verkamannaflokksins hafa varað við þessari breyttu skattastefnu og talið að hún mundi óhjákvæmilega leiða til meiri hraða verðbólgunnar. Undan- farið hefur hún verið 10,1% í Bret- landi. Havana Kúbu: Castro ræðir við flugræningjann Fidel Castro, forseti Kúbu, fór í gærkvöldi til flugvallarins við Havana í því augnamiði að semja beint við flugræningja bandarískrar Tristar þotu með rúmlega tvö hundruð manns innanborðs, sem þar var lent. Samkvæmt opinberum heimildum í Havana fór Castro til flugvallarins eftir að fréttist að þotu frá Delta flug- félaginu bandaríska hefði verið rænt í innanlandsflugi í Bandarikjunum. Var hún á áætlun frá New York til Fort Lauderdale í Florida, þegar flugræningi eða ræningjar tóku völd- in um borð og skipuðu svo fyrir að flogið yrði til Kúbu. Ekki var ljóst í morgun hverjir stóðu fyrir ráninu né hverjar kröfur þeir hygðust leggja fram gegn því að sleppa farþegum og áhöfn úr haldi. Ekkert hafði heyrzt um líðan hinna 194 farþega um borð í þotunni né tólf manna áhöfn. Samkvæmt tilkynn- ingu bandarískra flugyfirvalda var þotan yfir Suður-Karólínufylki er ræningjarnir tóku völdin. Síðustu fréttir frá Havana á Kúbu eru þœr að flug- ræninginn sem rændi bandarísku þotunni hafi gefizt upp.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.