Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979. 9 » Sleingrímur Hermannsson dóms- málaráðherra. DB-mynd RagnarTh. — segir Steingrímur Hermannsson „Þjóðin vill ákveðnar og víðtækar ráðstafanir til að losna úr styrjaldar- og Sturlungaaldarástandi sem hér ríkir. Þjóðin er orðin þreytt á þessu ástandi. Ég tek úrslit þessarar skoðanakönnunar sem stuðning við tillögur Framsóknarflokksins til lausnar vandanum,” sagði Stein- grímur Hermannsson, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í samtali við DB. Steingrímur kvaðst álíta að fólk væri orðið þreytt á aðgerðaleysi ríkis- stjórnarinnar og kæmi það fram í auknu fylgi Sjálfstæðisflokksins. Að sínu áliti hefðu sjálfstæðismenn þó ekki komið fram með neinar mark- verðar tillögur í efnahagsmálum. „Það er alltaf gott að fá stuðning,” sagði Steingrímur Hermannsson ennfremur. ,,En stjórnmálamenn verða að taka á vandanum án tillits til atkvæðanna, taps eða fylgisaukningar.” -GM. Hvemig leggjast úrslit skoöana- könnunar DB í foringjana? Niðurstöður skoðanakönnunár DB um fylgi stjórnmálaflokkanna um þessar mundir vöktu að I vonum mikla athygli þegar blaðið kom út í gær. Þær sýndu áframhaldandi fylgisaukningu Sjálf- stæðisflokksins sem fyrri kannanir DB hafa gefið til kynna eftir að vinstri stjórnin hóf göngu sína. Sjálfstæðisflokkurinn fékk í könnuninni nú hreinan meirihluta þeirra sem á annað borð lýstu yfir fylgi við einhvern flokk. Könnunin sýndi einnig þá athyglisverðu niðurstöðu að Framsókn hefur síðustu mánuði hafið mikla sókn á kostnað samstarfsflokkanna, einkum Alþýðubandalagsins. Fylgi hefur mjög hrunið af Alþýðubandalaginu síðustu mánuði og fylgishrun Alþýðuflokksins heldur áfram. — DB sneri sér í tilefni könnunarinnar tii nokkurra foringja stjórnmálaflokkanna og spurði hvað | þeim fyndist um útkomuna. -HH. Árangurínn að koma í Ijós — segir Birgir ísleifur Gunnarsson, form. framkvæmdastjórnar Sjálfstæðisf lokksins „Þó að ég taki þessa prósentutölu eða þingmannatölu ekki alltof alvar- Iega sýna þessar niðurstöður ákveðna tilhneigingu sem kemur okkur sjálf- stæðismönnum ekki á óvart,” sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður framkvæmdastjórnar Sjálfstæðis- flokksins, þegar DB bar úrslitin Birgir ísleifur Gunnarsson borgar- fulltrúi. DB-mynd Ragnar Th. undir hann. DB hafði áður reynt að ná í formann og varaformann Sjálf- stæðisflokksins en þeir voru báðir erlendis. „Eftir kosningarnar fyrir um það bil ári hefur flokkurinn ötullega unnið að því að endurmeta störf sin og stefnu og árangur þess er nú að koma í Ijós,” sagði Birgir. „Ráðleysi rikisstjórnarinnar og vaxandi vantrú manna á getu rikisstjórnarflokkanna til að leysa nokkurn vanda á hér einnig verulegan hlut að máli.” -HH. Stuðningur við tillögur Framsóknar örugg fjárfesting Range Rover árg. 1976, einstaklega fallegur bíll, gott lakk, teppalagður, klœddur, litað gler, aflstýri og -bremsur, útvarp og segulband, ný jeppadekk og að lokum aðeins ekinn 55 þús. km. BJ.LAKAMP miiliiliil ... ... j ... ............. . .. . . .y ....m ■ SKEIFAN 5 — SÍMAR 86010 og 86030 ' |' RÖRSTEYPAN H/F Framtíðarstarf Óskum að ráða starfskraft til verksmiðjustarfa. Uppl. hjá verkstjóra. RÖRSTEYPAN H/F Rfuhvammsvegi, Kópavogi — Sími 40560 —40930 mm, Bananasplit ! Skalli Lækjargötu 8, Hraunbæ102 Reykjavíkurvegi 60 Hf.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.