Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979. loknum að úrslitin sýndu að kristi- legir demókratar hefðu meginhlut- verki að gegna í ítölskum stjórn- málum. Árangur kristilegra demókrata í kosningunum var þó engan veginn neitt stórfenglegur. í raun töpuðu þeir 0,6% af fyrra fylgi sínu. Þeim hafði hins vegar verið spáð verulegri fylgisaukningu, eða allt að 43,5% at- kvæða. Leikar fóru þó svo að þeir náðu ekki nema 38,3%. Því verður þó ekki á móti mælt að kristilegir demókratar hafa sloppið betur heldur en kommúnistar, sem nú töpuðu fylgi í fyrsta sinn síðan árið 1948. Ástandið eftir kosningarnar er alveg jafn óljóst og fyrir þær. Báðir stóru flokkarnir sögðust vilja ná meirihluta á þingi. Annaðhvort einir eða í samvinnu við sér skylda flokka. Það fór ekki svo. Kristilegir demókratar verða nú að reiða sig á þriðja stærsta flokk landsins, sósíalista, auk lítilla miðflokka eins og frjálslyndra, sósíaldemókrata og repúblikana. Fái þeir þingmenn þessara flokka til að styðja ríkisstjórn sina eða í það minnsta veita henni hlutleysi er meiri- hlutinn orðinn 58 atkvæði í fulltrúa- deildinni. Miðflokkarnir eins og frjálslyndir og sósíalistar tóku við því fylgi sem kommúnistar töpuðu í liðnum kosningum. Mest fylgisaukning var þó hjá litlum flokki sem heitir Rót- tæki flokkurinn. Jók hann þingmannatölu sína úr fjórum í átján. Flokkurinn þykir hafa veðjað á réttan hest og beint málflutningi sínum einkum til ungs fólks. Er hann ti! dæmis fylgjandi frjálslyndri skilnaðarlöggjöf og frjálsum fóstur- eyðingum. Sósíalistar eru með svipaða stefnu og jafnaðarmenn í öðrum Evrópulöndum. Þeir hafa um langt skeið gegnt stöðu sem lóðið, sem lagzt hefur á metaskálar kommúnista og kristilegra demókrata á víxl. Því munu þeir að öllum líkindum halda áfram. Mikil óeining er aftur á móti innan flokksins og því fer fjarri að horfur séu á að þeir taki hreina af- stöðu til hinna tveggja stóru flokka á næstunni. 31. þing BSRB: Þingid verður að marka baráttustefnu Nú stendur yfir 31. þing BSRB. Óhætt er að segja að þingið komi saman þegar margar blikur eru á lofti í þjóðlífinu. Ber þar hæst barlóm atvinnurekenda og ríkisvalds undan klafa kreppunnar. Krossferð þessara aðila gengur út á að koma byrðunum yfir á launafólkið. ,,öll þjóðin verður að taka á sig byrðina” segja þeir og trítla með og tína krónur og prósentur af þeim sem verkin vinna. Það árar vel en heilsast illa Það verður ekki undan dregið að framleiðslan i heild eykst og að ekki hefur orðið verðhrun á mörkuðum. Ekki eru byggðar ófínni prívatvillur stórlaxa og ekki er ráðist í ófínni fjár- festingar fyrirtækja hvað útbúnað og annað snertir. Fyrirtæki sem gefa upp milljarða í tap á ársreikningum fjárfesta á sama tíma í milljarða at- vinnutækjum og stofna til dóttur- fyrirtækja erlendis. Það má segja að það ári vel hjá herrum auðs, en heilsan er samt slæm samkvæmt sjúkdómsgreiningu þeirra sjálfra. Sjúkdómurinn heitir kreppa. Lækningin er í því fólgin að láta aðra bera sjúkdóminn fyrir sig. Þannig geta auðmenn aukið gróða sinn, eða að minnsta kosti haldið honum við, með því að minnka launagreiðslur sínar, þ.e. skerða laun vinnandi fólks. Auðvitað tökum við ekki undir. Auðvitað látum við þá sem þanið hafa efnahagskerfið með miklum fjárfestingum í gróðaskyni, borga brúsann, með því að taka af gróðanum. Það er ákveðið að skera niður 200 ■ milljónir í skólastarfi þessa árs (ca 500 millj. fyrir skólaárið 1979—80). Þetta er niðurskurður sem nær allur lendir á launahliðinni og þýðir stór- fellda fækkun kennaraog starfsfólks við skóla. 100—150 kennarar verða atvinnulausir, afleiðingarnar fyrir börn og foreldra þarf ekki að ræða. Upphæðin sem sparast er varla helmingurinn af einum skuttogara. í Slippnum í Reykjavík stendur gamalt skip sem verið er að byggja yfir og breyta fyrir 700 milljónir. Þetta á að verða loðnuskip í viðbót við hin, sem þegar eru nógu mörg. Peningar hér eru ekki sama og peningar þar. Baráttustefna Allsherjaratkvæðagreiðslan í BSRB sýndi hug félagsmanna til launastefnu sem miðar að þvi að makka við ríkið. Að sjálfsögðu lítur þingið ekki fram hjá þessari staðreynd. Með því að skorast undan merkjum einbeittrar baráttu setur þing BSRB sjálft sig út i horn og tekur ekki þátt í því sem vilji félags- manna BSRB er. Atkvæðagreiðslan sýndi, bæði með því að samkomu- lagið við ríkið var fellt og með mikilli þátttöku félagsmanna, að vilji er fyrir hendi til þess að takast á við þá sem ráðast á kjör okkar. Þegar á okkur er ráðist af órofa samfylkingu atvinnurekena og ríkis er aðeins dl eitt ráð, að taka vel á móti. Kröfur BSRB verða að gera ráð fyrir harðri baráttu og þing BSRB verður að sjá svo um að hvergi verði gefið eftir. Pétur og Kristján — einvígi? Því var haldið á lofti að atkvæða- greiðslan í BSRB hafi orðið að ein- Kjallarinn AlbertEinarsson vígi milli Péturs Péturssonar og Kristjáns Thorlacíusar. Þannig var málum alls ekki háttað, enda slíkt kjánaleg einföldun. Á báða bóga, með og á mód samkomulaginu, var mikill fjöldi manns. Með Kristjáni í forystu BSRB voru margir og í iiði Andófs voru líka margir. Enn aðrir, sem skiptust milli já og nei, tóku verulegan þátt í baráttunni fyrir at- kvæðagreiðsluna. Þessi barátta átti sér stað innan BSRB og hún mótaðist af ólíkum sjónarmiðum í launabar- áttu BSRB. Um það er bara gott að segja og ber baráttan vott um póli- tískt lifsmark og jafnvel líf og fjör í samtökunum. Okkur andófsmönnum þótti það lítið til sóma hve opinberir fjölmiðlar sniðgengu málfiutning Andófs, seni þrátt fyrir allt var eina skipulagða andstaðan gegn samkomulagi BSRB og ríkis. Auðvitað var það brot á hlutleysis- reglum rikisútvarps að eiga bara viðtal við fulltrúa já-manna, þ.e. fulltrúa BSRB-forystu og ríkisvalds, eftir að þessir höfðu beðið ósigur i at- kvæðagreiðslunni. Útvarpsráð gekk þó feti lengra í því að flekka sóma stofnunarinnar þegar það samþykkti að áminna Pétur þul, í stað þess að lifga upp á þekkingu starfsmanna á hlutleysisreglunum. BSRB-forystan brást við á sómasamlegan hátt og bauð tveim þekktum nei-mönnum að skrifa um úrslitin í Ásgarð, mál- gagn BSRB, við hlið tveggja já- manna, BSRB-forystan sá hvar víg- línan lá, ríkisútvarpið ekki. Verjum launin — tökum okkur samnings- og verkfallsrétt Mikilægustu verkefni BSRB-þings- ins í kjara og réttindamálum eru að leggja samninganefnd BSRB þá stefnu upp i hendur að laun opin- berra starfsmanna verði i engu skert, en í staðinn sett fram krafa um grunnkaupshækkun, a.m.k. nógu mikla til að mæta þeim stuldi sem þegar er orðinn á launum okkar, þ.e. um 15%. í réttindamálum verður þingið að gefa samninganefnd og forystu BSRB þá afstöðu í vegarnesti að fallist ríkið ekki á þau sjálfsögðu mannrétdndi að opinberir starfs- menn hafi fullan og óskoraðan samnings- og verkfallsrétt, þá muni þeir taka sér þennan rétt með þeim kvöðum og skyldum sem almennt gerist, t.d. hjá ASÍ. Veikari má afstaða þings BSRB ekki vera nú þegar að okkur er sótt úr öllum áttum. Víst er að barlómur rikis og at- vinnurekenda verður kynntur þing- heimi af þeim sem finna hjá sér kvöð til þess að sundra nauðsynlegri sam- heldni launafólks. Það er hins vegar skylda alls launafólks að standa saman. Látum þá sem Iifa flott borga brúsann, látum þá lækka flugið og sjáum hvort ekki finnist þar meira fé en það sem spara á með þvi að lækka við okkur launin eða fleygja okkur á götuna i atvinnuleysi. í því liggur lausnin á efnahagsvandanum margumtalaða, a.m.k. um skeið. Albert Einarsson, kennari. „Þegar á okkur er ráöizt af órofa samfylkingu atvinnurekenda og ríkis...’ að leyfa ríkisstjórninni að halda á- fram að stjórna. Með öðrum orðum verði ekki til þess að koma upp um valdaleysi þeirra sem í orði fara með stjórn landsins, en ekki ávallt á borði. Þannig hefur ríkisstjórn eftir ríkisstjórn tekið á sig ábyrgð á aðgerðum, sem þær fyrirfram vissu að voru ábyrgðarlausar og glatað fyrir vikið fyrst áliti og svo völdum. Hversu mörgum velviljuðum sam- borgurum okkar, sem lagt hafa stjórnmál fyrir sig, eigum við að fórna með kviðristurítúali af þessu tagi? Sársaukafyllsta og harkalegasta aðgerð, sem gerð er gagnvart íslensku þjóðinni er e.t.v. sú að neyða hana til að horfast i augu við staðreyndirnar, við sjálfa sig. Hversu lengi geta menn búist við því að stjómmálamenn þjóðarinnar bjóði sig fram til opinberrar aftöku, sem krosshanga fólks er þarf með jöfnu millibili að finna sér syndahafur til þess að komast hjá að þurfa að skoða sjálft sig í spegli veruleikans? íslendingar eru þjóð sem helst ekki vill heyra neitt annað en það eitt sem kemur henni vel, hvort sem það er satt eða logið. Heilan stjórnmála- flokk.sem nú er orðinn sá næst stærsti, hefur hún alið til þess að gegna hlutverki hirðfífls á miðöldum — segja mönnum bara það sem er þægilegt eða skemmtilegt á að hlusta, svo hægt sé að gleyma öllu hinu. Að öðru leyti lifum við eins og hinir fornu Sviar. Hrjái oss harðindi þrjú ár í röð, þá hengjum við bara kónginn og brennum hann rækilega á eftir. Förum svo aftur inn til þess að hlusta á hirðfífiið, hlæja, drekka og verða glaðir. Hvað gerist nú? í samfélagi eins og okkar, þar sem sum þjóðfélagsöflin geta verið — a.m.k. undir vissum kringumstæðum — álika sterk, jafnvel sterkari en sameinað framkvæmda- og löggjaf- arvald, verðum við að gera okkur ljóst að saman verða að fara völd og ábyrgð. í samskiptareglum okkar viðurkennum við, a.m.k. i orði kveðnu, rétt þjóðfélagsafla til þess að segja: Nei, hingað og ekki lengra. En ef við viðurkennum þennan rétt og viljum virða hann, þá getum við ekki neyit þriðja aðila til þess að axla ábyrgðina og skyldurnar. Rétturinn má ekki vera eins og á- byrgðin annars. Ef nei-ið á að blífa á- samt með hnefanum i borðið þá verða afieiðingarnar að vera Ijósar og ábyrgðin. Einhver voldugustu öfl okkar samfélags eru öfiin á vinnu- markaðinum. Um samskipti þeirra gilda ákveðnar reglur sem við i timans rás höfum stöðugt verið að styrkja bæði með setningu laga og með öðrum hætti. Á hátiðum og tyllidögum eru • þessar samskipta- reglur gjarna orðaðar við frum- stæðustu mannréttindi og flest það sem okkurer helgast. En í önn dagsins hættir okkur til að virða þessi helgu réttindi hátíðar- ræðnanna að vettugi. Hafa menn t.d.. hugleitt, að því betur sem við höfum slegið föstum hinum frjálsa rétti til þess að semja um kaup og kjör í orði Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson þeim mun grófiegar höfum við gengið gegn honum á borði. Slikt er að verða almenn regla, hinn frjálsi samningsréttur undantekningin. Hafa menn hugleitt að vart hefur svo komið til vinnudeilna á voru landi undanfarin ár að fyrsta spurning á fyrsta degi hjá blöðum og öllum al- menningi hafi ekki verið: ,,Á ekki að setjalög?” Hvaðsegir þetta okkur? Samkvæmt reglum þeim sem gilda um samskipti valdastofnana þjóðfélagsins er stjómmálamönnum ekki ætlað að ákvarða kaup og kjör fólks með lögum. Stundum hafa þeir þó gert það vegna þess að þeim hefur þótt að jxir aðilar sem til þess eru bærir, hefðu ekki til þess getu eða skilning svo vel væri. Nærfellt und- antekningarlaust hafa slík afskipti gefist illa. Oftast hefur þeim verið hnekkt og skapað meira misrétti, meiri óánægju og úlfúð enfyrirvar. Það er mjög varhugavert að ganga þvert á reglur, sem bæði lög landsins og áratugagamlar hefðir hafa sett um sambúð og samskipti valda- stofnana þjóðfélagsins. Sá tví- skinnungur er ti! lengdar stór- hættulegur að hafa í heiðri í orði leik- reglur sem ekki er tilgangurinn að virða á borði. Ef til eru stjórnmála- menn sem endilega vilja halda slikum skollaleik áfram, þá þeir um það. Þá eru þeir að axla ábyrgð, sem þeir munu ekki frekar en fyrirrennarar þeirra reynast menn til þess að standa undir. Þá gerist það bara einu sinni enn að tvífætt brennifórnin kemur sjálfviljug gangandi og býður sig fram fyrir lýðinn svo enn megi menn forðast þá raun að horfast i augu við sjálfa sig og geti að loknu rítúalinu gengið á vit hirðfifisins á ný. Ábyrgð — árangur í vor lögðum við Alþýðuflokks- menn mikla áherslu á nauðsyn þess að gerður yrði sáttmáli um launa- stefnu milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins — kjarasáttmáli. Grundvöllur slíks sáttmála er að aðilar virði þær samskiptareglur sem gilda eiga í samfélaginu en geri sér jafnframi grein i'yrir rvi að réttindun. fylgja skyldui og völduni ábyrgð. Rikisvaldið á ekki að svipta aðila vinnumarkaðarins réttindum sinum og völdum — slíkt hlýtur að striða gegn réttlætiskennd manna og ekki sízt þeirra, sem telja sig vera vinstri menn. En aðilar vinnumarkaðarins eiga ekki heldur að krefjast þess að þeir haldi réttindunum og völdunum en stjórnmálamennirnir axli skyldurnar og ábyrgðina. Því aðeins að mönnum sé þetta fullkomlega Ijóst er von til þess að árangur geti náðst I efnahags- og launamálum i landinu. Hrifsi einhver aðili í þjóðfélaginu til sín við núver- andi aðstæður réttindi og völd, sem honum eru ekki ætluð, gengst hann undir ábyrgð sem hann getur ekki undir staðið. Þetta er meginatriði málsins, sem menn má ekki bresta vit til þess að skilja, né kjark til þess að þora að viðurkenna. Nýliðið Alþingi er af mörgum talið merkilegast fyrir málin sem það afgreiddi ekki. Vonandi verður svipað hægt að segja um sumarstarf ríkisstjórnarinnar — að hún verði talin merkilegust fyrir lögin sem hún setti ekki. Minnumst þess að í því hjali um almenna lagasetningu um skipan launamála i landinu sem fram hefur farið ræða menn ekki um lög og rétt í þess orðs fyllstu merkingu, heldur deila um lög — EÐA RÉTT! Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.