Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 12.06.1979, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979. Spáð ar hœgrí suflvestlœgrí átt og skýjuöu en úrkomulhhi vWJa um land. Einna bjartast og hlýjast verður ál Norðausturiandi. í nótt geogur hann I sunnanátt meðrígningu. Klukkan sex I morgun var í Reykja-* vik 7 stiga hrti og úrkoma I grenndj Gufuskálar 7 stiga hiti og alskýjaö, Gaharviti 7 stiga hhi og súld,| Akureyrí 10 stig, skýjað, Raufarhöfnl 8 stig, skýjaö, Dalatangi 9 stig ogl skýjað, Hðfn 7 stig og þokumóöa, Vestmannaeyjar 8 stig og súld. I Kaupmannahöfn var 13 stiga hhi og skúrir, Osló 12 stig og skýjað, Stokkholm 18 stig og lóttskýjaö, London 11 stig og þokumóöa, París 14 stig og þokumóða, Hamborg 15 stig, þokumóöa, Madríd 14 stig, alskýjað, Mallorka 17 stiga hhi, skýjað, Lissabon 17 stig og skýjað,. Vilborg Guðrún Gísladóttir lézt 2. júni 1979. Hún var fædd 16. júlí 1927 að Skallabúðum i Eyrarsveit, dóttir hjón- anna Gisla Karels Elíssonar bónda þar og Jóhönnu Hallgerðar Jónsdóttur. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Har- aldur Breiðfjörð Þorsteinsson og eign- ■ íðust þau sjö bót ‘ Jarðsunvið verður frá Bústaðakirkju i dag, þriðjudaginn 12. júni, kl. 14.30. Jarðsett verður i Lágafellskirkjugarði. Magnús G. Þórðarson varðstjóri lézt 1. júní 1979. Hann var fæddur á Grænu- mýri á Seltjarnarnesi 25. júní 1929. Foreldrar hans voru Guðrún Gíslad., og Þórður Magnússon ájómaður og vélstjóri. Á sextánda ári byrjaði hann að vinna hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur og vann hann þar til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona Magnúsar er Erla Guðrún Sigurðardóttir og eign- uðust þau fjögur börn. Ingibjörg Bjarnadóttir lézt 1. júni. Hún var fædd 23. ágúst 1901 og voru for- eldrar Bjarni bóndi að Neðra Vatns- horni í Vesturhópi og Soffía Jóhanns- dóttir. Hún giftist Finnboga Helgasyni dætur, Ingunni, gifta Ásbirni Sigur- jónssyni, Aðalheiði Auði gift Ingþóri Þórðarsyni og Soffíu sem er ógift. Þar að auki átti Ingibjörg son áður en hún giftist Helga, Braga Friðriksson prófast í Garðasókn. Ingibjörg verður jarð- sunginn frá Lágafellskirkju í dag klukkan 14. Árni Óla blaðamaður lézt 5. júní. Hann varð 90 ára, fæddur 2. desember 1888 á Víkingavatni í Kelduhverfi, og voru foreldrar hans Hólmfríður Þórar- insdóttir og Óli Jón Kristjánsson. Árni Óla gerðist starfsmaður Morgunblaðsins þegar við stofnun þess árið 1913. Hann var blaðamaður við Mbl. 1926 til 1936, auglýsingastjóri 1937—1945, en gerðist þá aftur blaða- maður við Morgunblaðið. Hann var ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins 1926—36 og 1945 til 1961. Eftir Árna Óla liggja mörg rit auk þess sem hann þýddi margar bækur. Árni Óla var heiðursfélagi í Blaðamannafélagi íslands og Stórstúku íslands. Hann var fyrsti blaðamaður á íslandi, en framað því höfðu ritstjórar verið einir starf- andi á ritstjórnarskrifstofum blaðanna. Árni Óla skrifaði fjölda greina bæði í Morgunblaðið og Lesbók, og sinnti hann þeim skrifum allt til hinzta dags. Árni Óla skrifaði öðru meir þætti úr þjóðlífinu, ekki sízt greinar um gömlu Reykjavik. Ámi Óla var tvíkvæntur, var fyrri kona hans María Jórunn Pálsdóttir, en hún lézt 1940, síðari kona hans var Jó- hanna María Guðmundsdóttir, hún lézt 1965. Árni átti tvö börn með fyrri konu sinni, Önnu Mjöll og Atla Má. Árni Óla verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju i dag klukkan 13.30. Jón Júl. Þorsteinsson kennari, Byggða- vegi 94 Akureyri, andaðist 4. júní. Hann fæddist 3. júlí 1897 í Hringvers- koti í Ólafsfirði, en ólst upp að mestu í Ósbrekku, þar sem foreldrar hans, Guðrún Jónsdóttir og Þorsteinn Þor- kelsson hfeppstjóri, bjuggu lengst. Lið- lega tvítugur hóf hann kennslustörf, gerðist farkennari í Ólafsfjarðarhreppi 1920, en fór nokkrum árum síðarn í Kennaraskóla íslands. Hann gerðist kennari við Barnaskóla Ólafsfjarðar og stofnaði jafnframt unglingaskóla, sem hann veitti forstöðu til 1942. Hann stundaði nám í Háskóla íslands 1943— 44, en 1944 gerðist Jón kennari við Barnaskóla Akureyrar, og kenndi þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Jón var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Dýrleif Marteinsdóttir en hún lézt 1929. Síðari konu sinni, Margréti Elías- dóttur, kvæntist Jón 1949, og lifir hún mann sinn. Haraldur W. Hallgrímsson fyrrverandi bakari andaðist að Elliheimilinu Grund 10. júni. Kristrún Kristjánsdóttir andaðist i Landspítalanum 10. júní. Jarðsett verður frá Mosfellskirkju föstudaginn 15. júní kl. 2. Otto Jörgensen fyrrverandi umdæmis- stjóri Pósts og síma Siglufirði lézt á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 9. þ.m. Sólveig Jóhannsdóttir lézt i Borgarspít- alanum 10. júní. Hannes Ólafsson frá Suðursholti and- aðist 10. júní. Steindór Emil Sigurðsson, Suðurgötu 71 Akranesi, lé?t 9. júní. Guðmundur Marteinsson, Öldutúni 2 Hafnarfirði, varð bráðkvaddur um borð í togaranum Júní laugardaginn 9. júní. Þorgils Guðmundsson fyrrv. bakara- meistari, Lindargötu 54, andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 9. júní. Sigurður B. Gröndal verður jarðsung- inn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 13. júní kl. 3 síðdegis. Ingvar Jónsson frá Loftsstöðum, Nóa- túni 30, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 13. júní kl. 13.30. Baldur Arnar Freymóðsson lézt í Kali- forníu, Bandaríkjunum, 9. júni. Hann verður jarðsettur miðvikudaginn 13. júní. Guðrún Ólafsdóttir, Selvogsgötu 18 Hafnarfirði, lézt að Sólvangi 9. júní Verður jarðarför eiginmanns hennar, Frímanns Þórðarsonar, því frestað. Axel Kristjánsson framkvæmdastjóri, Bæjarhvammi 2 Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 13. júní. Ingi Haraldsson garðyrkjumaður, Sel- ási 8 a Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. júní kl. 10.30. Kristín Jónasdóttir er ládn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Kristniboðssambandið samkoma verður í kristniboðshúsinu Betania, Laufásvegi 13, í kvöld kl. 20.30. Lilja Kristjánsdóttir talar. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Samkoma i kvöld, miðvikudag kl. 8. Æskulýðssönghópur Hjálpræðishersins á Akureyri heimsækir Reykjavik. Samkoma í kvöld kl. 20.30. öll fjölskyldan velkomin. Rladelffa Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Einar J. Gislason talar. Þriðjudagur 12. júní 1. deild, Laugardalsvóllur Valur-lBVkl. 20. 1. deild Kaplakrikavöllur Haukar-tA kl. 19. 4. flokkur E, Seyðisfjarðarvöllur Huginn-Höttur kl. 20. 4. flokkur E, Reyðarfjarðarvöllur Valur-þróttur kl. 20. 5. flokkur A, Valsvöllur Valur-Fylkir kl. 20. 5. flokkur A, Fellavöllur Leiknir-UBK kl 20. 5. flokkur A, Akranvsvöllur tA-lBKkl. 19. 5. flokkur B, Stjörnuvöllur Stjarnan-Þróttur kl. 20. 5. flokkur B, Hvaleyrarholtsvöllur Haukar-Aftureld. kl. 20. 5. flokkur B, Grindavikurvöllur Grindavik-Vikingur kl. 19. 5. flokkur C, Þorlákshafnarvöllur Þór-lKkl. 19. 5. flokkur C, Sandgerðisvöllur Reynir-Selfoss kl. 19. Jass og léttar veigar í Stúdentakjallaranum Jasstrió Guðmundar Ingólfssonar er komiö saman og ætlar aö leika i Stúdcntakjallaranum. Stendur til að þetta verði á seyði þau sunnudagskvöld sem eftir eru i júnímánuði a.m.k. Búið er að setja upp pizzuofn i Stúdentakjallaranum en hinn hefur hins vegar ekki enn verið tengdur, svo menn geti gætt sér þar á pizzu með jassinum. En boðið er upp á léttar veigar eins og vanalega sem mögulegt er að njóta við undirleik Guðmundar Ingólfssonar flokksins. BH. Ljóðatónleikar í Vestmannaeyjum John Speight baritónsöngvari og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir píanóleikari halda Ijóðatónleika i félagsheimilinu við Heiðarveg fimmtudaginn 14. júní kl. 20.30. Á efnisskránni eru islenzk þjóðlög i útsetn ingu Þorkels Sigurbjörnssonar, lög eftir Fauré og Ravel, auk þess munu þau flytja hinn þekkta Ijóða flokk Schumanns, Dichterliebe, við Ijóð Heine. Aðgöngumiðar seldir við innganginn. Handritasýning Stofnun Árna Magnússonar opnaði handritasýn- ingu i Árnagarði þriðjudaginn 5. júni og veröur sýn- ingin opin i sumar aö venju á þriðjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum kl. 2—4. Þar verða til sýnis ýmsir mestu dýrgripri islenzkra bókmennta og skreyti- listar frá fyrri öldum, meðal annarra Konungsbók Eddukvæða, Flateyjarbók, Konungsbók Grágásar, sem er nýkomin til Islands og merkasta handrit Islend- ingasagna, Möðruvallabók. Framtíðammhverfi Jafnréttisráð vill vekja athygli á sýningu, sem er í Norræna húsinu dagana 5.— 16. júni 1979. Sýningin Framtiðarumhverfi sýnir nokkrar hug- myndir um skipulag byggðasvæða með tilliti til jafnrar stöðu karla og kvenna. Þessar hugmyndir komu fram i samkeppni, sem • sænska arkitektafélagið (SAR) efndi til i des. 1977, ásamt sveitarfélaginu Gávle I Sviþjóð, en þar búa um 90.000 manns. Jafnréttisráð efnir til kynningar- og umræðufundar um sýninguna mánudaginn 11. júni nk. kl. 20.30 í Norræna húsinu. Gestur ólafsson arkitekt kynnir sýninguna. Fundurinn er öllum opinn. Ferðaf élag íslands Miðvikudagur 13. júní kl. 20. Mosfell: Róleg kvöldganga Fararstjóri: Sigurður Kristinsson. Farið frá Umferöarmiðstöðinni að austanverðu. Verð kr. 1500. 15.—17. júní: 1. Þórsmörk. 2. Þjórsárdalur — Hekla. 22. júni: Flugferð til Grímseyjar. 23. —24. júní: Útilega i Marardal. 24. júni: Ferð á Sögustaði Njálu. Nánari upplýsingar á skrifstofunni Skemmtiferð Félags kaþólskra leikmanna Félag kaþólskra leikmanna gengst fyrir eins dags skemmtiferð á sögustaði á Akranesi laugardaginn 30. þ.m. ef næg þátttaka fa»t. Þeir sem hafa áhuga tali við Torfa Ólafsson, símar 14302, 20500 og 26105 fyrir laugardaginn 16. þ.m. Sumarferð Varðar verður farin sunnudaginn I. júlí. Nánar auglýst síðar. Læknakonur Skógræktarferð verður farin í Heiðmörk þriðjudaginn 12. júni kl. 2. Tilkynnið þátttöku i sima 33630 og 41484. Gróðursetningarferð að Áshildarmýri Árnesingafélagið i Reykjavík fer í sína árlegu gróður setningarferð að Áshildarmýri þriðjudaginn 12. júni nk. Lagt verður af stað frá Búnaðarbankanum við Hlemmkl. 18.00. Kvenfélag Kópavogs Af óviðráðanlegum orsökum verður ekkert af sumar ferðinni. — Ferðanefnd. Stjórnmálafundir Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Reykjavik heldur fund að Hótel Borg miðvikudaginn 13. júni kl. 20.30. Fundarefni: Málefni Timans. Framsögumenn: Pétur Einarsson. GuðmundurG. Þórarinsson. Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t., Liftryggingafélagsins Andvöku og Endurtryggingafé lags Samvinnutrygginga h.f.. vcrða haldnir að Hótel Sögu i Reykjavik. þriðjud. 19. júni nk. og hefjast kl. 10 fyrir hádegi. Dagskrá verður samkvæmt sanv þykktum félaganna. Djass í Norræna húsinu I kvöld kl. 20.30 mun djasshljómsveit er nefnist Musica Quatro halda hljómleika i Norræna húsinu. Þó hljómsveitin sé ný eru hér engir nýgræðingar á ferð en hljómsveitina skipa: Gunnar Ormslev, tenór og allósaxafón, Reynir Sigurðsson, víbrafón, Helgi Kristjánsson, bassa og Alfreð Alfreðsson, trommur. Það vekur óneitanlega nokkra athygli að Gunnar Ormslev er aftur farinn að leika á altósaxafón en á það hljóðfæri lék hann er hann kom fyrst fram. Hljómsveitin hefur æft af kappi undanfarið og mun leika ný verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, m.a. Verzlunarfólk Suðurnesjum Aðalfundur Verzlunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn fimmtudaginn 14. júní nk. kl. 20.00 i félagsheimilinu Stapa í Njarðvík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Félag farstöðvaeigenda FR deild 4 Reykjavík FR 5000 — simi 34200. Skrif- stofa félagsins að Siðumúla 22 er opin alla daga frá kl. 17.00— 19.00, að auki frá kl. 20.00-22.00 á fimmtu- dagskvöldum. Frá Snæfellingafélaginu F'élag'Snæfellinga og Hnappdæla i Reykjavík gengst fyrir hópferð á bændahátið Snæfellinga að Breiðabliki 23. júni nk. Þeir sem óska að taka þátt í ferðalaginu tilkynni þátttöku sina Þorgilsi í sima 19276 eða stjórn félagsins fyrir 17. júni nk. Frá Mæðrastyrksnefnd Hvildarvika fyrir efnalitlar konur verður 12.—18. júni. Hafiðsamband viðskrifstofuna Njálsgötu 3, simi 14349. Opið þriöjud. og föstud. frá kl. 2—4. Orlof húsmæðra í Reykjavík verður í Eyjafirði Orlofsheimili reykvískra húsmæðra sumarið 1979 veröur að Hrafnagilsskóla i Eyjafirði. Rétt til að sækja um dvöl á hcimilinu hafa húsmæður i Reykja- vik, sem veita eða hafa veitt heimili forstöðu. Eins og sl. sumar munu einnig dveljast þar húsmæður viðs vegar af Norðurlandi og Strandasýslu. Þetta samstarf og tilhögun hefur enn aukið á reisn hins félagslega þáttar orlofsins. Þegar er ákveðið um 8 hópa og þá miðað við 50 gesti frá Reykjavik og 10 að norðan hverju sinni. Fyrsti hópurinn fer laugardaginn 30. júni. Flogið verður meö Flugfélagi lslands til Akureyrar. Frá og með 11. júní verður tekið á móti umsóknum á skrifstofu orlofsnefndar að Traðarkots- sundi 6 i Reykjavik kl. 15— 18 alla virka daga. . Kappreiðar hestamanna- félagsis Harðar í Kjósarsýslu verða á skeiðvelli félagsins við Arnar hamar á Kjalarnesi laugardaginn 23. júni og hefjast meögæðingakeppni kl. 14.00. Keppt verður i: 1. Gæðingakeppni A og B. 2. Unglingakeppni 10—12 ára og 13—15 ára. 3. Unghrossakeppni. 4. Kappreiðar: 250 m skeið, 250 m stökk, 300 m stökk og 400 m stökk. Tilkynna þarf þátttöku til Péturs Hjálmarssonar, s. 66164 og 19200, Hreins ólafssonar, s. 66242, Péturs Lárussonar, Káraneskoti, eða einhvers i stjórn félags ins fyrir þriðjudag 19. júni. Kappreiðar Sörla Skráning kappreiðahesta i kappreiðar Sörla sem veröa haldnar laugardaginn 16. júni kl. 2 e.h. er i simum 50985, 50250 og 53462 til miðvikudagskvölds 13. júni. Keppt verður i 150 m skeiði, 250 m skeiði, 250 m ung hrossahlaupi, 300 m stökki. Dexter er Gunnar samdi i innblæstri eftir tónleika Dexter Gordons í Háskólabíói i október á siðasta ári, og Liflð er stutt, listin löng en það er samið i minningu Andrésar lngólfssonar saxófónleikara. Þeir munu einnig leika verk eftir ýmsa ameriska djassmeistara, s.s. Mingus, Chick Corea og Steve Swallow. A fimmtudagsmorgun mun Musica Quatro leggja land undir fót og halda til Færeyja þar sem hún mun leika á tvennum hljómleikum i Þórshöfn i boði Havnar Jazzfélagsins. Þeir félagar hafa fullan hug á aö halda samleiknum áfram og leika á skemmtunum útj á landi i sumar. I haust munu þeir aftur á móti leika á djass- kvöldumogiskólum. Gengið GENGISSKRÁNING Ferðamanna NR. 106 — 11. júní 1979. gjaldeyrir Eining Kl. 12.00 Kaup Sala Kaup Sala 1 Bandaríkjadoilar 1 Steriingspund 1 Kanadadollar 100 Danskar krónur 100 Norskar krónur 100 Sœnskar krónur 100 Finnsk mörk 100 Franskir frankar 100 Belg. frankar 100 Svissn. frankar 100 Gylliní 100 V-Þýzk mörk 100 Llrur 100 Austurr. Sch. 100 Escudos 100 Pesetar 100 Yen 340.00 340.80* 702.20 703.90* 289.10 289.80* 6168.90 6183.40* 6532.20 6547.60* 7748.40 7766.60* 8503.20 8523.20* 7686.90 7705.00* 1107.15 1109.75* 19630.50 19676.70* 16240.00 16278.20* 17785.70 17827.50* 39.83 39.93* 2413.90 2419.60* 682.05 683.65* 513.90 515.10* 155.22 155.58* 374.00 374.88* 772.42 774.29* 318.01 318.78* 6785.79 6801.74* 7185.42 7203.36* 8523.24 8543.26* 9353.52 9375.52* 8455.59 8475.50* 1217.87 1220.73* 21593.55 21644.37* 17864.00 17906.02* 19564.27 19610.25* 43.81 43.92* 2655.29 2661.56* 750.26 752.02* 565.29 566.61* 170.74 171.74* •Breyting frá stöustu skráningu. Símsvari vegna gengisskróninga 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.