Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.06.1979, Qupperneq 4

Dagblaðið - 14.06.1979, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 DB á neytendamarkaði Eldhúsið ekki lengur vinnuaðstaða í dreifiriti Neytendasamtakanna á Akranesi, sem áður hefur verið minnzt á á síðunni, er þýdd grein úr norsku neytendatímariti um eldhúsin eins og þau eru orðin, eða eiga að vera samkvaemt auglýsingum. Þar er bent á að eldhúsið í auglýsingum sé ekki lengur orðinn vinnustaður við matartilbúning og annað í kringum hann heldur hlýlegur samkomustaður allrar fjölskyldunnar og gesta þar sem nóg er plássið og hægt að gera hvað sem er. Kappkostað sé að breiða yfir allt sem bendi til þess að vinna sé höfð í frammi í þessu aðlað- andi herbergi og eldhúsið er orðið aðalstolt heimilisins. En getum er að því leitt að þeir menn sem skapa slík draumaeldhús hafi aldrei þurft að taka til hendinni í eldhúsi sjálfir. Það er svo sem allt í lagi að hafa eldhúsið skrautlegt og fallegt. En að hafa þau eins óhentug og stefnan virðist vera er ekki í lagi. Allt skrautið veldur því að mun erfið- ara er að þrífa eldhúsið og sú fita sem alltaf hlýtur að slettast í kringum eldavélina verður hreint kvalræði. Eitt er það að gera eldhúsinnrétt- ingu glæsilega og fallega og annað það að gera eldhúsið að stað þar sem HELDUR STASSSTOFA AÐ BJÓÐA í GESTVIM Öll könnumst við við auglýsingar i þessum dúr, bæði erlendar og inn- lendar. Eldhúsið er í hlýlegum og fallegum litum en gert óþægilegt til vinnu. ekki má sjást að fari fram vinna. Þar sem vaskurinn má ekki sjást svo hann er felldur niður í sérstakt borð á milli þess sem hann er notaður. Þar sem skápar eru jafnir að hæð og ná ekki upp í loft og meira að segja upp- þvottavélin er falin inni í slíkum skáp. Slíkt er of langt gengið og skapar óhagræði. Svo minnzt sé á vask þá vakti það sérstaka athygli norskra neytenda- manna að á sýningu sem haldin var í Noregi á húsbúnaði var vaskurinn sem sltkur meira að segja horfinn. í stað hans var notaður kringlóttur uppþvottabali sem felldur var niður í vinnuborðið. En hvað átti að gera við vatnið að uppþvotti loknum? Svarið var að hella því í klósettið. Flestir ættu auk þess uppþvottavélar og þyrftu ekki að nota vaskinn. En til hvers er hann þá? - DS Heimatilbúin saft ogmegrun G.S. skrifar: Um leið og ég sendi ykkur smá uppskrift langar mig að spyrja ykkur hvort þið gætuð ekki hugsað ykkur að taka lesendur I megrunarkúr? Það veitti nú sannarlega ekki af eftir allt þetta át um jól, áramót og páska. Þetta er kannski erfitt í framkvæmd en takið það til athugunar. Ég er mjög ánægð að öðru leyti með Neytendasíðuna. Saft: 3 kgsykur 2 lítrar sjóðandi vatn kirsuberja essens hindberja essens sítrónusýra salt Sykurinn er látinn út í sjóðandi vatnið. Látið kólna smávegis. Essensinn er látinn í eftir smekk og síðan 26 g sítrónusýra og smávegis salt. Matarlitur ef fólk vill. Hrært saman. /1 Uppskrift dagsins Tómatamir seinir á markaðinn „Ekki von á offram- leiðslu íbili” „Það er fullt af tómötum á plöntunum sem vantar svona rétt herzlumuninn áþaðað verða rauðir,” sagði Níels Marteinsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna þegar hann var spurður að því hvort fólk mætti ekki fara að eiga von á ódýrum si.martómötum. Verð á tómötum lækkaði aðeins I síðustu viku. Kílóið í heildsölu kostar núna 11S0 krónur en mjög misjafnt er hversu mikið kaupmenn taka fyrir kílóið. En verðiö er víðast á milli 1400 og 1500 krónur. „Eins og veðrið er núna og veður- útlitið er ekki von á mikilli tómat- framleiðslu á markaðinn alveg á næstunni,” sagði Níels. ,,En kæmi sólskin í nokkra daga gæti komið gusa. En það lítur ekki út fyrir sól í bráð. Þannig að offramleiðsla eins og í fyrra verður ekki á næstunni og verðið lækkar varla mikið fyrr en svo veröur komið,” sagði Níels. -DS. ■- Et stilkokken skal heddéBefaS til fomam. OgCRoyal ellerCotmtiytileftemavn! BEFAS stiik«kkener er dansk brugskunst, nár den er bedst. Gennemfert kvalitet tii mindste gennemtænkte detalje... i massive træsort.er, med skjulte hængsier og iáger, der ábner 170°. BEFAS stilkökkener omfatter ..Royal” i rnorkbejdset eg rned speciei íevende overfíadebehandiing og ..Countr\y” med fyldningsiáger i nafcur- fyr... lyst, veniigt og iet at' rengore. Udover stiikokkener kan BEFAS fcilbyde ikke mindre end 9 aþændende kokkenvariatíoner. cKupon □ Seiui inig broí.'hum og prisilste over IÍEFAS' íít>>re kokken-tyg {wraemfceskf-bsprognmj. Oo,«v navrxA pá den nœxineált'BEFAÍj'i'orfuu'.ftiw Við þökkum G.S. kærlega fyrir saftuppskriftina og ábendinguna um megrunarkúrinn. Það er nú svo með alla megrun að erfitt er að beita sér fyrir henni án þess að hafa það fólk sem megra á daglega fyrir augum. Megrun er fyrst og fremst spuming um aga sem of fáir virðast hafa þegar litið er á útlínur fólks á götum úti. Megrun er í rauninni einfalt mál. Það er ekki nema tvennt sem fólk þarf að neita sér u.m ef það ætlar að megra sig. Sykur og feiti. Þetta er auðvitað meira en að segja það eins og fæða fólks er samsett í dag. En hver hefur nokkru sinni sagt að megrun ætti að vera auðveld? Hún er það ekki og eins gott að hætta að ímynda sér annað strax. Allir þessir „auðveldu” megrunarkúrar sem fólk er að nota fara fyrr eða seinna að vera erfiðir, eða þá að fólk megrast hreinlega ekki. Þeir sem eru of feitir verða hreinlega að minnka við sig matinn og auka um leið hreyfingar svo skrokkurinn öðiist eitthvert form. Þetta er ekki auðvelt en hægt og gengur enn betur ef menn fá ein- hverja góða vini í lið með sér. Félags- skapurinn Linan er félag manna sem þurfa að berjast við aukakílóin og veita þeir hverjir öðrum sálrænan stuðning. Það hefur reynzt gefa góða raun og Línufélagar megrast meira en flestir aðrir. -DS. Upplýsingaseðill tíl samanburóar á heimiliskostnaöi Nafn áskrifanda Heimili Simi Hvaö kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi f upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von í að fá frfa mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar. Kostnaður í maí-mánuði 1979 Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. a i/Riv Fjöldi heimilisfólks

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.