Dagblaðið - 14.06.1979, Side 5

Dagblaðið - 14.06.1979, Side 5
5 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 „Ég ann kaþólsku kirkjunni alls hins bezta en vil ekki að skyggt verði á kirkj- una,” segir Rannveig Tryggvadóttir, aðstandandi undirskriftasiifnunarinnar „Björgum Landakotstúni”. DB-mynd Hörður. Borgarstjórn samþykkti skerðingu Landakots- túnsinsán umræðu Rannveig Tryggvadóttir, aðstand- andi undirskrifnsöfnuriarinnar „Björgum Landakotstuni”, hafði samband við DB vegna ummæla for- manns byggingarnefndar Reykjavíkur í DB í fyrradag. Segir húr, að þau megi skilja sem svo að núverandi borgar- stjórnarmeirihluti hafi á sínum tíma verið mótfallinn byggingarfram- kvæmdum á Landakotstúni. Svo hafi hins vegar ekki verið, heldur hafi hið breytta skipulag Landakotstúnsins verið samþykkt hinn 2. marz 1978 í borgarstjórn, án umræðu, þ.e. að ekki hafi neinn borgarfulltrúa lýst sig and- snúinn hinu breytta skipulagi, þ.á m. fulltrúar núverandi borgarstjórnar- meirihluta. „Hóf ég undirskriftasöfnun þessa til áréttingar grein er ég skrifaði í Morgunblaðið hinn 2. júní sl. undir fyrirsögninni „Björgum Landakots- túni”. Eg vil taka það fram að ég ann kaþólska söfnuðinum á íslandi alls hins bezta, en með undirskriftasöfnuninni er ég að reyna að hindra að skyggt verði á Landakotskirkju með byggingum, en ég tel kirkjuna vera listaverk. Ég trúi ekki öðru en finna megi aðra lausn en að byggja húsin á þessum stað,” sagði Rannveig. Undirskriftasöfnunin stendur sem hæst þessa dagana. Kveðst Rannveig hafa hlotið mjög góðar undirtektir, greinilegt sé að fólk sé almennt and- snúið þessum byggingarframkvæmd- um á Landakotstúni. Túnið beri að varðveita i núverandi mynd, komandi kynslóðum til yndisauka. Undirskrifta- listar liggja frammi í verzlunum í vesturbænum og nokkrum verzlunum í miðbænum. -BH ÓspektiríTorshavn: Ósammála hverátti upptökin Til óspekta kom í miðbænum í Þórs- höfn í Færeyjum laugardagskvöldið 2. júní sl. Nokkur hópur ungs fólks hafði safnazt saman á stað sem heitir Vaglið og hafði uppi háreysti og nokkur ólæti. Mun fólkið hafa viljað mótmæla bágu ásigkomulagi skemmtanalífs í Þórs- höfn og er talið að s.n. Diskótekklúbb- ur í bænum hafi átt þar hlut að máli. Lögregla kom fljótt á vettvang og reyndi að stilla til friðar. Ekki tókst betur til en svo að til áfloga og stimp- inga kom. Aðilar eru ekki sammála um hver átt hafi upptökin að því að harka færðist i leikinn. Telja ungmennin að óspektirnar hafi fyrst byrjað þegar lögreglan kom á vettvang og hóf af- skipti sin. Lögreglan vísar því aftur á móti á bug. Blaðið 14. september i Færeyjum segir frá þvi að framkoma lögreglunnar hafi sætt mikilli gagnrýni og hafi hún þótt ganga fullóvægilega fram. -GM. FíkniefnasmygJið grass- erar á Suðumesjum Enn er í fullum gangi rannsókn á viðamiklu fikniefnamáli á Suðurnesj- um. Hafa tugir fólks reynzt viðriðnir málið á ýmsan hátt og þykir það ekki enn til lykta leitt og litlar fréttir fást af gangi mála. Allmargir hafa verið úrskurðaðir i gæzluvarðhald vegna rannsóknar málsins og sitja nú inni tveir menn í Reykjavik vegnaþessa máls. Annað fíkniefnamál upplýstist um hvítasunnuna. Þá hafði lögreglan hendur í hári manns sem í desember varðhald, en sat ékki inni nema 4 hafði skroppið utan og komið heim daga af því og hafði þá viðurkennt með 25 grömm af svonefndu brot sín og rakið söguna. Maðurinn ,,speed”-efni og í marz fór hann utan hafði seit allan smyglfeng sinn er og kom heim með tæpt kíló af hassi. lögreglan náði honum. Maðurinn var úrskurðaður í 14 daga -ASl. SamþykktVSÍ: Verkbanni f restað um viku Vinnuveitendasambandið hefur ákveðið að fresta samúðarverkbanni, sem fyrirhugað var 18. júní, um eina viku, til 25. júní. Samþykkt þessa efnis var gerð á fundi sambandsstjórnar VSÍ síðdegis í gær. Áður höfðu borizt tilmæli frá ríkis- stjórninni um að verkbanninu yrði aflýst, en vinnuveitendur töldu sig ekki geta orðið við þeim. í samþykkt VSÍ segir að það hafi komið fram á fundi þriggja ráðherra og samningaráðs VSÍ í gær, að í tilmælum ríkisstjórnarinnar fælist einnig beiðni um frestun verkbannsins. „1 trausti þess að ósk þessi sé fram borin i því skyni að frestur verði nýttur af viðsemjendum, sáttanefnd og rikis- stjórn til þess að leysa á þeim tíma þá alvarlegu kjaradeilu á farskipum sem staðið hefur í fullar 7 vikur og til þess að greiða úr þeim hnút sem öll atvinnu- starfsemi í landinu er að komast í vegna verkfalls yfirmanna á farskipum, fellst sambandsstjórnin á tilmæli ríkis- stjórnarinnar um að fresta samúðar- verkbanninu til. 25. júní nk.” -GM. Tilkynningi til starfsfólks S.imkv.umt samjiykkl Vmnm ntcndasamh.uuls Islands d.igs. r>. |úm sl. hi'tst vcikhann hja lclags- monnum |>css írá og mcd 18. jum n.cstkomandi. I samr.cmi vid tilkvnnin^una hcíst vcrkhann ; startsm.mna okkai tr.i ojj mch m.mudcj’inum IÍ5 |>. m. I'cim startsmonnum, scm undanj )cr;nir cru verkhanninu, hctur vcrih tilkynnt um |>ao. VSÍ hafrti látiö prenta talsvert upplag af plakötum sem hengja átti upp á vinnustöflum ef til verkbanns lieffli komifl 18. júní. l)B-mynd Hörflur. AFMÆUSTILBOD rnÁ SONY Núerututtuguárliðinfráþvíað sony® framleiddifyrstamyndsegulbandiðí heiminum. í tilefniafmæUsins fáíslenzkirkaupendureftirfarandi tilboö: TRINITRON-PLUS Enginn geturkeppt við Trinitron myndlampann— Hanngefurbetri l'rtogskarpariogbjartari mynd BETAMAX SL-8000 Öruggasta ogmestselda myndsegulband áheimsmarkaði Varkr. 669.900 NÚ kr. 489.800 Staðgreiðsluverð Kr. 515.600 Afborgunarskilmálar Varkr. 1.199.000 NÚkr. 869.900 Staðgreiðsluverð Kr. 916.900 Afborgunarskilmálar EF BÆÐITÆKIN ERU KEYPT í SETTI KR. 499.900 + 899.900= SAMTALS KR. 1.399.800 —5 ára ábyrgð á myndlampa — Eigum fyrirliggjandi mikiö efni afáteknum Video-spólum JHPI5 Lœkjargötu 2 Box 396 Símar 27192 27133

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.