Dagblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ1979 Höggdeyfar fyrirliggjandi meðal annars í eftirtalda bila: Að framan: Audi 100 Bedford sendibíll BMW Buick gamli Chevette gamli Simca Benz Dödge Fíat 132 Maveric Comet Econoline Land Rover Moskvitch Opel Plymouth Pontiac og fleiri. McPherson fram- höggdeyfar: Datsun 180 B Mazda 121/616/818/ 929 og fleiri Stýris- höggdeyfar: Scania Volvo og fleiri Að aftan: Audi 100 Buick Chevrolet Simca Benz Fíat 132 Econoline Land Rover Mazda 818 Oldsmobile Opel Plymouth Pontiac og fleiri LOAD-A- JUSTERS: Höggdcyfar sem eru meö utan á liggjandi gormum. Auka burðarþol bílsins án þess að gera hann hastan: Mazda 929 Datsun 180B Galaxy Lincoln Chevrolet Simca Skallinn, -þaó er staðurinn Ótal tegundir af ís. Gamaldags ís, shake og banana-split. Mjólkurís meó súkkulaöi og hnetum. Umnrim.... Lækjargötu 8, Hraunbæ102 Reykjavíkurvegi 60 Hf. HongKong: Flóttamenn í hungurverkfall —Carter ætlar að biðja Brésnef um að stöðva flóttamannastrauminn frá Vietnam þegar þeir hittast í Vín Flóttamenn um borð í farskipi sem er í höfninni í Hong Kong hafa nú hafið hungurverkfall vegna aðbúðar sinnar og þess að þeir fá hvergi hæli. Um borð í skipinu eru tvö þúsund og sex hundruð manns og hafa þeir verið þar í meira en fjóra mánuði. Margir þeirra neituðu að þorða matarskammt sinn í gær. Talsmaður yfirvalda í Hong Kong sagði í gær að þetta fólk væri í raun betur á vegi statt en margir þeirra flóttamanna sem í landi væru. Flótta- menn frá Vietnam eru rúmlega fimmtíu og þrjú þúsund talsins í Hong Kong og segjast yfirvöld þar- ekki geta tekið við fleirum. Straumur flóttamanna frá Vietnam og ríkjum í Asiu er orðið meiriháttar vandamál. Tilkynnt var í gær að Jimmy Carter Bandaríkjafor- seti mundi fara þess á leit við Leóníd Brésnef forseta Sovétríkjanna að hann beiti sér fyrir að straumurinn verði stöðvaður. Þeir félagar hittast í Vín á morgun til að ganga frá hinum svonefndu Salt II samningum um takmörkun kjarnorkuvigbúnaðar. Tilboð óskast í eftirtalda verkþætti við húsið Álfheimar 62-64-66, Reykjavík. 1. Viðgerð á gluggum. 2. Málun á öllum gluggum, hurðum og körmum. Járnhandrið við kjallaratröppur á nr. 66, svalahandrið að utan og kant á svalagólfi, dyraskyggni að utan og innan og bletta austurgafl (horn i suð- austur). Tiiboðið ska! miðast við að skaffa alla vinnu og efni og aðstöðu við framkvæmd verksins. Ýtarleg vinnuiýsing fæst hjá Sigurði Gunnarssyni, Álfheimum 66, 14. og 15. júní kl. 16.00— 18.00. Tilboðum skal skilað þangað fyrir 1. júlí. KEFLAVÍK IMýr umboðsmaður: Margrét Sigurðardóttir Faxabraut 8B — Sími 92-3053. Bmunm Frá Kennaraháskóla íslands 1 19. gr. laga nr. 51/1978 um embættisgengi kennara og skólastjóra (Ákvæði til bráðabirgða) segir svo: „Þeir sem við gildistöku þessara laga hafa starfað sem settir kennarar við skyldunámsskóla 4 ár eða lengur, en fullnægja ekki skilyrðum lag- anna til að hljóta skipun í stöðu skulu eiga kost á að ljúka námi á vegum Kennaraháskóla Islands til að öðlast slik réttindi. Um tilhögun námsins og mat á fyrri menntun og starfsreynslu skal setja ákvæði i reglugerð.” 1 samræmi við þessi ákvæði hefir menntamálaráðuneytið nú í mai- mánuði gefið út reglugerð þar sem kveðið er nánar á um nám þetta. Bréf með reglugerðinni og umsóknareyðublöðum hafa þegar verið send þeim sem rétt eiga á námi þessu og voru i starfi nú á liðnum vetri. Þeir sem telja sig eiga rétt samkvæmt ákvæðum laganna en hafa ekki fengið bréf um það, eru beðnir að hafa samband við Kennarahá- skóla Islands, menntamálaráðuneytið eða stéttarfélag sitt sem allra' fyrst. Umsóknarfrestur um námiðrennur út 30. júní næstkomandi. Rektor Loka- orustan um Managua hafín Skæruiiðar Sandinista eru nú sagðir ráða meginhluta Leon næststærstu borgar Nicaragua og jafnframt beita brynvörðum bif- reiðum gegn þjóðvarðliði Somoza einræðisherra. Þær bifreiðar eru skæruliðarnir sagðir hafa tekið herfangi af stjórnarliðinu. Svo virðist sem Sandinistar beini nú öllum sinum kröftum til að ná völdum i höfuðborg landsins Managua og fella Somoza. í fyrradag beindu skæruliðar áskorun til sinna manna að sameina krafta sína í árás á Managua. í áskoruninni var það kallað — úrslitaorustan. Ljóst virðist að hundruð manna hafi fallið í bardögum i höfuðborginni á undanförnum dögum. Þeir blossuðu upp af endurnýjuðum krafti í gærkvöldi. Tilkynnt var um loftárásir flughers Somoza á úthverfi borg- arinnar. — Þetta voru hrikalegar aðfarir — sagði einn sjónarvotta. — Þeir skutu á hverfið i fimm klukkustundir samfleytt. — Bar- dagar voru rétt við miðborgina í aðeins um eins kílómeters fjar- lægð frá aðsetri Somoza ein- ræðisherra, þar sem hann dvelst í skotbyrgi. Á stóru gistihúsi þar skammt frá, Intercontinental hotel, dvelj- ast nú ráðherrar í stjórn Sornoza,^ sem flúið hafa heimili sín í út-' hverfum höfuðborgarinnar. Auk þess eru þar erlendir blaðamenn og sendimenn erlendra ríkja. Þetta lið er nú sagt geta virt fyrir sér bardagasvæðið og á síðkvöldum heyrast skothvellirnir og eldar loga úr rústum húsa.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.