Dagblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 8
FJALLABÍLL TIL SÖLU I Afleiðinsfaimamiaverirfallsins: DODGE Power Wagon W-2001967 pickup, 6 manna hús, blæja á palli 6 cylindra bensfnvél. Spil með aflúttaki, vökvastýrí. Gang-verk allt i góðu lagi. Góð dekk, 900 X16, felgur með hríngjum. Sæti nýklædd. Útvarp, klukka. Skoðaður 1979. Komið ryð í hús. Framdrifslokur, 2 miðstöðvar, útihitamælir o.fl. Verð kr. 1.950.000 (eða tilboð). Upplýsingar í síma 73562 og 35200. DAGBLADID. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 Sængur og skírnargjafir íúrvafí MagnÚS E. BaldvínsSOn Sf., Laugavegi 8 - Sími 22804. Námskeið um viðgerðir á einangrunargleri Dagana 19. og 20. júní verða haldin verkleg námskeið í viðgerðum á einangrunargleri. Leiðbeinandi verður Knud Mogensen, ráðgjafi við Teknologisk Institut í Danmörku. Námskeiðin standa yfir frá kl. 9—17 hvorn dag og verða haldin í Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins að Keldnaholti. Þátttökugjald er kr. 30 þús., matur og kaffi innifalið. Þátttaka tilkynnist Iðntæknistofnun Islands, sími 81533. Iðntæknistof nun íslands, Rannsóknastofnunbyggingariðnaðarins. JÚNÍ MARKAÐURINN LAUGAVEGI66 2.HÆÐ Alltaf eitthvaö nýtt Júní markaðurinn erenn ífullum gangi Þar sem allt var að seljast upp höfum við bœtt við miklu af vðrum. Loksins er komið úrval af karlmannafatnaði svo sem, peysur, vestispeysur, skyrtur, bindi, sundskýlur, náttfbt og síðast en ekki sízt karlmannaföt, (jakki, vesti, buxur) Barnafatnaður og kvenfatnaður. Það sér enginn eftirþvíað llta upp á aðra hœð. JÚNÍ-MARKAÐURINN Sðnfyiirtækiað stöðvast —Sumarleyfum flýttvíða Útlit er fyrir að fjöldi iðnfyrir- tækja hér á landi stöðvist vegna hrá- efnisskorts innan fárra daga ef far- mannadeilan leysist ekki. Að sögn Þórðar Friðjónssonar hjá Félagi íslenskra iðnrekenda er líklegt að á næstu dögum stöðvist tré- smiðjur og málningarverksmiðjur. Eitt fyrirtæki, Efnaverksmiðjan Sjöfn á Akureyri, er þegar stopp og á fjórða tug starfsmanna á atvinnu- leysisbótum. Ef til verkbanns kemur 18. júní stöðvast öíl iðnfyrirtæki sjálfkrafa og kvað Þórður góða sam- stöðu um þá aðgerð meðal iðnrek- enda. Á Reykjalundi í Mosfellssveit er orðinn hráefnisskortur á vinnustofu er framleiðir rör og plastfilmur. Var starfsfólk þar sent heim í hálfs- mánaðar sumarfrí fyrr í mánuðinum. Það er nú komið til starfa á ný þar sem eitthvað er óunnið af plast- filmum en alvarlegt ástand blasir við eftir viku. DB er kunnugt um að nokkur iðn- fyrirtæki hafa látið keyra vélar sinar hægar en vanalega og önnur hafa sent fjölda starfsmanna í sumarleyfi. -GM. Alvariegs vöruskorts gætir ekki enn Erf iðleikar kannski í næstu viku Alvarlegs vöruskorts gætir enn ekki í matvöruverzlunum í Reykja- vík. Útlit er hins vegar fyrir skort á ávöxtum, hveiti og sykri í næstu viku og þarnæstu ef farmannadeilan Ieys- ist ekki fyrir þann tíma. DB hafði samband við nokkrar verzlanir í gær og kom í ljós að verzi- anir KRON eru einna bezt búnar undir verkfall. Hjá KRON við Skemmuveg er nóg til af öllum vöru- tegundum og skortur ekki fyrirsjáan- legur. Birgðastöð Sambandsins er vel birg, í Hagkauri er sykur uppurinn og hveiti aðeins til i sekkjum. Að óbreyttu verður skortur á ýmsum vörum í næstu viku. í Hagabúðinni var orðið lítið af molasykri, hveiti og lauk. Nógur sykur er til i Sláturfélaginu í Glæsibæ en aftur á móti er orðið lítið af ávöxtum. Eitthvað af ávöxtum hefur verið flutt inn flugleiðis, en verðið er líka mun hærra. Líkur eru á þvi að vöruskorts fari að gæta i verzluninni í þarnæstu viku. Verzlunarmenn þeir sem DB hafði tal af voru sammála um að hamsturs hefði ekki orðið vart. Fólk virtist r-—r ¦«m -------- taka þessu rólega og ekki óttast vöru- skort. -GM. * V . .' .. Heldur fer að grynnka í vörugeymslum og i næstu viku gæti faríð að bóla á vöruskorti. • Fyrritímafatnaður • Kjólar — Hattar • Ulpur — Frakkar og margtfleira /" ^j t.d. ódýr barnaföt J^—/I :'JL * ~ ' keramik — myndlist HAFNARSTRÆT116 —SÍM119260--------------- Eskifjörðun Dansað íhita Sjómannadagurinn á Eskifirði var haldinn hátíðlegur i 18 stiga hita. Svo að segja samfelld dag- skrá var frá kl. 9 um morguninn og þar til kl. 2 um nóttina. Dag- skráin hófst með kappróðri og unnu ógiftar konur keppnina með glæsibrag. Siðan fór fram hóp- sigling allra togaranna og margra smærri báta. Messað var í Eskifjarðarkirkju Tcl. 2 og eftir messu veitti Slysa- varnadeildin Hafrún kaffi af mik- illi rausn. Útisamkoma hófst síðan við íþróttahúsið kl. 4 og þar flutti formaður sjómannadagsins, Hilmar Thorarensen, ávarp og Bogi Níelsson sýslumaður flutti athygb'sverða ræðu. Bjarni Kristjánsson, 68 ára sjó- maður, var heiðraður og síðan var naglaboðhlaup með hindrun- um. Planki sá er negla átti í var svo harður að enginn gat neglt i hann. Margt fleira var til skemmtunar og má nefna 25 metra bringusund í sjóstakk. Þar var keppt um verðlaunagrip sem Hólmi hf. gaf árið 1978. Sigur- vegari í sundinu var hinn mikli sundgarpur Guðmundur Bjarni Kristinsson, en það er annað árið í röð sem hann vinnur. Dansað var í Valhöll til kl. 2 um nóttina og sáu Kjarnar um fjörið. Fólk gekk síðan heim í 14 stiga hita um nóttina. -Regína.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.