Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.06.1979, Qupperneq 9

Dagblaðið - 14.06.1979, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 1979 9 Snorri Jónsson forseti ASÍ: Ekkiteknar ákvarðanir um ákveðnar aðgerðir Það hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um ákveðnar aðgerðir af hálfu ASÍ til þess að bregðast við verkbanni VSÍ,” sagði Snorri Jóns- son forseti ASÍ í viðtali við DB i gær. í ályktun miðstjórnar ASÍ á þriðjudag er skorað á félagsmenn ASÍ að fylgjast vel með og vera viðbúnir að rísa til „varnar og sóknar” gegn ósvífnum hótunum VSÍ. „Ef til verkbanns kemur verður brugðizt við því samkvæmt aðstæð- um,” sagði Snorri. Þetta er i fyrsta skipti sem VSÍ beitir svo víðtæku verkbanni og það á þau félög sem ekki eiga í neinum deilum við VSÍ. Verkbannsboðun þessi er einsdæmi og á ekkert skylt við samúðarverkföll verkalýðsfélaga gegn þeim atvinnu- rekendum sem þau hafa átt í deilu við.” -JH. VERKBANNI MÓTMÆLT Fyrirhuguð verkbannsboðun VSÍ kemur til framkvæmda á mánudag, verði ekki gripið til annarra aðgerða fyrir þann tíma. Verkaiýðsfélög hafa mótmælt þessu fyrirhugaða verk- banni harðlega og m.a. í ályktun miðstjórnar Málm- og skipasmíða- sambands íslands er verkbannið fordæmt. Miðstjórnin vekur athygli á því að verkbanninu virðist fyrst og fremst stefnt gegn launafólki innan ASÍ. Fagnað er afstöðu samvinnu- hreyfingarinnar og skorað á rikis- og bæjarfyrirtæki að endurskoða afstöðu sína til bannsins og aðildar aðVSÍ. Verkakvennafélagið Framsókn mótmælir þessum vinnubrögðum harðlega, þar sem svipa vinnuveit- enda níðist á þeim þegnum sem lægst laun hafa og mesta biðlund hafa sýnt. Verkbann sé sett á vinnandi hendur til þess að knýja fram alls óskyld mál við þriðja aðila, þ.e. ríkis- valdið. -JH. Farmannaverkfallið hefur verið tilefni margra funda undanfarnar vikur. Fiestir hafa verið árangurslitlir. Hér koma fulltrúar VSÍ, Kristján Ragnarsson, Páll Sigurjónsson, Davíð Sch. Thorsteinsson og Þorsteinn Pálsson, af fundi forsætisráðherra síðdegis i gær. DB-mynd: Hörður. Bílaumboðin reyna nýjar leiðir: TÓLF NÝIR SAAB-BÍLAR FLUTTIRINN MEÐ SMYRU — kom til tals að flyt ja Volvo inn með sama hætti en ekkert varð af þvf Hið nýja Saab-umboð, Töggur hf., hefur brugðið á það ráð að flytja inn 12 Saab bíla með Færeyjaferj- unni Smyrli, vegna farmannaverk- fallsins. Samkvæmt upplýsingum Ingvars Sveinssonar koma bilarnir til Seyðis- fjarðar um næstu helgi. Þeir voru fluttir á vagni frá Svíþjóð til Bergen, þar sem þeir voru settir um borð í Smyril. Flestir bílarnir eru seldir og eru eigendur bílanna tilbúnir að ná í þá sjálfir á Seyðisfjörð þegar gengið hefur verið frá öllum pappírum, skráningu o.fl. Komið hefur til tals að selja þá bila sem enn eru óseldir á Austfjörðum. Ingvar sagði að gert væri ráð fyrir því að flutningskostnaður vegna þessara bíla væri svipaður og venju- legur flutningur. Fraktin með Smyrli væri ódýrari, en á ntóti kæmi flutningskostnaður frá Svíþjóð til Bergen. „Með þessu erum við að vinna tíma,” sagði Ingvar „Þótt við náum engum bíl út fyrir hugsanlegt verk- bann þá vinnum við samt tíma í hinu hraða gengissigi, því það tekur sinn tíma að fá bíla eftir að farmanna- verkfallið leysist.” Gunnar Ásgeirsson sagði að athugaður hefði verið sá möguleiki að flytja inn Volvobíla með Smyrli en ekkert hefði þó orðið af því. Ekki hefði verið pláss i fyrstu ferð og því hefði þessi möguleiki ekki verið hug- leiddur frekar. Gunnar sagði að nú þegar biðu á annað hundrað Volvobílar í Gauta- borg sem hefðu verið seldir. -JH'. Stúdentabréfahnrfurinn úr sitfri Magnús E. Baldvinsson sf., Laugavegi 8 — Sími 22804. Skóbúðin Suðurveri Stígahlíð 45-47 - Sími83225. Sumar 79 SENDUM íPÓSTKRÚFU Sundbolir Strand- kjólar og frá Jer Sea LAUGAVEGI81 SÍMI21444 VALLARTORGI SiMI 24411 Bikini

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.