Dagblaðið - 14.06.1979, Side 10

Dagblaðið - 14.06.1979, Side 10
10 MMBIABtt Útgofandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Ritstjómarf|illtrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí rítstjóman Jóhannos Reykdal. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn Ingótfsson. Aöstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pólsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómassop, Atli Steinarsson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pótursson, Ólafur Geirsson. Siguröur Sverrisson. Hönnun: Guðjón H. Pálssorí. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Þetta er eina húsaröðin ,,í þessum húsum, Bernhöfts- torfunni og húsunum til beggja handa, semsagt húsaheildinni allri ofan Lækjargötunnar, á þjóðin hvað merkastan byggingararf i kaupstað á íslandi... nú er svo komið, að í rauninni er engin slík húsaheild eða húsaröð til v frá því um miðja síðustu öld nema þessi eina.” Dagblaðið tekur undir þessi orð Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar, sem hann flutti um síðustu helgi á ráðstefnu félagsins ,,Lífs og lands” um ,,Mann og borg”. Þau hljóta að vega mjög þungt, einnig í huga þeirra, sem ekki þykja húsin fögur. Á ráðstefnunni voru flutt nokkur erindi um þessi hús og spönnuðu þau samanlagt viðfangsefnið einkar vel. Auk Þórs ræddi Sigurður Líndal prófessor um lagahlið húsafriðunarmála, Ólafur Davíðsson hag- fræðingur um kostnaðarhliðina og Bjöm Bjarnason skrifstofustjóri um sjónarmið forsætisráðuneytisins, eiganda Ðernhöftstorfunnar. Samkvæmt húsafriðunarlögum geta tveir aðilar friðað hús eins og Bernhöftstorfuna. Annað hvort gerir menntamálaráðuneytið það eða borgarstjórn Reykjavíkur. Tillögur til þessara aðila um friðun koma frá sérstakri húsafriðunarnefnd. Þessi nefnd hefur árum saman hvatt til friðunar Bernhöftstorfunnar. Hún hefur snúið sér til hvers menntamálaráðherrans og forsætisráðherrans á fætur öðrum. En árangurinn er nákvæmlega enginn. Til skamms tíma voru húsin flest í góðri hirðu og velflest í notkun. En svo ákvað forsætisráðuneytið skyndilega að leysa málið með því að láta húsin grotna niður og eyðileggjast. Leigjendur voru reknir út, raf- magn og hiti tekin af. Þessi stefna komst á skrið, þegar Ólafur Jóhannes- son varð forsætisráðherra i fyrra skiptið. Æ síðan virðist afstaða ráðuneytisins hafa mótazt af mikilli óbeit Ólafs á Bernhöftstorfunni. Enginn sómi er heldur að þætti Reykjavíkurborgar, sem gæti tekið frumkvæðið, ef hún vildi. Ráða- mennirnir hafa tvístigið og hefur þar engin breyting orðið með nýjum herrum. Ræður þar mestu hræðslan við kostnaðinn. Borgin óttast að þurfa að kaupa lóðirnar fyrir hundruð milljóna af rikinu eða útvega því aðrar lóðir jafnverðmætar í borginni. Þess vegna vilja ráðamenn borgarinnar ýta frumkvæði friðunarinnar frá sér og til ríkisins. Sama tvískinnungs gætir hjá menntamálaráðherra. Hann óttast, að friðun af hans hálfu þýði, að ríkið tapi verðmætum lóðum í miðborg Reykjavíkur. Þessi tog- streita virðist orðin óleysanleg. Um leið vinnur tíminn gegn friðun. Smám saman hrakar húsunum. Eitt er þegar hálfbrunnið. En þjóðminjavörður sagði þó á ráðstefnunni, að seint færu þau svo illa, að þeim mætti ekki bjarga, ef vilji væri. Séð hefði hann annað eins. Kannski hefur forsætisráðherra óviljandi fært friðunarmönnum nýtt vopn, með bréfi til borgarinnar um, hvort hún hafi nokkuð við það að athuga, að ríkið láti hreinsa,,brunarústir” norðan Gimlis. Með þessu er ráðuneyti hans að gefa í skyn, að þessi hluti torfunnar falli ekki undir hugtakið ,,hús” og megi því hreinsa án afskipta byggingarnefndar borgar- innar og húsafriðunarnefndar. En þjóðminjavörður gæti þá tekið ríkið á orðinu. Ef húsið er rúst, fellur það undir valdsvið hans og hann getur friðað það sem fornminjar. Má því segja, að til sögunnar sé kominn þriðji aðilinn, sem geti tekið af skarið og leyst málið — hindrað þá þjóðareymd, að fyrsta húsið verði rifið. Síðar gefst svo kannski tækifæri til að reka við- komandi embættismenn fyrir þau embættisafglöp að láta þessa dýru eign ríkisins grotna niður. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ1979 Vandrædasaga bandarísku DCrlO þotnanna r OLAFUR GEIRSSON Þegar fyrsta DC-10 þotan rann út úr flugskýlinu hjá McDonnell Douglas flugvélaverksmiðjunum á Long Beach í Kaliforníu árið 1970 var sjálfur Spiro Agnew varaforseti Bandaríkjanna í stjórnklefanum. Þetta þótti sigurstund, þessi þota átti að fljúga með allt að 343 farþega á kostnaðarminnsta hátt sem þekktur var. Jafnframt átti hún að vera hljóð- látust þota og valda minnstri mengun. Fljótlega fór einnig svo að hún reyndist allra risaþota vinsælust. 1 síðustu viku var svo komið að dag- lega flugu rúmlega hundrað þúsund farþegar með þotunni í fjögur hundruð og fimmtíu flugferðum. Er þáaðeins miðað við Bandaríkin ein. Þrátt fyrir þennan árangursríka feril hefur DC-10 þotan verið hrjáð af alls konar tæknivandamálum frá því notkun hennar var hafin. Þotur af þessari gerð hafa komið við sögu í að minnsta kosti sautján svoköll- uðum alvarlegum flugslysum á ferli sínum. Þar með eru talin slys eins og við París árið 1974, er DC-10 þota i eigu tyrkneska flugfélagsins fórst, en það er talið mannskæðasta flugslysið' þar sem aðeins ein flugvél kom við sögu. Punkturinn, eða í það minnsta komman, var sett aftan við einn kafla í sögu DC-10 þotanna þegar ein þeirra fórst við Chicago á dögunum. Er það mannskæðasta flugslys í bandarískri fiugsögu. Ofanritað er byggt á grein í banda- ríska fréttatímaritinu Newsweek. Þar segir ennfremur að alls hafi sex hundruð tuttugu og þrir farizt í slys- um sem orðið hafi á DC-10 þotum á átta ára flugferli þeirra. Gagnrýnendur segja að á þotunni séu ýmsir gallar og hún eigi ekki að fá flugleyfi aftur fyrr en á þeim hafi verið ráðin bót. Hinir sömu halda því fram að ástæðurnar fyrir þessu ástandi séu þær að framleiðendurnir hafi flýtt sér svo í kapphlaupinu við að verða fyrstir með risaþotu á markaðinn að þeir hafi freistazt til að stytta sér leið. Fulltrúi í neytendasamtökum þeim sem löngum eru kennd við Ralph Nader segir í gagnrýni sinni á DC-10 þoturnar að asinn við að koma þotunum á markaðinn hafi náð alveg aftur til ýmissa kannana sem átt hafi að vera í höndum bandarísku flug- málastjórnarinnar. — Fyrst reyndust farangurs- og vörudyrnar gallaðar, síðan þotuhreyflarnir. í fyrra voru það hjólbarðarnir, í ár festingar- boltar. Hvað verður næst? Dettur stéliðaf? spyr neytendafulltrúinn. „Svona var það ogerþaöenn” Brakið úr hreyflum DC-10 þotunnar, sem fórst við Chicago komið undir þak og rannsðknarmenn leita að einhverju sem bent * gæti til ástæðnanna fyrír þvi að þotan hrapaði. Skáldið Somerset Maugham samdi bók sem hann gaf nafnið Svona yar það og er það enn. Bókin fjallar um valdabaráttu og pólitíska lævisi hertoga, klerka og kardinála á 16du öld. Ég man að þegar ég las þessa bók fyrst hugsaði ég sem svo að líklega hefði þetta verið lítið skárra í upphafi þessarar. aldar, en eftir þvi sem tíminn hefur liðið verður mér æ ljósara sannleiksgildi þessara orða og að þau eru í fullu gildi ennþá og sýna glöggt framsýni skáldsins. Oft hefur mér fundizt heillaráð, þegar ég hef fundið mig vera að tapa áttum í dægurþrasi líðandi stundar, að fara aðeins aftur fyrir, á fund liðins tima, og þá gjarnan gripið mannkynssögu eða jafnvel „Aldirnar okkar” til að komsat í takt við göngu líðandi stundar. En þegar ég greip ofan í sögu frönsku byltingarinnar 1789—1794 leið mér ekki ósvipað og manni sem villzt hefur í þoku og kemur aftur að sama steininum. Og ég hafði það á tilfinningunni að ég væri að lesa blaðaúrklippubók mína frá upphafi síðustu kosningabaráttu. Sem betur fer er hér ekki bylting eða fallaxir í gangi og menn bera ekki mannshöfuð á spjótsoddum. En til að skýra mál mitt nánar langar mig til að taka og vitna í orðréttar klausur úr sögu byltingarinnar en innskot innan sviga eru að sjálfsögðu verk mín og gerð til að heimfæra upp á nútimann. „Þjóðsamkoman átti ekki annarrá kosta völ en að friða bændur með því að ganga til móts við þá.” (Það var bara ekki gert núna.) „Var reynt að draga nokkuð í land" „Frjálslyndir aðalsmenn sáu glögglega að hverju stefndi og sættu

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.