Dagblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ1979 11 Talsraenn McDonnell Douglas verksmiðjanna birtu yfirlýsingu fyrir síðustu helgi þar sem þeir báru blak af DC-lOþotunni. Þeir neituðu þóal- veg við það tækifæri að ræða einstaka liði þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið um þotuna eða orsakir þeirra flugslysa þar sem hún hefur komið við sögu. Var kallað tuttugu milljarða dollara kapphlaupið Þetta byrjaði seint á sjöunda áratugnum. Boeing-verksmiðjunum bandarísku hafði tekizt að tryggja sér Istærsta bitann á alþjóðlegum flug- markaði með 747-þotu sinni, sem tekur 450 farþega, ætlaðri til flugs á löngum leiðum. Lockheed-verk- smiðjurnar höfðu tilkynnt ætlan sína um að setja á markaöinn minni þotu sem ætluð var fyrir styttri flugleiðir. VarþaðL-1011 þotan. Forsvarsmenn McDonnell Douglas sáu fram á að þarna var um markað að keppa sem gefið gat af sér tuttugu milljarða sölu ef vel tækist til. Þeir lögðu því allt kapp á DC-10 þotuna sem, eins og þota Lockheed-verk- smiðjanna, átti að kosta um það bil fimmtán milljónir hver þota. Auk þess var hún að sögn betur hæf til að fullnægja þeim umhverfisverndar- og hávaðakröfum sem komnar voru fram. Þrátt fyrir lélegt start, eins og sagt er á íþróttamáli, og að McDonn'elI Douglas verksmiðjurnar sætu eftir í holunum tókst þeim að sigla fram úr Lockheed á endasprettinum og komast á undan í mark. DC-10 þoturnar komu tveim vikum fyrr á markaðinn en L-1011 frá Lockheed. Síðan hafa gagnrýniraddirnar í raun ekki þagnað. Ýmsir sérfræð- ingar, þar á meðal eftirlitsmenn á vegum bandarískra þingnefnda og fulltrúar samkeppnisaðila McDon- nell Douglas verksmiðjanna, og flug- menn tóku þátt í þeim söng. Gagn- rýni kom fram á fyrirkomulagi leiðslna að og frá öryggisbúnaði. Einnig var gagnrýnt hvernig gólfið í farþegarými var hannað, auk þess sem raddir voru uppi um að rafeinda- kerfið, sem átti að sjá um að farm- dyrum væri tryggilega lokað, væri ekki nægilega öruggt. DC-10 þoturn- ar voru aðeins útbúnar þreföldum vökvakerfisbúnaði. Bæði Boeing 747 ,og Lockheed-þoturnar voru með fjórum slíkum kerfum. Þetta var ¦sinnig gagnrýnt. Svo varð fyrsta slysið, í marz árið 1974. Nokkrum mínútum eftir flug- tak brast dyraútbúnaður við farmdyr á DC-10 þotu í eigu tyrkneska flug- félagsins. Hún var að leggja upp frá Orly-flugvelli við París. Farmdyrnar rifnuðu upp, þrýstingur féll í farangursrýminu og gólfið í farþega- rýminu þar fyrir ofan raskaðist með þeim afleiðingum að linur að og frá stjórntækjum flugstjórnarmanna fremst í þotunni löskuðust. Afleiðingin varð sú að stjórnlaus þotan stakkst ofan í skóglendi. Allir, farþegar og áhöfn, um borð i þotunni fórust, samtals þrjú hundruð fjörutíu og sex manns. Rannsóknarnefnd komst síðar að þeirri niðurstöðu að bæði forráða- mönnuin McDonnell Douglas verk- smiðjanna og starfsmönnum banda- rískra flugstjórnaryfirvalda (FAA) hefði verið kunnugt um að lokunar- kerfi farmdyra á DC-10 þotunum væri áfátt. Gat rafeindakerfið sýnt þær tryggUega lokaðar þó þær væru það í raun alls ekki. Hafði þetta komið í ljós við r'yrstu reglulega könnuf i DC-10 þotu sem flogíð hafði verið um skeið. Var það árið 1970. Árið 1972 varð nær því sams konar slys og síðar við París er DC-10 þota missti farmdyrnar opnar vegna galla. Skemmdust stjórntæki þeirrar þotu verulega en flugstjóran- um tókst naumlega að lenda henni nauðlendingu sem aðeins kostaði smávægileg meiðsU. Síðastnefnda slysið varð við Detroit í Bandaríkjun- um. Þá gerði bandaríska flugeftirUtið samkomulag við McDonneU Douglas fyrirtækið um að framkvæmd yrði viðgerð og úrbætur á öllum DC-10 þotum hvað varðaði lokunarbúnað farmdyra innan mjög skamms tíma. Er ár var liðið frá slysinu við Detroit preklc- dannelse Bolter Skýringarmynd af afstöðu hreyfils á DC-10 og hvernig hann er festur vio vænginn. Hinir margumræddu boltar sem brustu eru mtrktir og einnig hvar hreyfilfestingin hefur sprungiö frá. höfðu ekki verið framkvæmdar viðgerðir á í það minnsta átján bandarískum þotum, auk þess sem að minnsta kosti ein nýafgreidd þota hafði farið frá verksmiðjunum án þess að farmdyraútbúnaður hefði verið lagfærður. Ba^darísk flugmála- yfirvöld voru enn að biðja stjórn- endur McDonnell Douglas — að vísu mjög kurteislega — um að hraða endurbótum á leiðslum mUli stjórn- tækja og flugstjórnarklefa er tyrkn- eska þotan fórst við París. Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hlutu mikið ámæU fyrir þessi vinnu- brögð og voru vítt af þingnefnd fyrir að hafa ekki fyrst og fremst í huga öryggi hins almenna borgara við störf sín. Voru starfsmennirnir taldir hafa hætt lifi þúsunda að nauðsynjalausu. Hreyflar DC-10 hafa einnig bilað oft og mörgum sinnum, einkum á fyrstu árum almenns flugs þeirra. Tugir dæma munu um að hlutar hreyfla hafi skyndilega staðið í ljósum logum, hafi brotnað eða falUð af. Alvarlegasta tilvikið varð 1 nóvember árið 1973. Þá losnaði hreyfUhluti á DC-10 þotu og braut glugga á farþegarými. Loftþrýstingur þar féU og sofandi farþcgi kafnaði. Margar endurbætur hafa verið gerðar á CF-6 hreyflunum á DC-10 þotunum af framleiðendum þeirra, General Electric. Rann- sóknarnefnd bandaríska þingsins komst að þeirri niðurstöðu árið 1974 að kröfur bandarískra flugmálayfir- valda um prófanir á hreyflunum árið 1970hefðu ekki verið fullnægjandi. Hreyflar DC-10 þotanna reyndust einnig mjög viðkvæmir fyrir skemmdum af völdum fugla sem lentu í þeim auk þess sem ýmiss kon- ar rusl af flugbrautum eða ís hafði oft skemmdir í för með sér. Þarna er slökkviliðsmaður ao störfum við að slokkva elda f flafci DC—10 þotunnar sem hrapaði við Chicago. Alvarlegasta tilvik þessa eðlis varð á Kennedy-flugveUi í New York. Þar sluppu 139 farþegar naumlega út úr DC-10 þotu er hópur fugla flaug inn í hreyfla hennar þegar hún var að hefja sig til flugs. Flugstjóranum tókst að stöðva þotuna á síðustu stundu og farþegunum, 139 að tölu — allir þjálfaðir starfsmenn flug- félags eins bandarísks — komust út andartökum áður en þotan stóð í ljósum logum. Bilanir á hjólaútbúnaði eru vanda- mál við allar tegundir risaþota en gifurlegt álag er á honum bæði við lendingar og fiugtök. Alvarlegasta tilvik þess eðlis varð á DC-10 þotu í marz á siðasta ári. Varð það er tveir hjólbarðar sprungu við flugtak á flugvellinum við Los Angeles. Fór þotan út af flugbrautinni á sjötíu mílna hraða og eldur kviknaði í vinstri væng hennar. Þá var bent á að opinberar öryggiskröfur viðvíkjandi hjólbarða höfðu ekki verið endur- skoðaðir síðan árið 1962, eða löngu áður en risaþoturnar komu til sögunnar. Síðasta tilvikið er slysið við Chicago þar sem 273 fórust er DC-10 þota hrapaði þar. Helzt er talið að þar hafi hreyfUfestingar brugðizt. Þegar bandarisk flugmálayfirvöld fóru í gegnum skrár sínar um svipaðar bilanir kom í ljós að dæmi um slíkt á DC-10 voru hvorki meira né minna en fimmtíu og tvö. Var þá taliðafturtil ársins 1974. Til samanburðar voru dæmi um slíkar bilanir þrjátíu og átta á Boeing 747 þotum en aðeins eitt dæmi um þær hjá L-1011 þotum Lockheed- verksmiðjanna. Slíkar bilanir þurfa þó alls ekki að merkja það að hreyflar muni falla af þotum í næstu fiugferð og þær geta einnig verið af eðUlegum orsökum vegna sUts. Sú var þó raunin með DC-10 þotuna sem hrapaði við Chicago. sig við að bjarga einhverju í land". (Framsóknarmenn hafa greinUega átt þarna þjáningarbræður.) ,,Á kvöldfundi þjóðsamkomunnar 4. águst reis upp ungur aðalsmaður, greifinn af Noailles, og lagði til að skattfríðindi aðalsmanna og klerka yrðu afnumin en öllum gert að greiða skatt eftir efnahag." (Vilmundur greinUega ekki einn um hituna.) „Lénskvaðir á jarðnæði skyldu falla niður gegn greiðslu." (Alþýðu- bandalagið í Deildartunguhver.) ,,Og persónuleg lénsréttindi skyldu falla niður bótalaust." (Gætu í nútíð verið hagstæð lán til bUakaupa og fl. fríðindi). „Ennfremur segir: Reis nú hver aðalsmaðurinn upp á fætur öðrúm og afsalaði sér sérréttindum sínum og stóð þessi fórnartími unz birti af degi." (Gæti verið „Til loka kosningabaráttu"). ,1 hrifningarvímu þessarar nætur- stundar þótti þeim sem þungri byrði væri af sér létt." (Að lokinni talningu atkvæða í síðustu kosningum.) ,,En næstu daga, þegar unnið var að því að færa nætursamþykkt þessa i lagaform, var reynt að draga nokkuð í land því engin ástæða þótti til að rígbinda sig svo við yfirlýsingar og heit gefin á hrifningarstund." (Er það ekki einmitt það sem verið er að gera núna?) Það fer ekki á mUIi mála að mála- flokkar og meðferð þeirra eru af sömurótrunnar. — Stuðzt við Mannkynssögu Jóns Guðnasonar, bls. 24, Mál og menning 1960. Valdabarátta „lénsherra" Hinn pólitíski Ioddaraleikur hefur þó sjaldan komið eins vel fram í dagsljósið sem nú þegar verkföll og sundrung eru nánast að jafna það við Kjallarinn í „í hrifningarvímu þessarar næturstundar..." GunnarPáll Ingólfsson jörðu sem þjóðin hefur byggt upp af miklum dugnaði og á svo skömmum tíma að hún hefur hlotið aðdáun annarra þjóða fyrir. Og allt er þetta vegna valdabaráttu örfárra „léns- herra", sem eiga tilvist í þessu þjóðfélagi, og kröfugerð nokkurra sérréttindahópa sem telja sig sjálf- skipaða handhafa þjóðartekna. Við, sem höfum átt þess kost að fylgjast með þessum málum frá striðslokum, vorum orðin nokkuð vön því að þeim lægst launuðu var att út í hina pólitísku skemmdar- starfsemi, og því miður hafa þeir verið leiðitamir þótt svo þeir væru jafnnær eftir hverja orrustu. Nýbirt- ar tölur um að 900% kauphækkun i krónutölu hafi aðeins fært á sama tíma launþegum 9% kaupmáttar- aukningu sýiia og sanna tUgangsleysi verkfalla og staðfesta um leið að islenzk verkalýðsforysta hefur ekki veriðstarfi sinu vaxin. En nú var ekki gott í efni því nú voru, og eru, þeir sem telja sig for- svarsmenn láglaunastétta við stjórn- völinn. Þá var ekki annað að gera en toga í toppinn og má segja að verkfall flugmanna hafi verið það handfang sem togað var í til að ná öUu upp úr tunnunni og með nokkru öryggi um að allt héngi á sömu spýt- unni var vel fylgt á eftir. Sem sagt, ef þú vilt ná yrðlingunum út úr greninu þá er bara að herma eftir tófunni. Og þarna er hin pólitiska lævísi ljóslif- andi komin. En hvenær á þessi vitleysa að enda, hvenær ætlum við að hætta að láta teyma okkur á asnaeyrum og spyrna við fótum? Sjálfsagt verður mörgum á að svara að þeirra lóð vegi lítið á vogarskálum þessara mála: „Svona var það og er það enn" — og verður sjálfsagt alltaf. Á kosningadegi ganga menn oft beinni í baki en aðra daga, sér meðvitandi um vald sitt á örlögum þjóðarinnar. En fæstum virðist vera ljóst að þetta vald er til staðar alla aðra daga á félagslegum grundveUi. Félagslegur doði og skortur á félags- legri samkennd er sjálfsagt meginor- sök þess vanda er nú steðjar að á öll- um sviðum. Hér otar hver sínum tota án tillits til afleiðinga fyrir þjóðar- heildina en slagurinn stendur fyrst og fremst um skiptingu þjóðartekna. Hér er um að ræða að vinna bug á vægast sagt ósanngjörnu launamis- rétti en það er aðeins hægt með þvi að sneiða af toppunum. Það ætti öUum að vera ljóst að okkar hagur getur aldrei orðið betri en þjóðar- hagur þar sem engum hefur enn tekizt að fleyta rjóma úr tómu fati. Gunnar l'íill Ingólfsson ritstj.BÚ&FÉ.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.