Dagblaðið - 14.06.1979, Page 12

Dagblaðið - 14.06.1979, Page 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ1979 12 d Iþróttir Spánverjar einir ósigraðir Evrópumeistarar Júgóslava í körfuknattleiknum unnu öruggan sigur á Tékkum á Evrópumeistaramótinu i Torinó í gær. Þrettán stiga munur í lokin fyrir Júgóslava, 97—79 stig. Júgóslavar töpuðu mjög óvænt á mótinu fyrir tveimur dögum — biðu þá lægri hlut fyrir ísrael með einu stigi. Möguleikar liðsins til að vinna Evrópu- meistaratitilinn í fjórða sinn í röð eru þó sæmilegir. í dag leikur Júgóslavía við Sovétríkin — en lykilleikurinn verður á sunnudag, þegar Spánn og Júgóslavia leika. ttalla hefur einnig möguleika á meistaratitlinum. Kom ísrael niður á jörðina í gær og sigraði örugglega 90— 78. Hins vegar töpuðu ítalir fyrir Tékkum og það gæti reynzt afdrifaríkt. f gær sigraði Frakkland Grikkland með litlum mun, 76—74, og Pólland vann góðan sigur gegn Belgum 110— 84. Spánn er eina liðið i keppninni< scm ekki hefur tapað leik. I MEISE\R4RORKAR ÍSL4IVDS matreiða fyrir þig í Vikunnu í hverri Viku hirtist uppskrift að Þetta er tilkomið með samstarfi dýrðlegum rétti, nákvæm lýsing á að— Vikunnar ogKlúbbs matreiðslumeistara. ferð við matreiðsluna og fjöldi litmynda íslenskir matreiðslu meistarar skiptast sem sýna hráefnið og réttinn á mismun- á um að matreiða og árangurinn birtist andi stigum matreiðslunnar. t Vikunni vikulega. Nýr réttur í hverri Viku, HKLY Það verða margir leikir á dagskrá i 1. deild á næstun velli, ÍBV — KR í Vestmannaeyjum og Akranes að ofan er frá leik KR og Víkings á dögunum. Knött Bik Gróttas gegn leil Það var viða mikil spenna í bikarkeppni Knattspymusambands íslands i gær og úrslit tví- sýn. Niu leikir voru háðir víðs vegar um landið — einum var frestað en einn gefinn. Skalla- grímur gaf leik sinn við ísfirðinga en sá leikur átti að vera í Borgarnesi í gær. Leik Einherja og Austra, sem vera átti á Vopnafirði, var frestað vegna bleytu á vellinum. Reykjavíkurliðin unnu Þrír leikir voru í Reykjavík og þar kom talsvert '& óyart, að Leiknír í Breiðholti, sem leikur í 3. deitd, stgíaðu eitt af efstu liðunum í 2. deild, Sel- foss. Hvorugt liðið- skoraði mark í venjulegum leiktíma en í framlengingunni tókst Þorsteini ögmundssyni að tryggja sigur Leiknis með þrumuskoti af markteig eftir fyrirgjöf. Það var í fyrri hluta framlengingarinnar. Aðalmarkaskor- arar liðanna, Ragnar Ingólfsson, Leikni, og Sumarliði Guðbjartsson, urðu að yfirgefa völl- inn í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Á Melavellinum sigraði Ármann Víði Garði 3- 1. Þeir Þráinn Ásmundsson, Viggó Sigurðsson og Smári Jósafatsson skoruðu mörk Ármanns í fyrri hálfleik en Víðir skoraði eitt mark í s.h. Ármann hafði mikla yfirburði i leiknum en gekk illa að nýta færi sín i síðari háifleiknum. í Árbænum sigraði Fylkir Grindavik 2-1 í spennandi leik. Ómar Egilsson skoraði fyrir Fylki í fyrri hálfleik. Grindavík jafnaði en 10 mín. fyrir leikslok skoraði Hörður Antonsson sigurmark Fylkis. Þrátt fyrir tapið léku Grind- víkingar nokkuð vel. Breiðablik áfram Breiðablik átti ekki í miklum erfiðleikum með Stjörnuna úr Garðabæ á grasvellinum í Kópa- vogi. Þór Hreiðarsson skoraði tvívegis fyrir Breiðablik í f.h. — annað markið úr víti en Guð- jón Sveinsson skoraði fyrir Stjörnuna. í síðari hálfleik gulltryggði Sigurjón Rannversson sigur Breiðabliks. Einn leikur var á Austfjörðum. Þróttur Nes- kaupstað vann Súluna á Stöðvarfirði með 0-2. Það var skemmtilegur leikur. Þróttur sterkari aðilinn án þess að skapa sér verulega góð færi. Sigurður Friðjónsson skoraði en dómari var Stefán Garðarsson, Þorlákshöfn. -SJ

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.