Dagblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 13
Iþróttir DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR14. JÚNÍ1979 13 Iþrottir Iþróttir Jþróttir Iþróttír SlSn stunni. t kvöld leika Kcflavík og Fram i Keflavík — á laugardag leika Vikingur og KA á Laugardals- nes — Valur á Akranesi. Spennandi leikur - og það er oft skammt á milli i knattspyrnunni. Myndin nötturinn smellur i þverslá KR-marksins eftir hörkuskot Lárusar Guðmundssonar.DB-mynd Sveinn Þ íikarkeppni KSÍ á fullri f erd: skoraði sjö mörk ikmönnum Heklu! 5- Vítakeppni réö úrslitum Þrír leikir voru á Norðurlandi. í Grenivík léku Magni og Svarfdælir (Dalvík). Úrslit 2-2 eftir framlengingu. Mörk Magna skoruöu Þorsteinn Þorsteinsson og Hringur Hreinsson en Björn Friðþjófsson og Jóhann Bjarnason fyrir Svarf- dæli. Þá var vítaspyrnukeppni og eftir hana stóðu Svarfdælir uppi sem sigurvegarar, 7—6. Tindastóll frá Sauðárkróki vann stórsigur á Reyni þó leikið væri á Árskógsströnd. Úrslit 0-5. Mörk Tindastóls skoruðu Rúnar Björnsson, Þórhallur Ásmundsson, Sigurjón Magnússon, Björn Sverrisson og Sigurfinnur Sigurjónsson. í Siglufirði léku KS og Árroðinn, Eyjafirði. KS sigraði 2-1 eftir framlengingu. 1-1 eftir venju- legan leiktíma. Friðfinnur Hauksson og Björn Ingimundarson skoruðu fyrir KS en Garðar Halldórsson mark Árroðans. -St.A. Stórsigur Gróttu Fjögur mörk Gróttu á 8 minútna kafla í upphufi siðari hilfleiks tryggðu þeim örugg- an sigur yl'ir Heklu á Hellu I gærkvöld. Staðan i hálfleik var 1-0 Gróttu i vil en i síð- ari hálfleik brustu öll bönd hjá Heklu og i leikslok munaði sex mörkum — 7-1 fyrir Gróttu. Gunnar Lúðviksson skoraði eina ' niurk fyrri hálfleiks á 14. mínútu, en strax í upphufi síðari hálfleiks gerði Grótta út uin leikinn. Ólafur Lirusson bætti öðru markinu við i 51. mín. og Friðrík Friðríksson skoraði þriðja markið á 55. mín. Arni Guðmundsson gerði riæstu tvö á 57. og 59. mín. og á 61. mín. var dæmt fullkomlega löglegt mark af Gróttu. Síðan átti Grótta skot i stöng og sli iöur en Gisli Gíslason bætti sjötta markinu við á 78. mín. með skoti af um 35 metra færi. A 85. min. skoraði Arni sitt þriðja mark en lokaorðið i leiknum ittu heimamenn er Guðni Olgeirsson skoraði þeirra eina mark á 88. minútu. Það má geta þess að leikurinn hófst ekki fyrr en kl. 21.15, en var boðaður kl. 20. Þegar haft var samband við dómara á Sel- fossi, en að sögn KSÍ áttu dómarur þaðan að dæma leikinn, vissu þeir ekkert af honiiin. Þetta er i annað skiptið i tveimur vikum sem Grótla lendir i vandræðum vegna dóm- ara og hreint óþolandi hvernig dóm- aramilum 3. deildar er liállao. . sSv. Enskir lágu í Vínarborg —Austurríki sigraði England 4-3 í gær Austurriki sigraði England með oddamarkinu af sjö — 4—3 — i lands- leik i knattspyrnu i Vínarborg i gær- kvöld. Leikurínn var akaflega spennandi en yfirburðir Auturrikis um- talsverðirí fyrrí hálfleik. Fyrsta tap Englands i 14 landsleikjum og annað tapið undir stjórn Ron Greenwood — England aðeins tapað útileik gegn V- Þjóðverjum uiidir stjórn Greenwood áður. Bruno Pezzey, bezti Ieikmaður Austurríkis, reyndist Englendingum erfiður, skallaði tvívegis í mark. Fyrsta markið var skorað á 18 mín. og þá skallaði Pezzey frábærlega mark eftir sendingu Jara. Á 26. min. komust Austurríkismenn í 2—0 eftir samleik Jara og Kreuz en Welzl skoraði. Mínútu síðar minnkaði England muninn. Bob Latchford gaf fyrir og Kevin Keegan skallaði í mark. Nýi austurríski landsliðsmaðurinn Kurt Jurtin skoraði þriðja mark Austurríkis á39. mín. England náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik og í þeim síðari kom Peter Shilton í markið og Trevor Francis í stað Latchford. Á 48. mín. varði Koncilia, markvörður Austurríkis, skot frá Keegan — hélt ekki knettinum og Steve Coppell sendi boltann í netið. Á 63. mín. tókst Englendingum að jafna. Francis gaf fyrir og Ray Wilkins skallaði í mark — en það nægði ekki. Á 69. mín. stökk Pezzey hærfa en varnarmenn Englands og skallaði knöttinn í mark eftir aukaspyrnu Sara. Áhorfendur31 þúsund. Bezti heimsárang- urinn í langstökki og nýtt heimsmet í spjótkasti kvenna Austur-þýzka íþróttakonan fræga, Ruth Fusch niði aftur heimsmetinu i spjótkasti kvenna, þegar hún kastaði 69.52 metra á móti í Dresden í gær. Ejdra metið átti Kathy Schmidt, Bahdaríkjunum, 69.32 m sett 1977. Mjög^óðjir árangur náðist á mótinu í Dresden. Luzt Dombrowski, Austur- Þýzkalandi, stökk 8.29 m í langstökki, bezti árangur í heiroi í ár, og Rolf Beil- schmidt, Austur-Þyz-kalandi, stökk 2.30míhástökki. I 5000 m hlaupi var hörkukeppni. Miruts Yifter, Eþíópíu, sigraði á 13:24.3 mín. Landi hans Girma Wolde- hana varð annar á 13:26.9 mín. og Alexander Fedotkin, Sovétríkjunum, þriðjiásama tíma. í 100 m hlaupi urðu úrslit óvænt. Marlies Ölsner-Göhr sigraði heimsmet- hafann Maritu Kock — báðar Austur- Þýzkalandi — hljóp á 10.97 sek. en Kocháll.20sek. Júgóslavar unnu ítali Júgóslavia sigraði ítaliu 4-1 i vináttu- landsleik i knattspyrn u í Zagreb í gær- kvóld — og það þótt ítaliu næði for- ustu i leiknum á 25. min. Þá skoraði Paolo Rossi en miðherji Júgóslaviu, Susic, jafnaði þremur minútum siðar. Hann skoraði aftur á 36. mín. og tryggði Júgóslövum sigur, þegar hann skoraði þriðja markið af stuttu færi á 66. mín. Yfirburðir Júgóslava voru miklir i leiknum og varnarmaðurinn Zajec skoraði fjórða markið i 86. mín. með þrumufleyg utan vítateigs. Ahorf- ehdur voru 25 þiisund. Talsverður til- raunasvipur var á italska liðinu — leik- ið með þremur miðherjum en bezti leik- maður itulu, Bettega, gat ekki leikið vegna meiðsla. Möguleikar íslands í Evrópukeppni minnka —Jón Diðrikssongetur ekki keppt íLuxemborg Valdimarsson, ÍR, sleggju- Möguleikar Islands til að ná góðum irangri í Evrópukeppninni i frjálsum iþróttum i Luxemborg um næstu helgi hafa minnkað verulega vegna meiðsla nokkurra maniiu, sem þar íttu að keppa. Jón Diðriksson getur ekki keppt vegna meiðsla í hasin og þeir Valbjörn Þorláksson og Stefán Hallgrímsson eiga einnig við meiðsli að stríða og keppa ekki. Gunnar Páll Jóakimsson og Agúst Asgeirsson keppa i stað Jóns í 800 og 1500 m. Elias Sveinsson i stað Valbjarnar i stangarstökki og 110 m grindahlaupi og Aðalsteinn Bernharðs- son i 400 m gríndahlaupi i stað Stefáns. í riðlinum í Luxemborg taka þátt auk íslands og Luxemborgar Dan- mörk, írland og Portúgal. Þrjár þjóðir komast áfram og má reikna meö að það verði þrjár síðasttöldu þjóðirnar. í íslenzka landsliðinu eru þessir menn: Vilmundur Vilhjálmsson, KR, sem keppir í 100, 200, 400 m og báðum boðhlaupunum. Ágúst Ásgeirsson, ÍR, 1500 m og 3000 m hindrunarhlaup. Sigurður P. Sigmundsson, FH, 5000 m. Gunnar Páll Jóakimsson, ÍR, 800 m. Brýnjólfur Hilmarsson, UÍ A, 10000 m. Elías Sveinsson, FH, stangarstökk og HOmgrindahlaup. Aðalsteinn Bernharðsson, KA, 400 m grindahlaup og boðhlaupin. Guðmundur R. Guðmundsson, FH, hástökk. Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, langstökk og þrístökk. Hreinn Halldórsson, KR, kúluvarp. Óskar Jakobsson, ÍR, kringlukast og spjótkast. Erlendur kast. Sigurður Sigurðsson, Á, boðhlaupin. Oddur Sigurðsson, KA, boðhlaupin bæði. Fararstjórar verða Finnbjörn Þor- valdsson og Sveinn Sigmundsson en Guðmundur Þórarinsson þjálfari. íslenzkt sundfólk keppir víða erlendis Það verður mikið að gera hjá lands- liðsfólkinu islenzka í sundi næstu vikurnar — það fer i keppnis- og æfingaferðir til þriggja landa, Skotlands, Belgiu og frlands. Á Skotlandi verður dvalið í nokkra daga og tekið þátt í skozka meistara- mótinu nú eftir helgina. íslenzka sund- fólkið heldur út á sunnudag en lands- liðshópurinn verður valinn á morgun. Þá verður haldið til Belgíu og þar keppt í 8-landa-keppninni kunnu en þar verða auk fslands Iandslið Belgíu, Skotlands, Spánar, Wales, írlands, Sviss, Noregs. Það verður erfið keppni fyrir hið unga sundfólk okkar. Eftir keppnina í Belgíu verður haldið til írlands og þar tekið þátt í 4- landa keppni írlands, ísrael, Portúgal og fslands. Heim verður komið 6. júlí en förin er liður í undirbúningi og skipulegri þjálfun íslenzka sund- fólksins fyrir ólympíuleikana í Moskvu næsta ár. Aðalfararstjóri verður Hörður Óskarrsson, formaður SÍ, Þórður Gunnarsson liðsstjóri en Guðmundur Harðarson þjálfari. í fyrrakvöld setti Bjarni Björnsson, Ægi, nýtt íslandsmet í 800 m skrið- sundi — synti á 9:03.4 mín. á Reykja- rvíkurmótinu. Eldra metið átti hann 'sjálfur, 9:06.5 mín. Landshlaup FRÍ: Borgar- stjórinn áfyrsta spretti! Borgarstjórinn í Reykjavik, Egill Skúli Ingíbergsson, mun liluupa fyrsta sprettinn i Lands- hlaupi Frjálsiþróttasambands íslands, sem hefst á Laugardals- velli á sunnudag 17. júuí. Þetta kom fram á blaða- mannafundi, sem FRÍ hélt i gær en mikið liefur verið lagt i að hlaupið — hringhlaup um tsland takist sem bezt. Nefnd undir stjórn Sigurðar Helgasonar liefur lagt miklu vinnu I hlaupið og það er mjög vel undirbúið. Hlaupnir verða 2500 km og keppendur verða rúmlega 3000. Lengsta vegalengd i einu sambandssvæði er á Austfjörðum. Þar hlaupa i vegum UÍA milli 500—600 hlauparar 371 km. Hlaupið hefst kl. 14.50 i Laugardalsvelli eftir að Örn Eiðs- son, formaður FRÍ, hefur flult á-' varp. Síðan afhendir forseti ÍSÍ, Gisli Halldórsson, borgarstjóran- um keflið og hann hleypur fyrsta sprettinn, 200 m i vellinum. Skilar til formanns ÍBR, Úlfars Þórðarsonar, sem hleypur næstu 200 m. Þríðja sprett hleypur Eiríkur Tómasson, formaður iþróttaráðs Reykjavíkur og þiinii fjórða slökkviliðsstjórínn Rúnar Bjarnason út i Reykjavik. Siðan taka hlauparar við og hlaupa Borgartún niður i Laugaveg, Lækjargötu út i Hringbraut og að Fossvogslæk: i vegum iBR, en síðan tekur UBK við — og siðan hérðassamböndin koll af kolli þar til hlaupinu lýkur i Laugardals vellikl. 8.20 hiiin 26. jími. ís og ávextir í háttm gíösum. '/2 lítri ávaxtaís eða vanilluís/ áváxtasalat/ þeytfui rjómi. Utbúiö ávaxtasalát ur sniátt brytjuðu.epli, banani ocj appclsinu. sítrónu- eða inn á 4-5 glosuni; Spa»nið ísinh upp ineð skeið, setjið 2-3 skeiðar í hvert glas og <j gjarnaíi appelsinusheu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.