Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.06.1979, Qupperneq 13

Dagblaðið - 14.06.1979, Qupperneq 13
Rjómaís Is og ávextir í háttrn giösum. 1 /2 lítri ávaxtaís cda vanilluis/ ávaxtasalat/ þevátur rjómi. Utbúió ávaxtasalat ur smátt brytjuóu.eþli, banana og appeJsínu, sítrónu- eöa apþelsínusafa og örlitlum sykri. Setjiö'sáláíiö i botn- inn á 4-5 glósuni. Sþa’niÓ ísinn upp meóskeió, set jió 2-3 skeióar í hvert glas og sprautió rjömatopp efst. og gjarnan apþelsinusneió, sem látiti er risa á qlas- DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR14. JÚNÍ1979 Landshlaup FRÍ: Borgar- stjónnn áfyrsta spretti! Borgarstjórinn i Reykjavík, I Egill Skúli Ingibergsson, mun I hlaupa fyrsta sprettinn i Lands- hlaupi Frjálsíþróttasambands íslands, sem hefst á Laugardals-1 velli á sunnudag 17. júni. Þetta kom fram á blaða-1 mannafundi, sem FRÍ hélt í gær I en mikið hefur verið lagt i að I hlaupið — hringhlaup um Ísland takist sem bezt. Nefnd undir stjórn Sigurðar Helgasonar hefur lagt mikla vinnu I hlaupið og það [ er mjög vel undirbúið. Hlaupnirl verða 2500 km og keppendur [ verða rúmlega 3000. Lengsta I vegalengd á einu sambandssvæði [ er á Austfjörðum. Þar hlaupa á vegum UÍA milli 500—6001 hlauparar 371 km. Hlaupið hefst kl." 14.50 á I Laugardalsvelli eftir að Örn Eiðs- son, formaður FRÍ, hefur flutt á-' varp. Síðan afhendir forseti ÍSÍ, [ Gísli Halldórsson, borgarstjóran- um keflið og hann hleypur fyrsta | sprettinn, 200 m á vellinum. Skilar til formanns ÍBR, Úlfars I Þórðarsonar, sem hleypur næstu 200 m. Þriðja sprett hleypur Eiríkur Tómasson, formaður | iþróttaráðs Reykjavíkur og þann [ fjórða slökkviliðsstjórinn Rúnar I Bjarnason út á Reykjavík. Siðan [ taka hlauparar við og hlaupa Borgartún niður á Laugaveg, [ Lækjargötu út á Hringbraut og að Fossvogslæk: á vegum ÍBR, en [ síðan tekur UBK við — og síðan hérðassamböndin koll af kolli þar I til hlaupinu lýkur á Laugardals- [ velli kl. 8.20 hinn 26. júní. Enskir lágu i Vínarborg —Austurríki sigraði England 4-3 ígær Austurríki sigraði England með oddamarkinu af sjö — 4—3 — í lands- leik i knattspymu i Vinarborg í gær- kvöld. Leikurinn var ákaflega spennandi en yfirburðir Auturrikis um- talsverðir í fyrri hálfleik. Fyrsta tap Englands í 14 landsleikjum og annað tapið undir stjórn Ron Greenwood — England aðeins tapað útileik gegn V- Þjóöverjum undir stjórn Greenwood áður. Bruno Pezzey, bezti Ieikmaður Austurríkis, reyndist Englendingum erfiður, skallaði tvívegis í mark. Fyrsta markið var skorað á 18 mín. og þá skallaði Pezzey frábærlega mark eftir sendingu Jara. Á 26. mín. komust Austurríkismenn í 2—0 eftir samleik Jara og Kreuz en Welzl skoraði. Mínútu síðar minnkaði England muninn. Bob Latchford gaf fyrir og Kevin Keegan skallaði í mark. Nýi austurríski landsliðsmaðurinn Kurt Jurtin skoraði þriðja mark Austurrikis á 39. mín. England náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik og í þeim síðari kom Peter Shilton í markið og Trevor Francis í stað Latchford. Á 48. mín. varði Koncilia, markvörður Austurríkis, skot frá Keegan — hélt ekki knettinum og Steve Coppell sendi boltann í netið. Á 63. mín. tókst Englendingum að jafna. Francis gaf fyrir og Ray Wilkins skallaði í mark — en það nægði ekki. Á 69. mín. stökk Pezzey hærra en varnarmenn Englands og skallaði knöttinn i mark eftir aukaspyrnu Sara. Áhorfendur31 þúsund. ni. t kvöld leika Keflavík og Fram i Keflavik — á laugardag leika Vikingur og KA á Laugardals- — Valur á Akranesi. Spennandi leikur- og það er oft skammt á milli i knattspyrnunni. Myndin urinn smellur i þverslá KR-marksins eftir hörkuskot Lárusar Guðmundssonar.DB-mynd Sveinn Þ arkeppni KSÍ á fullrí ferð: koraði sjö mörk tmönnum Heklu! Vítakeppni réð úrslitum Þrír leikir voru á Norðurlandi. í Grenivík léku Magni og Svarfdælir (Dalvík). Úrslit 2-2 eftir framlengingu. Mörk Magna skoruðu Þorsteinn Þorsteinsson og Hringur Hreinsson en Björn Friðþjófsson og Jóhann Bjamason fyrir Svarf- dæli. Þá var vítaspyrnukeppni og eftir hana stóðu Svarfdælir uppi sem sigurvegarar, 7—6. Tindastóll frá Sauðárkróki vann stórsigur á Reyni þó leikið væri á Árskógsströnd. Úrslit 0-5. Mörk Tindastóls skoruðu Rúnar Bjömsson, Þórhallur Ásmundsson, Sigurjón Magnússon, Björn Sverrisson og Sigurfinnur Sigurjónsson. í Siglufirði léku KS og Árroðinn, Eyjafirði. KS sigraði 2-1 eftir framlengingu. 1-1 eftir venju- legan leiktíma. Friðfmnur Hauksson og Björn Ingimundarson skoruðu fyrir KS en Garðar Halldórsson mark Árroðans. -St.A. Stórsigur Gróttu Fjögur mörk Gróttu á 8 mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks tryggðu þeim örugg- an sigur yfir Heklu á Hellu í gærkvöld. Staðan í hálfleik var 1-0 Gróttu í vil en í síö- ari hálfleik brustu öll bönd hjá Heklu og í leikslok munaði sex mörkum — 7-1 fyrir Gróttu. Gunnar Lúðvíksson skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 14. mínútu, en strax í upphafi síðari hálfleiks gerði Grótta út um leikinn. Ólafur Lárusson bætti öðru markinu við á 51. mín. og Friðrik Friðriksson skoraði þriðja markið á 55. mín. Ámi Guðmundsson gerði næstu tvö á 57. og 59. mín. og á 61. mín. var dæmt fullkomlega löglegt mark af Gróttu. Síðan átti Grótta skot í stöng og slá áður en Gisli Gíslason bætti sjötta markinu við á 78. mín. með skoti af um 35 metra færi. Á 85. mín. skoraði Ámi sitt þriöja mark en lokaorðið i leiknum áttu heimamenn er Guðni Olgeirsson skoraði þeirra eina mark á 88. mínútu. Það má geta þess að leikurinn hófst ekki fyrr en kl. 21.15, en var boðaöur kl. 20. Þegar haft var samband við dómara á Scl- fossi, en að sögn KSÍ áttu dómarar þaöan að dæma leikinn, vissu þeir ekkert af honum. Þetta er í annað skiptið á tveimur vikum sem Grótta lendir i vandræðum vegna dóm- ara og hreint óþolandi hvernig dóm- aramálum 3. deildar er háttað. -SSv. Bezti heimsárang- urinn í langstökki og nýtt heimsmet í spjótkasti kvenna Austur-þýzka íþróttakonan fræga, Ruth Fusch náði aftur heimsmetinu i spjótkasti kvenna, þegar hún kastaöi 69.52 metra á móti í Dresden í gær. Ejdra metið átti Kathy Schmidt, Bandaríkjunum, 69.32 m sett 1977. Mjög góð.ur árangur náðist á mótinu i Dresden. Úúzt Dombrowski, Austur- Þýzkalandi, stökk 8.29 m í langstökki, bezti árangur í heinji í ár, og Rolf Beil- schmidt, Austur-Þýzkalandi, stökk 2.30 m í hástökki. í 5000 m hlaupi var hörkukeppni. Miruts Yifter, Eþíópíu, sigraði á 13:24.3 mín. Landi hans Girma Wolde- hana varð annar á 13:26.9 mín. og Alexander Fedotkin, Sovétríkjunum, þriðji á sama tíma. í 100 m hlaupi urðu úrslit óvænt. Marlies Ölsner-Göhr sigraði heimsmet- hafann Maritu Kock — báðar Austur- Þýzkalandi — hljóp á 10.97 sek. en Koch á 11.20 sek. Júgóslavar unnu Itali Júgóslavia sigraði Ítalíu 4-1 í vináttu- landsleik í knattspyrnu í Zagreb í gær- kvöld — og það þótt Ítalía næði for- ustu i leiknum á 25. min. Þá skoraði Paolo Rossi en miðherji Júgósiaviu, Susic, jafnaði þremur mínútum síðar. Hann skoraði aftur á 36. mín. og tryggði Júgóslövum sigur, þegar hann skoraði þriðja markið af stuttu færi á 66. min. Yfirburðir Júgóslava voru miklir í leiknum og varnarmaðurinn Zajec skoraði fjórða markið á 86. mín. með þrumufleyg utan vítateigs. Áhorf- endur voru 25 þúsund. Talsverður til- raunasvipur var á ítalska liðinu — lcik- ið með þremur miðherjum en bezti leik- maður ítala, Bettega, gat ekki leikið vegna meiðsla. Möguleikar íslands í Evrópukeppni minnka —Jón Diðriksson getur ekki keppt í Luxembovg Möguleikar íslands til að ná góðum árangri í Evrópukeppninni i frjálsum íþróttum í Luxemborg um næstu heigi hafa minnkað verulega vegna meiðsla nokkurra manna, sem þar áttu að keppa. Jón Diðriksson getur ekki keppt vegna meiðsla í hásin og þeir Valbjörn Þorláksson og Stefán Hallgrímsson eiga cinnig við meiðsli að stríða og keppa ekki. Gunnar Páll Jóakimsson og Ágúst Ásgeirsson keppa i stað Jóns í 800 og 1500 m. Elias Sveinsson i stað Valbjarnar í stangarstökki og 110 m grindahlaupi og Aðalsteinn Bernharðs- son í 400 m grindahlaupi í stað Stefáns. í riðlinum í Luxemborg taka þátt auk íslands og Luxemborgar Dan- mörk, írland og Portúgal. Þrjár þjóðir komast áfram og má reikna með að það verði þrjár síðasttöldu þjóðirnar. í íslenzka landsliðinu eru þessir menn: Vilmundur Vilhjálmsson, KR, sem keppir í 100, 200, 400 m og báðum boðhlaupunum. Ágúst Ásgeirsson, ÍR, 1500 m og 3000 m hindrunarhlaup. SigurðurP. Sigmundsson, FH, 5000 m. Gunnar Páll Jóakimsson, ÍR, 800 m. Brýnjólfur Hilmarsson, UÍA, 10000 m. Elías Sveinsson, FH, stangarstökk og llOmgrindahlaup. Aðalsteinn Bernharðsson, KA, 400 m grindahlaup og boðhlaupin. Guðmundur R. Guðmundsson, FH, hástökk. Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, langstökk ogþrístökk. Hreinn Halldórsson, KR, kúluvarp. Óskar Jakobsson, ÍR, kringlukast og spjótkast. Erlendur Valdimarsson, ÍR, sleggju- kast. Sigurður Sigurðsson, Á, boðhlaupin. Oddur Sigurðsson, KÁ, boðhlaupin bæði. Fararstjórar verða Finnbjörn Þor- valdsson og Sveinn Sigmundsson en Guðmundur Þórarinsson þjálfari. íslenzkt sundfólk keppir víða erlendis Það verður mikið að gera hjá lands- liðsfólkinu islenzka í sundi næstu vikurnar — það fer i keppnis- og æfingaferðir til þriggja landa, Skotlands, Belgíu og írlands. Á Skotlandi verður dvalið í nokkra daga og tekið þátt i skozka meistara- mótinu nú eftir helgina. íslenzka sund- fólkið heldur út á sunnudag en lands- liðshópurinn verður valinn á morgun. Þá verður haldið til Belgíu og þar keppt í 8-landa-keppninni kunnu en þar verða auk fslands landslið Belgíu, Skotlands, Spánar, Wales, írlands, Sviss, Noregs. Það verður erfið keppni fyrir hið unga sundfólk okkar. Eftir keppnina í Belgíu verður haldið til frlands og þar tekið þátt í 4- landa keppni írlands, ísrael, Portúgal og íslands. Heim verður komið 6. júlí en förin er liður í undirbúningi og skipulegri þjálfun íslenzka sund- fólksins fyrir ólympíuleikana í Moskvu næsta ár. Aðalfararstjóri verður Hörður Óskírsson, formaður SÍ, Þórður Gunnarsson liðsstjóri en GuðmundurHarðarson þjálfari. f fyrrakvöld setti Bjarni Björnsson, Ægi, nýtt íslandsmet í 800 m skrið- sundi — synti á 9:03.4 mín. á Reykja- víkurmótinu. Eldra metið átti hann sjálfur, 9:06.5 mín.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.