Dagblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. JÚNf 1979 15 Eins ug myndin ber með sér er fáninn beinlinis kjánalega Iftill á þessari stóru flagg- stöng. DB-mynd Ragnar Th. Flugmálastjórn með ólöglegan fána? Þeim sem leið hafa átt um flugvallar- svæðið hefur þótt svo sem fáni Flug- málastjórnar sé helzt til tíkarlegur á flaggstönginni fyrir framan flugturn- inn. Þykir mönnum sem hann sé afar lítill í samanburði við háa og myndar- lega flaggstöngina. í reglugerð settri af dóms- og kirkju- máiaráðuneytinu þann 1. desember 1965 og er fjallað um íslenzka fánann, notkun hans og meðferð. Stendur þar í fyrstu grein: „Hlutföll fána og stangar. Þegar fánastöng er fest í jörðu á lengd hennar að vera fimm sinnum breidd fánans, en 2 1/2 sinnum, standi stöngin skáhallt út frá húsi.” Nú hefur DB að vísu ekki mælt fán- ann né stöngina hjá Flugmálastjórn en engu að síður er full ástæða til að draga í efa að fáninn standist það að vera af réttri stærð á svo stóra stöng sem stendur á hlaðinu hjá Flugmálastjórn. -BH. Flugleikur: Nýtt íslenzkt leikrit f rum- sýnt í London í vikunni verður frumsýnt í London nýtt íslenzkt leikrit, Flugleikur, eftir Brynju Benediktsdóttur, Erling Gísla- son og Þórunni Sigurðardóttur. Leikurinn verður frumsýndur fyrir íslendinga í London en verður síðan sýndur í Cardiff í Wales í næstu viku. Leikritið gerist í flugvél á leið til og frá New York en verkið var unnið í hópvinnu á vegum Þjóðleikhússins á siðasta leikári. Leikendur eru Erlingur Gíslason, Þórunn Sigurðardóttir, Guðlaug M. Bjarnadóttir, Lilja Þórisdóttir og Guðrún Þórðardóttir. Tónlist er eftir Karl Sighvatsson, leikmynd og búningar eftir Sigurjón Jóhannsson, ljósameistari er Kristinn Daníelsson og stjórn segulbands annast Geir Óttar. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. -ÓV. Flugleikur — í vélinni milli íslands og New York. DB-mynd Árni Páll. Kostnaður tæpar 14 milljónir — við dagskrána þann sautjánda Sautjánda júní hátíðahöldin verða með sígildum hætti nú sem endra- nær, með nokkrum útúrdúrum þó. Dagskrá fyrir hádegi sunnudagsins sautjánda fer fram í gamla kirkju- garðinum við Suðurgötu þar sem lagður verður krans á leiði Jóns Sigurðssonar frá Reykvíkingum. Á Austurvelli verður athöfn með ávarpi forsætisráðherra. Eftir hádegið verður sitthvað um að vera á fjórum stöðum í bænum, á Miklatúni, í Laugardal, í Nauthóls- vík og á Lækjartorgi. Á Miklatúni og Kjarvalsstöðum mun börnum standa til boða eitt og annað til dundurs. I Nauthólsvík verða bátar Siglinga- klúbbs á floti og á Lækjartorgi verða skátar með skátasirkus og kassabílaí gangi. Klukkan fjögur hefst síðan skemmtidagskrá fyrir börnin i miðbænum, með valdri dagskrá. Um kvöldið verða síðan tveir dansleikir i Óskandi væri fyrir alla aðila að veðrið yrði jafngott og á þessum „seytjánda” nú á sunnudaginn. DB-mynd Sveinn Þorm. miðbænum, hljómsveit mun leika fyrir dansi á Hótel-íslands planinu sem afmarkast af Veltusundi, Vallar- stræri og Aðalstræti. Á Lækjartorgi verður hins vegar komið fyrir glym- skratta og dansað við tónlist úr honum. Heildarkostnaður við hátiðahöldin að þessu sinni er áætlaður 13,7 milljónir. -BH Veitinga- og gistihúsaeigendur: ■ ■i „Veitinga- og gistirekstur um íslenzku landsbyggðina á í vök að verjast vegna uppbyggingar alls kyns oriofs-, dvalar- og félagsheimila. Þau njóta skáttfríðina og eru niðurgreidd og kostuð af ýmsum hagsmuna- hópum. Við bætist að Ferðaskrif- stofu nkísins er með lögum gert að opna á annan tug sumarhótela sem flcyta rjómann af ferðamanna- straumnum en loka dyrum sínum um leið og dregur úr umferð. Þau ásamt orlofsbyggðunum hirða tekjur sem árshóteiunum eru nauðsynlegar til þess að standa undir taprekstri vetrarmánaðanna en bera engar þjónustuskyldur við þá sem erindi eiga um landið utan sumartima”. Þannig er komizt að orði í opnu bréfi stjórnar Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda til Ferðamálasjóðs ríkisins. Beint tilefni bréfsins er sala Ferðamálasjóðs á Flókalundi til verkalýðshreyfingarinnar. Kveðst stjórn sambandsins harma „að félagssamtök skuli hafa verið tekin fram yfir einkareksturinn, að hótel sem byggt er upp fyrir lán úr Ferðamálasjóði skuli að nauðsynja- lausu gert að orlofsheimili. Mála- myndagerningar þess efnis að almennur hótelrekstur skuli þar um alla framtið er marklaus enda hlýtur slikt að vera andstætt markmiðum og hagsmunum kaupenda”. Að lokum segir I opnu bréfi stjórnarinnar aö sé nauðsynlegt talið að fá megi húsaskjói og beina árið um kring þurfi gagngera endur- skoðun á viöhorfum til einstaklings- framtaksins og framlagi þess til hérlendra ferðamála. -GM STUOLA-SKILRUM er léttur veggur, sem samanstendur af stuöiimi. hillum og skápum. allt eftir þörfum á hverjum stað. SVERRIR HALLGRÍMSSON Smióastofa ''A.Tronuhrauni 5 Simi 51745 DRÁTTARBEIZLI — KERRUR Fyrirliggjandi — allt el'ni i kerrur l'yrir þá sem vilja smiða sjállir. beizli kúlur. tengi fy rir allar teg. bifreiða. Þórarinn Kristinsson Klapparstig 8 Simi 28616 (Heima 720871. MOTOROLA Alternatorar I bíla og báta, 6/12/24/32 volta. Platfnulausar transistorkveikjur f flesta bilá. Haukur Cr Ólafur hf. Ármúla 32. Simi 37700. Sumarhús — eignist ódýrt Teiknivangur 3 möguleikar 1* wByggið sjálf’ kerfið á íslenzku 2. Efní niðursniðið og merkt 3. Tilbúin hús til innréttingar Ennfremur byggingarteikningar. Sendum bæklinga. Leitið upplýsinga. Simar 26155 - 11820 alla daga. wmuwa frfálst, úháð dagblað

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.